Dagblaðið - 11.08.1977, Blaðsíða 5
DA(iBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 11. AGUST 1977.
Eru bankarnir að loka?
Útlit fyrir óbreytt ástand fram að áramótum
Eru bankarnir lokaðir? Getur almenningur ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna áhrifa yfirvinnubannsins
og hvernig fara atvinnuvegirnir að? Skánar þetta á næstunni? Þessar spurningar hafa leitað á margan manninn að
undanförnu, enda hefur virzt svo sem bankarnir ætluðu nú endanlega að loka dyrum sínum fyrir fólki.
Dagblaðið kannaði horfurnar í bankamálum og ræddi við nokkra bankastjóra. Svör þeirra fara hér á eftir:
■?"«!?- Engin breytmg
bankinn: _ ° ~
fram að aramotum
„Er það ekki sjálfgefinn hlut-
ur hvernig ástandið er?“ sagði
Jónas Haralz bankastjóri
Landsbankans. „Dregið hefur
úr sparifjármyndun I landinu
og ég reikna með að allir bank-
arnir séu búnir að lána meira
en samkomulag þeirra við
Seðlabankann segir til um.“
Sem ástæður fyrir erfiðleik-
unum í fjármálalífinu nefndi
Jónas sérstaklega: 1. tJtlán
hafa farið yfir mörkin, 2.
Lausafjárstaða bankanna er
slæm og 3. samdráttur í spari-
fjármyndun. „Þær vaxtabreyt-
ingar sem Seðlabankinn gerði
1. ágúst sl. eiga enn eftir að
sanna gildi sitt og ég tel að
margir mánuðir líði áður en
þær fara að hafa áhrif,“ sagði
Jónas.
Jónas sagði að mjög mikill
þrýstingur hefði verið á Lands-
bankann um lán undanfarna
mánuði og þá ekki sérstaklega
einstaklingar, heldur einnig
fyrirtæki. „Hvort yfirvinnu-
bann eða aðrar ástæður hafa
verið fyrir þvf, get ég ekki sagt
um,“ sagði Jónas.
„Sala sparifjárskírteina
hefur ekki bætt hag bankanna,
þó við vonum að vaxtabreyting-
arnar kunni að hafa einhver
áhrif,“ sagði Jónas. „Seðla-
bankinn hefur hins vegar til-
kynnt að engin breyting verði
gerð á útlánaþakinu fram að
áramótum, sem þýðir að engin
breyting verður á útlánastarf-
semi bankanna fram að þeim
tíma.“
-HP.
„Utlán bankanna eru þegar
orðin meiri en reiknað var með
og því er staðan eins og hún
er,“ sagði Bjarni Guðbjörnsson
bankastjóri Utvegsbankans.
„Sjávarútvegurinn er rekinn
með halla, þá sérstaklega
vinnslustöðvar og öll útgerð á
svæðinu frá Patreksfir'ði suður
um til Hornafjarðar. Aðrir stað-
ir á landinu sleppa eða standa á
núlli, svo það er ljóst að fjár-
þörfin er rnikil," sagði Bjarni
ennfremur.
„Almennt séð hef ég ekki trú
að því að úr rætist á tveimur til
þremur vikum og þvi hef ég
ekki trú á að ástandið verði
betra I september eða jafnvel á
þessu ári.“ -HP.
Hjá mörgum er buddan létt, relkningar hrannast upp en innleggið í bankann virðlst farast fyrir, því
miður. Og þá geta bankarnir heldur ekki lánað þeim sem á þurfa að halda.
Samvinnubankinn:
Enginn banki hefur efni á
að skulda Seðlabankanum
„Eg held að ástandið sé ekki
,kannski verra en það hefur ver-
ið,“ sagði Kristleifur Jónsson
bankastjóri Samvinnubankans.
„Lausafjárstaða bankanna er
hins vegar almennt slæm, inni-
stæður vaxa ekki I samræmi við
verðbólgu og því lítið til út-
lána.“
Kvað Kristleifur það hald sitt
að flestir bankanna hefðu verið
komnir fram yfir 12% útlána-
þakið 1. ágúst sl. og því hert
mjög ólarnar.
„Það hefur enginn banki efni
á því að skulda Seðlabankan-
um, við verðum að greiða 1%
vexti á tíu daga fresti og þá eru
þeir vextir reiknaðir af hæstu
skuld. Það getur þvf numið
milljónum," sagði Kristleifur.
Hann taldi sig hafa orðið var-
an við aukningu á lánsumsókn-
um um og eftir yfirvinnubann-
ið, „enda riðlaði það mjög öllú'
greiðsluáætlunum fólks.“
Um það hvort ástandið ætti
eftir að skána, sagði Kristleif-
ur: „Júli- og ágústmánuðir eru
alltaf fremur daufir, þetta eru
sumarleyfismánuðir, þegar fólk
er að eyða sparifénu. Menn
vilja hins vegar alltaf vera
bjartsýnir og yfirleitt færist
meira Iff I viðskipti I septemb-
er.“ -HP.
Iðnaðarbankinn:
Sala sparif járskírteina
bætir ekki stöðuna
„Er þetta ekki alltaf
þröngt?" spyr Valur Valsson,
bankastjóri Iðnaðarbankans.
„Ég held að hér sé ekkert nýtt
fyrirbrigði á ferðinni, þetta er
ekki verra en verið hefur.“
Valur .kvaðst ekki geta tjáð
sig um það hvort lausafjárstaða
bankanna væri slæm um þessar
mundir, né heldur hvort yfir-
vinnubannið hefði haft mikil
áhrif.
„Það er hins vegar Ijóst að
sala sparifjárskírteina Ríkis-
sjóðs hefur ekki bætt stöðu
bankanna," sagði hann enn-/
fremur.
-HP.
Útvegsbankinn:
Sjávarútvegurinn er
rekinn með miklu tapi
bannkinanrrEkki lokað hér
„Ég get ekki skrifað undir
það, að það sé lokað fyrir útlán
hér í Búnaðarbankanum,"
sagði Stefán Hilmarsson,
bankastjóri. „Hins vegar eru
vissar þrengingar vegna útlána-
þaksins, eins og öllum er kunn-
ugt„.og það sem hægt er að
kreista út, sitja viðskiptamenn
bankans fyrir um, eins og skilj-
anlegt er.“
Stefán kvaðst alls ekki hafa
orðið „var við neina aukna
lánaþörf vegna yfirvinnu-
bannsins I sumar.
„Utlánaþakið er gert upp á
fjögurra mánaða fresti, þ.e.
næsti uppgjörsdagur er 1. sept-
ember,“ sagði Stefán ennfrem-
ur. „Eg held að það sé eðlilegt
að bankarnir haldi að sér hönd-
um þangað til.“ -HP.