Dagblaðið - 07.06.1977, Page 10

Dagblaðið - 07.06.1977, Page 10
10 MMBIAÐIÐ fijálst, úháð dagblað Utgafandi DagblaöiA hf. M 7 Framkvaamdastjóri: Svoinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannas Reykdal. iþróttir: Hallur Símonarson. AöstoAarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Safn: Jón Saavar Baldvinsson. Handrit: Ásgrímur Pólsson. Blaöamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefánsdóttir. Gissur Sigurösson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jakob F. Magnússon, Jónas Haraldsson, Katrín Pálsdóttir, Ólafur Jónsson, ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmynfkr: Bjamloifur Bjarnleifsson, Hörður Vilhjálmsson, Sveinn Þormóösson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M. HaMórsson. Ritstjóm Siöumúla 12. Afgreiösla Þverholti 2. Áskriftir. auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. AAalsimi blaösins 27022 (10 linur). Áskrift 1300 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakiö. Satning og umbrot: Dagblaöiö og Steindórsprent lif. Ármúla 5. Myndaog plötugerö: Hilmirhf. Síöumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19. Afleikur Síðasta tilboð atvinnurekenda er afleikur af þeirra hálfu, leikinn í mjög hættulegri stööu. Kjara- deilan er komin á verra stig. Lota verkfalla hefur þegar staðið í nokkra daga og stefnir í alls- herjarverkfall, sem gæti orðið langt. Deiluaðilar verða að hafa efst í huga, hver verður hagur þjóðarbúsins, hve mikið verður til skiptanna. Með því að stöðva framleiðsluna með verkföllum verður minna en áður handa hverjum einstökum, jafnt at- vinnurekendum, sem launþegum. Forysta Alþýðusambandsins hefur sýnt stífni í deilunni. Hún hefði átt að leggja 'sitt af mörkum til lausnar deilunni með því að draga úr kröfum sínum, eftir að atvinnurekendur gerðu sitt fyrra tilboð og sáttanefnd lagði fram umræðugrundvöll. Forysta ASÍ getur því að miklu sjálfri sér um kennt, hversu illa hefur farið. Atvinnurekendur hefðu getað notfært sér þessa stöðu, en það tækifæri hafa þeir illa misnotað. Margir launþegar telja síðasta tilboð atvinnurekenda smánartilboð. Sannleikurinn er, að það kemur hvergi nærri nógu nálægt umræðugrundvelli sáttanefndar. Mismunurinn felst fyrst og fremst í því, að atvinnurekendur vilja nú halda eftir tvisvar sinnum einu og hálfu prósenti í vísitölubótum. Þeir vilja enn- fremur, gagnstætt því, sem þeir höfðu áður sagt, að hækkun á búvörum vegna svokallaðrar launahækkunar til bóndans verði ekki bætt. Þarna eru að mati forystu Alþýðusambandsins komin fimm til sex prósent, sem auk annars munar á tilboði atvinnurekenda og umræðugrundvelli sáttanefndar. Tvímælalaust hafa atvinnurekendur með síðasta tilboð hellt olíu á eldinn, þar sem augljóst er, að því hefur verið sérstaklega illa tekið. Betra hefði verð að leggja á þessu stigi ekki fram neitt nýtt tilboð. Báðir aðilar eiga því sök á, hvernig komið er. Þeir hafa sýnt óbilgirni umfram það, sem við var að búast. Verkalýðsforustan setti í upphafi fram mjög háar kröfur, sem að vísu voru réttlættar með því, hversu mikil kjara- skerðingin hefur orðið á síðustu árum, en eiga þó ekki stoð í stöðu atvinnuveganna um þessar mundir, eins og allir viðurkenna. Ekki er óvanalegt í samningum, að launþegar setji í upphafi fram óskalista, sem er miklu meiri en þeir í reynd ætla að standa á. Á sama hátt hafa vinnuveitendur farið að iðka að setja fram eigin gagnkröfur um kjaraskerðingu. Þegar setzt er við samningaborðið, er beinlínis til þess ætlazt, að atvinnurekendur stingi gagnkröfum sínum í. ruslakörfuna og launþegar dragi úr sínum ítrustu kröfum, þeg- ar eitthvað fer að ganga. Þetta hefur ekki gerzt í þessum samningum. Þriðji aðili samninganna, ríkisstjórnin, hefur einnig farið illa að ráði sínu. Þótt margt nýtilegt sé í þeim hugmyndum sem hún hefur sett fram, og líta má á sem tilboð hennar, hefur hún látið of mörgu ósvarað um, hvaö þessar hugmyndir þýði í rauninni og hvort þær séu rígskorðaðar vió ákveðinn kaupmátt. Af þess- um orsökum öllum heí'ur kjaradeilan færzt inn á hættulegar brautir. Menn óttazt, að allir tapi úr þessu. