Dagblaðið - 13.07.1977, Blaðsíða 11
DACIU.AÐIt) Mlt>\ I K I DACl'K Di. JUU 1977.
HVERJU ER AÐ SUNDRA -
UM HVAÐ ER SAMEINAST?
Kvennaárið er löngu liðið.
Árið sem allflestir voru hlynnt-
ir jafnréttisbaráttu kynjanna í
einhverri mynd, a.m.k. í orði,
og karlar kusu eina konu í
hverja nefnd og stjðrn í tilefni
ársins og „af því að hún var
kona." Ríkisvaldið gaf fögur
fyrirheit og stofnaði síðbúin
ráð og nefndir sem sk.vldu
vinna að því að auka jafn-
réttið, án þess að hafa til þess
nokkurt eiginlegt vald. Lög
voru sett um jafnrélti karla og
kvenna, sem m.a. fólu í sér
bann við kyngreindum aug-
lýsingum. Sem sagt, allt var
gert til að friða konur og fá þær
til að sætta sig við óréttlætið
með þvi að vísa til þess að „allir
eru jafnir fyrir lögunum" og ef
eitthvað er að þá er ykkur
sjálfum um að kenna.
Síðan öll þessi ósköp gerðust,
sem eru reyndar góðra gjalda
verð, þá hefur umræðan um
jafnrétti kynjanna ekki verið
ýkja mikil né burðug. Einstaka
sinnum rekur þó á fjörur
manns greinar eða blöð sem
helguð eru þessari umræðu,
þótt misjöfn séu að inntaki. Nú
síðast var það 19. júní ársrii
Kvenréttindafélags Islands
1977, sem ég kom höndum yfir
og varð mér að vissu marki
hvati til að stinga niður penna.
í leiðara 19. júní, sem skrif-
aður er af Ernu Ragnarsdóttur,
koma fram viðhorf til jafn-
réttisbaráttunnar sem eru svo
mótsagnakennd og grunnfærin
að næstum ótrúlegt er. Erna
segir m.a.: „Jafn réttur karla og
kvenna snertir alla þætti dag-
legs lífs.... Og það tengist
baráttunni fyrir umbótum á öll-
um sviðum, svo sem fyrir bætt-
um launum, réttlátari skatta-
löggjöf, baráttunni fyrir betri
skóla...“ Þetta er í sjálfu sér allt
gott og blessað ef ekki fylgdi
annað og meira sem gerir þessi
orð að markleysu einni saman,
því síðar i leiðaranum segir: „Á
hinn bóginn er baráttan fyrir
jafnrétti karla og kvenna
eingöngu bundin þvi markmiði
að jafna aðstöðu milli kynjanna
en tengist yfirleitt ekki baráttu
fyrir almennu jafnrétti í þjóð-
félaginu. Að setja á oddinn að
jafnréttisbarátta kynjanna sé
sama og stéttabarátta jafngildir
að stórum hluta kvenna og
karla er vísað á dyr“ (letur-
breyting mín). En þrátt fyrir
þann vafa sem Erna er haldin
um hvort jafnréttisbarátta
kynjanna tengist almennri
baráttu fyrir réttlæti í þjóð-
félaginu, þá vísar hún algerlega
á bug þeim möguleika að hægt
sé að setja samasemmerki milli
kvennabaráttu og stétta-
baráttu. Telur hún það sundra
konum 1 stað þess að sameina.
En er einhverju að sundra og
hversu langt getur sameining
kvenna náð? Þótt konur séu
þannig gerðar að vera allar
fæddar með móðurlíf, þá er
ekki þar með sagt að þær séu í
öllu tilliti einn samstæður
hópur. Kúgun þeirra er hvort
tveggja í senn kynferðisleg og
efnahagsleg og sem slik byggist
hún á því þjóðfélagskerfi sem
við búum vi_ð rétt eins og
arðránið á vérkalýðsstéttinni.
Sumar konur hafa því tvöfaldar
byrðar að bera, annars vegar
byrðar kcnunnar og hins vegar
byrðar verkalýðsstéttarinnar,
meðan aðrar bera einfaldar.
Konur eru ekki samstæður
hópur sem á sameiginlegra
hagsmuna að gæta og getur
sameinast um hvað sem er
hvenær sem er. Hagsmunir
þeirra geta rekist á í mörgum
málum sem snerta stétt þeirra,
en þeir geta líka farið saman í
öðrum sem snerta stöðu þeirra
sem kvenna.
