Dagblaðið - 05.07.1977, Side 3

Dagblaðið - 05.07.1977, Side 3
D.VUBLAOIt). ÞRIÐJUDAt’.UR 5. JULÍ 1977. 3 \ Ekki fyrst og fremst rútur sem skemma vegi Lof í stað lasts Steingrimur Ingvarsson uin- dæinisverkfræðingur VR á Selfossi skrifar: Vegna greinarkorns eftir Margréti K. Sigurðardóttur Ieiðsögukonu sein birtist í DB 7. júni sl.. þar sem hún f erir Ölafi Ketilssyni sérleyfishafasérstak- ar þakkir fyrir eitt bithlass af ínöl sem hann selti í þjöðveginn við Brúarhlöð '23. maí, langar i mig að biðja DB að birta eftir- [ farandi: Þann 12. inaí gengu i gildi ^þungatakmarkanir á umra'dd- um vegi, þar sem frost var að fara úr jörðu og aurble.vta í vegum. Var öxulþungi tak- markaður við 7 tonn. Því miður virða ýmsir vegfarendur ekki þessar takmarkanir. Afleiðing- ar þessara brota létu heldur ekki á sér standa og lýsir Mar- grét þéim í greinarkorni sinu. Meðal spellvirkjanna í þessu tilfelli var bíll frá Ólafi Ketílss.vni. Snert af samvizku- bíti hlýtur Olafur að hafa fengið. því skömmu síðar lét hann eitt bílhlass af möl í foraðið. Síðan var gert við þetta eins fljótt og fært þötti af Vega- gerðinni og þurfti fjölda bíl- hlassa af möl til að lagfæra skemmdirnar. Þeim öþægind- um sein þessi brot á þungatak- mörkunum hafa valdið vegfar- endum er ágaitlega lýst i grein Margrétar. Kn orsök þess að ég geri athugasemd við grein þessa er sá hugsunarháttur sem þar kemur fram, þ.e. að lofa skuli spellvirkjann í stað þess að lasta. Hugsum okkur að hópur pörupilta kæmi að sumarbústað og bryti í honum allar rúður og færi síðan frá. Síðan sneri einn piltanna aftur og setti eina nýja rúðu í. Aurbleyta í vegum getur ver| erfið viðfangs. Myndi þá Margrét senda D| greinarstúf til að lofa piltinn?/ B.P. las fyrir: t blaðinu á fimmtudag er svarbréf frá Steingrími Ingvarssyni umdæmisverk- fræðingi VR á Selfossi. Þar vill hann kenna Ólafi Ketilssyni og hans rútu um það hvernig vegurinn við Brúarhlöð er farinn. En það eru alls ekki rúturnar sem fara verst með vegina. Mjólkurbilum er leyfð ótak- mörkuð umferð á vorin þegar klaki er að fara úr jörðu. Þeir eru um og yfir 20 tonn fullhlaðnir, þ.e. 7-10 tonn á öxul. Jepparnir eiga líka nokkra sök. Þeir fá að fara um alla vegi eins og hver vill. Þeir vega um það bil 14 tonn og eru búnir dekkjum, sem eru 650x15 tommur, a.m.k. í mörgum tilfellum. Þessi mjóu dekk skera vegina niður i mun meiri mæli en dekk undir rútubílum. Það þýðir ekkert fyrir Vega- gerðina að bera því við núna á 20. öld að of miklir þurrkar eða eitthvað þvíumlíkt geri það að verkum að vegir séu vondir. Við borgum líka um 46 krónur til ríkisins af hverjum bensín- lítra sem við kaupum. Að vísu fara ekki nema 19 krónur af því til vegasjóðs en nóg er samt. Ég hef keyrt veginn til Gull- foss ogGeysis nokkuð oft ísum- ar og undanfarin ár og í hvert einasta skipti hefur hann verið til háborinnar skammar. Ég hef starfað sem bílstjóri í um það bil 30 ár og er orðinn lang- þreyttur á getu- og kunnáttu- leysi íslenzkra verkfræðinga við vegagerð. Gott ráð til að bæta úr þessu finnst mér vera að Háskóli íslands skyldi menn til að keyra langferðabíl í svona 5 ár áður en þeir útskrifast sem verkfræðingar. Sjálfsagt mætti einnig segja þessum mönnum til gegn vægu gjaldi. Það er ég viss um að Ólafur Ketilsson tæki ánægður að sér. Raddir lesenda Umsjón: Dóra Stefánsdóttir Yst súrmjólk — hverjumaðkenna? Ragnar kom með sýr- mjólkurhyrnu sem hann hafði keypt í verzlun í Reykjavík. Á hyrnunni var greinilega stimplað að síðasti söludagur væri8.júlí en þrátt fyrir að heil vika væri til þess dags var súr- mjólkin orðin ónýt því hana hafði yst. Ragnar sagði að þetta væri ekki í fyrsta sinn í vetur sem það kæmi fyrir sig að kaupa svona vöru. Bæði væri súrmjólk skemmd og einnig rjómi þrátt fyrir að síðasti söludagur væri ekki kominn. Ragnar sagðist kaupa í verzlunum til skiptis þannig að varla væri hægt að kenna þeim um. Það sem enn styrkti grun sinn um að Mjólkursamsalan ætti sök á þessu væri að sérlega hefði borið á þessari gölluðu viiru í yfirvinnubanninu og eftir