Dagblaðið - 13.07.1977, Qupperneq 12
12
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 13. JULl 1977.
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGXJR 13. JÚLÍ 1977.
13
„Smekkur fólks hefur skánað mikið. Forsíðuviðtal við
Finn Fróðason, innanhuss- og húsgagnaarkítekt.
Megrunarkúrinn. Nú birtast hadegis- og
kvöldverðaruppskriftir ásamt leikfimiæfingum
Sumargetraun Vikunnar. Glæsilegir vinningar,
þ.á m. ferð til Ibiza fyrir tvo.
Fay Dunaway leikkona ársins. Samtalsgrein og myndir
1001 nótt Pasolinis íkvikmyndaþætti.
Stutt sakamálasaga.
HALLUR
SlMONARSON
Giles afturtil Manchester?
Vliklar likur eru nú a, að
Johnnv Giles fari aftur til Manc-
hester. Giles, sem tvö síðastliðin
ár hefur verið frainkvæmdastjóri
WBA og náð hreint ótrúlegum
árangri með liðið, hefur úr
inörgum kostaboðuin að velja.
Manchester United bauð
Johnn.v Giles að taka við fram-
kvæmdastjórn liðsins eftir að
hafa rekið Docherty. En Giles
hefur hafnað boði United — svo
og hefur hann hafnað milljóna-
boði um að taka við landsliði
Saudi-Arabíu.
bess í stað eru taldar likur á að
Giles fari til hins Manchester-
risans — Citv og þá sem leik-
maður. Þá hafa Birmingham
Cit.v og Nottingham Forest náð
samkomulagi um sölu á fram-
herja Birmingham, skozka lands-
liðsinanninum Kenn.v Burns,
fyrir 150 þúsund pund. Aðeins
Burns á nú eftir að veita sam-
þykki sitt.
Marteinn íSvíaleikinn
Við fengum skeyti frá Royale
Union í gær og þar gefur belgíska
félagið MaTteini Geirssyni leyfi
til að leika í islenzka landsliðinu
gegn Svíum á Laugardalsvelli 20.
júlí. Hann þarf ekki að mæta á
æfingar hjá félaginu fyrr en 23.
júlí — ekki 18. eins og áður var
fvrirhugað, sagði Tony Knapp,
landsliðsþjáifari, í gær.
Þetta eru mjög ánægjulcg
tíðindi og Marteinn er einstakur
piltur. Hann hefur nú eytt öllu
sumarfríinu sínu frá Union til að
geta leikið fyrir tsland. Æft með
Fram og síðan hjá mér til að vera
sem bezt undir leikinn búinn,
sagði Knapp ennfremur og það
var greinilegt á honum, að hann
var mjög ánægður með þessi
málalok hjá Union.
Loksins sigur
Argentinumanna
— Unnu Austur-Þjóðverja 2-0 ígærkvöld
Argentína sigraði Austur-
Þýzkaland í landsleik í knatt-
spyrnu í Buenos Aires í gærkvöld
2-0 og endurheimti við það
nokkuð af fornri frægð á knatt-
spyrnusviðinu. Leikurinn var
hinn síðasti af sjö, sem Argen-
tínumenn hafa leikið að undan-
förnu til undirbúnings fyrir HM
næsta ár, sem haldin verður i
Argentínu.
Rene Houseman náði forustu í
leiknum í gær á 31.mín. og Carras-
cosa, fyrirliði argentíska liðsins,
gulltryggði sigurinn á 69.mín.
Leikmenn Argentínu sýndu nú
betri leik en að undanförnu gegn
helztu knattspyrnuþjóðum
Evrópu — og lék mun prúðar,
enda hafa nokkrir mestu skap-
mennirnir verið dæmdir í
keppnisbann — allt upp í átta
landsleiki — vegna framkomu í
leikjunum. Áhorfendur voru 35
þúsund.
Argentínska liðið hafði lengstum
yfirburði gegn Austur-Þýzkalandi
og lék oft mjög vel. Einkum voru
þeir Carrascosa og Ardiles góðir á
miðju vallarins. Vörn Austur-
Þýzkaiands lék vel — og Jurgen
Croy góður i marki.
SINN 300. LEIK!
Það hefur mikil vinna legið á
bakvið að ná þessum áfanga,
sagði Bergsveinn Alfonsson í gær-
kvöld, en hann lék sinn 300. leik í
mcistaraflokki Vals gegn Þór.
Þetta er einstæður atburður í
islenzkri knattspyrnusögu og
fróðir menn fullyrða, að hér sé
um íslandsmet að ræða. Ilvorki
fyrr né síðar hafi íslenzkur leik-
maður náð slíkum Ieikjafjölda
með liði sínu. Bergsveinn er þó
ekki nema 31 árs. Fæddur 2.
febrúar 1946. Myndina að ofan
tók Bjarnleifur í hófi, sem Vals-
menn héldu Bergsveini í gær
eftir leikinn við Þór. Eiginkona
hans, Þuríður Sölvadóttir, cr með
honum á myndinni. Þau ciga þrjú
börn.
