Dagblaðið - 11.08.1977, Blaðsíða 22
22
DAGRI.AÐIÐ. FIMMTUDAGUR 11. ÁGUST 1977.
Srnií 18936
Robin og Marian
íslonzkur texti.
Ný amerísk stórmynd í litum
byggð á sögunum um Hróa hött.
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
Bönnuð ínnan 12 ára.
AUra síðasta sinn.
I
BÆJARBÍÓ
I
Sími 50184
Cleopatra Jones
Hörkuspennandi amerísk litmynd
sem greinir frá baráttunni við
eiturlyfjasala í Bandaríkjunum.
ísl. texti.
Sýnd kl.'9.
Bönnuð börnum.
f . . ... . Sími 11384
Fimmta nerform
Orrustan við
Sutjeska
(The Fifth Offensive)
Mjög spennandi og viðburðarík,
ný, ensk-júgóslavnesk stórmynd í
litum og Cinemascope. Aðalhlut-
verk: Richard Burton, Irene
Papas.
Bönnuð innan 12 ára.
Sýnd kl. 5, 7.10 og 9.15.
Percy bjargar
mannkyninu
Bráðskemmtileg og djörf ensk
gamanmynd.
Leigh Lawson
Elke Sommer.
Endursýnd kl 3, 5, 7, 9 og 11.15.
Bönnuð innan 16 ára.
LIZA
GENE MINNELLI BURT
HACKMAN REYNOLDS
Islenzkur texti.
Bráðskemmtileg ný bandarísk
ævintýra- og gamanmynd, sem
gerist á bannárunum í Banda-
ríkjunum og segir frá þremur
léttlyndum smyglurum. Hækkað
verð.
Sýnd kl. 5, 7.15 og 9.30.
6
HÁSKÓIABÍÓ
8
Sími 22140
Ekki er allt
sem sýnist
(Hustle)
Frábær litmynd frá Paramount
um dagleg störf lögreglumanna
stórborganna vestan hafs. Fram-
leiðandi og leikstjóri: Robert
Aldrich.
tslenzkur texti.
Aðalhlutverk: Burt Reynolds,
Catherine Deneuve.
Sýnd kl. 5 og 9.
Bönnuð börnum.
IAUGARÁSBÍÓ
Sími 32075
Villihesturinn
JOEb RlcCRER
------in-----
“MVSTAJSG
COWVW”
A UNIVERSAL P1CRIRE («1 „
TECHNICOIOR® [«1
Ný bandarísk mynd frá Uni-
versal, um spennandi eltingaleik
við frábærlega fallegan villihest.
Aðalhlutverk: Joel McCrea, Pat-
rick Wayne.
Leikstjóri: John Champion.
Sýnd kl. 5 og 7.
Sautjón
Sýnum nú í fyrsta sinn með
ÍSLENZKUM TEXTA þessa bráð-
skemmtilegu dönsku gaman-
mynd.
Sýnd kl. 9 og 11.
Bönnuð börnum.
Vigfús Ólafsson skólastjóri gagnfræðaskólans i Vestmannaeyj
um. DB-mynd Hörður Vilhjálmsson.
Útvarp íkvöld kl. 19.40: Fjöllin okkar
Betra er að vera í
fylgd með kunnugum
— þegarfariðerá
„í fyrri hluta erindisins mun
ég ræða um fjöllin í Eyjum
almennt og lýsa gönguleiðum á
þau en í síðari hlutanum mun
ég lýsa Heimakletti og göngu á
hann,“ sagði Vigfús Ólafsson
skólastjóri í Vestmannaeyjum í
viðtali við DB. Hann sér um
þáttinn Fjöllin okkar sem er á
dagskrá útvarpsins í kvöld kl.
19.40.
„Á Heimaey sjálfri eru eigin-
lega þrír fjallaklasar, Heima-
klettur, Miðklettur og Yztiklett-
ur, svo er Klifið, Dalfjall og
Moldi, en Herjólfsdalur skerst
inn í Dalfjall. Suður af eyjunni,
fyrir sunnan flugvöllinn,
kemur Sæfjall, Litli-höfði og
Stórhöfði. Svo eru náttúrlega
eldfjöllin tvö, Helgafell og Eld-
féll.
Mér þótti eðlilegra að lýsa
fjöllunum á Heimaey almennt
frekar en einstöku fjalli eins og
gert hefur verið með fjöllin
uppi á landi í þessum þáttum,"
sagði Vigfús.
„I raun og veru álíta Vest-
mannaeyingar að það sé ekki
rétt fyrir ókunnuga að fara á
Heimaklett nema í fylgd með
kunnugum, þótt ekki sé gangan
á Heimaklett hættuleg í sjálfu
sér. En sæbrött fjöll og þver-
hnípt eru miklu varasamari en
aflíðandi bungur uppi á landi.
Þótt menn séu yfirleitt ekki
lofthræddir geta þeir frekar
orðið það þar sem hagar eins til
og á Heimakletti heldur en
þegar kemur brekka eftir
Heimaklett íEyjum
brekku eins og í fjöllum uppi á
landi,“ sagði Vigfús.
Vigfús er nú skólastjóri
gagnfræðaskólans í Vest-
mannaeyjum og hefur verið
það frá því hann flutti til Eyja
árið 1974. Áður hafði hann
verið kennari þar í átján ár, en
var fluttur til meginlandsins
nokkru áður en gosið varð. Á
hann syni sem eru við háskóla-
nám í Reykjavík og því eru þau
hjónin einnig búsett á megin-
landinu, eh þau búa í viðlaga-
sjóðshúsi að Birkigrund 72 í
Kópavogi. - A.Bj.
Lukkubíllinn
Hin vinsæla og sprenghlægilega
Disney gamanmynd.
Endursýnd kl. 5, 7 og 9.
1
TÓNABÍÓ
8
Tólf stólar
(Twelve Chairs)
Bandarísk gamanmynd. Aðalhlut-
verk: Ron Moody, Frank Lagella.
Leikstjóri: Mel Brooks (Young
Frankenstein).
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Endursýnd.
Síðustu sýningar
Munið
Smámiöa-
happdrætti
RAUÐA
KROSSINS
+