Dagblaðið - 05.07.1977, Side 13
DACBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLt 1977.
Hreinn rauf 21
metra múrinn
í Stokkhólmi!
—og sigraði þar marga f ræga kappa
— varpaði kúlunni 21,09
Hreinn Halldórsson rauf 21 lar 94:58, sett á Olympíuleikunum
metra múrinn á miklu frjáls-
iþróttamóti í Stokkhólmi í gær-
kvöld — varpaði kúlunni 21.09 og
sigraði ýmsa þekktustu kúlu-
varpara heims. Hreint ótrúlegar
framfarir hjá Evrópumeistaran-
um — en íslandsmet hans var
20.70, sem hann raunar sló í
Stokkhólmi en kastseria Hreins
var sérlega glæsiiega — 20.65,
20,80, 20,57 en tvö kasta hans voru
ógild utan að sjálfsögðu met-
kastsins — 21.09. Ótrúlegar fram-
farir.
Hreinn hafnaði í fyrsta sæti —
og hafði yfirjjurði í kúluvarpinu.
Ölympíumeistarinn Vladislav
Komar frá Póllandi hafnaði í öðru
sæti — varpaði 20.62, þriðji varð
Bandaríkjamaðurinn Terry
Albritton, 20.19, fjórði Peter
Schmock, einnig frá Bandaríkjun-
um, en hann varpaði 19,94. A1
Feuerbach frá USA hafnaði í
fimmta sæti — og loks varð Svi-
inn Hans Ilöglund í sjötta sæti en
hann varpaði 19.57.
Terry Albritton er með beztan
árangur í heiminum í ár, 21.50, en
hann náði honum innanhúss.
Olympíumeistarinn a-þýzki, Udo
Bayer, á beztan árangur úti —
21.46. Finninn Stahlberg á næst-
brzta árangurinn — 21.22 — síð-
an kemur Hreinn með þriðja
bezta árangur utanhúss — 21.09
in.
Islenzkir keppendur í Stokk-
hólmi létu þar ekki staðar numið
— Lilja Guðmundsdóttir sigraði
í 800 metra hlaupinu en hún fékk
tímann 2:08.47. Agætur tfmi Lilju
— og sannar enn að 800 metrarnir
virðast iiggja mjög vel fyrir
henni.
Miirg athyglisverð afrek voru
unnin á mótinu — árangur mjög
góður. Heimsmethafinn og
oly mpíumeistarinn í spjótkasti;
Nikos Nemeth frá Ungverjalandi,
var nterri heimsmeti
sinu — kastaði spjótinu 94.10 —
læpum 12 metruin lengra en
næsti inaður. Ileimsmel Memeth
í Montreal.
Öðrum ólympíumeistara
vegnaði ekki eins vel í Stokk-
hólmi, Ný-Sjálendingnum John
Walker. Hann hafnaði í fjórða
sæti í mílunni —fékk tímann
3:55.5. Sigurvegari varð Tékkinn
Josef Plachy, fékk tímann 3:54.7
— á undan Kenyabúanum Wilson
Waigwa, 3:55.2. Thomas Wessing-
hage frá V-Þýzkalandi varð priðji
á 3/55.4.
Heimsmethafinn í 10 km
hlaupi, Kenyabúinn Samson Kim-
ombwa, sigraði í 10 km hlaupinu
og aftur á mjög góðum tíma eftir
heimsmetið sem hann setti í
Helsinki. Hann hljóp á 27:37.28.
Kúbubúinn Alberto
Juantorena, tvöfaldur Olympíu-
meistari, sigraði að venju í 800
metra hlaupinu. Sigraði örugg-
lega á 1:45.3 Kenyabúinn Peter
Lemashon varð annar á 1:46.3
H jón og pör
íLeirunni
Opin hjóna- og parakeppni fór
fram í Leirunni i Keflavík á
föstudag. Þetta er hin svonefnda
OSK keppni, (Olíusamlag Kefla-
víkur) og var þeta fimmta árið í
röð sem keppnin fer fram.
Pörin slógu til skiptis en leikar
fóru þannig, að Kristín Páisdóttir
og Þorteinn Björnsson, Keili,
sigruðu á 87 höggum. I öðru sæti
urðu Guðný Ragnarsdóttir og Þor-
björn Kjærbo, GS, á 90 höggum
og þriðju urðu þau Guðrún Ki-
ríksdóttir og Viðar Þorsteinsson,
GR, á 95 höggum.