Konur geta barist saman
fyrir ákveðnum afmörkuðum
málum, s.s. auknu dagvistar-
rými fyrir börn, aukinni sam-
neyslu þannig að heimiiisstörf
verði umfangsminni og frjáls-
um fóstureyðingum. Hins vegar
eru þær konur margar sem
telja aó fullkomnu jafnrétti
verði aldrei komið á í þessu
samfélagi og berjast því fyrir
nýju samfélagi jafnréttis og
frelsis og setja fram kjörorð
sem konur á hægri væng stjórn-
málanna geta alls ekki tekið
undir, s.s. Engin kvennabarátta
án stéttabaráttu. Þessu fylgja
svo kröfur um fulla atvinnu og
lífvænleg laun fyrir dagvinnu,
auk þess sem þessar konur
krefjast styttingar vinnutímans
(sbr. danskar Rauðsokkur).
I dag mun láta nærri að hver
karlmaður vinni ca 50 stundir á
viku og hver kona ca 38 stundir
og er þá vinnuvikan á fjöl-
skyidu komin upp í 88 stundir,
að vinnunni á heimilinu undan-
skilinni. Þótt hægt sé að tala
um að vinnuþrælkun á
einstaklingum hafi minnkað á
síðustu árum þá hefur vinnu-
þrælkun fjölskyldunnar sem
einingar síst minnkað. Fyrir
alla þá vinnu sem fjölskyldan
innir af hendi fær hún svo ekki
meira kaup en það að hún rétt
getur framfleytt sér. Það er því
alls ekki óraunsæ krafa i dag að
fara fram á styttingu vinnuvik-
unnar niður í 35 stundir á viku
á einstakling án þess að laun
skerðist. Ef sú krafa næði fram
að ganga gerði hún konum auð-
veldara fyrir að komast út á
vinnumarkaðinn, auk þess sem
hún gerði foreldrum kleift að
vera meira með börnum sínum.
Við megum ekki gleyma því að
langur vinnudagur er ekki
eingöngu slítandi fyrir þá sem
vinna, heldur einnig fyrir börn
þeirra.
Hvað sem þessu líður, þá er
>■
Kjallarinn
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
allt tal um jafnrétti orðin tóm
meðan ríkisvaldið kemst upp
með að stjórna þátttöku kvenna
í atvinnulífinu eftir efnahags-
legum þörfum auðvaldsins
hverju sinni. Á uppgangs-
tímum er konum gert auð-
veldara fyrir að fara út á vinnu-
markaðinn með auknu dag-
vistarrými og ýmsum ívilnun-
um, en á krepputímum er reynt
að þrýsta þeim inn á heimilin
aftur með því að draga úr upp-
byggingu barnaheimila og með
efnahagslegum refsiaðgerðum.
íslenska ríkisvaldið hefur
leikið þennan ljóta leik nú um
nokkurt skeið á mjög lúalegan
hátt. Með annarri hendinni
skrifar það undir lög um jafn-
rétti karla og kvenna en með
hinni sviptir það dagvistunar-
stofnanir ríkisframlagi og gerir
sig líklegt til að setja ný skatta-
lög sem auka skattabyrði hjóna
þar sem kona aflar tekna.
Talandi dæmi um þá stefnu
ríkisstjórnarinnar að jarða allt
jafnrétti kynjanna er biðlisti
dagvistunarstofnana. Á biðlista
dagheimilanna um síðustu ára-
mót voru 476 börn, þar af 214
börn einstæðra foreldra (mikill
meirihluti konur) og 255 börn
námsmanna. Meðalbiðtími
einstæðra foreldra var 125
dagar (var 52 dagar árið 1975),
háskólastúdenta 419 dagar (var
316 dagar ’75) og annarra
námsmanna 315 dagar (var 200
dagar ’75). Allar þessar upplýs-
ingar eru fengnar úr skýrslu.
Sumargjafar en þar segir m.a.
orðrétt: „Meðalbiðtíini barna
hefur lengst mjög mikið milli
áranna 1975 og 1976, og stafar
það af þvf að árið 1976 var
ekkert nýtt dagheimili tekið í
notkun, en rýmum fækkað á
flestum hinna eldri heimila.”
(Undirstrikun Sumargjafar).
Nákvæmlega það sama gildir
um leikskólana. Það sem er þó
alvarlegast í þessum málum er
að stór hluti íslenskra barna á
alls ekki kost á dagvistarrými
og er þvl ofurseldur götunni ef
ekki er keypt rándýr einka-
gæsla fyrir þau. I rannsókn sem
gerð var á högum Sóknar-
kvenna kom m.a. fram að
einungis örfáar af þessum
konum höfðu börn sín á dag-
vistunarstofnunum og í þeim
tilvikum sem svo var, þá var
það vegna þess að þær unnu
sjálfar á viðkomandi stofnun-
um.
