Dagblaðið - 31.05.1977, Page 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 31. MAl 1977.
7
Mólúkkamir lofaað skilja
gíslana eftir sig og félaga sína
Fátt varö um stóra viðburði
vegna mólúkkönsku skæru-
liðanna og gislanna þeirra 59
um helgina. Málið snýst nú að
mestu leyti um kröfu skæru-
liðanna um að fá þotu til afnota
til að sleþpa úr landi. Þeir féllu
i gær frá kröfu sinni um að fara
með þá 55 gísla sem eru í haldi i
lestinni úr landi með sér.
Andreas van Agt dómsmála-
ráðherra sagði að enn væri
enga vísbendingu að sjá um
málamiðlun milli hollenzku
stjórnarinnar og Mólúkkanna.
— Þeir krefjast þess nú sem
fyrr að 21 félaga þeirra verði
sleppt úr fangelsi og þeir fái að
yfirgefa landið í Boeing 747
þotunni sem þeir fái til afnota
fyrir sig. Skæruliðarnir hafa
ekkert sagt enn um hvert þeir
muni halda. Stjórnvöld hafa
ekki tekið ákvörðun um hvort
þeir skuli fá þotu og bera því
við að þau vilji fyrst fá að vita
hvert halda skuli.
Að sögn van Agts eru orða-
skipti milli hollenzku stjórnar-
innar og skæruliðanna all
harðorð, þó að reyndar hafi
þeir síðarnefndu sýnt nokkurn
sveigjanleika upp á síðkastið.
Til dæmis kvað van Agt stjórn-
völd hafa verið búin að gefast
upp á að fá skólabörnin 105
laus, er skæruliðarnir hafi
skyndilega látið sig og leyft
börnunum að fara.
Sambandslaust hefur verið
milli skæruliðanna í lestinni og
skólanum síðan á föstudag —
stuttu eftir að börnin voru látin
laus. Kennt er um tæknilegum
mistökum. Nú vonast menn til
að skæruliðarnir vilji sleppa
vanfærri konu úr lestinni gegn
því að þeir fái samband sin á
milli á nýjan leik.
Handtökurí
Angola vegna
uppreisnar
Vegna uppreisnar-
tilraunarinnar, sem gerð var á
föstudaginn i síðustu viku í
Angola, hafa um eitt hundrað
manns verið handteknir. Meðal
þeirra næst æðsti foringi hersins.
Agostinho Neto forseti Angola
sagði í útvarpsávarpi að hinir
handteknu hafi átt sér stuðnings-
menn víðs vegar um landið. Hann
sagði einnig að útlendingar
styddu þá en gat þess ekki hvaðan
þeir kæmu.
Uppreisnrtilraunin er sögð
hafa verið skipulögð af fyrrver-
andi innanríkisráðherra landsins.
Hann er hlynntur Sovétríkjunum.
Nú er hans ákaft leitað um allt
landið.
Southgate, Bandaríkjunum:
LEIT AÐ LÍKUM
í KLÚBBRÚST-
UNUM ER HÆTT
—eldsvoðinn var sá versti í
Bandaríkjunum um 35 ára skeið
Leit hefur verið hætt að líkum í ,,Við eigum ekki von á að finna
brunarústum næturklúbbsins i
Southgate i Kentuckyfylki í
Bandaríkjunum. Klúbburinn
brann til kaldra kola á laugardag.
160 manns fórust í brunanum.
Einangrast
Quebec
fjárhagslega?
Frönskumælandi Quebec þarf
ekki að búast við fjárhagsaðstoð
frá öðrum ríkjum Kanada, fari
svo að ibúarnir ákveði að stofna
sjálfstætt ríki. Þetta var haft eftir
fjármálaráðherra Kanada í
Montreal í gærkvöld.
Hann kvaðst þó eiga von á, að
er íbúar ríkisins gerðu sér grein
fyrir öllum þeim vandræðum,
sem fylgdu aðskilnaði myndu þeir
falla frá fyrirætlunum sínum.
REUTER
fleiri lík í rústunum,“ sagði borg-
arstjóri Southgate, Ken Paul, í
gærkvöld. Þá var unnið að því að
brjóta niður það litla sem uppi
hékk af veggjum klúbbhússins.
Þegar eldurinn læsti sig í
klúbbhúsið flúðu gestirnir, um
þrjú þúsund að tölu, út í
skelfingu. I fyrstunni var talið að
um þrjú hundruð hefðu farizt.
Lík 45 manna hafa enn ekki
þekkzt, svo illa eru þau farin.
Eldsvoði þessi er sá versti um 35
ára skeið i Bandaríkjunum.
Höfundur
Take Five
erlátinn
Paul Desmond, einn af
mestu jazz-saxófónleikurum
heimsins lézt að heimili sínu
í New York í gærkvöld.
Hann var orðinn 77 ára
gamall. Hann Iék um sautján
ára skeið með hljómsveit
Daves Brubeck, en hætti
fyrir tiu árum.
Á tímanum, er Desmond
og Brubeck léku saman,
samdi Desmond lagið ,,Take
Five“. Hann sagðist hafa
staðið fyrir framan spila-
maskínu í Renó og ryþminn
í vélinni hafi gefið sér hug-
myndina ,,að því að semja
lag sem gæti skilað mér
aftur peningunum, sem ég
hafði tapað í vélinni,“ sagði
Desmond sjálfur eitt sinn
um tilurð lags síns.
ferael: Begin ræðir um út-
nefningu ráðherra
Menachem Begin, leiðtogi
Likudflokksins í Israel, ætlar
að ræða um útnefningu í
ráðherraembættin í dag við
flokksforystu Frjálslynda
flokksins. Begin þarfnast
stuðnings flokksins, ef hann á
að geta myndað starfhæfa
stjórn. Leiðtogi Frjálslynda
flokksins ákvað að hætta við-
ræðum við Begin um ráðherra-
embættin, eftir að Dayan, fyrr-
um landvarnarráðherra, var
boðið embætti utanríkisráð-
herra.
Ef Frjálslyndi flokkurinn,
hætti stuðningi við Likud-
flokkinn yrði Begin að styðj-
ast við marga smáflokka sem
starfa á trúarlegum grundvelli.
Þjóðernissinnaflokkurinn
Shlomzion, sem vann tvö þing-
sæti í kosningunum, hefur ver-
ið leystur upp og liðsmenn hans
hafa gengið yfir í raðir Likud-
flokksins.
Begin formaður Likud-
flokksins ræðir við flokks-
leiðtoga um útnefningu i
ráðherraembættin í dag.
Hljómburðurinn
einmitt
eins og þu
óskar þé
hann.
PK055
f mótsetningu viðöll önnurstereo-heyrnar-
tæki getur þú á KOSS Technican/VFR stjórnað
hljómburðinum alveg eftir þínu höfði. ístaðinn
fyriraðþúhlustiráuppáhalds tónverkin eins og aðrir heyra þau, nýtur þú þess að geta
framkallað þann hljómburð sem er þér að skapi- aðeins með því að færa til VFR-stillinn.
FÁLKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670
Tæknilegar upplýsingar: 50 mm aflhátalarar • Mótstaða : 230 ohm/1 kHz
• Tíðnisvið: 10-22000 Hz« Næmleiki: 95 V-rms/1 kHz • Bjögun: Minni en 0,4%/1 kHz/100
dB SPL • Hljóöstyrkur við 1% bjögun: 108 dB/1 kHz • 3 metra gormlaga aðtaug
• „Pneumalite" eyrnapúðar. • Tenging fyrir gálgahljóðnema • Þyngd: 483 g (u/aðtaug)
Verð kr. 23.967