Þess má geta, að Unglinga-,
drengja- og stúlknameistaramót
íslands fer fram í Leirunni 5. til
10. júlí nk.
rl.
rokinu á Egilsstöðum í 3. deild íslandsmótsins í knattspyrnu
Örmagna af þreytu báðu leik-
menn Hugins frá Seyðisfirði dóm-
arann að flauta leikinn af er 20
mínútur voru eftir af leik liðsins
við Austra á Seyðisfirði um helg-
ina í 3. deild íslandsmótsins i
knattspyrnu.
Veður á Austfjörðum var af-
skaplega slæmt— hávaðarok og
úrhellisrigning. Huginn lék gegn
rokinu í fyrri hálfleik — og eins
og gefur að skilja fór leikurinn að
mestu fram á vallarhelmingi
Hugins. Fjögur mörk náðu Esk-
firðingar að skora — og bættu
hinu fimmta við gegn rokinu í
síðari hálfieik. En svo var dregið
af ieikmönnum Hugins að 5
þeirra fengu krampa og þjáifari
liðsins bað dómarann að flauta
ieikinn af er 20 mínútur voru
eftir — leikmenn Hugins hrein-
lega gátu ekki meir. Þeir voru
sigraðir í orðsins fyllstu merk-
ingu.
Það þótti með endemum að
leikurinn skyldi fara fram eins og
aðstæður voru á Eskifirði um
helgina — vart stætt úti. En dóm-
arinn ákvað að leikið skyldi—og
staðan var 5-0 er dómarinn flaut-
aði leikinn af. Mörk Austra skor-
uðu þeir Bjarni Kristjánsson 2,
Rúnar Sigurjónsson 2 og Skúli
Magnússon 1 mark.
Hrafnkell Freysgoði heldur
áfram sigurgöngu sinni — sigraði
Hött á Egilsstöðum um helgina
2-1. Þar áttu leikmenn erfitt með
að hemja knöttinn í rokinu — en
þrátt fyrir það höfðu leikmenn
Hattar öll tök á leiknum, réðu
lögum og lofum. En ekki er alltaf
spurt að því í knattspyrnu, leik-
menn Hrafnkels áttu tvö mark-
tækifæri og notuðu bæði. Hins
vegar tókst leikmönnum Hattar
aðeins að skila knettinum einu
sinni í netið — þvi sigur Hrafn-
kels 2-1. Hrafnkell byggir á
sterkri vörn — og hefur unnið
þrjá fyrstu leiki sína í Austfjarð-
arriðli — F-riðli. Mörk Hrafnkels
skoruðu þeir Sigurður Elísson og
Björn Friðgeirsson en Þorvaldur
Þorvaldsson, þjálfari Hattar,
svaraði fyrir heimamenn.
Leiknir frá Fáskrúðsfirði átti
að fara til Hornafjarðar en þar eð
vegir skemmdust flestir í úrhell-
isrigningu á Austfjörðum um
helgina komust Fáskrúðsfirðing-
ar ekki.
Staðan í F-riðli er nú:
Hrafnkell 3 3 0 0 7-1 6
Austri 4 3 0 1 9-2 6
Einherji 5 3 0 2 9-4 6
Huginn 5 2 1 2 5-10 5
Leiknir 3 2 0 1 4-4 4
Sindri 6 114 2-12 3
Höttur 4 0 0 4 2-5 0
S.G.
E-riðill
Lið Hofsóss hefur komið mjög á
óvart i E-riðli 3. deildar Islands-
mótsins í knattspyrnu. Hofsós
sigraði um helgina lið KS-
Siglufjörð 1-0 á Hofsósi. Leikur
liðanna var mjög jafn — vart
mátti á milli sjá hvort liðið var
sterkara. Eina mark leiksins skor-
aði Hreinn Ottósson.
Fyrir leikinn var KS eina liðið
er ekki hafði tapað stigi í riðlin-
um — Hofsós hins vegar misst
stig gegn neðsta liðinu í riðlinum
— Dagsbrún.
