Dagblaðið - 13.07.1977, Qupperneq 2
I)A(iBLAl)It). MIBVIKUDACUR 13. JÚLt lr7.?
r
SPÁNVERJAR ERU EKKIAÐ HAMAST VIÐ AÐ
GLEYMA GENERALISSIMO FRANSISCO FRANCO
„Hvað eigum við að gera með
þetta ,,democrasía“? Er það
ekki bara fundið upp fyrir ger-
spillta kapitalista? Hvað tekur
eiginlega við eftir þessar
kosningar?" Þessi orðaskipti
áttu sér stað á milli margra
manna á markaðnum í Malaga
daginn eftir spænsku
kosningarnar um daginn.
„Þessi óvissa væri ekki yfirvof-
andi, ef ,,afi“ væri enn á lífi —
allir heilagir og guðsmóðir veri
sálu hans náðug," sagði einn
kappræðumanna og þerraði tár-
vot augu. Það gerðu fleiri.
Umræðuefnið var að vonum
mjög almennt. Afgreiðslufólk
tók þátt í umræðum. Útkeyrslu-
maður kom með heit brauð i
kassa frá bakaranum. Honum
var ekki sinnt strax og sá hann
að ekkert betra var gert en að
leggja orð í belg. Mál manna
var allt á einn veg. Fram-
bjóðandi sem hefði ætlað að
fljóta inn á spánska þingið með
því að hallmæla Franco hefði
gert mikla skyssu. Hann hefði
naumast fengið eitt atkvæði.
Jafnvel Carillo var þetta ljóst.
Hann fekk líka fljótt kveðjuna
frá Moskvu.
Einkennilega stinga
«C
Svona var Franco fínn þegar
hann sat veizlu með Ford fyrr-
um Bandarikjaforseta, þegar
hann kom í heimsókn til Spán-
ar. Myndin var tekin 31. maí
1975.
Sjúklingar vilja fleiri leikja-
lýsingar í útvarpi
Sjúklingur á Landspítalan-
um hringdi og vildi taka undir
þá óánægju sem komið hefur
fram með að ekki skuli fleiri
íþróttaleikjum vera útvarpað,
sérstaklega landsleikjum.
Sjúklingur vakti athygli á því
að margir sem væru rúmliggj-
andi á sjúkrahúsum vildu
gjarnan fylgjast með iþrótta-
keppnum.
Heyrst hafa óánægjuraddir
frá fólki sem telur að alltof
mikið sé af íþróttum í fjöl-
miðlum bæði blöðum og útvarpi
og sjónvarpi. Þeir hinir sömu
athuga þá ekki að til eru þeir
sem gjainan vilja fylgjast
með, en eru dæmdir úr leik um
hríð vegna veikinda.
íþróttir hafa hingað til þótt
holl iðja fyrir ungmenni. Þau
eru þá að minnsta kosti ekki í
reykmettuðu andrúmslofti
diskótekanna meðan þau eru
við íþróttir.
Það viðrar ekki alltaf jafnvel og daginn sem þessi mynd var lekin, en þá fengu sjúklingarnir á
Landspítaianum að fara út á lóðina i rúmum sinum. Þann daginn hefðu þeir trúlega ekki hlustað á
iþróttalýsingar. En aðrir dagar eru þungbúnir og þá stundum lengi að liða þegar maður kemst ekki
umræður almennings á Spáni,
og reyndar opinber umræða í
þvi landi í stúf við linnulausan,
villandi fréttaburð ríkisfjöl-
miðlanna á Island um allan að-
draganda breyttra stjórnar-
hátta Spánverja og kosningarn-
ar. _
Enda þótt ríkisfjölmiðiarnir
séu hér nefndir er þetta
furðulega sambandsleysi við
staðreyndir eins elzta og fjöl-
mennasta menningarríkis
Evrópu engan veginn bundið
við þá. Dagblöðin hafa flest
verið á sama básnum.
Guðbergur Bergsson hefur
skrifað Spánargreinar í
Þjóðviljann. Þær eru að ýmsu
leyti skilmerkilegar og raunar
fróðlegar miðað við það hug-
myndalega skráargat sem hann
sér gegnum.
Mér þótti leiðinlegt að sjá
erlenda grein í Dagblaðinu þar
sem fjölyrt er um að
Spánverjar séu nú önnum
kafnir við að gleyma hinum
látna þjóðarleiðtoga sínum,
Generalissimo Francisco
Franco. Hvaðan er svona vit-
leysa fengin?
Spánn er gamalt og gott við-
skiptaland okkar Islendinga.
Víst má telja, að samskipti
okkar við þessa þjóð verði mikil
og vaxandi. Það hlýtur að vera
einhver vegur til þess að
íslenzkir fjölmiðlar geti aflað
réttari frétta frá Spáni en hing-
að til hefur tíðkazt. Það er
engin skynsamleg ástæða til
þess að halda hér að íslenzku
fólki þrumandi lygi um allt sem
að spánskum málefnum lýtur.
Það er ekki aðeins óhæfa held-
ur og vonlaust til lengdar,
hvaða óskiljanlegum tilgangi
sem það á að þjóna.
Simpatico.
íslendingar geta ekki
lært notkun ökuljosa
B.J. hringdi:
Eg get ekki lengur orða
bundizt um skilningsleysi öku-
manna á gildi notkunar öku-
ljósa í slæmu skyggni. Nú fyrir
skömmu var ég að aka ofan úr
Mosfellssveit og mætti níu
bílum. Þar af voru tveir lög-
reglubílar.
Skyggni var slæmt og fyllsta
ástæða til að nota ökuljós, að
mínu mati, enda lít ég svo á að
sé nokkur vafi á hvort nota beri
þau eða ekki beri fremur að
nota þau, það skaðar ekkert og
kostar ekkert.
Aðeins þrír bílanna sem ég
mætti voru með ökuljós. Annar
lögreglubílanna var ljóslaus, en
hinn, nýr Volvo, var með ein-
hvers konar sterk stöðuljós log-
andi sem mér skilst að kvikni á
um leið og bíllinn er gang-
settur, hvort sem er að nóttu
eða degi.
Lögregluþjónar eru ekki
óskeilulir fremur en aðrir en þó
vil ég gera þá kröfu til þeirra að
þeir gangi á undan með góðu
fordæmi í þessu máli, sem svo
mjög snertir raunar starf
þeirra.
I umferðarþáttum í útvarpi er
notkun ökuljósa í slæmu
skyggni margítrekuð og lofs-
verðar eru tilkynningar frá lög-
regluyfirvöldum af og til þess
efnis að aka beri með þeim á
tilteknum stöðum vegna slæms
skyggnis.
Þær berast bara alltof
sjaldan. Ekki veit ég hvort þess-
ar tilkynningar eiga eitthvað
erfitt uppdráttar I útvarpinu
eða þessi yfirvöld sjái of sjald-
an ástæðu til að birta þær. Þær
fáu sem koma eru þó í áttina.
Svo eru það hinir sem láta
sér nægja að aka með stöðuljós
eingöngu, ef um er að ræða
slæmt skyggni um miðjan dag.
Þau gera hins vegar lítið sem
ekkert gagn og auk þess er
bannað að nota þau í akstri. Já
vel á minnzt, er þá ekki nýi
ljósabúnaður Volvobílanna
ólöglegur á Islandi ofan á allt,
þótt hann verði heldur að telj-
ast til bóta?
Augijóst er hvaða gildi ökuijós hafa i skilyrðum, sem þessum. þótt
Vi
fram úr rúminu.
DB-mynd Hörður Viihjálmsson.
um miðjan dag sé.