Dagblaðið - 31.05.1977, Side 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 31
....... " \
MAÍ 1977.
FRAMHALDSNAM OG
ÁTTHAGAFJÖTRAR
varö að yfirgefa landió fyrir
fullt og allt á síðasta ári vegna
síendurtekinna morðhótana
ofbeldismanna. Fleiri erlendir
menn hafa yfirgefið landið að
undanförnu, þar eð þeir telja
sig ekki lengur örugga um líf
sitt. Þá er það einnig þungt á
metunum, að þeir hafa ekki
lengur frjálsar hendur til að
vinna starf sitt. Meðal annarra,
sem eru farnir úr landi er Mats
Holmberg, fréttaritari sænska
dagblaðsins Dagens Nyheter.
Ofur skiljanlegt er að blaða-
mennirnir skuli ekki vilja
vinna með það yfir höfði sér að
fá ávítur og jafnvel formleg
mótmæli fyrir sára meinlausar
fréttir, sem engan skaða. Þá er
ekki síður að óttast ofbeldis-
hópa, sem styðja stjórn hersins.
Með þessum aðgerðum eru
stjórnvöld bersýnilega að
stöðva frjáls skoðanaskipti á
prenti og reka fingurna í það,
sem blöðin vilja skýra les-
endum sínum frá. Allt sem
kynnir argentísku þjóðinni
framandi hugmyndafræði
virðist eiga að vera bannað.
Ekki skiptir neinu máli, hvort
það kallast marxísk, peronsk
eða einfaldlega borgaraleg
fræði. Ef þau falla ekki saman
við skoðanir herstjórnarinnar,
geta þeir, sem halda þeim fram
átt von á því að hverfa ein-
hvern daginn, — jafnvel fyrir
fullt og allt.
Argentínskur blaðamaður
lýsti ástandinu á eftirfarandi
hátt:
„Víst ríkir hér prentfrelsi, en
ég voga mér ekki að notfæra
mér það.“
Á einum af síðustu dögum
þinghalds var loks lagt fram
frumvarp til laga um fram-
haldsskóla. Það er allt of
síðbúið, þegar haft er i huga að
nú eru nemendur að útskrifast
úr grunnskóla skv. hinum nýju
grunnskólalögum frá 1974 og
óvissa því framundan fyrir
fjölda nemenda um áfram-
haldið. Það er því löngu orðið
brýnt að setja ný lög um fram-
haldsskólastig, sem nú svífur í
lausu lofti, ef svo mætti að orði
kveða.
En í frumvarpinu eru
nýmæli um kostnað framhalds-
skólastigs sem eiga vafalaust
eftir að valda miklum deilum
og tefja framgang þessa
nauðsynjamáls. Tillögur rlkis-
stjórnarinnar um kostnað fram-
haldsskólastigsins fela í sér svo
gagngerar breytingar frá
núverandi skipan að full
ástæða er til að allur al-
menningur geri sér grein fyrir
þeim, og íhugi þær afleiðing-
arnar sem þær hljóta óhjá-
kvæmilega að hafa á möguleika
hvers og eins til framhalds-
menntunar.
Eins og er kostar ríkið eitt
skólahald við menntaskóla og
marga aðra framhaldsskóla.
Iðnskólanám er kostað af ríki
og sveitarfélögum í sameiningu
og þar greiðir ríkið helming
stofnkostnaðar og fjölbraut-
askólar eru kostaðir af ríki -Og'
viðkomandi sveitarfélagi í sam-
einingu en með sérstökum
samningi hverju sinni um
kostnaðarhlutföll. Vitanlega er
þetta ósamræmi í kostnaði við
skólahald óþolandi, enda eng-
inn ágreiningur að í því efni
þyrfti að koma samræmingu á.
En vandinn er þessi: Hvaða leið
á að fara?
Samkvæmt frumvarpinu er
meginregla sú að allt skóiahald
á framhaldsskólastigi skuli
kostað af ríki og sveitarfélögum
í sameiningu. Gert er ráð fyrir
því að ríkið greiði launakostnað
vegna skólastjórnar og kennslu,
en allur annar rekstrar-
kostnaður greiðist ekki nema að
hálfu. Hinn helminginn skulu
sveitarfélögin bera. Vegna
stofnkostnaðar greiðir ríkið
70% af grunntölu, sveitarfél.
