Dagblaðið - 13.07.1977, Qupperneq 1
I
dagblað
3. ARG. — MIÐVIKUD. 13. JÚLI 1977. — 148. TBL. RITSTJÓRN SIÐUMULA 12. AUGLVSINGAR ÞVERHOLTI 11, AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 2 — AÐALSÍMI 27022
MIKIÐ UM UNDIRMÁLSHSK
HJÁ FÆRABÁTUM VESTRA
Aflamagnið á við af la tíu togara
Verulegur undirmálsfiskur
er 1 afla handfærabáta á Vest-
fjörðum. Eftirlitsmaður
sjávarútvegsráðuneytsisins fór
nýlega um Vestfirði og kom
þetta þá í ljós.
Jakob Magnússon forstjóri
Hafrannsóknastofnunar sagði
að þeim væri kunnugt um
málið en aðgerðir væru óvissar.
Verið er að kanna afla hand-
færabáta fyrir norðan og aust-
an.
Mjög margir bátar stunda
handfæraveiðar um þetta leyti
árs. Kunnugir benda á að ekki
sé fjarri, að 100 bátar stundi
handfæraveiðar frá Vest-
fjörðum og jafnist afli þeirra á
við 10 skuttogara. Hér sé því
um svo mikinn afla að ræða að
taka verði tillit til hans við á-
kvörðun um aflatakmarkanir.
Jóhann Guðmundsson, for-
stjóri Framleiðslueftirlits
sjávarafurða, sagði að þeim
hefði ekki borizt nein vitneskja
um þessi mál. Framleiðslueftir-
litið á að fylgjast með stærð
landaðs fisks og láta vita ef
smáfiskur er úr hófi mikill.-ÖG.
Rússn- k
eskur í
,0nedin’ í
heimsökn
Stórglæsilegt rússneskt skóla-
skið sigldi inn á ytri höfnina kl.
rúmlega 10 í morgun. Þarna er á
ferð hið fræga skip
Kruchenshtern, sem er milli 3 og
4000 tonn að stærð, þriggja
mastra. Skipið er 114 metra langt
og eins og er er ekkert rúm fyrir
það í höfn, sagði Einar Thorodd-
sen yfirhafnsögumaður. Talið ! er
að um eða yfir 200 sjómannsefni
séu um borð. Skipið var eitt
þeirra sem tóku þátt í Atlants-
hafssiglingunni miklu í fyrra.
DB-mynd Bjarnleifur.
Spánarfarar
fá nú 6000
pesetum
meira
Spánarfarar fengu glaðning við
gengisfellingu pesetans í gær.
Samkvæmt upplýsingum hjá
gjaldeyriseftirliti Seðlabankans
sagði að gjaldeyrisyfirfærsla til
ferðamanna væri bundin við
íslenzkar krónur.
Núna fást fleiri spánskir
pesetar fyrir krónurnar en áður.
Nemur það um það bil 6000
pesetum, sem meira fæst fyrir
gjaldeyrisskammtinn en áður.
Þessi upphæð skiptist síðan milli
einstaklinga og ferðaskrifstof-
unnar til greiðslu kostnaðar.
ÖG
Kristján Thorlacius
formaður BSRB:
„VIÐ VILJUM JAFNRÉTTI”
— opinberir starfsmenn geta nú sveiflað verkfallsvopninu í fyrsta sinn
„Megininntakið i stefnu
okkar samtaka er launajöfnun-
arstefnan, auk þess sem við
krefjumst jafnréttis opinberra
starfsmanna í launum miðað
við aðrar stéttir á vinnu-
markaðinum," sagði Kristján
Thorlacius^formaður BSRB.
Kröfur Bandalagsins eru frá
115 þúsundum upp í 280
þúsund króna mánaðarlaun.
Mismunur milli launaflokka
samkvæmt kröfunum er 5000
krónur. Samkvæmt lögum
yrði samið til 2 ára, að sögn
Kristjáns.
Opinberir starfsmenn vilja
fá það ákvæði inn í nýju
samningana að þeir séu upp-
segjanlegir ef veruleg röskun
verði á vísitöluuppbótum eða
kaupmætti launa, jafnframt sé
þeim þá heimilt að nota hin
nýfengnu verkfallsréttindi.
Ef ekki verður samkomulag
I viðræðum við stjórnvöld um
launakjör og samninga má
BSRB boða til verkfalls með 15
daga fyrirvara.
Verkfallsréttur opinberra
starfsmanna var lögfestur í
fyrra. Sáttanefnd er þó heimilt
að fresta verkfallinu í 10 daga.
Torfi Hjartarson, ríkissátta-
semjari hefur nýverið skipað
þá Jón Erling Þorláksson,
tryggingafræðing og Hrafn
Magnússon, framkvæmda-
stjóra I sáttanefnd. Sjálfur er
hann formaður nefndarinnar.
Þessi nefnd er síðan skyldug
að leggja fram sáttatillögu sem
greiða skal atkvæði um meðal
allra félaga I samtökurr,
opinberra starfsmanna.
Ef sú tillaga á að teljast
felld, verður kosningaþátttaka
að nema I þ.m. 50% af þeim
sem á kjörskrá eru. Af þeim
þurfa síðan 50% að vera sátta-
tillögunni andvígir.
Kristján Thorlacius sagði að
vegna þessa þyrftu opinberir
starfsmerin að fylgjast vel með'
til að vera tilbúnir að taka af-
stöðu ef til kæmi.
Sameiginleg nefnd kannar
nú stöðu rlkis og bæjarstarfs-
manna miðað við aðrar stéttir
en viðræður munu hefjast eigi
síðaren 15. ágúst n.k.
-ÓG.
„Orkustofnun
hefurekki
sannfært mig
ennþá”
- segir yfirverk-
fræðingur Kröflu-
111
ffgl
Veðurspáin
rættist ekki
íReykjavík
ígærdag
— og afleiðingarnar
urðu... — siáblp.8
20 þúsund
laxaseiði
drápust í
klakstöðinni
við Eliiðaár
Skúli á
Laxalóni
með
pálmann í
höndunum?