Dagblaðið - 07.06.1977, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 07.06.1977, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNl 1977. 9. öryrkjar borga hærri leigu en tíðkast á almennum markaði Húsaleiga á íbúóum í húsi Öryrkjabandalags tslands að Hátúni 10A hefur nýlega verið hækkuð að mun og er nú orðin hærri en leiga á almennum markaði. Sem dæmi um þessa hækkun má taka að leiga á 40 fermetra íbúð hefur hækkað úr kr. 22.400 í rétt tæp 27.000 eða um 29.4%. Á meðan borga stúdentar i Háskóla tslands, er búa á hjóna- görðum, 23 þúsund fyrir íbúðir sem eru af sömu stærð og er þó rafmagn og hiti innifalið (það kostar um sjö þúsund á mánuði í íbúðum Öryrkjabandalags þannig að leigan þar fer með því upp í 34 þúsund á mánuði). Leigan á stúdentahúsnæði er því sambærileg því sem gerist á al- mennum markaði og sést á þessu að leigan á húsnæði fyrir öryrkja er töluvert meiri en tíðkast á al- mennum markaði og hafa þó tslendingar verið þekktir fyrir annað en að leigja ódýrt út húsnæði. Við heimsðttum einn öryrkja sem býr í Hátúni 10A. Hann heitir Elfar Ragnarsson og getur enga vinnu stundað þar sem hann er lamaður vinstra megin. Elfar kvaðst þó heppnari en flestir þeir sem í húsinu búa því kona sín .ynni úti og aflaði þeim hjónum nokkurra tekna. Ef hann ætti sjálfur að sjá um að greiða leiguna af öryrkjubótum sínum yrði ekki eftir nema rétt fyrir bensíni á bílinn, en hann þarf Elfar að hafa vegna fötlunar sinnar hyggist hann hreyfa sig eitthvað utan dyra. Örorkubætur hafa verið hinar sömu nú í marga mánuði og finnst Elfari og eflaust fleirum það koma úr hörðustu átt að hækka leiguna hjá fðlki sem engar aðrar tekjur hefur án þess Stúdentar borga leigu sem er sambærileg og á hinum almenna markaði fyrir ieigu á íbúðum í hjónagörðum. Sú leiga er mun lægri en öryrkjarnir borga. DB-myndir Ragnar Th. að hækka þær um leið. Elfar sagði að öryrkjum gremdist einnig að Reykjavíkur- borg leigði út húsnæði, sem væri mjög sambærilegt því húsnæði er hann er I, á aðeins 13 þúsund á mánuði og væri oft í þeim íbúðum fólk sem vinnur fulla vinnu eða ynni að minnsta kosti að hluta. Öryrkjarnir sem hvergi gætu unnið þyrftu hins vegar að punga út nærri því helmingi meira. Ódýrara að gefa þeim frkt kjöt allt árið en láta þær eyðileggja garða „Það er turðulegt varnarleysi sem það fólk býr við er vill rækta sina garða og hafa snyrtilegt í kringum sig með gróðursetningu trjáa, jurta og gerð snyrtilegra grasflata. Örfáum mónnum líðst að halda rollur í fjölbýli sem ekkert er hugsað um. Og þessar skynlausu skepnur troða allt niður, slíta upp nýgræðing og eyðileggja bæði verðmæti og mikla vinnu fólks.