það. Mjólkina geymdi hann sjálfur í kæli og tæki hana beint úr kæli verzlananna, þannig að eKKi væri heldur hægt að kenna um rangri meðferð. DB hafði af þessu tilefni samband við Odd Magnússon stöðvarstjóra hjá Mjólkursam- sölunni. Fréttin um gallaða súr- mjólk kom honum mjög á óvart. Hann kvaðst ekki hafa fengið neinar kvartanir lengi. Helzt datt honum í hug að mjólkina hefði yst af of miklum hita annaðhvort i verzlunum eða heimahúsum. Víða væru verzlanir ekki búnar kælum sem skyldi. Mjólkursamsalan réði hins vegar engu uin verzlanirnar. Mjólk væri einnig misjafn- lega gott hráefni til að sýra og því gæti alltaf leynzt innan um ein og ein hyrna sem væri gölluð. Það væri þó mjög fátítt að kvartarnir bærust út af því. ÓVINIR LAUNA- FÓLKS Halldór Sigurðsson skrifar: Nú um nokkurra ára skeið hafa atvinnurekendur fengið til fyrirtækja sinna menn sem ég kalla óyini launafólks en sjálfir kalla þeir sig ,,hagræð- inga“. Þeir eru yfirleitt mjög auðþekktir, ungir montrassar með stinnar svartar skjalatösk- ur. Oft eru þeir með falleg gler- augu enda hámenntaðir. Yfirleitt eru þeir upp til hópa fádæma snobb-fígúrur sem aldrei hafa unnið almennilega vinnu. Nú nýlega voru þessir menn á ferð í einu af elztu fyrirtækj- um bæjarins og það merkilega er að eigendurnir, sem margir eru ágætis menn, láta þessa menn eyðileggja annars góðan anda á vinnustöðum. Þannig veit ég um að í þessu gamla rótgróna fyrirtæki sem synir öt- uls ágætismanns stjórna nú að honum látnum hefur hluti starfsfólks sagt upp. Sumir þeirra með 10-20-30 ára starfs- reynslu. Ég spyr hina ungu eig- endur að því hvort álit „hag- ræðings" sé meira virði en mór- ali og þrautþjálfað starfslið? Eg held að ég m.vndi láta „hagræðinginn" lönd og leið. Ekki mvndi faðir ykkar liða slíkar ofsóknir sem þið ætlið lægstlaunaða fólkinu. Tilgang- urinn er að auka afköstin. Annað dæmi veit ég um. Það gerðist á spítala hér í borg að á staðinn var ráðinn „hagræðing- ur" sem b.vrjaði á því að mæla afköst „gangastúlkna" en allir ættu að vita að starf þeirra er mjög erfitt. „Hagræðingurinn" fann út að stúlkurnar ættu að skila tvöföldum afköstum. Hann mældi sjálfur út blett sem hann skúraði i miklum ham og mældi tímann á skeið- klukku. Út frá þessu reiknaði hann. Stúlkurnar sögðust allar hætta ef þetta „snobbidjót" væri að tefja þær við vinnuna. Skynsamur yfirmaður lét „hag- fræðinginn" hverfa enda vissi hann vel um duglegt en illa launað starfslið sitt. Ég vona að atvinnurekendur láti ekki plata sig til að ráða slíka „óþurftarmenn" sem hafa það eitt markmið að níðast á láglaunafólki. Skömin skulu þeir hafa sem láta 20-30 ára starfsinenn hætta störfum vegna álits ungs montrass. Vona ég að launþegar i landinu risi upp og sjái um að menn sem eru til þess að valda óánægju á vinnustöðum séu skilyrðislaust reknir. Spurning dagsins Ætlarðu í veiðitúr í sumar? Finnur Kristinsson, vinnur i skipulagsdeild borgar- verkfræðings: Nei, ég hef aldrei stundað veiðiskap á ævinni og ég geri ekki ráð fyrir að ég byrji núna. Þó hugsa ég að þetta sé gaman fyrir þá sem hafa áhuga en ég hef hann ekki. Aðalsteinn Gislason verkstjóri hjá Ríkisskip: Nei, nú er ég hættur að veiða. Ég hef stundað veiðiskap í 43 ár en núna er ég orðinn of gamall. Haukur Pálmason yfir- verkfræðingur hjá Rafmagnsveit- unni: Það verður nú eitthvað lltið. Jú, ætli ég skreppi ekki eitthvað smávegis upp til heiða. Ég veiði lítið en ég geri það af vandvirkni. Qlafur Jensson framkvæmda- stjóri: Já, ég ætla í veiði. Það er erfitt að segja hvert ég fer, þó finnst mér líklegt að ég fari i Elliðaár eða Fróðá. Ég fer þetta þrisvar til fjórum sinnum á sumri í veiði. Hólmfríður Þórhallsdóttir húsmóðir: Nei. það hef ég aiarei gert og hef engan áhuga á því að reyna það. Ég er ósköp lítil sport- manneskja i mér en þó held ég að ég vildi heldur fara á skíði en að veiða fisk. Hallfríður Stefánsdótlir: Nei. alveg örugglega okki. Eg á engar veiðigræjur. Ég mundi sjálfsagt fara ef ég ætti þær og hefði tækifæri til að fgra.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.