Stahlberg varpaði 21.19
Finnski kúluvarparinn Reijo
Stahlberg varpaði kúlunni 21.19
metra sl. sunnudag og sigraði Geoff
Capes, Bretlandi, auðveldlega, þegár
Finnar unnu Breta i landskeppni í
frjálsum íþróttum. Capes varpaði
20.42 metra og átti ekkert svar við
mjög góðum köstum Finnans. Þriðjl
maður í kúluvarpinu varð Matti
Yrjala, Finnlandi, mcð 18.87 metra,
og Mike Winch, Bretlandi, varð
— þegar Finnar sigruðu Breta í frjálsum íþröttum
fjórði með 18.86 metra, svo þar var
mikið einvígi um þriðja sætið.
Finnar sigruðu í landskeppninni
með sex stiga mun eftir að Bretar
höfðu haft yfir eftir fyrri daginn, 57
stig gegn 49. Kúluvarpseinvígi þeirra
Stahlberg og Capes var einn af
hápunktum keppninnar og voru
Finnar að vonum ánægðir með
árangur síns manns. Með þessum
sigri hefur Stahlberg sigrað alla
beztu kúluvarpara heims i sumar.
Finnar voru sterkari en Bretar.
Hannu Poivi, Finnlandi. sigraði í
sleggjukasti með 71.52 metra —og
í spjótkasti og kringlukasti unnust
auðvéldir sigrar. Hins vegar voru
Bretar sprettharðari — Bennet
sigraði i 100 m hlaupinu á 10.66 sek.
— og einnig betri í löngu hlaupunum.
David Black sigraði i 10000 m
hlaupinu á 28:49.0 min. og Mike
McLeod tryggði þar Bretum
tvöfaldan sigur. Þá sigraði David
Jenkins, Bretlandi, í 400 m hlaupi á
46.03 sek. og Glen Cohen. Bretlandi.
varð annar á 46.91 sek., en i 1500 m
hlaupinu sigraði Ari Paunonen. Finn-
landi. á 3:41.5 niín. og Antti Leik-
kanen varð annar á 3:42.6 min.
Englendingurinn kunni. Steve Ovett.
lók ekki þátt i keppninni.
Revie til
115 milljónir kr.
‘x. I, ví -
Afsögn enska landsliðsþjálfar-
ans í knattspyrnu í gær, Don
Revie, kom mjög á óvart— og
forráðamenn knattspyrnusam-
bandsins enska eru mjög óhressir
vegna þess, að þeir lásu um
uppsögn hans í blöðunum eða
áður en hann tilkynnti þeim, að
hann treysti sér ekki lengur til að
sinna starfinu. Farinn á taugum
að eigin sögn. Knattspyrnusam-
bandið tilkynnti í gær, að það
mundi ekki ráða landsliðsþjálf-
ara strax. Ekkert lægi á. Næsti
landsleikur væri ekki fyrr en í
október.
Jeff Powell, sem fyrstur
skrifaði um að Revie væri að
hætta í Daily Mail, skrifaði í gær,
að Revie mundi taka við þýðingar-
miklu starfi sem þjálfari í Araba-
ríkjum. Honum hefði boðizt
samningur í fjögur ár og fengi í
laun 340 þúsund sterlingspund
skattfrjálst eða um 115 milljónir
íslenzkra króna. Powell segir, að
Arabarnir hafi náð samningum
við Revie gegnum enskan
verzlunarmenn — og kannski eru
þessir miklu peningar ástæðan til
uppsagnar Revie. I greininni
segir Powell, að Revie hafi flogið
til Dubai og ekki notað sitt eigið
nafn hinn 5. júní þegar enska'
landsliðið var á leið til Brasilíu.
Revie hafi þá beðið forustumenn
knattspyrnusambandsins í UAE
um frest fram í nóvember — og
síðan flogið til að horfa á lands-
leik Finnlands og Italíu í
Helsinki.
Uppsögn Revie hefur valdio
miklum úlfaþyt á Englandi — og
kom á óvart. Einkum þar sem
enska landsliðið hafði náð sínum
bezta árangri í keppnisför til Suð-
ur-Ameríku, sem enskt landslið
hefur náð þar. Þó hafa margir, að
sögn BBC, samúð með Revie.
Taugaspennan sem landsliðs-
ijálfari með heldur lélegum
rangri hafi verið yfirþyrmandi
— enda kom það mjög fram í
starfi Revie. Stöðugar breytingar
á landsliði hafa aldrei reynzt vel,
— og Revie var farinn að hlaupa ák
eftir hverjum þeim skrifum, sem
birtust í blöðum um breytingar á
landsliðinu.
DB-mynd Bjarnlelfur.
Hart barizt í vítateig Þórs. Magnús markvörður slær knöttinn af höfði Dýra Guðmundssonar.