“ Á þessa leið fórust Aðalsteini Gíslasyni rafveitustjóra í Mið- neshreppi orð er Dagbl. ræddi við hann um óvenjulegan ágang sauðfjár í húsgörðum Miðneshreppsbúa. Hafa þeir kvartað yfir þessum ágangi við lögreglu en lögreglan hefst ekki að. Telur lögregluliðið að sögn Aðalsteins, að rétt boðleið sé að kvartað sé til hreppstjóra en hann flytji bæjarfógeta tíðindin og fógetinn snúi sér til lögreglunnar. En þó rætt hafi verið við hreppstjóra hefur ekkert gerzt. Bæjarfógeti og sveitarstjórar hafa gefið út viðvaranir og auglýst viðurlög við því að fé sé látið ganga laust í þéttbýli eftir 20. maí. En tilkynningar um bannið virðast aðeins gefnar út af gömlum vana, því ekkert er að gert þó bönnin og boðin séu brotin nótt eftir nótt. „Hér er ekki einn einasti maður í grenndinni sem lifir af sauðfjárbúskap. Allir eigertdurpir nafa aðra vinnu.en halda rollur sem einskonar sport. Enginn þeirra á það land sem nægir til rolluhalds og þeir eru snapandi og sníkjandi til að fá að slá hvern þann túnbleðil er finnst í grenndinni," sagði Aðalsteinn. „Það leiða er að þeir komast upp með þetta þrátt fyrir allt yfir- vald í byggðunum. Af almannafé er varið milljónum í smala- mennsku fjár vegna hættu sem flugvellinum stafar af kindum og margra kílómetra girðingar hafa verið settar upp í varnaðarskyni. Allt þetta er svo dýrt, að ódýrara væri að gefa eigendum rollanna kjöt allt árið. Þá fengi líka annað fólk að eiga sína garða í friði". Aðalsteinn gat þess að þegar rollur væru staðnar að verki í húsagörðum væri mjög erfitt að finna eigendur þeirra sem sam- kvæmt lögum væru ábyrgir gerða skepnanna. En sé rolla eða lamb ekið niður á hraðbraut finnst eig- andinn ætíð fljótt og tekur þakksamlega við greiðslu fyrir skepnuna úr vasa ökumanns, því tryggingafélög eru hætt að bæta slíkt tjón, að sögn Aðalsteins. Aðalsteinn og kona hans hafa oft staðið i- vörn í garði sínum gegn ágangi fjár nótt eftir nótt. Hann hefur krafizt bókunar á kærum sínum til liigreglu út af þessum ágangi, en beiðni hans um brottrekstur fjárins sinnir lög- reglan engu. Telur hún slíkt ekki i sínum verkahring — ólíkt þvi sem lögreglan í Re.vkjavik gerir. -VSt. Fyrir þrem árum þegar Elfar og kona hans fengu íbúðina áttu þau að borga hálfa milljón króna fyrirfram I leigu. Þau höfðu vita- skuld ekki efni á því með þær tekjur sem hún hafði og örorkubætur hans og fengu því undanþágu en aðeins fyrir náð og miskunn. Fólk sem leigir hjá borginni þarf hins vegar ekkert að borga fyrirfram. „Fólk þorir ekki að kvarta við bandalagið sjálft af ótta við að því verði hent út,“ sagði Elfar. „Við vitum eins vel og þeir hjá banda- laginu að nóg af fólki er til, sem vantar svona íbúð. I því skiólinu erskákað." ' -DS. „Ég þarf ekki að kvarta því konan mín vinnur úti“ sagði Elfar Ragnarsson, „en margir aðrir eru /• _ ekki svo lánsamir". ' leysirdæmið FX-5000EP10+2 CASIO fx r){Hh 7' r ■,( II N1II IC PRINI INCí CALCULATOR i _/ /_/ C c u o u O >J i. >- J I -I U I U U U J J m n n r -.. nríc m HD ffl B GD s lU ds ;b CZ) ED, foi íbi msi m m céd b B b r~i FX-5000 EP borðtölva með strimli — 31 vísindareikningsaðferð — 7 minni —10+2 stafir íborði SIN COS TAN EXP +/- X SIN-1 COS-1 TAN-1 71 0» »» N SINh COSh TANh 0E6 LOG IN SINh-1 COSh-1 TANh- 1 GRAD in 1X2 V~ 1/x XY RAD e* á" S N-1 CASI0 UMB0ÐIÐ STÁLTÆKI Vesturveri — Sími 27510

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.