Á Grenivík mættust Magni og
Leiftur frá Ólafsfirði. Liðin
skildu jöfn 1-1 — staðan í leikhléi
var 0-0. Þegar á fyrstu minútu
síðari hálfleiks skoraði Friðrik
Steinsgrímsson fyrir Magna — en
Kristinn Jónsson jafnaði fyrir
Olafsfirðinga á 87 mínútu.
Arroðinn mætti Dagsbrún —og
þar virtist aðeins eitt lið á vellin-
um, Árroðinn. Til marks um yfir-
burði Árroðans kom markvörður
liðsins aðcins einu sinni við knött-
inn allan leikinn. En mörkin urðu
fjögur — staðan í leikhléi var 2-0.
Mörk Árroðans skoruðu Hákon
Henriksen, Magnús Sigurgeirs-
son, Örn Tryggvason og Finnur
Sigurgeirsson.
St.A.,
Staðan í E-riðli er nu:
Hofsós 4 3 1 0 8-5 7
Siglufjörður 3 2 0 1 8-2 4
Magni 3 1119-5 3
Árroðinn 4 112 7-9 3
Leiftur 3 0 2 1 4-5 2
Dagsbrún 4 0 1 3 3-19 1
B-riðill
Grindvíkingar láta ekki staðar
numið í B-riðli 3. deildar tslands-
mótsins í knattspyrnu, sigruðu
Víði I Garðinum 3-1 undir stjórn
Hauks Hafsteinssonar, Guð-
mundssonar fyrrum formanns
tBK.
Jósep Ólafsson kom Grindvík-
ingum á sporið. Markvörður Víðis
varði fast skot hans en hélt ekki
knettinum, sem hrökk aftur til
Jóseps. Hann afþakkaði ekki slíkt
boð og skoraði 1-0.
Jósep bætti öðru marki við í
síðari hálfleik með langskoti efst í
markið. Guðmundur Jens Knúts-
son minnkaði muninn fyrir Víði
um miðjan síðari hálfleik en Vil-
hjálmur Guðmundsson skoraði
þriðja mark Grindvíkinga — með
sinni fyrstu spyrnu i leiknum en
hann hafði nýlega komið inn sem
varamaður. Grindvíkingar voru
allan tímann fljótari á knöttinn
og sýndu meiri baráttu, en slen
virtist yfir Víðisliðinu.
Þá víkjum við að leik UMFN og
tK. Njarðvíkingar sigruðu hið
unga lið Kópavogs 3-1. Það tók ÍK
hins vegar aðeins 4 minútur að
koma knettinum I mark UMFN.
Ólafur Petersen skallaði laglega
yfir markvörð eftir aukaspyrnu
ÍK utan vítateigs.
Næsta mark skoraði IK einnig
— en öfugum megin, jafnaði fyrir
UMFN. I síðari hálfleik sótti IK
heldur meir Iengi framan af en
vörn UMFN var föst fyrir og leið-
in erfið að marki UMFN. Um
miðjan síðari hálfieik tókst Þorra
Guðmundssyni að skora, hljóp af
sér vörn ÍK og skoraði 2-1. En í
sama mund ætlaði þjáifari UMFN
að taka Þorra útaf. Góðu heilli
fyrir UMFN gerði hann það ekki
því Þorri bætti síðar við þriðja
marki UMFN skömmu fyrir leiks-
lok.
I Reykjavík mættust ÍR og
Stjarnan á Melavellinum. — ÍR-
ingar virðast alveg heillum horfn-
ir — hafa enn ekki fengið stig í 3.
deild Islandsmótsins. Þeir fengu
ekki stig gegn Stjörnunni úr
Garðabæ — Ingólfur Ingólfsson
og Sveinbjörn Daníelsson skor-
uðu mörk Stjörnunnar I 2-0 sigri.
emm.
A-riðill
I A-riðli heldur Leiknir úr
Breiðholti sínu striki — sigraði
Þór I Breiðholtinu á laugardag
1-0. Staðan í leikhléi var 0-0 en
Ragnar Ingólfsson skoraði eina
mark leiksins — jafnframt sigur-
mark Leiknis í síðari hálfleik. Hið
unga lið stefnir því í úrslita-
keppni 3. deildar — hefur unnið
alla sína leiki.
