Dagblaðið - 13.07.1977, Síða 15

Dagblaðið - 13.07.1977, Síða 15
DAliBLAÐH). M 1DVIKUDACUH lli. JUl.I 1977. Tuttugu launahæstu Hér á eftir fer listi yfir þá tuttugu hæstlaunuðu i sjónvarps- heiminum. Leikararnir og nöfn þáttanna Laun fyrir hvern þátt. 1. Peter Falk (Columbo) $500,000 2. Rock Hudson (McMillan) $265,000 3. Dennis Weaver (McCloud) $150,000 4. Caroll O'Connor (All In Kamily) $110,000 5. Telly Savalas (Kojak) $60,000 6. Mary Tyler Moore $45,000 7. Redd Foxx (Sanford And Son) $45,000 8. Robert Blake (Baretta) $45,000 9. Lindsay Wagner (Blonic Woman) $40,100 10. Richard Thomas (The Waltons) $38,000 11. Lee Majors ($M Man) $35,000 12. Alan Alda (M*A*S4rH) .$35,000 13. Jack Lord (Hawaii Five-O) $35,000 14. James Garner (Rockford Fiies) $30,000 15. Michael Landon (Little House) $30,000 16. Buddy Ebsen (Barnaby Jones) $30,000 17. Karl Malden (Streetsof San Francisco) $30,000 18. Valerie Harper (Rhoda) $25,000 19. Beatrice Arthur (Maude) $25,000 20. Bob Newhart $20,000 Allir nema Peter Falk og Dennis Weaver þurfa að leika í sautján til luttugu og tveimur þáttum á ári. TWIGGY í ÞAÐ HEILAGA Nú hefur Twiggy gengið í heilagt hjónaband. Eiginmaðurinn er bandaríski leikarinn' Michael Whitney sem er fjörutíu og tveggja ára gamall. Twiggy er tuttugu og sjö. Þau eru búin að vera saman i 2 ár en þurftu að fresta giftingunni á meðan Whitney beið eftir að fá skilnað frá fyrri konu sinni. Brúðkaupið var haldið í Richmond í Englandi 14. júní, þar sem þessi mynd var tekin að vígslunni lokinni. ••lf Einhverjar dýrustu lappir heims Þetta eru engir smáfætur, enda eru þeir líka all-dýrir. Kosta líklega um 600 milljónir ísl. kr.! Nú urðuð þið undrandi. — en þetta eru fætur á einni af frægustu knattspyrnuhetjum heims. þýzku hetjunni, Franz Bechenbauer. Það er banda- ríska fótboltaliðið Cosmos sem fær Beckenbauer í lið sitt. Þeir hafa haft brasilíska leikmann- inn Pele, en hann hættir hjá þeim á árinu. Þá þurftu þeir hjá Cosmos að fá einhvern leik- mann sem virkilega dregur að áhorfendur. En það er dýrt að verða sér úti um góða leikmenn í fótboltanum. A.Bj. VERTU EKKIAÐ HÁRREYTA MIG! Æ-i, hvaða frekja er þetta. Slepptu mér, gæti litli rakkinn, sem er af Pekingesar-kyni, verið að segja við fuglinn sem er að hárreyta hann. Þessi mynd er tekin í dýragarði nálægt Mel- bourne í Ástralíu. Fuglinn er meiddur á öðrum vængnum og neyðist þess vegna til þess að ferðast á jörðu niðri og lenti auð- vitað í ævintýrum og skemmti sér hið bezta. Hindurvitni í sam bandi við hnerra Það þótti einu sinn „f ínt”, en sumum boðaði hnerri dauðsfall eða ógurleg veíkindi Meðal margra þjóoa rilur alls konar hjátrú í sambandi við hnerra. I Marokkó er það trú manna að ef kona hnerrar meðan hún situr við vefstólinn boði það dauðsfall í fjölskyldunni. Ef hún er að mala korn, boðar það aftur á móti gestakomu. Á Kyrrahafseyjunni Tonga þykir hnerri áður en lagt er af stað í ferðalag vera ills viti. Á Nýju-Gíneu boðar það gott heilsufar og ríkidæmi þegar yfirmenn ættbálksins hnerra. Súlunegrarnir í Afrlku hlusta gjörla eftir því hvort sjúklingar sem eru rúmliggj- andi hnerra. Ef þeir gera það eru þeir dauðvona. 1 Estoníu trúir fólk því að ef tvær vanfærar konur hnerra samtímis boði það að börn þeirra verða stúlkubörn. Ef aftur á móti tveir væntanlegir feður hnerra samtímis boðar að börn þeirra verða drengir. Hindúar trúa þvi að það boði ógæfu að hnerra á þröskuldi húss. Ef Hindúi hnerrar þegar hann er að hefja eitthvert verk hættir hann samstundis og byrjar á nýjan leik. Meðal Forn-Grikkja þótti það boða hamingju og gæfu að hnerra. Hebreskir menn trúðu aftur á móti að þegar maður hnerraði einu sinni myndi hann deyja. Persar stóðu í þeirri trú að nauðsynlegt væri að hefja fyrir- bænir þegar einhver hnerraði, því með hnerranum væri líkam- inn að losa sig við illa anda. Þeir sem heyrðu einhvern hnerra urðu að biðjast fyrir til að verjast því að hinn illi andi tæki sér bólfestu í þeim. Á sjöttu öld eftir Krist báðu kristnir íbúar Evrópj guð að hjálpa þeim sem hnerraði. Hnerri gat verið fyrsta merki um að fólk væri að veikjast af malaríu sem þá hrjáði Evrópu- búa. Þetta gera menn hér á landi enn þann dag í dag. Það er talið stafa frá þeim tíma er svarti dauði geisaði hér á landi. Fyrstu einkenni um að fólk hefði tekið þá pest var einmitt hnerri. Á 17. öld þótti „fínt“ að hnerra. Það gerðu yfirleitt þeir sem tóku 1 nefið. En þeir einir sem voru hefðarmenn og rfkir i ofanálag gátu leyft sér þann munað, að taka í nefið. Þýtt A.Bj.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.