Dagblaðið - 07.06.1977, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 07.06.1977, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. JUNl 1977. Jónas i Undralandi Dagblaðið hefur að undan- förnu birt niðurstöður sínar á ítarlegri könnun á verðlagi á dönskum landbúnaðarafurðum, ef innflutningur á þeim væri frjáls hér á landi. Niðurstaða þeirrar könnunar var í stuttu máli að íslenskir neytendur mundu hagnast um 13 milljarða kr. á ári, miðað við núverandi verðlag, ef landbúnaður yrði lagður niður hér á landi og haf- inn innflutningur frá Dan- mörku. I útreikningum Dag- blaðsins var að sjálfsögðu gert ráð fyrir að landbúnaðaraf- urðir yrðu undanþegnar toll- um, „því það mundi neytendum að sjálfsögðu þykja býsna súrt“ (þ.é. að greiða tolla af þeim) eins og segir í Dagblaðinu. Auðvitað er það aldeilis fárán- legt að íþyngja neytendum með tollum á matvöru, enda eiga tollar og önnur opinber gjöld alls ekki rétt á sér í Undra- landi. Góður Austur-Húnvetningur, mjög reiknisglöggur, hefur lát- ið ■ mér í té athyglisverða út- reikninga en þeir eru byggðir á sömu forsendum og útreikning- ar Dagblaðsins á óhagkvæmni íslensks landbúnaðar. Kjallarinn Afnám tolla, aukin hagsœld. Fyrst yrðu tollar afnumdir af bifreiðum, enda íþyngja þeir almenningi alveg óskaplega. Miðað við óbreyttan innflutn- ing bifreiða mundi almenn- ingur hagnast um 4 milljarða kr. á þessari aðgerð, en vegna mikillar lækkunar á bifreiðum, má gera ráð fyrir að innflutn- ingur og sala mundi þrefaldast. Með því móti mundi þjóðin samtals spara á bílainnflutn- ingi 12 milljarða kr. Næsta skrefið er að afnema aðflutn- ingsgjöld af áfengi. Áætlaðar tekjur ríkissjóðs af áfengissölu á þessu ári eru um 9 milljarðar, en auðvitað mun neyslan aukast þegar áfengi verður ódýrara en mjólk, þótt hún verði innflutt frá Danmörku. Þannig má ætla að afnám tolla og annarra opinberra gjalda af áfengi muni þýða sparnað upp á að minnsta kosti 12 milljarða kr. Þegar þessir tveir liðir eru lagðir við sparnað Jónasar rit- stjóra vegna afnáms land- búnaðar á íslandi, þá hefur þjóðin hagnast um hvorki Kjallarinn Friðrik A. Brekkan íslenskri ríkisstjórn mega lil sin taka og velta fyrir sér. Islendingar hafa aldrei nennt að búa til lúbu-kavíar, heldur flutt úl óunnin hrogn, rétt eins og negrar, sem voru látnir þræla 'við framleiðslu á baðmullarhráefni i suðurríkj- unum fyrir borgarastyrjöldina í Bandarikjunum. Islendingar eru frægustu sildveiðimenn í heimi, en auvirðilegustu verk- endur hennar. Aðeins síðustu ár er farið að framleiða skinna- vörur innanlands. Hingað til hefur hráefni verið flutt út. Samanber saltaðar gærur, óverkuð selskinn o.fl. Við eigum að lifa á því, sem landið gefur, en ekki á því, sem alþjóð- legar sníkjur og hallærisbú- skapur gefur. Lánstraust er ekki til eilífðar, og ísland er aðeins peð í heimsmyndinni. Við verðum að einbeita okkur að uppbyggingu íslensks vinnsluiðnaðar. Vinna innlent hráefni í seljanlega tísku eða aðra eftirspurnarvöru. Við erum það lítil að við eigum að sérhæfa okkur í fáar standard vörur, sem seldar eru gegnum alþjóðleg sölusamþönd. Framanritað er aðeins inn- gangur að aðalefninu, sem er um stóriðju á íslandi og hvað það i rauninni þýðir. Stóriðja á íslandi þýðir fyrst og fremst algera hugarfars- breytingu. Það er að segja hugsunarbyllingu fólksins. Þar sem áður voru friðsæl beitilönd og fallegar kræklingafjörur eru allt i einu komnar stórar skemmur, strompar og vöru- l.vftarar. Þetta kann að vera framtíðin sem íslandi er ætluð. Kn ég vil aðeins l)enda á eitt atriði, að þjóðfélagsbreytingin hefur orðið það ör, að menn eiga fullt í fangi með að aðlag- ast því sem komiö er, hvað þá að þurfa að gleypa þær breyt- ingar, sem samfara eru stóriðju og aukinni mengun og eyðilegg- ing landsins. Það ge: tur aídrei! Tökum dæmi frá Grænlandi. Sjálfsmorðsprósenta er þar