Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 27.07.1977, Qupperneq 8

Dagblaðið - 27.07.1977, Qupperneq 8
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 27. JULl 1977. Rafmagnsverðið: Ríkisstjórnin settist á beiöni Landsvirkjunar —frestun að minnsta kosti fram íoktóber Ríkisstjórnin „settist" i gær á beiðni Landsvirkjunar um 15 prósent hækkun á heildsölu- verði rafmagns. Þetta þýðir, að sögn Georgs Ólafssonar verð- lagsstjóra, að hækkun verður ekki að minnsta kosti næstu brjá mánuði. A rlkisstjórnarfundi í gær var ákveðið að ,,fresta“ af- greiðslu hækkunarbeiðninnar. Sú frestun er talin munu gilda fram í október. Þá yrði mögu- legt að heildsöluverð rafmagns yrði hækkað. Svonefnd gjaldskrárnefnd, þar sem verðlagsstjóri er for- maður, hafði hafnað beiðni Landsvirkjunar eftir að ráðu- neyti höfðu mælt með henni. t nefndinni eru auk Georgs stjórnarþingmennirnir Olafur G. Einarsson (S) og Halldór Asgrímsson (F). Nefndin leit á það sem prófmál um tilverurétt sinn hvort ríkissijórnin mundi ganga gegn tillögum hennar og samþykkja hækkunina. Landsvirkjun tilfærir þá ástæðu fyrir beiðninni að 529 milljónir hafi vantað á tekjur hennar síðustu þrjú ár til þess að fullnægt væri ákvæðum um arðgjöf af rekstri fyrirtækisins sem sett séu í lánssamningi við Alþjóðabankann. Nefndin segir hins vegar að afkoma fyrirtæk- isins hafi verið og verði í ár nægilega góð. Yfir tveir milljarðar í hagnað Nefndin bendir á að hagn- aður Landsvirkjunar verði i ár 2126 milljónir, áður en vaxta- greiðslur eru inntar af hendi, og nettóhagnaður verði 1078 milljónir. Þetta sé 400 milljón- um meira en kröfur Alþjóða- bankans um arðgjöf á árinu. „Það er því ljóst að núverandi rafmagnsverð mun á þessu ári gefa Landsvirkjun allt að um 400 milljónir upp I þær 529 milljónir sem Landsvirkjun tel- ur sig hafa vantað til þess að uppfylla skilmála Alþjóðabank- ans,“ segja nefndarmenn i greinargerð. „Jafnframt ber að hafa í huga að af 360 milljóna> króna bótum Járnblendifélags- ins til Landsvirkjunar, sem Landsvirkjun hefur þegar fengið greiddar, verða einungis 73 milljónir króna færðar til tekna á þessu ári.“ Nefndin tel- ur því ekki þörf á hækkun. -HH KÍNVERSKA H0FIÐ RISIÐ AÐ NÝJU Týrsarar í Eyjum urðu fyrir verulegum skakkaföllum á dög- unum, þegar veðurhamur mikill eyðilagði þjóðhátíðarmannvirki Til sölu: M. Benz 250 S árg. ’68. BíU í algjörum sér- flokki. Mazda 929 station árg. ’76, Volvo 144 árg. ’74. Sjálfskiptur. Willys Wagoneer árg. '74. Góðir greiðsluskil- málar. Volkswagen Micro-Bus árg. ’74. Fíat 128 árg. ’74. Ekinn 28 þús. km. Carina árg. ’75. Ekinn 19 þús. km, 4 dyra. Audi 100 árg.’74. Citroen GS árg. ’72. Sérstaklega vel með farinn einkabíll. GUÐMUNDAR Bergþórugötu 3 — Reykjavfk Simar 19032 & 20070 þeirra í Herjólfsdal. I dalnum verður þjóðhátíð Vestmannaey- inga haldin að þessu sinni, í fyrsta sinn eftir gosið fyrir 4 ár- um. En þeir voru ekki á því að gefast upp, enda annálaðir bar- áttumenn. Og nú er allt risið að nýju, jafnvel stærra og vandaðra en fyrr. Hér sjáum við kínverska hofið þeirra