Helzti keppninautur Leiknis,
Afturelding úr Mosfellssveit,
keppti við lið Heklu frá Hellu og
eftir markalausan fyrri hálfleik
þar sem Afturelding iék á móti
vindi létu mörkin ekki á sér
standa í síðari háifleik. Aftureld-
ing sigraði 4-1. Steinar Tómasson
kom Aftureldingu yfir — en Hall-
dór Lúðvíksson jafnaði fyrir
Heklu. En það dugði skammt —
Steinar Tóinasson bætti við öðru
marki og þeir Þorvaldur Hreins-
son og Hafþór Kristjánsson gull-
trvggðu sigur Aftureldingar.
HVH
D-riðill
Efstu liðin í D-riðli, Tindastóll
og Vikingur, Ölafsvík, mættust á
Sauðárkróki í 3. deild Islands-
mótsins á laugardag. Liðin skildu
jöfn — 0-0. Sjálfsagt réttlát úrslit
— þó sóknarþungi Tindastóls
væri heldur meiri og knötturinn
hefði smollið í þverslá marks Vík-
inga. Bæði lið hafa því tapað einu
stigi — stefnir því í uppgjör
þeirra í Ölafsvík þann 20. ágúst.
I Stykkishólmi léku Snæfell og
USAH — Austur Húnvetningar.
Liðin skildu jöfn, 1-1, en leik HSS
og Skallagríms var frestað þar
sem leikmenn Skallagríms eru i
keppnisferð í Færeyjum.
þa
C-riðill
Loks er það C-riðill — en efsta
liðið í riðlinum, Fylkir, lék ekki
um helgina. Grótta mætti Létti
frá Reykjavík á Seltjarnarnesi —
og sigraði Léttir 4-3 í ákáflega
jöfnum og skemmtilegum leik. En
þvl miður vantar okkur hverjir
skoruðu mörkin á Seltjarnarnes-
inu.
Hins vegar áttu Bolvíkingar
ekki í vandræðum með að sigra
lið Óðins frá Reykjavík er liðin
mættust fyrir vestan. Bolvikingar
sigruðu 4-1 og skoraði Jóhann
Kristjánsson þrjú mörk fyrir
heimamenn og Hjörleifur Guð-
finnsson hið fjórða.
SH.
Sigur Ármanns
íSandgerði
Reynir, Sandgerði — Armann 0-2
Armann heldur enn í von um
sæti i 1. deild næsta ár — eftir
góðan sigur í Sandgerði gegn
Reyni í gærkvöid í 2. deiid
íslandsmótsins i knattspyrnu.
Armann hefur því hlotið 11 stig í
2. deild — tveimur minna en
forustuliðin KA og Þróttur.
Þrátt fyrir erfiðár aðstæður,
pollóttan völl og eðju eftir
úrhellisrigningu, léku bæði lið
með úrslitaleikskrafti allan
leikinn. Oft brá fyrir skemmti-
legur samleiksköflum en poll-
arnir á vellinum settu iðulega.
strik í reikninginn. Leikmenn
fengu og kaldar skvettur þar sem
þeir börðust í eðjunni. Þráinn
Ásmundsson skoraði fyrra mark
Armanns á 25. mínútu fyrri hálf-
leiks — skallaði í mark eftir auka-
spyrnu.
Reynir fékk gullið tækifæri
skömmu síðar að jafna — er Ari
Arason komst einn innfyrir vörn
Armenninga en skaut framhjá.
Þá fóru Reynismenn illa að ráði
sínu er Jón Guðmann Pétursson'
komst í svipað færi skömmu fyrir
leikslok — en honum brást fóta-
fimin.
Ármenningar sneru vörn í sókn
— sendu háa sendingu ipn i vita-
teig Reynis. Markvörður Reynis.
Reynir Óskarsson kallaði
..hefann" — en mistókst gripið og
Gunnar Guðlaugsson. sem var
nýkoininn inn á sem varamaður.
fylgdi vel eftir og skaut föstu
skoti í netmöskvana. 0-2.
Armann hafði öllu betur úti á
vellinum og átti sigurinn skilið þó
marktækifæri Armanns hafi
verið aðeins tvö — og inörkin
jafnmörg. Armannsliðið er jafnt
— með Ögmund Kristinsson
góðan inarkvörð, er oft greip lag-
lega inní, er þurfti ekki.að beita
sér að öðru leyti. þar sem skot
Reyn.ismanna voru yfirleitt
púðurskot.
emm.