all- ísk.vggileg meðal ungs fólks. Hinir eldri láta sér breyting- arnar litlu skipta, enda komnir á efri ár. En í grænlensku þjóðarstolti er það mikil skömm að brjóta af sér. Löggjafar- valdið danska stingur ung- mennum, sem þar eru ölvaðir og gera usla á almannafæri í fangelsi. Þetta þykir sjálfsagt á tslandi og hreykja nienn sér af því sumir að hafa gist í „stein- inum". En á Grænlandi er þessu öðruvísi farið. Þar þykir það mikil skömm að hafa lent í fangelsi og nær útskúfun. Af- leiðing þess er að margir sem lent hafa í fangelsi fremja sjálfsmorð. Víkjum á ný að stóriðjufram- 'kvæmdum á tslandi. Þetta er tvíeggjað sverð og nauðsynlegt að vara við því. Sá iðnaður sem við erum að „falast eftir" að sögn stjórnmálamanna, er aðal- lega þungaiðnaður, eða alla- vega hefur það komið fram í þeim fjölmiðlum sem hér eru. Stóriðjan er öll í málmiðnaðin- um. Raforkuver eru byggð til þess að framleiða raforku, sem notuð er til bræðslu súráls, eða í sambandi við fyrirhugaða stál- bræðslu. t dag er rætt um álverksmiðju við Eyjafjörð, þótt landeigendur viti minnst um það. Vitanlega fer megin- hluti stjórnmála fram á bak við tjöldin. en tími er kominn að sagt'sé stopp. Stóriðja á tslandi myndi endurtaka athafnir rússneska björnsins við strendur Noregs, sem fylgt hafa í kjölfar olíubor- unarinnar. Oliuborun hófst' f.vrir nokkrum árum. Undir- búningur að heræfingum NATO við Noreg hófst um sama leýti. Heræfingarnar fóru fram f.vrir skömmu. Rifist er um yfir- ráð á Barentshafi og Svalbarða. Noregur hefur litið að segja á meðan eldflaugaæfingar Rússa standa yfir þar. Þetta er svar Rússa við olíuborunum Norð- manna. Hvert verður svar Rússa við aukinni stóriðju á Islandi? Stóriðju, sem auðveld- lega er hægt að heimfæra á röskun á „iðnaðarjáfnvægi og hergagnaframleiðslu" Vestur- Evrópu. Auðvelt er að tengja uppb.vggingu stóriðju hér við brot á einhverju alþjóðasam- komulagi og þar með minnka mótmælast.vrk okkar við fram- 11 \ „Einnig mstti hugsa sér að hagnaðinum yrði varið til að komast til sólarlanda, t.d. einn frímiða á ári.“ meira né minna en 37 milljarða kr. Erfitt verður að koma þessu svo fyrir að allir hagnist nákvæmlega jafnmikið. Gamla fólkið sem komið er á eftirlaun og hætt að aka i eigin bifreiðum og drekkur sáralítið brennivín þarf að sjálfsögðu að fá uppbót. Það væri alls ekki ofrausn að ætla því um 'á milljón kr. á ári af þessum hagnaði. Einnig mætti hugsa sér að hagnaðinum yrði varið til að komast til sólarlanda, t.d. einn frímiða á ári. Ekki mundi öll upphæðin eyðast á þennan hátt, þannig að tillaga Jónasar ritstjóra um að bændur fengju greiddar 125 þús. kr. á mánuði ætti að verða framkvæmanleg á mjög auð- veldan hátt. Agnar Guðnason, forst. Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins. tíðar hersetu. Stóriðja okkar er tengd framleiðslu vígvéla. Við eigum stálbræðslu, álbræðslu og höfum byggt raforkuver til þess að knýja þau. Bandaríkin myndu aldrei verja smáríki með kjarnorkuvopnum, ef það fæli í sér hættu á því að þau sjálf yrðu lögð í rúst. Sama skoðun ríkir í Sovétríkjunum. Bandarikin myndu hörfa héðan við þrýsting. Ef til vill sé ég skemur fram í framtíðina en valdhafar undan- farinna ára. A tslandi í dag býr hinn vinnandi maður við mjög léleg launakjör. Þetta er stað- reynd. Þeir sem minna mega sin eiga í miklum vandræðum með að láta enda ná saman. Nú tala menn um láglaunasvæði og enginn veit alveg hvað á að gera til úrbóta. Ef til vill halda menn að „rússavinnan" muni bjarga málunum og allir muni fá vinnu við að moka skurði og þjappa flugvelli eins og var í „bretavinnunni". Ég þekki það ekki nógu vel, en mér skilst að Bretar og Ameríkanar hafi borgað vel og peningar þeirra meðal annars valdið hagbylt- ingu, auk þess að verða upphaf verðbólgunnar. Friðrik Asmundsson-Brekkan, kaupmaður

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.