Dagblaðið - 31.05.1977, Síða 6
ö
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 31. MAl 1977.
Vél til
myndamótagerðar
Til sölu er Vario-Klischograph
myndamótageröarvél, sem
einniggeturlitgreint fyriroffset
Prentsmiðjam Hilmir hf.
Síðumúla 12 — Sími 35323
Sölutjöld 17. júní
Þjóðhátíöarnefnd mun sem fyrr veita
leyfi fyrir sölutjöldum á þjóðhátíðar-
daginn.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á
skrifstofu Æskulýðsráðs, Fríkirkju-
vegi 11.
Umsóknum sé skilað þangað í síðasta
lagi mánudaginn 6. júní n.k.
Þjóðhátíðarnefnd.
Námskeið ífrosk-köfun
Námskeið í frístundaköfun verður
haldið í júní, ef næg þátttaka fæst.
Allar upplýsingar hjá bátadeild Gunn-
ars Ásgeirssonar h.f. til 8. júní.
(Námskeiðið er ætlað eigendum
köfunartækja.).
Björgunarsveit Ingólfs.
Lausar stöður
Nokkrar stöður hjúkrunarkennara
eru lausar til umsóknar. Fullt starf er
æskilegast, en hálft starf kemur til
greina. Uppl. gefur skólastjóri.
Hjúkrunarskóli íslands, Eiríksgötu 34.
Iðnaðarhúsnæði til leigu
í austurbæ Kópavogs er til leigu
iðnaðarhúsnæði, 320 ferm, hæð með.
innkeyrsludyrum. Nánari upplýsingar
í síma 43260 á kvöldin og um helgar.
Auglýsing
Sumardvalarheimili sjómannadagsins
Hrauni í Grímsnesi tekur til starfa
þann 11. júní — 19. ágúst. Börnum
gefinn kostur á 5 og 10 vikna dvöl.
Uppl. og móttaka pantana í síma 42338
þessa viku.
Stjórnin.
Tilkynningfrá
Nýja hjúkrunarskólanum
Fyrirhugað er framhaldsnám í
Nýja hjúkrunarskólanum í ýmsum
greinum hjúkrunarfræði. Verknám á
skurðstofu, svæfingar- og gjörgæzlu-
ueildum á að hefjast 1. sept. 1977, en
bóknám 1. marz 1978. Umsóknir berist
sem allra fyrst. Uppl. eru veittar í
skólanum frá kl. 13—16 virka daga.
Lokað í júlí vegna sumarleyfa.
Skólastjóri.
Margrét Trudeau um skilnaðarmál þeirra hjóna:
TÖKUM SAMAN Á NÝ
—ef hann lætur af forsætisráðherraembætt inu
Skilnaður þeirra Margrétar
og Trudeau forsætisráðherra
Kanada er ekki líklegur til að
hafa áhrif á stjórnmálaframa
hans. Þetta kom fram í
skoðanakönnun sem gerð var í
Kanada daginn eftir að tilkynn-
ing kom frá forsætisráðherran-
um þess efnis að hann og kona
hans væru skilin. Fólk hefur
samúð með forsætisráðherran-
um, samkvæmt þeim upplýsing-
um sem koma fram í skoðana-
könnuninni.
I tilkynningu Trudeaus segir
að skilnaðurinn hafi verið sam-
kvæmt ósk Margrétar. Þau eiga
þrjá syni, fimm ára, þriggja ára
og tæplega tveggja ára.
Trudeau fær umráðarétt yfir
börnunum.
Fréttin um skilnaðinn hefur
ekki komið landsmönnum for-
sætisráðherrans á óvart.
Orðrómur um að hann og kona
hans væru að skilja komst á
kreik þegar hún sótti tónleika
rokkhljómsveitarinnar Rolling
Stones, í stað þess að vera hjá
manni sínum og halda upp á
sex ára hjúskaparafmælið
þeirra. Hún hefur lýst því yfir
að hún vilji vera meira en rós í
hnappagat eiginmannsins.
Einnig sagðist hún vilja reyna
fyrir sér sem ljósmyndari.
Eftir kosningarnar 1974 var
Margrét lögð inn á spítala,
vegna þess að hún hafði ofreynt
sig. Hún hefur lýst þvi yfir að
hún sé orðin þreytt á því að
þurfa að vera tilbúin til skyldu-
starfa, sem fylgja því að vera
forsætisráðherrafrú. Þegar
yfirlýsingin kom frá Trudeau
um skilnað þeirra, sagði hún að
þau myndu væntanlega aldrei
skilja að lögum og ef hann léti
af embætti þá gæti svo farið að
þau myndu taka saman á ný.
Margrét sagði einnig að þau
myndu hittast í London í júní,
þar sem Trudeau verður í boði
Elizabethar drottningar en hún
heldur upp á 25 ára drottn-
ingarafmæli. Einnig verða þau
Margrét og Trudeau með son-
um sínum í sumarleyfi allan
ágústmánuð, að sögn hennar.
Margrét og Pierre Trudeau með tvo elztu syni sína. Hann hefur
fengið umráðarétt yfir börnunum. y
/ fótspor King Kong
Maður nokkur í New York
fór í fótspor risaapans King
Kong, sem var látinn klífa
World Trade Centre bygging-
una í New York. Hún er næst
hæsta hús veraldar, 110 hæðir.
Þegar maðurinn var kominn
upp á þak eftir um þriggja
klukkustunda þrekraun, var
lögreglan þar fyrir og hand-
járnaði hann. Síðan var hann
dæmdur í 250 þúsund króna
sekt. Borgarstjórinn í New
York lét sektina hins vegar
niður falla og ákvað að maður-
inn skyldi greiða 10 sent fyrir
hverja hæð sem hann kleif.
Borgarstjórinn sagði að þessi
atburður hefði lifgað upp á dag-
legt líf í borginni en vonaði
samt að fleiri borgarbúar létu
það vera að stofna lífi sínu í
hættu á þennan hátt.
Húsgagnaverzlun
Fjölbreytt húsgagnaúrval á tveimur hcdum
Mjög fjölbreytt
úrval
af sófasettum,
stökum stólum,
hjónarúmum
ogeinsog
tveggja manna
svefnsófum
verðmjög Húsgagnaverzlun
hagstætt. f Mj Reyk javíkur hf.
'O' Brautarholti2-Símir 11940-12691