Dagblaðið - 11.08.1977, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 11.08.1977, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 11. AGUST 1977. Francisco Franco hershöfðingi hefði þar völdin. og væri í lif- enda tölu. Picasso sagði að þegar lýðræði væri komið á í landinu, myndi hann leyfa flutning á myndinni til Spánar. Fró New York til Spónar. Nú eru næstum liðin tvö ár frá dauða Francos og lýðræðis- lega kosið þing situr nú í fyrsta sinn frá því árið 1936. Þing- menn hafa nú hafið baráttu hafa lagt mikla áherzlu á að fá verkið til Spánar, vegna þess að koma þess undirstrikar þær breytingar sem hafa orðið á Spáni undanfarna mánuði. Menningarmálaráðherra Spánar hefur lýst þeirri skoðun sinni að hann líti á það sem brýnt mál, að koma myndinni heim á ný. Hann segir að hann hafi þegar rætt við ameríska sendiherrann á Spáni um að fá myndina heim. sína fyrir að fá meistaraverkið til Spánar, vegna þess að nú eru þau skilyrði fyrir hendi í land- inu, sem listamaðurinn krafðist til þess að hægt væri að flytja myndina til heimalands hans á ný. „Guernica" hefur hangið í „Museum of Modern Art“ í New York borg síðan árið 1956, en þá lánaði Picasso myndina til safnsins í óákveðinn tíma. Hefur hún hangið þar í öll þessi ár, en nú vilja Spánverjar flytja hana heim. Þingmenn ýmsir Svart, hvítt 09 grótt. Picasso málaði „Guernica" í júní 1937. Myndin er máluð í svörtum, hvítum og gráum olíu- litum. Hún er mjög stór, næst- um átta metrar á breidd og þrír og hálfur metri á hæð. Þann 26. apríl 1937 var send frá Þýzkalandi hersveit til að- stoðar Franco hershöfðingja. Þetta var flugsveit, sem sendi sprengjuflugvélar sínar yfir Baskahéruðin á Spáni, en þar hafði verið mesta andstaðan gegn Franco. Hann vissi einnig að þar höfðu andstæðingar hans skjól. Þvi sendu Þjóðverj- ar sprengjuregn yfir Baska- þorp og lögðu það bókstaflega í rúst. Þennan daga var markaður og margt fólk á göt- um úti. Þessi litli bær, sem Þjóðverjar sprengdu í loft upp heitir Guernica. Þar var löng- um hinn réttkosna stjórn Baska. Franco, eða stuðnings- menn hans, lögðu þetta táknræna vígi sjálfstæðis Baskanna í rúst. Þetta atvik varð til þess að Picasso málaði myndina, en á hana hefur ávallt verið litið sem eitt af meistaraverkum tuttugustu aldarinnar. En myndin hékk aldrei uppi á Spáni, heldur fór hún í útlegð, ef svo mætti segja, með meisl- ara sínum. Franco reyndi að fó myndina til Spónar. Þeir sem hafa komið heim til Spánar úr útlegð hafa lagt mikla áherzlu á að fá listaverk- ið heim. Það er tákn um breytta tíma og þegar það kemur til landsins er búið að reka enda- hnútinn á þær breytingar sem hafh átt sér stað undanfarna mánuði. Þingmaður einn, sem hefur verið I útlegð í mörg ár, sagði að þegar listaverkið „Guernica" væri komið til Spánar, væri það merki þess að borgarastyrjöldin væri loks á enda. Þetta er ekki I fyrsta skipti, sem reynt er að fá listaverkið til Spánar. Arið 1969 reyndi stjórn Francos að fá verkið til Spánar, en Picasso þvertók fyrir að verk hans færi þangað meðan Franco væri ennþá á lífi og við völd. Hann sagði að listaverkið tilheyrði útlagastjórn Spánverja. Það má segja að nú hafi sú útlagastjórn tekið við völdum á Spáni, en margir þeirra sem sitja nú á þingi hafa verið í útlegð 1 hin- um ýmsu löndum í mörg ár. „Það mun taka um fimm ór að fó myndina til Spónar.