Hreinn Ilalldórsson — nú kominn yfir 21 metra múrinn.
DAGBLADID. ÞRIDJUDAGUR 5. JUI.t 1977.
13
-Bikarmeistarar Vlanchester United — Tommy Dochert.v framkvæmdastjóri er lengst til vinstri í annarri röð. Hins vegar er Laurie Brown -
hvers konu Dochertv tók — efst til hægri í öftustu röð.
Docherty sagt að taka
pokann sinn frá United
Sprengja féli í enska knatt-
sp.vrnuheiminum í gærkvöld —
Tommy Docherty, framkvæmda-
stjóra bikarmeistara Manchester
United var sagt upp störfum hjá
félaginu vegna sambands síns við
Mary Brown, konu nuddara
félagsins, en þau ætla að stofna
til hjúskapar. Frú Brown, er 31
árs og tveggja barna móðir.
„Eg elska Tommy," sagði frú
Mary Brown á blaðamannafundi i
síðustu viku er hún hélt ásamt
eiginmanni sinum. Þetta mál
hefur vakið mikla athygli — en
Tommy Docherty neitaði að segja
af sér í síðustu viku vegna þessa
máls — sagðist þá hlakka til að
hefja æfingar með iiðið þann 2.
júli — eða um helgina.
Docherty er fjögurra barna
faðir — og 49 ára gamall. Hann
tók við Manchester United fyrir
fjórum árum en liðið féll I 2. deild
sama keppnistímabil. Þetta fræga
félag vann sæti sitt I 1. deild
þegar árið eftir — og keppnis-
tímabilið 1975-76 var liðið með í
baráttunni um Englandsmeistara-
titilinn og í úrslitum enska
bikarsins. Manchester United.
tapaði fyrir Southampton i
úrslitum 1-0* En Docherty kom
með United aftur síðastliðið vor
— þá gegn meisturum Liverpool
— og nú vann Manchester United
2-1. Bikarinn I höfn — fyrsti
bikarsigur Tommy Docherty.
Stöðugur orðrómur hefur verið
í vor og suinar um að Dochert.v
færi frá United og var nafn hans
lengi tengt Derby. Docherty vildi
þó heldur vera áfram hjá United
— vinna áfram að því verki að
Það eru mikil vonbrigði —
vissulega — að nú eru nánast
engar likur á landsleik við Fære.v-
inga í knattsp.vrnu fyrir Svíaleik-
inn hinn 20. júlí, sagði Tony
Knapp, landsiiðsþjálfari, þegar
blaðið ræddi við hann í morgun.
Mér skilst að tvö beztu félagslið
Færeyja séu nú í Danmörku og
því treysta þeir sér ekki í lands-
leik við okkur á næstunni. Slíkur
leikur nú hefði verið mjög rnikils-
verður. Þar hefðum við getað litið
á nokkra leikmenn í iandsleik —
eina sex-sjö leikmenn, sem alveg
eru við íslenzka landsiiðið, og
myndu standa vel fyrir sínu. Það
er nauðsyniegt að ungu piltarnir
fái reynslu í landsleikjum — fái
gera United aftur að stórveldi. Sir
Matt Busby var fjarverandi í
síðustu viku er Docherty neitaði
að segja af sér — og í raun var
beðið eftir komu hans til að kveða
upp úrskurð. Og sprengjan féll í
gærkvöld — Docherty verður að
landsleikjabragð ef svo má að
orði komast, og þá heizt í ieikjum,
sem ekki eru of erfiðir. Það
reyndist vel i f.vrra gegn Luxem-
borg og í leiknum við úrvaislið
Bobb.v Charlton fyrr í sumar,
sagði landsiiðsþjálfarinn enn-
fremur.
Hins vegar er ekki rétt að vera
með marga nýliða, þegar um erf-
iðan landsleik er að ræða —
landsleik eins og leikurinn við
Svía verður áreiðanlega. Þeir eru
með lið í heimsklassa eins og
árangur þeirra um langt árabil í
heimsmeistarakeppninni ber með
sér. Og enn einu sinni eru þeir
komnir í úrslitakeppni HM.