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. JUNÍ 1977. Endalok T ungufoss í Arabalöndum Fyrst gerði áhöfnin uppreisn um borð —síðan fórst skipið með manni og mús Sennilega er þetta síðasta myndin sem tekin var af gamla Tungufossi, sem hét Al-Medina og var gert út frá Sádi-Arabíu. t lok þessa mánaðar er liðið ár síðan Tungufoss/Al-Medina fórst í fellibyl á Indlandshafi með manni og mús. Mánuði áður tók Baldvin Gíslason, skipstjóri frá Hafnar- firði, þessa mynd af skipinu á ytri höfninni i Hodeidah í Jemen við Rauðahafið. Þar á ytri höfninni hafði skipið verið látið biða í 6—8 vikur til að komast að bryggju og var ástandið um borð orðið heldur bágborið. „Allt var matarlaust og sígar- ettulaust," sagði Baldvin frá ástandinu þegar DB ræddi við hann. ,,0g áður en lauk var gerð uppreisn um borð vegna þess hve aðbúnaðurinn var lé- legur og skipið orðið lélegt. Þeir áttu að sigla því til Bom- bay í Indlandi, þar sem átti að skipta um vél og radar og gera á því fleiri viðgerðir. Astand skipsins var orðið hörmulegt,“ sagði Baldvin Gíslason, ,,og um- gengnin mjög slæm.“ Baldvin sagði að skipstjóri og allir skipverjar hefðu verið Egyptar. Endirinn hefði verið sá að aðeins fimm af áhöfninni hefðu farið í land og sendir flugleiðis til Kairó. Það var i fyrripart júní í fyrra að Al-Medina lét úr höfn í Hodeidah í Jemen áleiðis til Djibouti. Þar átti að ráða nýja áhöfn á skipið sem síðan færi með það til Indlands. Fátækum sjómönnum í Dji- bouti til lífs var það að á sigl- ingunni frá Jemen lenti skipið í feliibyl og fórst með manni og mús. ,,Þar sannaðist það sem uppreisnarmennirnir á skipinu sögðu,“ sagði Baldvin Gíslason. ÓMAR VALDIMARSSON ,,að skipið var ekki í nokkru ástandi til langsiglinga." Eigandi gamla Tungufoss var útgerðarfélagið M. Orra í Sádi- Arabíu. Það félag átti lika gamla Gullfoss, sem einnig fórst í hafi í fyrra. Lánleysið hefur fylgt því félagi, því við eyjar í Rauðahafi eru tvö flök skipa, sem hafa farizt á undan- förnum árum. Baldvin sagði uppreisnir um borð í skipum á þessum slóðum ekki vera neitt einsdæmi. Um svipað leyti og gamli Tungufoss lagði í síðustu siglinguna var gerð uppreisn um borð í thai- lenzku skipi í höfninni í Hodeidah. Þeirri uppreisn lauk með því að kveikt var í skipinu. Brann það til kaldra kola og bar bein sín úti á legunni. Andrúmsloftið við höfnina var svo sannarlega iðandi á þessum tíma og raunar enn þann dag í dag. Stöðugt bíða þar afgreiðslu 100—120 skip — og sum biða allt að sex mán- uðum. Þrjú skip komast að í einu. Það segir sína sögu um land þar sem þessi hafnaraðstaða er hin eina umtalsverða með allri strandlengjunni og íbúar eru hálf sjöunda milljón. Stóríðja — stóryrði — r Undanfarin ár hafa fjöl- miðlar hafið.og þar af leiðandi allur almenningur dregist ínn i rökræðu um stóriðju á íslandi og aðra iðnþróun. Að minum dómi ættum við að einbeita okkur að endurreisn „heimilisiðnaðarins". Það er þjóðinni í blóð borið að stunda heimilisiðnað. Heimilisiðnaður- inn gerði fólkið hamingjusamt í gamlu daga yfir vetrartimann. Sátu menn þá á rúmstokknum og vorkuðu ýmsar afurðir er til féllu. Rætt var um heima og geima og komust menn þannig klakklaust t gognum vetur- dimmuna. 1 dag er þjóðin í vandræðum með sjálfa sig og heimilisiðnaður i dag heitir „sumarauki á sólarströnd". Nú skulum við ekki draga þá álvktun af framanrituðu. að ég vilji endurhvarf til torfbæja og rúmstokkaframleiðslu. heldur vil ég einbeitingu að þvi, að framleiða úr innlendri vöru og fá út úr henni sem mest verð- mæti. Við tslendingar höfum ávallt verið hlunnfarnir i við- skiptum við önnur lönd. Við fl.vtjum út óunna eða hálfunna vöru. Þetta er skömm. Þetta er skömm. sem allir. sem nokkurn tima hafa setið og sitja i dag í

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.