Dagblaðið - 11.08.1977, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 11. ÁGUST 1977.
3
N.
Hugleiðing um illkynjað
æxli
ríkisbáknið
Spurning
dagsins
Hvað hefðir þú gert hefðir
þú fundið peningabrúsa
þýzka rœningjans Lugmei-
ers?
Gunnar Gunnarsson skrifar:
Þó þú vinnir tólf mánuði á
ári færðu ekki nema tiu mánuði
borgaða. Hinir tveir fara beint i
skatta, eða 1 /6 allrar starfsorku
þinnar. Það þýðir að eftir 60
Til lesenda
Enn einu sinni þurfum
við að minna þá á, sem senda
okkur línu, að hafa fullt
nafn og heimilisfang eða
símanúmer með bréfum
sínum. Nú er svo komið að
við höfum hér á ritstjórn-
inni alls konar bréf frá
Jónutn og Guðmundum, en
það er bara ekki nóg. Ef þið
viljið að greinar ykkar
birtist þá verður fullt nafn
og heimilisfang að fylgja.
Hægt er að skrifa undir dul-
nefni, ef þess er óskað sér-
staklega.
Þeir, sem hafa ekki séð
greinar sínar hér á síðunum,
vita hér með ástæðuna.
ára starf ertu búinn að þræla i
10 ár kauplaust.
Svo þegar þú ert búinn að
borga skattinn þinn og kaupir
þér eitthvað fyrir afganginn af
peningunum heldur þú áfram
að margborga skatt af þínum
skattlögðu tekjum. T.d. kaupir
þú þér bíl og borgar 90% toll til
ríkisins, 20% söluskatt til
ríkisins, gúmmígjald af
dekkjunum sem fylgja bílnum,
þungaskatt við skráningu
bílsins og svo heldur áfram, t.d.
borgar þú veggjald af bensíni,
sem á að renna óskipt til vega- '
gerðar, en gerir það ekki
o.s.frv. o.s.frv.
Spurningin er auðvitað sú,
hve mikið af tekjum fólks fer i
rauninni til ríkisbáknsins,
kannski 90% eða meira? Það
væri athugandi fyrir einhvern
stærðfræðing.... nei fyrir ein-
hverja tölvu að reikna það út.
Hve mikið af tekjum fólks fer i
rauninni til rikisbáknsins?
Myndin sýnir starfsmann
skattstofunnar taka við skatt-
framtölum borgaranna.
Gra-na hyltingin.
Njólar og
græn bylting
Ingimundur Sæmundsson
skrifar:
Það er víst fallegra að sjá
njólabreiður en vel hirta mat-
jurtagarða að áliti borgaryfir-
valdanna. Við Skiidinganes
voru áður matjurtagarðar fólks
en síðan var ákveðið að koma
grænu byltingunni á þar við
síðustu kosningar. Síðan græna
byltingin hófst þrífst þar
mittishár njóli. Njólinn er að
vísu grænn en það eru jú kál-
jurtirnar líka. Meðan engar
framkvæmdir eru virðist skyn-
samlegra að rækta matjurtir
þarna en að leyfa njólanum að
vaxa þarna engum til gleði.
Hið sama gildir um Njarðar-
götuna út í Skerjafirði. Þar eru
spildur sinn hvorum megin
götunnar í algerri órækt og
mætti gjarnan nota þær til ein-
hverra arðbærra hluta.
Umgengni við
ísaksskóla
Helga Magnúsdóttir, Bólstaðar-
hlíð, hringdi.
Helga vildi vekja athygli á
slælegri umgengni við Isaks-
skólann. Þar er girðingin brotin
niður, allt í glerbrotum og hluti
af túninu hefur verið sleginn
en ekki rakaður. Sem sagt
hroðaleg útgerð á skólanum.
Tónabær er við hliðina á skól-
anum og þaðan berst ýmis
ósómi, svo sem glerbrot og
fleira. Þessi skóli var til fyrir-
myndar þegar ísak Jónsson
stjórnaði honum og því er
leiðinlegt að sjá svona um-
gengni. I lok mánaðarins koma
börnin í skólann og þá ættu
þeir sem hlut eiga að máli að
sjá sóma sinn í að koma hlutun-
um í lag.
Guðrún Gunnarsdóttlr, vlnnur hji
Öryggiseftlrlitinu: Það er nú það.
Ætli ég hefði ekki látið lög-
regluna fá þá í von um góð fund-
arlaun.
Jóhann Jóhannsson bifvélavirfci:
Ætli ég hefði ekki látið lðg-
regluna fá þá. Ég held varlaaðég
hefði notað þá sjálfur.
Guðmundur Þórarinsson iðnaðar-
maður: Ég hefði reynt að koma
þeim fyrir á einhvern arðbæran
hátt. Það er nú hægt að kaupa
ýmislegt fyrir þessa peninga.
Baldvin Matthfasson söiumaður:
Ég hefði farið með þá eins og skot
til lögreglunnar, en hins vegar
hefði ég þegið fundarlaun.
Guðrún Gísladóttir kennari: Því
er vandsvarað. Ætli maður hefði
ekki skilað þeim til lögreglunnar.
Ég hefði ekki viljað hafa það &.
samvizkunni að vera með þetta fé.
Sigurgeir Arnason bíistjóri: Nú
veit ég ekki. Þetta er erfið
spurning. Ætli maður myndi ekki
skila þeim til yfirvalda.
V