“ Lögfræðingur Picasso telur það alveg víst að hann hafi viljað að listaverkhansfæru til Spánar, þegar þau skilyrði Sjálfsmynd meistarans. væru fyrir hendi sem hann setti upp. En lögfræðingurinn segir að hann sé viss um að það muni taka ein fimm ár að fá myndina aftur. En margir Spánverjar eru mjög vongóðir um að þetta taki ekki svona langan tíma, ef stjórnin beiti sér fyrir því að fá myndina aftur. Spánverjar segja einnig að iistasafnið í New York haldi auðvitað eins lengi og það geti í þetta mikla listaverk, vegna þess að það njóti virðingar fyrir að hafa slíkan dýrgrip inn- an sinna.veggja. Það sé ástæð- an fyrir því að Spánverjar geti ekki fengið það fljótlega. Frjáls fjölmiðlun pólitískt rotvarnarefni Frá ómunatíð hefur hroki einkennt íslenzka pólitík og að sama skapi hefur valdhrokinn með tilheyrandi valdníðslu verið sú hlið hins opinbera stjórnkerfis sem snýr að al- mennum bocgurum. Það hefur aldrei verið talið mikils virði að vera að upplýsa sauðsvartan almúgann um það sem raunverulega á sér stað í völundarhúsi embættismanna- kerfisins, en pólitísku leiguþýi falið að framleiða staðreyndir fyrir fjöldann og halda við nægilegum þrælsótta. Fram á síðustu ár hefur út- gáfa dagblaða næstum undan- tekningarlaust verið flokks- pólitískt áhald, sem með ríkis- styrkjum hefur annazt það hlutverk að spinna þann blekkingarvef sem nægði til að halda almenningi í landinu mátulega áhugalausum um stjórnmál. Blekkingarhulan hefur tryggt pólitísku flokkun- um næði til að viðhalda þeirri subbulegu spillingu, sem þrif- izt hefur í skjóli þeirra fjöl- miðla með múl og hauspoka samtryggðra hagsmuna. Svefninn ó milli kosninga Almenningur hefur þegar fengið nóg af gjörspilltri pólitík og mun varla láta bjóða sér lengur að halda kjafti á milli kosninga, um það vitnar sú breyting sem orðið hefur á um- ræðum um þjóðmál. Það dylst ekki neinum að auðvelt er að timasetja þessa breytingu, — hún hefst með útgáfu Dag- blaðsins. Ymsir fulltrúar þeirrar sið- spillingar, sem einkennt hefur stjórnmálalíf þjóóarinnar, töldu réttilega, að útgáfa óháðs fjölmiðils væri tilræði við sam- tryggingakerfi flokkanna. Aðför þessara afla að Dag- blaðinu á fyrstu mánuðum út- gáfunnar sýndi hvílíkir hags- munir voru í húfi ef tækist að halda áfram þeim pólitíska rottugangi, sem allir vissu að átti sér stað undir yfirborðinu. Og það sýnir einnig hve tak- markalaus lítilsvirðing á al- menningi bjó að baki þegar það kom pólitikusum gjörsamlega á óvart að venjulegt fólk skyldi slá skjaldborg um útgáfu þessa óháða fjölmiðils. „Klókir“ fjármálamenn hafa komizt upp með það i áraraðir að greiða skatta sem voru í himinhrópandi mótsögn við umsvif þeirra og lifnaðarhætti. Það var ekki fyrr en í fyrra sem þessir aðilar fengu verðskuld- aða hirtingu í fjölmiðlum, hirt- ingu sem þeir hefðu ekki feng- ið nema vegna þeirrar breyting- ar sem orðið hefur á blaða- mennsku hérlendis. Það sýnir