afganginn. Það er því ljóst að
hér er verið að leggja á sveitar-
fél. stórauknar fjárhagslegar
skuldbindingar frá því sem nú
er. Hins vegar fylgja engar
tillögur frá ríkisstjórninni um
aukna tekjustofna sveitar-
félaga til að standa straum af
þessu verkefni. Menntamála-
ráðherra gat engin svör gefið
við því, hvernig sveitarfélögin
ættu að standa undir þessu en
vísaði til nefndarskipana og
fundahalda í sumar. Þá kom
fram að ekkert samráð hafði
verið haft við sveitarstjórnar-
menn áður en frumvarpið var
lagt fram og engin fyrirheit
unnt að gefa um samþykki
þeirra eða samkomulag í þessu
efni. Hér er því staðið að þessu:
máli af harla miklu ábyrgðar-
leysi, svo vægt sé til orða tekið.
t jafnstrjálbýlu þjóðfélagi og
þvi íslenska er þetta kostnaðar-
fyrirkomulag vitanlega alger-
lega óraunhæft. Fámenn sveit-
arfélög og fátæk munu ekki
hafa getu né áhuga á að standa
undir framhaldsskóla og ljóst
er að búseta nemenda mun ráða
Kjallarinn
Svava Jakobsdóttir
úrslitum við inntöku í fram-
haldsskólana. Hætt er við að
unglingar úr strjálsbýli muni
eiga enn erfiðara um vik að
stunda framhaldsnám en nú er.
Möguleikar þeirra til fram-
haldsnáms verða að miklu leyti
komnir undir því hvernig og að
hve miklu leyti sveitarfélögum
tekst að semja innbyrðis og við
ríkisvaldið. Og jafnvel þótt
þátttaka hvers sveitarfélags
verði lögboðin, kemur það fyrir
lítið ef fjármagnið vantar. Það
sýnir reynslan af iðnfræðslu-
lögunum.
Nokkuð má ráða í afleiðingar
þessa kostnaðarfyrirkomulags
af nýlegri ákvörðun Fræðslu-
ráðs Reykjavíkur um rekstur
framhaldsdeildar á næsta
skólaári. Þessi framhaldsdeild
er hugsuð sem bráðabirgða-
ráðstöfun til þess að leysa
vanda næsta vetrar. Reykja-
víkurborg hefur fallist á þá til-
lögu menntamálaráðuneytisins
að borgin greiði 95% af rekstpi
deildarinnar, en jafnframt
hefur Fræðsluráð Reykjavíkur-i
borgar samþykkt, að ekki skuli
gert ráð fyrir að utansveitar-
nemendur verði teknir inn í
framhaldsskóla sem reknir eru
sameiginlega af ríkinu og
Reykjavíkurborg, nema önnur
sveitarfélög semji um það sér-
staklega við borgina. Þessi af-
staða Fræðsluráðs Reykja-
víkurborgar er eðlileg með hlið-
sjón af því að borgarbúar
leggja til fjármagnið að mestu.
Og hætt er við að forsvarsmenn
sveitarfélaga muni ekki sjá sér
mikinn hag I því að reisa og
reka framhaldsskóla fyrir utan-
sveitarmenn og leggja í þann
kostnað sem þarf til þjónustu
við umfangsmikið skólahald ef
þetta umrædda frumvarp
verður að lögum í núverandi
mynd. Flestir munu telja það
ærið verkefni að sjá um sína.
Stefna ríkisstjórnarinnar
mun hafa það í för með sér að
átthagafjötrar ráða námsvali og
unglingar úr strjálbýli munu
kannski útilokaðir frá fram-
haldsnámi með öllu. Eina skyn-
samlega leiðin í þessum efnum
er sú að allt framhaldsnám,
verklegt sem bóklegt, • verði
rekið á kostnað ríkisins.
Svava Jakobsdóttir
alþingismaður.
ritinu Ægi, 6. hefti 1967, í grein
eftir Jakob Jakobsson fiski-
fræðing. Þar segir síðan í fram-
haldi af þessu:
„Af framansögðu má ljóst
vera að ástandið f íslensku síld-
arstofnunum er mjög alvarlegt
í dag. Tölur liggja að vísu ekki
fyrir um stærð stofnanna 1966,
en óhætt er að fullyrða að um
áframhaidandi rýrnun þeirra
hefur verið að ræða. Þessar
niðurstöður eru þó ekki óvænt-
ar, því að á undanförnum árum
hefur oft verið varað við hinum
stórauknu veiðum ungsíldar
hér sunnan lands. Ég tel að
ástæðan fyrir hinni öru rýrnun
íslenzkra síldarstofna sé tví-
mælalaust aukin veiði ungsíld-
ar og vöntun nýrra árganga í
stofnana.“
Áfram segir i sömu grein:
„Það er því af þessum sökum
að lagt er til að gerðar verði
eftirfarandi ráðstafanir til
verndar síldarstofnunum.
