Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 27.07.1977, Qupperneq 6

Dagblaðið - 27.07.1977, Qupperneq 6
G DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 27. JULÍ 1977. Stúdentagarðarnir Umsóknarfrestur um Garðsvist næsta vetur rennur út i. ágúst nk. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Félagsstofnunar, sem jafn- framt veitir nánari upplýsingar. Félagsstofnun stúdenta Sfndrntnhriinilimi virt Hrimjbraut, Sími 16482. Kennarar, kennarar! Kennara vantar í almenna kennslu við Barnaskólann á Ækranesi. Þá vantar tungumálakennara við gagnfræðaskólann á Akranesi. Upplýsingar gefur form. skólanefnd- ar, Þorvaldur Þorvaidsson, sími 2214 og 1408. Umsóknarfrestur er til 7. ágúst. Skólanefnd Akraneskaupstaðar. Hafið þér ónæði af f lugum? Við kunnum ráð við því ;ox FLUGIMA' FÆLAIM Á afgreiðslustöðum engar flugur í því herbergi okkar seljum við næstu 3 mánuðina. SHELL flugnafæluspjaldið. Spjaldið er lyktarlaust, Spjaldið er sett upp og og fæst í tveim stærðum. Oliufélagið Skeljungur hf Shell IGNIS í SUMARHÚSIÐ IGNIS kæliskápar í viðarlit, fyrir sumarbú- staði, kaffistofur og skrifstofur, fást einnig á fótum. TÆKIFÆRISVERÐ meðan birgðir endast — kr, 65.970.00. Hæð 52,5 cm breidd 52,5 cm. Leitið upplýsinga biðjið um myndlista. Rafiðjan Vesturgötu, símí 19294 Rafiðjan Kirkjustr. sími 26660 Smá sundsprettur í Miðjarðarhafinu getur valdið því að þú verður fárveikur, segja vísindamenn sem hafa rannsakað það. Þessi mynd er frá Costa del Sol, sem margir Islendingar kannast við. DB-mynd KP. Miijariarhafið er Irfshættulegt — ef þú ert að sulla í því eða borðar oft fisk sem þar veiðist Miðjarðarhafið er svo mengað að það er orðið lífshættulegt, segir í danskri blaðagrein. Smá sundsprettur í Miðjarðarhafinu getur valdið því að þú verður fár- veikur. Fiskur i hafinu er svo mengaður að ef maður borðar sem svarar tveimur og hálfu kílói af honum á viku verður maður smátt og smátt sjúkur og mun deyja eftii 20 ár ef haldið er áfram að neyta fisksins öll þessi ár. Þessar fullyrðingar eru byggðar á rannsóknum um eitt hundrað vísindamanna frá 14 þjóðum er hafa verið að störfum 1 Monaco. Þessir vísindamenn eru að reyna að finna einhverja lausn á þessu vandamáli og ætla að finna leiðir til að draga úr meng- un Miðjarðarhafsins. Vísinda- mennirnir segja að Miðjarðarhaf- ið sé langmest mengað af þeim höfum sem lönd Evrópu liggja að. Ar hvert fara þúsundir manna alls staðar að úr Skandinavíu til Spánarstranda eða annarra landa sem liggja að Miðjarðarhafinu. Vísindamenn þeir sem vinna að rannsóknum á sjónum við strend- ur landanna ráðleggja fólki að njóta sólarinnar og hafa það gott en fara ekki í sjóinn, nema rétt til að dýfa tánni í hann. Vísindamennirnir benda á að I Miðjarðarhafið liggja klóök frá þúsundum íbúðarhúsa við strendur hafsins. Eins er það mikið olíumengað og í það renna alls konar kemisk efni. Að sögn vísindamannanna tekur minnst 15 ár að hreinsa hafið og það kostar marga tugi, ef ekki hundruð milljarða danskra króna. Skólabörn læra ekki heima Brezk skólabörn lesa minna heima hjá sér en börn í öðrum löndum, segir í könnun á veg- um íhaldsflokksir.s brezka. Höfundur könnunarinnar, Max Wilkinson, sem er fyrrver- andi kennari, komst að þeirri niðurstöðu að skólabörn í Bret- landi læsu skólabækur sínar um fimm klukkustundir á viku. Börn í Hollandi og Vestur- Þýzkalandi lesa skólabækurnar í átta tíma á viku. Þetta á við um skólabörn undir 14 ára aldri. Um sex prósent af brezkum börnum lesa alls ekkert heima i skólabókunum. Til samanburð- ar eru aðeins þrjú prósent tþýzkra skólabarna sem lesa ekki heima. ■ ■■ g§ i—i SIIIIIÍllll ' f ■;'--í Ifilil A'l jiifFspspl r. x M FRAMTfÐ RÓDESÍU. Þáð er eins líklegt að tll tfðinda dragi i Ródesiu bráðiega. Bandarfkin og Bretland hafa reynt að koma þar á stjórn meirihluta landsmanna, sem er blökkumenn. Ian Smith forsætisráðherra landsins hefur boðað til kosninga f haust og lofað bót og betrun. Samt sem áður höfðu Bretar og Bandaríkjamenn ekki árangur sem erfiði af för sinni tii Ródesiu, og ekki er likiegt að aðilar semji frið í bráð. Þessi mynd er af götu í Ródesfu og það er algeng sjón að sjá fólk með riffil um öxl og börnin fá snemma að vita allt um skotfæri.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.