Við verðum án atvinnumann-
fara frá Manchester United vegna
brots á samningi, sagði í stuttri
tilkynningu frá félaginu. Þess var
og getið að félagið vonaðist iil að
ráða nýjan framkvæmdastjóra
fljótlega og auglýsti eftir umsókn-
um.
"anna í leiknum við Svía — jafn-
vel þriggja eða fjögurra — og því
eru það mikii vonbrigði að ekki
verður af leiknum við Færeyinga.
Það hefði verið góð æfing fyrir
Svíaleikinn að leika við Fære.v-
inga, auk þess, sem það hefði gef-
ið nokkrum ungum piltum
reynslu í landsleik — og einnig
annað sem er nauðsynlegt. Tæki-
færi til að kynnast piltunum i
landsliðshópnum betur.
Já þetta eru vonbrigði — eins
og það hefur líka verið að ekki
hefur gefizt tækifæri á að stiila
upp landsliði leikmanna 21 árs og
yngri eins og ég hef haft mikinn
áhuga á, sagði Tony Knapp að
lokum.
Haukarunnu
á Selfossi
Ilaukar frá Hafnarfirði
þokuðu sér nær forustuliðuin
2. deildar — Þrótti og KA með
sigri á Selfossi í gærkvöld, 4-0.
Haukar voru ávallt mun
friskari í heldur slökum leik
þó sigur þeirra hafi ef til vill
verið í stærsta lagi.
Urhellisrigning setti sín
mörk á leikinn er fór fram á
grasinu á Selfossi. Þrátt fyrir
að Haukar leiki að öllu jöfnu á
möl náðu þeir betri tökum á
leiknum á grasinu — áttu
betra með að fóta sig. Haukar
hófu leikinn af krafti — og
eftir 10 mínútur lá knötturinn
i neti Selfyssinga eftir að
Loftur Eyjólfsson hafði
skallað í netið, 0-1.
Haukar sóttu mun meir en
Selfyssingar — sem voru mjög
daufir en náóu þó nokkrum
upphlaupum er sköpuðu hættu
í fyrri hálfleik. En kraftinn
vantaði — og á 46. mínútu
fyrri hálfieiks juku Haukar
forustu sína er Ólafur
Jóhannsson skoraði af stuttu
færi — vörn Selfoss bókstaf-
lega fraus .
Siðari háifieikur var heldur
tilþrifalítill — á 30. mínútu
skoraði Loftur aftur laglegt
mark eftir að hafa komizt inn i
sendingu Selfyssinga. Selfoss
átti eitt marktækifæri í síðari
hálfleik. Guðjón Arngrímsson
fyrir opnu marki en laust skot
hans var auðveldlega varið.
Haukar sóttu stíft siðustu mín-
útur leiksins — og á 43. mín-
útu var dæmd vitaspyrna á
Selfoss sem Ólafur Jóhanns-
son skoraði örugglega úr, 0-4.
Ötrúlegt áhugaleysi virðist
ríkja hjá Selfyssingum — og
verða þeir að athuga sinn gang
ef liðið á ekki að falla í 3.
deild. Baráttuleysi og áhuga-
leysi.
Leikinn dæmdi Viili Þór
þokkalega en hann virtist ekki
átta sig á hagnaðarbrotum. Of
oft hagnaðist það lið er braut
— og var svo jafnt á báða
bóga.
BG.
Staðan í
2. deild
Staðan í 2. deiid er nú:
Þróttur, R 8 6 1 1 17-8 13
KA 8 6 1 1 18-10 13
Haukar 8 4 4 0 13-4 12
Armann 8 5 1 2 14-5 11
tsafjörður 8 2 2 4 8-10 8
Reynir, S 8 3 1 4 12-16 7
Völsungur 8 2 1 5 7-11 5
Selfoss 8 2 1 4 6-12 5
Þróttur, N 8 1 3 4 7-14 5
Reynir, Ar 8 0 1 7 5-17 1
Vonbrigði að ekki verður
landsleikur við Færeyjar
— sagði Tony Knapp, landsliðsþjálfari í morgun
forsala
aðgöngumiða
að söngskemmtun Ríó-tríósins í Austurbæjarbíói er hafin.