í dalnum. — DB- mynd Sigurjón Jóhannsson. Faraágrasa- fjall íkvöld Það er ár og dagur síðan fólk gekk á grasafjall svo heitið getur. I dag er það orðin frétt, þegar slíkar ferðir eru farnar. Ferðafé- lag íslands efnir til slíkrar ferðar í kvöld. Farið verður í Bláfjöllin rétt austan við Reykjavík. Leiðbeinandi verður Anna Guðmundsdótt- ir, húsmæðrakennari. Takist vel til með ferðina í kvöld er reiknað með annarri slíkri síðar og verður þá sótt lengra, þar sem meira er af grösunum. Fjallagrös voru fyrrum höfð í grauta eða saman við skyr. Voru þau smátt söxuð með þar til gerðu járni. Þá voru þau notuð út í slátur til mjöldrýginda. Einnig voru grös notuð til litunar á vefn- aði og fataefnum. Keflavík Til sölu nýlegt og vel með farið raðhús á tveimur hæðum, 3 svefnherbergi.baðherbergi, hol og fataherbergi uppi. Niðri eru stöfur, húsbóndaherbergi, gestasalerni, eldhús og þvottahús. Húsið er með föstum bílskúr og góðri, ræktaðri lóð. — Uppl. í síma 92-2979. Brúin á Jónsvaði í Svínadal Bflstjórar bíta á jaxlinn og aka yfir Það er ekki aldurinn sem hrjáir brúna á Jónsvaði í Svínadal, heldur hvernig að byggingu brú- arinnar var staðið fyrir tæpum þrjátíu árum. Brú þessi er fremst í Svínadal og ekki alls fyrir löngu átti sér stað við brúna hörmulegt slys er tvær stúlkur óku þar út af veginum og niður í ána. En brú þessi er í vægast sagt afar slæmu ástandi, efnið sem í hana var not- að afar lélegt og brúin steypt í frosti. Nú er svo komið að steypu- styrktarjárnið í brúnni stendur víðast hvar út úr henni, jafnt í brúargólfinu, undir brúnni og á brúarstöplunum. Aldrei eru auglýstar þungatakmarkanir á Jónsvaðsbrúnni, enda loka vöru- flutningabílstjórar bara augunum og bíta á jaxlinn um leið og þeir aka yfir brúna. Brúin stendur ekki yfir hinu eiginlega Jónsvaði, heldur var lagður vegur framhjá vaðinu upp að brúnni þegar hún var byggð, fyrir tæpum 30 árum. Jónsvaðið sjálft er alls ekki svo illt yfirferð- ar og myndi því einfaldlega duga að leggja veg niður að vaðinu og síðan gætu þungaflutningabif- reiðar farið þar yfir. Nú er sá möguleiki ekki fyrir hendi og Af stöplum brúarinnar og unaan henni hefur steypan hrunið og hrynur enn, svo víða sést í bert járnið. (DB-myndir BH) Útboð STJÓRN VERKAMANNABÚSTAÐA í Reykjavík óskar eftir tilboðum í jarðvinnu fyrir 18 fjölbýlishús í Hólahverfi í Reykjavík. Samtímis óskar Reykjavíkurborg eftir tilboðum í gerð stíga sem umlykja svæðið. Útboðsgögn veröa afhent á skrifstofu VB Mávahlíð 4, ■ Reykjavík gegn 20.000 kr. skilatryggingu, miðvikudaginn 27. júlí 1977. Tilboðin verða opnuð 8. ágúst 1977. neyðast þeir því til að aka yfir brúna upp á von og óvon. I Dölunum heyrðist fyrst talað um að ný brú á Jónsvaði væri í bígerð 1974, en það ár leið án þess að úr framkvæmdum yrði og hefur nú heyrst að ný brú verði byggð árið 1979. -BH Hér sésl glöggt hvað brúargólfið er illa farið, ste.vpustyrktartelnarnir stauda v iða upp úr. Einnig er handrið brúarinnar ekki beysið, víðast ■hvar orðið litið eftir af því.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.