Bikarmeistarar Vals léku sinn
fyrsta bikarleik í ár á Laugardalsvell-
inum í gærkvöld. Mættu þá Þór frá
Akureyri — og það kom greinilega
fram í leik Valsmanna að erfitt
verður fyrir önnur félög að ná
bikarnum frá Hlíðarenda í haust. Já,
Valsmenn byrjuðu bikarvörn sína
með glæsibrag — það var vörn, sem
sagði sex. Sex sinnum hafnaði
knötturinn í marki Þórs áður en yfir
•lauk og Valsmörkin hefðu alveg eins
getað orðið tíu-tólf í leiknum. Svo
miklir voru yfirburðir liðsins. Hins
vegar var Þórshamarinn þungur í
höndum Akureyringa. Hann var ekki
reiddur hátt til höggs eða fimlega
barizt. Þó tókst Þór að skora eitt
mark. Úrslit. Valur 6 — Þór 1.
Valsliðið sýndi oft snilldartakta í
leiknum. Hraði — leikni — samleikur
var aðall leikmanna, og þegar líða tók
á leikinn var vörn Þórs svo sundur-
tætt, að þar stóð ekki steinn yfir
steini. Eftirleikurinn var auðveldur
Valsmönnum, og mörkin hrönnuðust
upp. Þórsliðið er heldur ekki erfiður
mótherji. Þó liðið leikí í 1. deild hafa
leikmenn liðsins ekki þá hæfni, sem
þar þarf — enda virðist leiðin liggja
beint niður í aðra deild á ný. Þessi
leikur hafði þó ekki áhrif á stöðuna i
1. deild, en bætir varla úr hjá
Þórsurum. Þar kom aðeins enn betur
í ljós en áður hve Þór er langt á eftir
okkar beztu liðum.
Það reyndi ekki mikið á Valsvörn-
ina í gær — en hún stóð vel fyrir sínu
og á miðjunni var Hörður Hilmarsson
hreint frábær. Atli Eðvaldsson,
Guðmundur Þorbjörnsson og Ingi
Björn Albertsson hver öðrum betri í
framlínunni — og Albert Guðmunds-
son drjúgur í feyki-erfiðri stöðu. Þá
má ekki gleyma hlut Bergsveins
Alfonssonar, sem lék sinn 300. leik í
meistaraflokki Vals. Akaflega
traustur leikmaður, sem aldrei gefur
eftir þumlung, leikmaður með mikla
knattspyrnugáfu. Football-brain eins
og Bretinn segir.
Valur byrjaði með krafti í gær.
Þrívegis varði Magnús Þorvaldsson,
markvörður Þórs, snilldarlega á
fyrstu tíu mínútunum, það svo, að
maður hélt, að Akureyringar væru
kominn með nýjan snilling í mark
sitt. Annað átti þö eftir að koma í ljós.
Á 13. mín. skoraði Valur sitt fyrsta
mark — Hörður Hilmarsson skoraði
með þrumufleyg eftir hornspyrnu,
þar sem Magnús Bergs skallaði
knöttinn til Harðar. En það óvænta
skeði. Þór jafnaði. Það var á 23,mín.
Eftir fallegt upphlaup fékk Öskar
Gunnarsson knöttinn frá Pétri
Sigurðssyni og við fast skot hans réð
Sigurður Dagsson ekki Tíu mín.
síðar náði Valur forustu á ný — eftir
mikil mistök línuvarðar og dómara,
því Jón Einarsson var greinilega
rangstæður, þegar knötturinn var
gefinn fyrir mark Þórs. Dró að sér
tvo varnarmenn — og Guðmundur
Þorbjörnsson fékk knöttinn á auðum
sjó. Skoraði með föstu skoti neðst í
markhornið — innan á stöng. Staðan í
hálfleik 2-1.
Á 49, mín. kom Ingi Björn Alberts-
son Val í 3-1. Skoraði með lausu skoti
af stuttu færi, Magnús markvörður
greip knöttinn, en missti hann í
markið. Fjórða mark Vals var þrumu-
fleygur Alberts Guðmundssonar á 67,
mín. eftir glæsilegt upphlaup, Atli,
Guðmundur, Hörður áður en Albert
rak endahnútinn á það. Á 81. mín.
kom Guðmundur Val í 5-1. Sendi
knöttinn í autt Þórs-markið eftir
ævintýralegt úthlaup markvarðar og
Bergsveinn hélt upp á daginn með
því að skora sjötta markið á 85,mín.
— og þar fékk hann afmælisgjöf frá
Aðalsteini Sigurgeirssyni. Þessi leik-
maður Þórs, sem var i hópi betri
leikmanna liðsins, lagði knöttinn
fyrir Bergsvein rétt utan markteigs
— og Magnús markvörður enn einu
sinni i skógarferð. Auk þess fengu
Valsmenn mörg góð tækifæri í leikn-
um — og þar er hvað minnisstæðast
snilldarsending Harðar á Inga Björn,
sem komst frír að marki Þórs, en
spyrnti knettinum beint í markvörð-
inn. Dómari Arnþór Óskarsson.
hsím.
Bikarvörn Vals héfst ígær:
0G ÞAÐ VAR VÖRN
SEM SAGÐISEX!
— Valur sigraði Þór frá Akureyri 6-1 á Laugardalsvelli