Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 17.08.1977, Qupperneq 8

Dagblaðið - 17.08.1977, Qupperneq 8
DAGBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. AGtJST 1977. REYKJAVÍK SITUR UPPI MEÐ RÓNANA „Það er eðlilegt að áfengis- sjúklingarnir safnist hingað til borgarinnar, því að hér er eini staðurinn þar sem eitthvað er gert fyrir þá,“ sagði Jón Guð- björnsson hjá Félagsmálastofn- un Reykjavíkurborgar í viðtali við DB. Menn hafa haft á orði að margir þeir rónar sem hafa lagt undir sig Austurvöll og Leifs- styttuna að undanförnu séu að- komnir til Reykjavíkur Þetta hefur verið nefnt í sambandi við allt talið um „vandræði borgarinnar", meðal annars vegna þess að margir trygginga- þegar flytjast hingað. Jón sagði að áfengissjúkling- ar stæðu kannski einir uppi úti á landi og kæmu sér þá til borg- arinnar. Margir þeir rónar sem sett hafa svip á Reykjavík síðustu 15-20 árin væru aðfluttir. Einnig mundu brögð að því að utanbæjarmenn kæmu til borg- arinnar til að drekka, til dæmis f sumarfríum. -HH. framkvæmdir Grunnur nýrrar stöðvar við logreglustoð i ép i w ■ w ^ w íKefiavík: hefur beðið maiiuðuiii saman lögreglumenn starfa íhjalli og fá inni fyrir fangana á Keflavíkurflugvelli „Það er trú min að neðri hæð nýju lögreglustöðvarinnar í Keflavík verði tilbúin seint á næst ári. Það á að vera vel hægt að ná því marki, þannig að lög- reglustöðin geti flutt í helming nýja húsnæðisins en nýja stöðin verður tvær hæðir.“ Þannig fórust Jóni Eysteins- syni bæjarfógeta í Keflavík, Njarðvík og Grindavík og sýslu- manni í Gullbringusýslu orð f samtali við DB. „Það sem mestu skiptir er að fé til byggingar hússins er veitt. Á þessu ári er heimild til að steypa sökkla og fylla grunninn. Það verk á að fara að bjóða út,“ sagði Jón. „Framkvæmd þess verks tekur ekki nema rúman mánuð. Vinna við húsið yrði þá ósundur- slitin, ef sökklarnir kláruðust f árslok og áfram yrði svo haldið við byggingu neðri hæða með fjárveitingu af næsta árs fé, en fyrir þvf er loforð fengið.“ Tilefni samtalsins við sýslu- mann er að langt er sfðan grunnur hússins var gerður, en sfðan hefur ekkert verið þar aðhafzt. Þó lögreglumenn á ýms- um stöðum landsins búi við þröngan og ófullnægjandi húsa- kost, hefur þó einna mest kreppt að Keflavíkurlögreglunni f hús- næðismálum. Var svo komið að fangageymslur liðsins voru taldar ósæmandi til notkunar. Hefur lög- reglan þvf afnot af fangageymsl- um á Keflavíkurflugvelli. Það mun hafa verið fyrir harðfengi sýslumanns að grunn- urinn var grafinn en það ýtti síðan á framhaldandi bygginga- framkvæmdir þó merki þeirra sjáist ekki enn. Til þessa hefur staðið á teikningum verkfræðinga en nú munu útboðslýsingar svo til tilbúnar. Það er Innkaupastofnun ríkisins sem annast útboðið. Mun þess að vænta alveg á næstunni. Nýja lögreglustöðin rfs vió Hraunbraut 132, gegnt slökkvi- stöðinni. „Þar verður nóg hús- rými fyrir lögregluna eins og er,“ eins og Jón sýslumaður komst að orði. Þarna verða varðstofur og tilheyrandi, geymslur og tfu fangaklefar. Atta þeirra verða fyrir einstaklinga ætlaðir til næturgeymslu en tveir fyrir gæzluvarðhaldsfanga. Gætu tveir verið í hvorum, ef henta þætti. Keflvíkingar æitu því ekki mik- ið lengur úr þessu að horfa á grafinn grunn nýju lögreglu- stöðvarinnar. Ef Innkaupastofn- unin stendur sig vel, ætti senn að fara að koma hreyfing á fram- kvæmdir og undirstöðurnar að rísa. -ASt. „Ég ætla í framboð í Reykjanesk jördæmi ” —segir Karl Steinar Guðnason „Það er rétt, ég ætla að fara f framboð til Alþingis," sagði Karl Steinar Guðnason for- maður Verkalýðs- og sjómanna- félags Suðurnesja í viðtali við DB í morgun. „Alþýðuflokkurinn hefur aftur verið að falla að launþegasamtökunum og á þeim forsendum mun ég berjast,“ sagði Karl Steinar. „Ég veit ekki til þess að Gylfi Þ. Gíslason ætli f framboð hér í Reykjaneskjördæmi," sagði Karl Steinar, „að minnsta kosti hefur ekkert samráð verið okkar á milli um það, eins og einhverjar sögur segja.“ Auk Karls Steinars er talið víst að Kjartan Jóhannsson verkfræðingur í Hafnarfirði muni bjóða sig fram við próf- kjör . Ölafur Björnsson út- gerðarmaður í Keflavík og Gunnlaugur Stefánsson guð- fræðinemi úr Hafnarfirði munu einnig bjóða sig fram í prófkjöri Alþýðuflokksins. Loks má geta þess að Jón Ármann Héðinsson, alþingis- maður kjördæmisins, verður í framboði. -BS. 1» Karl Stcinar Guðnason for- maður Verkalýðs- og sjómanna- félags Suðurnesja. DB-mynd Sv. Þorm. Pólitík á Vestfjörðum: Jón Baldvin Sighvatur Sighvatur og Jón Baldvin fara í prófkjör krata Sighvatur Björgvinsson alþingismaður og Jón Baldvin Hannibalsson skólastjóri verða í framboði til prófkjörs Alþýðu- flokksins á Vestfjörðum. Á miðnætti sl. rann út fram- boðsfrestur til prófkjörsins. „Það er rétt að ég hefi sent inn framboð til þessa próf- kjörs," sagði Jón Baldvin ■Hannibalsson í viðtali við DB og staðfesti það sem áður hefur kornið fram í Dagblaðinu. „Þetta er laukrétt framhald af því sem gerzt hefur innan sam- takánna. Innan þeirra varð ágreiningur. sem leiddi til þess að rætt hefur verið um að ganga til samstarfs við jafnaðarmannaflokk og vinna þannig að framgangi stefnu- mála hans. Karvel Pálmason hefur hins vegar ákveðið að fara í framboð utanflokka og Magnús Torfi Ölafsson hefur lýst yfir framboði Samtakanna í öllum kjördæmum." „Eg átti von á framboði Jóns Baldvins." sagði Sighvatur Björgvinsson alþingismaður i viðtali við DB. Eg á hins vegar ekki von á því að þati verði fleiri," sagði hann.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.