Dagblaðið - 13.07.1977, Page 7

Dagblaðið - 13.07.1977, Page 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLl 1977. 7 Fóstureydingar eftir þörfum” —brezkar konurmótmæltu nýju fóstureyðingafrumvarpi með fýlusprengjum ogklósettrúllum Nokkrar konur söfnuðust saman við þinghúsið í London í Við sum sjúkrahús eru starf- andi sérstakar deildir sem ein- göngu sinna fóstureyðingum. Brezkum þingmönnum er nú tekið að ofbjóða fjöldi þeirra kvenna sem hefur viðkomu þar. gær og fleygðu fýlusprengjum og kósettrúllum að þing- mönnum. Með þessu vildu þær vekja athygli á andstöðu sinni við tillögur þess efnis að gera eigi konum erfiðara en áður að fá fóstureyðingu. Nokkrum kvennanna tókst að ryðjast inn í nefndarher- bergi, þar sem þingmenn ræddu um frumvarp, sem kveður á um að ekki verði leyft að eyða fóstri síðar en 20 vikum eftir getnað. Nú mega konur hafa gengið með fóstur í allt að 28 vikum þegar þær láta eyða því. Fimm ungum konum var vísað með harðri hendi út úr herberginu. Þær æptu slagorð eins og „fóstureyðingar eftir þörfum“ og „konur eiga að ákveða sjálfar.“ Lögreglan handtók nokkrar konur og færði þær til yfir- heyrslu. Ekki er talið að þær verði ákærðar vegna mótmæla- aðgerða þessara. Ekki er talið að nýja fóstur- eyðingafrumvarpið nái fram að ganga fyrr en á næsta ári. Bandaríkin: Hleranir lang- línusamtala rannsakaðar Carter Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað rannsókn á því, hvernig koma skuli í veg fyrir hleranir erlendra þjóða, samtaka eða glæpahópa á lang-, línusamtölum í landinu. Tals-j maður forsetans, Jody Powell, kvað mikil brögð vera orðin að þessu og yrði rannsókninni hraðað sem mest má. New York Times skýrði frá því um síðustu helgi að Sovét- menn hafi yfir að ráða tækni sem nemi örbylgjur þær sem langlínusamtöl fara fram á. Með ákaflega næmum tölvum má síðan þýða samtölin yfir á mælt mál. Það verða Stansfield Turner, yfirmaður CIA og Zbigniew Brzezinski, öryggisráðgjafi Carters, sem stjórna rannsókn- inni. Finnar senda flugvélarræn- ingjana heim Finnska stjórnin hafði í morgun að mestu leyti gengið frá öllu varðandi afhendingu sovézku flugvélaræningjanna tveggja sem reyndu að ræna flugvél með eina ónýta handsprengju að vopni. Paavo Vaeyrynen, utanríkis- ráðherra Finnlands, sagði i gær- kvöld að að sjálfsögðu yrðu ræningjarnir framseldir til Sovét- ríkjanna, en ýmis skjöl og pappíra yrði að útfylla fyrst. Fyrir tveimur árum undir- rituðu stjórnir landanna tveggja samning þar sem sagt var berum orðum að flugvélaræningja skyldi skilyrðislaust afhenda. Ræningjarnir, sem eru 19 og 22ja ára gamlir, gáfust upp í gær eftir að gíslar þeirra, 72, voru allir sloppnir. Flugvélin, sem rænt var hefur nú snúið til baka til Sovét- ríkjanna. Upphaflega vildu ræningjarnir að hún flygi með þá til Stokkhólms en vegna of lítils eldsneytis varð hún að lenda í Finnlandi. — Samkvæmt Reutersfrétt mega sovézkir flug- vélaræningjar eiga von á að þurfa að dúsa í fangelsi allt frá þremur upp í fimmtán ár. Bandaríkin: Framleiðendur kynlífskvikmynda veita verðlaun —gefa styttu sem hlotið hef ur nafnið „Erotica” Bandarískir framleiðendur kynlífskvikmynda hyggjast koma saman í Los Angeles á morgun og veita viðurkenningar, sambæri- legar við óskarsverðlaunin, i starfsgrein sinni. Strangar fyrir- skipanir eru um að allir, sem við- staddir verða athöfnina, skuli vera kappklæddir. „Við væntum þess af gestum okkar að þeir verði i kvöldklæðn- aðí,“ Sagði David Friedman for- maður samtakanna, sem á útlenzku nefnasl The Adull Film Association of America. Hann kvað það litið mjög alvarlegum augum, ef einhverjir mættu í vinnugallanum, — það er.naktir. Aformað er að sæma bezta leikara, beztu leikkonu, leikara í aukahlutverkum, leikstjóra og svo framvegis viðurkenningu. svipað og gert er við óskarsverð- launaafhendingu. Fólkið á þó ekki að fá óskarsstyttu heldur eflirmynd naktrar konu og hefur hún hlotið nafnið „Erotica". Lokaðfrá kl. 17.00 ídagvegna 20 ára afmælis fyrirtækisins. OpnumkL 10.00 ámorgun 14.júlí. Nesti íFossvogi — Bifreiðaveitingasto Nesti íFossvogi — Bensínafgreiðsla Nesti v/ Elliðaár — Bifreiðaveitingasto Nesti vElliðaar — Bensínafgreiðsla Nesti á Ártúnshöfða — Bifreiðaveitingasto

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.