Dagblaðið - 11.08.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 11.08.1977, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 11. AGUST 1977. r Ohamingja íslendinga I einu dagblaða borgarinnar er frá því skýrt af einum af verkfræðingum Kröfluvirkjun- ar, að (hann) sé að leita að óhamingju virkjunarinnar. Leitið og þér munið finna stendur einhvers staðar og ég held að þessi verkfræðingur þurfi ekki að leita lengi til þess að finna óhamingju virkjunar- innar. Við íslendingar þurfum því miður að berjast við margs konar óhamingju. Öhamingju sem við sjálfir höfum kallað yfir okkur og er næsta óskiljan- leg þegar allar aðstæður eru kannaðar. Öhamingja Kröfluvirkjunar- innar er fyrst og fremst sú að stjórnmálamennirnir okkar hafa fengið að ráða allt of miklu um þessa margnefndu virkjun og um allt er að henni snýr. Við sendum á ári hverju álit- legan hóp manna til þess að nema ýmis fræði. Að námi loknu koma svo þessir oft sprengláerðu menn heim og hyggjast verða landi sinu að liði við uppbyggingu ýmissa aðkall- andi verkefna. A þingi Islendinga sitja 60 menn, flestir ef ekki allir ólærðir verkfræðilega séð. Þessir menn taka oft ákvarðan- ir sem eru næsta furðulegar og má með sanni segja að í sölum Alþingis byrji oft alls konar óhamingja sem velt er síðan yfir þjóðina. Eins og málum er nú komið eru það aðallega þrjár óham- ingjur sem alþingismennirnir hafa velt yfir þjóðina. Það eru óhamingja Kröfluvirkjunar- innar, óhamingja Þörungaverk- smiðjunnar og óhamingja Grundartangavitleysunnar. Það er okkar óhamingja að stjórnmálamennirnir okkar skuli fyrst og fremst hugsa um atkvæðaveiðarnar en lltt eða alls ekki um hag landsins í heild. Óhamingja okkar er sú, að enginn ber nokkurn tíma ábyrgð á því sem hann gerir nema um stórglæpi sé að ræða. Uti í hinum stóra alvöru heimi, t.d. í Bretlandi, eru þingmenn taldir bera allmikla ábyrgð gerða sinna og höfum við oft fengið af því fregnir að þing- menn hafi orðið að segja af sér þingsetu vegna gerða sinna. Hér er þessu öðruvísi varið. Það er vissulega óhamingja okkar að þessir 60 þingmenn skuli aldrei vera ábyrgir gerða sinna og óhindrað að því er virðist geta flutt á þingi og fengið samþykkt alls konar mál er hafa I för með sér bindandi skuldir fyrir þjóðina, borna sem óborna. Það er rétt, að verkfræðing- urinn telur það óhamingju að ráðizt var í Kröfluvirkjunina | Óhamingja sem við höfum sjálf kallað yfir okkur, Kröfluvirkjun. áður en vissa var fengin fyrir því að gufa fengist til þess að snúa hverflunum. Einnig að engar tilraunir skyldu vera gerðar með það, hvort kalkút- felling ætti sér stað í borholun- um. Ég ætla svo sem ekki að saka verkfræðingana um það hve illa hefur tekizt við Kröflu og að þangverksmiðjan er farin á hausinn. Þó verður- manni á að álíta að verkfræðingur sá er „hannaði" Þörungaverksmiðj- una hafi frekar látið stjórnast af stjórnmálamönnum heldur en af verkfræðilegri kunnáttu sinni. Óhamingja okkar Islendinga liggur í þvi, hve íslenzkir póli- tikusar taka sér mikil völd ein- göngu til að styrkja þá nauðsyn- legu atkvæðamagni, án þess að séð verði að hugsað sé um hag landsmanna. \ Erlendir aðilar eru svo sem farnir að koma auga á hvernig ástandið er í þessum efnum. Union Carbide dró sig út úr Grundartangavitleysunni en við héldum áfram, nú með norskum aðilum. Union Carbide borgaði anzi láglega upphæð í svokallaðar skaðabæt- ur til íslenzka ríkisins. Því var ekki látið staðar numið ÞÁ, á meðan hægt var að hverfa frá öllu saman? Járnblendi er það sem Grundartangaverksmiðjan á að framleiða. Þessi framleiðsla lýtur mjög heimsmarkaðsverði, sem gerir það að verkum að miklar fjárfúlgur þarf að hafa til taks til þess að geta legið með framleiðsluna þegar verð er í lágmarki. I þetta höfum við tslendingar ekki fjármagn. Alusuisse á t.d. hlut að ALUBANKA sem fjármagnar framleiðsluna þegar verðið er lágt. Islendingar eru sífellt að tönnlast á þessu eilífa sjálf- stæði sem sé stefnt í voða ef við gerum einhverja samninga við auðhringa. Ég held ekki að sjálfstæði okkar steðji nein hætta af því, ef við höldum skynsamlega á málunum. Óhamingja okkar er sú, að við hlustum um of á úrtölu- mennina, kommúnista, sem fyrir alla muni vilja halda þjóð- inni niðri að hætti Austur- Evrópuþjóðanna. Lengi vel hrópaði Einar 01- geirsson þegar hann hélt sínar maraþonræður, „UNILEVER UNILEVER" o.s.frv., og því miður var hlustað á hann. Hann kom því einnig til leiðar að Áburðarverksmiðjan var gerð að ríkisfyrirtæki. Við Islendingar erum bara 220 þúsund og við þurfum er- lent fjármagn til landsins ef við ætlum að halda þeim llfsgæð- um sem við höfum tamið okkur. Með skynsamlegum aðgerðum má þetta takast en ekki með þvf að leggja út I vafasama stóriðju af einskærum þjóðarrembingi til þess eins að hneppa þjóðina I enn meiri skuldir sem óbornir og bornir þurfa að greiða f mörg ár. Breytum óhamingju Islands í HAMINGJU fyrir alla lands- menn, en þá verðum við fyrst að hrista af okkur niðurrifs- mennina KOMMtJNISTA, því þá getum við í friði byggt upp farsælt og hamingjusamt þjóð- félag. Mér datt þetta (svona) f hug. SIGGIflug. 7877-8083 Gulbrúnt leður Kr. 7980/- Rautt leður Kr. 7980/ Brúnt leður Kr. 7980/- H0RFUM A ALLA BÍÓMYNDINA Oskar Þórisson skrifar: Furðulegur er sá siður kvik- myndahúsagesta að æða af stað úr sætum sínum um leið og einhver merki þess sjást að myndinni sé að ljúka. Ekki eru sýningarstjórar gott fordæmi því þeir kveikja yfirleitt ljósin um leið og stafir i lok myndar birtast á tjaldinu og taka síðan myndina af áður en hún er búin. T.d. fór ég um daginn á síðustu sýningu myndarinnar „The man who fell to earth“ í Háskólabiói. I lok myndarinnar var skemmtilegur tónlistar- kafli. En auðvitað fékk maður ekki að njóta hans fyrir þessar 350 kr. sem maður borgar fyrir að horfa á alla myndina. Væri ekki vert að taka tillit til þeirra sem áhuga hafa á að sjá alla myndina? Ekkert væri auð- veldara en að ljúka myndinni. Fyrir þá sem áhuga hafa á kvik- myndum er þetta líkt og fyrir bókaáhugamenn ef síðasta blaðsíðan væri klippt úr bók- inni sem þeir eru að lesa. Vonandi breytist þetta til batnaðar innan skamms. Raddir lesenda Umsjón: Jónas Haraldsson m 1 i

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.