einnig svart á hvítu hvílíkt afl frjáls og óháð blaðamennska getur verið og það aðhald sem hún veitir, að þeir sömu aðilar og fengu á baukinn í fyrra hafa hreinlega skammazt sín og greiða nú flestir, ef ekki allir, mun hærri skatta í ár. Kjallarinn Leö M. Jónson Flokkspólitískir fjölmiðlar úreltir? Þegar þessi þróun er skoðuð undir stærra sjónarhorni bendir margt til þess að nú sé loksins farið að hylla undir ein- hverjar markverðar breytingar til batnaðar á íslenzkri pólitik. Það er nú að verða ljóst, að það sem vantaði voru ekki nýir flokkar, klofnir út úr þeim eldri og óðara teknir til við samtryggða spillingu, heldur vantaði virkt aðhald og eftirlit af hálfu almennra kjósenda með starfsemi stjórnmála- flokkanna. Forsenda þess er óhlutdræg og upplýsandi fjöl- miðlun, án vafasamra og oft dulinna tengsla við hagsmuna- öfl eða pólitiskar klíkur. Hefði ákveðnum stjórnmálamönnum verið þetta ljóst fyrir u.þ.b. ára- tugi væri þjóðin ekki á þeirri heljarþröm sem nú er. Engu að síður virðist það deginum ljós- ara að tími flokkspólitískra f jöl- miðla er á enda og þá mun daga uppi á næstunni, verði ekki rót- tæk breyting á því hugarfari sem er að baki slíkri útgáfu. Árangur breyttrar blaðamennsku A undanförnum árum hefur því verið haldið óspart að al- menningi að islenzk orka væri bæði ódýr og óþrjótandi. Nú er hins vegar ljóst að þetta er mesta pólitiska lygi aldarinnar. Með frjálsri fjölmiðlun hefur verið sýnt fram á, að eins og að orkumálum er staðið í landinu er íslenzk raforka sú dýrasta í heimi, og aðrar orkumyndir en vatnsföll langtum flóknari en tæknistig og framkvæmda- skipulag þjóðarinnar ræður við, meira að segja stjórnmála- menn eru farnir að viðurkenna þessa staðreynd. I stað þvættirigs um að lífs- gæði væru hvergi meiri en á tslandi hefur verið sannað að Island er eitt af láglaunasvæð- um Evrópu, en lífsgæðin fengin með vinnuþrælkun sem ekki á sér hliðstæðu meðal menn- ingarþjóða. Nú er það óðum að koma fram hvílíkt feigðarflan aðildin að EFTA er í ljósi þess hve framleiðni iðnaðarins er fárán- lega lítil og engar markvissar aðgerðir til þess að auka sam- keppnishæfni hans voru I al- vöru fyrirhugaðar. Miskunnarlaust hefur verið flett ofan af stórgölluðu dóms- og réttarkerfisem almenningi er nú ljóst að er illa skipulagt, svifaseint og ómannúðlegt skriffinnskubákn þar sem laga- krækir og pólitisk tengsl eru hagnýtt til þess að lög gildi ekki jafnt fyrir alla þjóðfélags- þegnana. Meira að segja sjálfum pólitíkusunum er nú ljóst að landinu hefur verið og er enn illa stjórnað og enginnstjórn- málaflokkur er með hreinan skjöld í því efni. Almennur áhugi á stjórnmál- um hefur eflzt meðal lands- manna og einnig almenn vit- neskja um að brýn nauðsyn er á verulegum endurBótum á flest- um sviðum þjóðarbúskaparins og skipulagi stjórnmálastarf- seminnar i landinu f þ.vi skyni að gera hana opnari, málefna- legri og ábyrgari. Við höfum þegar gert okkur ljóst að for- senda heilbrigðrar stjórnmála- starfsemi er almenn þátttaka ásamt vakandi og óháðri fjöl- miðlun. Leó M.Jónsson tæknifræðingur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.