Það er engin lækning við
sjúkdómi að setja plástur á
stærstu sárin þannig að minna
beri á þeim og halda svo að
sjúklingurinn taki ekki eftir
neinu. Til þess að geta skilið og
barist gegn sjúkdómnum, sem
er kúgun konunnar 1 þessu til-
felli, þarf að komast fyrir orsök
hans. Við verðum að hafa það
hugfast að óvinur okkar er ekki
karlmaðurinn, hann er ekki
valdur að kúgun okkar. Rætur
meinsins liggja djúpt 1 gerð
samfélagsins, ræturnar eru það
misrétti og arðrán sem þjóð-
félagsskipan okkar byggir á.
Barátta okkar má því aldrei
verða á kostnað þeirra karl-
manna sem geta verið félagar í
baráttunni. Við eigum að
berjast saman með kjörorðin
Engin stéttabarátta án kvenna-
baráttu — engin kvennabarátta
án stéttabaráttu að leiðarijðsi.
Ingibjörg Sólrún Gísiadóttir
formaður Stúdentaráðs
Appelsínubændur í Flórida eða fjár-
burður á Ströndum
I forystugreinum Dag-
blaðsins hefur alloft verið
minnst á niðurgreiðslur og út-
flutningsbætur. Þessi skrif
hafa verið á einn veg, að
hvortveggja væri komið á fyrst
og fremst til að halda uppi óarð-
bærum atvinnuvegi á íslandi
þ.e.a.s. landbúnaði.
Það væri fróðlegt fyrir
lesendur Dagblaðsins ef
leiðarahöfundar þess gætu eða
vildu svara eftirfarandi
spurningu: Á landbúnaður
nokkursstaðar rétt á sér, þar
sem búvöruverð er greitt niður
eða þar sem útflutningsbætur
eru greiddar með útfluttum
landbúnaðarafurðum?
Svari þeir þessari spurningu
neitandi, þá viðurkenna þeir að
landbúnaður á hvergi rétt á sér
í V-Evrópu. Svari þeir
spurningunni játandi þá eru
skrif þeirra svo gegnsýrð óvild í
garð íslenskra bænda og þeirra
sem hafa framfæri sitt af land-
búnaði, að það mun leitun að
öðru eins ofstæki.
Niðurgreiðslur
1 forystugrein Dagblaðsins
föstudaginn 8. júlí er látið að
því liggja að niðurgreiðslur á
kindakjöti hafi verið auknar
vegna þrýstings frá Sambandi
ísl. samvinnufélaga. Fram að
þessu hefur því verið haldið
fram á síðum Dagblaðsins að
niðurgreiðslur væru styrkir til
bænda. Hversvegna er það
skyndilega orðió hagsmunamál
SlS? Það bitnar fyrst og fremst
á bændunum ef kjölið selst
ekki en ekki samvimrufélögum
þeirra. Þrátt fyrir það er það
jafn fráleitt að teija niður-
greiðslur á búvörur styrk til
bænda og að telja niður-
greiðslur borgarsjóðs á strætis-
vagnafargjöldum styrk til
strætisvagnabílstjóra.
Ef Dagblaðið væri almennt á
móti niðurgreiðslum á viiru-
Kjallarinn
Agnar Guðnason
verði og þjónustu, hversvegna
er þá ekki gengið hreint til
verks?
Hvers eiga þeir að gjalda sem
aldrei fara með strætisvögnum
eða aldrei koma á sjúkrahús?
Af hverju ekki að berjast á
móti öllum þeim aðgerðum,
sem geta stuðlað að auknum
jöfnuði í þjóðfélaginu?
„Launþegar greiða auknu
niðurgreiðslurnar sjálfir.”
Þetta stóð i umræúdri forystu-
grein. Það hefur nú almennt
verið álitið að launþegar væru
ekki þeir einu sem stæðu undir
útgjöldum ríkissjóðs. Það gera
allir sem greiða skatta, beina
eða óbeina, það á jafnt við um
bændur, launþega og atvinnu-
rekéndur. Það má benda á
svona til upplýsinga, að ef siilu-
skattur af kjiiti og kjötvörum
gengi óskiptur til að greiða
verðið niður á kjöli þá vantar
ekki nein ósköp upp á til að
brúa bilið.
Sennilega er ekki hægt að
ætlast til þess að Daghlaðs-
menn skilji eðli niðurgreiðslna
þegar ritstjóri blaðsins leggur
það að jöfnu, að greiða niður
verð á innlendri framleiðslu og
innfluttum appelsínusafa frá
Florida.
