Dagblaðið - 05.07.1977, Síða 6

Dagblaðið - 05.07.1977, Síða 6
6 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1977. Höfn íHornafiröi HÚS TIL SÖLU Húseignin Garðsbrún 1 ertilsölu. Upplýsingargefur Gunnar Hermannsson í síma 97-8325 eftirkl. 19. BIAÐIÐ Borgarnesi. Nýr umboðsmaður Inga Björk Halldórsdóttir Kjartansgötu 14 — Sími 7277 Kynning á æskulýös- og félagsmálastarfi íVestur- Þýzkalandi maí-júlí1978. Vostur-þýsk stjórnvöld bjóða starfsfólki og sérfræðing- uin i æskulýðs- og félagsmálastarfi til þriggja mánaða náms- og kynnisferða í Sambandslýðveldinu Þýskalandi næstasumar (maí — júlí 1978). Þátttakendur þurfa aðJiafa gott vald á þýskri tungu, vera starfandi við æskulýðs- eða annað félagsmálastarf og vera yngri en 85 ára. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást í mennta- málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6 Reykjavík, og þurfa uinsóknir um þátttöku að hafa borist ráðuneytinu fvrir 1. september nk. Menntamálaráðuneytið, 27. júní 1977. Kennarar Skólanefnd Bolungarvíkur óskar að ráða vellærða og samvizkusama barna- kennara til starfa við grunnskólann,, gott húsnæði í boði. Við sama skóla eru einnig lausar til umsóknar stöður íþróttakennara og kennara í handa- vinnu drengja og teikningu. Uppl.' veita formaður skólanefndar, séra Gunnar Björnsson, í síma 94-7135 og skólastjóri Gunnar Ragrmrsson sími 94-7288. Sigtúni 3 Chevrolet Vega ’73, ekinn 73 þ. km, rauður. Mercedes Benz 220 ’69. Datsun 1200 árg. '73 Buick Le Sobre ’68. Datsun 2200 dísil '71. Ford Cortina ’68. Saab 96 árg. '73. Plymouth Fury II '69 Óskum eftir bílum til sölu og sýnis. Opið frá kl. 9-7 — Laugardaga kl. 10-4 KJÖRBÍLLINN Sigtúni 3 — Sími 14411 GL’EFRAAKSTUR. Það er ekki á hvers manns færi að framkvæma svona aksturskúnstir. Það var verið að taka upp kvikmynd í Hong Kong og kappakstur á tryllitækjum var eitt atriðið. Aksturinn endaði auðvitað með ósköpum og annar bíllinn lenti inn i tveggja hæða strætisvagni. Þetta vakti auðvitað mikla athygli vegfarenda, en búið var að tilkynna það vel og vandlega að hér væri ekki um alvöru að ræða. — en vantar vatn íran: Næg olía Það er ekki nóg að eiga reið- innar ósköp af olíu þegar á vatni þarf að halda. Svo er nú komið fyrir borgarbúum í Teheran í íran að þeir þurfa að spara vatn eins og hægt er. Fjórar milljónir manna leggja sig nú fram við að spara eins og hægt er til að neyðarástand skapist ekki í borg- inni. Sérstakir embættismenn hafa verið skipaðir til að vinna gegn því að neyðarástand skapist vegna vatnsskorts. Þeir hafa nú sent út leiðbeiningar til allra sem fá reikning fyrir vatnsnotkun frá borginni. Þeir sem eiga eða sjá um skrúðgarða hafa verið hvattir til að grafa brunna og reyna að ná upp vatni, sem er djúpt í jörðu. Ef brunnar þessir duga ekki drepst garðagróður- inn. Ekki fæst vatn til að vökva með annars staðar. Allar stærri stofnanir, eins og skólar, bankar og sjúkrahús geta aðeins notað brot af því vatni sem þau þyrftu nauðsynlega á að halda. Þessi mikli vatnsskortur stafar af því að vorrigningar í íran eru mjög seint á ferðinni. Neyzlan hefur minnkað um það bil um 200 þúsund rúmmetra á dag. Þennan tima sem vatnsneyzlan minnkaði svona mikið var hitinn þolanlegur í Teheran. Nú hefur hins vegar brugðið svo við að hitinn þar hefur komizt upp í næstum 40 gráður á Celsíus dag hvern. Margar stíflur hafa verið byggðar undanfarið til að ná því vatni sem hægt er. Eytt hefur verið um 200 milljónum dala í framkvæmdir sem stuðla að því að tranbúar verði ekki vatns- lausir í framtíðinni. Carter ÉG HELD EKKIFRAM HJÁ og biður til Guðs að st jórnarmönnum takist að gera eins Carter forseti Bandaríkjanna hélt því alveg blákalt fram á blaðamannafundi nýlega að hann hefði aldrei haldið fram hjá konunni sinni og hefði ekki í hyggju að gera það. Hann sagði einnig að hann skyldi biðja fyrir öðrum stjórnar- mönnum, til að hjálpa þeim til að gera slíkt hið sama. Það vakti mikla kátínu þegar forsetinn svaraði spurningu blaðamanns á þennan hátt, en blaðamaðurinn var að spyrjast fyrir um hvernig stjórnarmenn höguðu sér I þessum málum. Spurningin var borin fram vegna þess að ráðgjafi for- setans í heilbrigðismálum hefur látið hafa það eftir sér að meðan forsetinn ætti bara eina H Eg held ekki fram hjá konunni ininni, segir Carter forseti. konu, væri honum sama hvað hinir í stjórninni ættu margar. Ef menn eru ekki sterkir á svellinu get ég ekki gert annað en biðja fyrir þeim, og helzt vildi ég að þeir létu sér nægja eina konu, eins og ég geri, sagði Carter.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.