1. Veiðibann á smásíld, sé
miðað við 25 cm langa slld í stað
23 cm áður.
2. Settar verði reglur um
hámarksveiði sunnanlandssíld-
ar er stuðli að því, að lækka
dánartöluna verulega.
Kjallarinn
Reynir Hugason
veiða smásíld. Eins og kunnugt
er hrygnir sfldin yfirleitt ekki
fyrr en 3-4 ára og er þá 26-27 cm
á lengd.
t þriðja tölublaði Ægis frá
15. febrúar 1968 á bls. 57 f grein
eftir Jakob Jakbosson og
Hjálmar Vilhjálmsson fiski-
fræðinga, kemur fram
eftirfarandi.
„Tafla 1.
Hlutfallið milli vorgots- og sumargotssfldar í aflanum sunnan- og
suðvestanlands 1967.
Tímabil Vorgotssíid Sumargotssild Ökynþroska sfld
1/1—31/5 13.5 51.1
1/6—30/9 8.0 30.3
1/10—31/12 6.4 42.4
3. Settar verði reglur um
veiðibann á þeim árstíma, sem
síld er lélegust til vinnslu og
gefur rýrastar afurðir.
Árangurs af slíkum
aðgerðum, er ekki að vænta nú
þegar.“
Eins og fram kemur í grein
Jóns Arnalds var einungis farið
að þriðju tillögunni, þ.e. sett
veiðibann frá 28. mars til 15.
maí árið 1967. Ekki þótti sem sé
ástæða til að lækka dánartölu
síldarinnar né að hætta að
35.3
52.7
51.2
Tafla 1, (hér að ofan) sýnir
skiptingu sunnanlandssíldar
eftir hrygningartíma árið 1967.
Ástandið er í aðalatriðum mjög
svipað og síðastliðið ár (1966),
þannig að vorgotssíldarstofn-
inn er mjög veikur og stór hluti
aflans er ung og ókynþroska
síld 2-4ra ára gömul“......Eins
og sjá má af tölfu 1, er ókyn-
þroska síld í meirihluta f
veiðinni tvö seinni veiðitíma-
bilin 1967 og rúm 46% fyrir
árið í heild og er það um 3%
Stofnstærð þungi) islenzku síldarstofnanna, vor- og sumargots-
sfldar, (3ja ára og eldri).
hærra en sfðasuioiu ár (þ.e.a.s.
1966) og um 6% hærra en
1965.“
Síldveiðibannið frá 28. mars
til 15. júnf, hefur greinilega
ekkert haft að segja!
Meðallengd sfldarinnar, sem
veiddist fór sffellt lækkandi. úr
um 32 cm árið 1961 niður í 26
cm árið 1967. Það segir einnig
sína sögu. í sömu grein og
vitnað er til hér að ofan, segir
ennfremur eftirfarandi:
„Meðallengdiner þanniglang-
minnst yfir sumarmánuöina og
má segja að meðallengd
einstaklinga f þeim sýnishorn-
um sem bárust á þessu tímabili
frá veiðisvæðum sunnan
Reykjaness, hafi yfirleitt verið
um og neðan við 25 cm.“
Siðan segja þessir heiðurs-
menn Jakob Jakobsson og
Hjálmar Vilhjálmsson:
„Ekki sé ég ástæðu til að
fjölyrða um áhrif slíkra veiða,
að öðru leyti en því, að meðan
þær eru stundaðar er tæplega
hægt að búast við þeirri
fjölgun, sem þyrfti að vera í
íslensku síldarstofnunum, til
þess að veiðarnar yrðu arðvæn-
legar á ný.“
Nú er loks búið að setja
þessa klausu, sem Jón Arnaids
vitnar til, inn í sitt rétta
umhverfi.
Fyrir þá sem enn efast um
að íslensku sfldinni hafi verið
útrýmt og hún eigi sér litla
viðreisnarvon, skal hér birt
línurit sem sýnir stofnstærð
hrygningarstofns íslensku vor-
og sumargotssfldarinnar frá
1954-’74. Þetta línurit birtist f
vlsindaritgerðinni Population
Study on the Icelandic Herring
Stocks eftir Jakob Jakobsson
merkt Alþjóða Hafrannsókna-
ráðinu númer CM 1973/H:4.
Eins og sjá má af línuritinu
fellur það mjög árið 1967. Vor-
gotssíldarstofninn er þá út-
dauður en sumargotssíldar-
stofninn kemst f algjört lág-
mark f byrjun árs 1968 og er
það f samræmi við það sem ég
hef áður sagt, nefnilega að
leifar stofnsins hafi verið
veiddar upp árið 1967.
Reynir Hugason,
verkfræðingur.
/V