Enn einu sinni er rétt að
benda á að upphaflega var farið
að greiða niður vöruverð hér á
landi til að reyna að draga úr
vexti verðbólgunnar. Það hefur
verið áður en þessir landbún-
aðarsérfræðingar Dagblaðsins
fæddust, að saltfiskur var
greiddur niður. Þessi stefna er
enn í fullu gildi, niðurgreiðslur
eru auknar nú til að hafa hemíl
á verðhækkunum og áfram-
haldandi yixlverkunum verð-
lags og kaupgjalds. Hverjum og
einum er frjálst, hvort hann
kaupir niðurgreitt kindakjöt
eða nýtur þess að ferðast ódýrt
með strætisvögnum Reykja-
víkur.
Það stendur náttúru-
lækningafólki næst að mót-
mæla því að kjöt er niðurgreitt,
en kjötætur, eins og reikna má
með að Dagblaðsmenn séu ættu
að fagna því að fá ódýrt dilka-
kjöt, sem af flestum er álitið
ágætis matur.
Útflutninqsbœtur
Það var látið að því liggja í
einni forystugrein Dagblaðsins
að þær 2400 millj. kr„ sem
áætlað er að verja til út-
flutningsbóta í ár sé mjög há
upphæð. Það er hverju orði
sannara, víst eru þetta tölu-
verðir peningar. Það vanlar
einnig mikið á að bændur fái
sambærilegar tekjur og hinar
svokölluðu viðmiðunarstéttir.
Einnig eru það verulegar
upphæöir sem bændur eiga
inni fyrir sínar framleiðslu-
vörur. Þessi innoign bændanna
rýrnar i verðbólgunni. Það or
okki samvinnuíélögum
bændanna að konna hvorsu
soini pon lá groitl f.vrir sína
Fyrírskipun um kjötát
„Þið skuluð borða meira kjöt.“
Þannig hljóðuðu fyrirmæli til
þjóðarinnar frá StS og ráðherrum
Framsóknarflokksins, sem rikis-
stjórnin gerði svo að sínum fyrir-
mælum.
Aukningin á niðurgreiðslum á kindakjöti var
gerð í óþökk fulitrúa launþega í kjarasamning-
unum. Ríkisstjórnin kallar þetta eina af að-
gerðum sínum til að leysa kjaradeiluna, en
fyrir aðstandendum niðurgreiðslnanna vakir
hins vegar að stækka markaðinn fyrir kinda-
kjötið með því að breyta verðhlutföllum því í
hag.
Hver greiðir kostnaðinn af þessari aðgerð?
Að sjálfsögðu skattgreiðendur, eins og allir
skilja. Aukningin á niðurgreiðslunum er, eins
og varaformaður Verkamannasambandsins
sagði í viðtali við Dagblaðið, aðeins tilfærsla
peninga úr einum vasa í annan. Nú mætti
reyna að verja þessa tilfærslu, ef ljóst væri, að
með því væru til dæmis atvinnurekendur skatt-
lagðir. til þess að launþegar fengju ódýrari
vörur. Því er ekki svo farið.
Launþegarnir greiða auknu niðurgreiðsl-
tdir
vinnu. Afurða- og rekstrarlán
landbúnaðarins eru einfaldlega
ekki nægilega mikil. Ef vextir
af fjárfestingalánum land-
búnaóarins væru niðurgreiddir,
líkt og gert er í Danmörku, þá
létti það allverulega hjá bænd-
um. Ef greitt væri framlag á
hvern ásettan grip hliðstætt og
er í Noregi, Finnlandi og víóar
þá þyrftu engar útflutnings-
bætur að vera.
Bændur i Noregi fá sem
svarar um 200 kr. ísl. meira
fyrir hvert kg af dilkakjöti on
íslenskir bændur. Norsku
bændurnir sem búa i afskekkt-
um byggðarlögum fá greiu
framlag á hverja vetrarfóðraða
kind allt að 4400 kr (ísl.) Þótt
verð á dilkakjöti hækkaði okki
til bænda frá þvi som það or nú
og þoir fongju til jafnaðar um
4000 kr á votrarfóðraöa kind
og 20 þús. á hverja kú þá mundi
það kosta ríkissjóð um 3400
millj. kr. Þá væri sennilega líkt
á komið með íslenskum bænd-
um og starfsbræðrum þeirra á
hinum Norðurlöndunum og
mætti eflaust afnema út-
flutningsbætur.
Það verður að viðurkennast
að verðmætamat manna er
ákaflega mismunandi. Dag-
blaðsntenn telja að þær 2400
millj. kr„ sem áætlað or að
verja til útflutningsbóta veru-
lega fjárupphæð, en ég hefi þá
trú að bændur álíti að þær 1100
kr„ sem áskrifendur Dag-
blaðsins groiða því mánaðar-
loga sé öllu meiri sóun á
poningum.
Agnar Guðnason
forstöðumaður
l'pplýsingaþjónustu
landbúnaðarins.