Dagblaðið - 17.08.1977, Side 11
DAGBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. AGUST 1977.
■
11
Til fundar við steina
um sýningu Hreins
Friðfinnssonar í
Galleríi Suðurgötu 7
Mynstur
'V
rökrænt og pöetískt hugarflug.
A efri hæðinni verða sýning-
argestir sjálfir þátttakendur í
verkunum. Á borði eru steinar
sem Hreinn hefur tínt til og
með því hefur hann „gripið inn
í sögu þeirra", eins og segir í
skýringu sem verkinu fylgir.
Býður Hreinn svo gestum til
fundar við steina þessa og að
verða þeim samferða út af
sýningunni. Á vegg er síðan
mynd af mynstri því sem
skapast þegar maður og gestur
yfirgefa herbergið í sam-
einingu, — í línuritsformi.
Mestur bógur finnst mér þó
vera i Komposition sem finna
má í innsta herbergi annarrar
hæðar. Verkið lætur lítið yfir
sér: á vegg er mynd af regn-
boga, en í loftið er fest róla og á
setu hennar eru litir regnbog-
ans. Með því að setja róluna á
stað, myndast skemmtilega
ljóðræn samlfking regnbogans
og man ég ekki eftir öðru verki
Hreins sem snortið hefur mig
eins.
Myndlist
AÐALSTEINN
INGÓLFSSON
Það væri synd að segja að
mikið færi fyrir verkunum á
sýningu Hreins Friðfinnssonar
í Galleríinu að Suðurgötu 7 og
þeir sem ekki eru þar heima-
vanir þyrftu líklega að hvessa
augun til að finna titla og út-
skýringar. En eins og lista-
maðurinn segir einhversstaðar,
þá er engin ástæða til þess að
klæða hugmyndir í fyrirferðar-
mikinn stakk. Séu þær
nægilega frjóar geta áhorf-
endur sjálfir lagt út af þeim og
þá er björninn unninn. Þegar
rætt er um Hrein og verk hans
verður vart komist hjá þvi að
nefna Amsterdam hópinn sem
einskonar útgangspunkt og í
því samhengi kemur í ljós að
hann er einna óútreiknanleg-
astur af þeirri þrenningu sem
þar býr, þótt viðhorf Hreins og
Sigurðar Guðmundssonar
tengist á stöku stað, sérlega í
virkjun þeirra á landslagi.
Tilfœringar í náttúru
En þar sem Sigurður nálgast
V
náttúruna sem einstaklingur,
þá hefur Hreinn stundum
notað hana óbeint, þ.e. i gegn-
um þjóðsögur, drauma og bók-
menntir. í þetta sinn skilst mér
að Hreinn hafi unnið þessa
sýningu sérstaklega fyrir
Galleri Suðurgötu og inni-
heldur hvert herbergi eitt verk
og fjalla öll fjögur að einhverju
leyti um tilfæringar á náttúr-
unni og þá með þeirri ljóðrænu
margræðni sem oft einkennir
hugsunarhátt Hreins. I fyrsta
herbergi er Viðkoma, jarðefni
sem liggur á gólfi, en á vegg er
ljósmynd sem sýnir hvaðan það
er komið og hver ytri mörk þess
voru. I- öðru herbergi neðri
hæðar er svo Kross, tvær ræm-
ur gerðar úr röð ljósmynda.
Lárétta ræman er mynduð úr
ljósmyndum af hafi sem er að
sjálfsögðu lárétt fyrirbæri en
'sú lóðrétta hinumegin á veggn-
um er gerð úr röð ljósmynda af
eldtungum sem leita upp á við.
Þessum ræmum skiptir Hreinn
síðan í tvennt um miðju, eld-
ræmunni með saltvatni og haf-
ræmunni með brennslu.
f ' ... 1 ■.... <
Styðjum Heims-
ráð frumbyggja
-
I næstu viku hefst í Kiruna í
Svíþjóð ráðstefna samtaka er
nefnast Heimsráð frumbyggja
(World Council of Indigenous
people). Ráðstefna þessi er
önnur ráðstefna af þessu tæi.
Hin fyrsta var haldin í Port
Alberni í Kanada dagana
27.—31. okt. 1975 og voru sam-
tökin þá formlega stofnuð.
En hvað er Heimsráð frum-
byggja? Hvaða aðilar standa að
þessum samtökum? Því vildi ég
svara með örfáum orðum.
Frumbyggjar eru þeir sem
búið hafa á tilteknum land-
svæðum um langan aldur en
lent í minnihluta vegna að-
flutnings annarra þjóða eða þá
hrakist undan þrýstingi ná-
granna. Dæmi um frumbyggja
eru Indjánar í Ameríku, Maoris
á Nýja-Sjálandi, Samar á
Norðurlöndum. Frumbyggjar
eru í öllum heimsálfum og
mörgum ríkjum. Sameiginleg
vandamál þeirra eru fyrst og
fremst pólitísk, félagsleg og
menningarleg. Þeir hafa lent
undir, orðið að þoka fyrir fram-
andi menningu og hlíta stjórn
erlendra aðilja. Ekki eru allir
þjóðernisminnihlutar frum-
byggjar, þótt vandamál þeirra
séu yfirleitt hin sömu og frum-
byggjanna.Þaðsemgreinirfrum-
byggjana frá öðruAi þjóðernis-
minnihlutum er að þeir réðu
áður einir því landi, sem þeir
eru nú í minnihluta á. Þeir
voru sjálfráðir í sínum byggð-
um. Hugmyndin um að þessir
hópar byndust samtökum varð
til fyrir nokkrum árum og var
Kanadaindjáninn George
Manuel einn aðalhvatamaður-
inn að stofnun þeirra. Hann er
forseti Indjánasamtaka í
Kanada, National Indian
Brotherhood. Arin 1971-72 ferð-
aðist hann um Ástraliu, Nýja-
Sjáland og Norðurlöndin og hóf
undirbúning að stofnun sam-
takanna. Meðal þeirra samtaka
sem hann leitaði til og veittu
stuðning voru Alkirkju-
ráðið, Félag til verndar frum-
byggjum (Aborigines Protecti-
on Society), ILO og Alþjóðlegi
vinnuhópurinn um málefni inn-
fæddra (IWGIA). Undirbún-
ingsfundur var haldinn í
Guyana í Suður-Ameríku vorið
1974, en ráðstefnan og stofn-
fundurinn var svo í Port
Alberni haustið 1975 eins og
áður sagði. Þar komu til fundar
fulltrúar frá frumbyggjum í
eftirtöldum löndum: Argen-
tínu, Bólivíu, Ecuador, Guate-
mala, Kolumbíu, Perú, Mexíkó,
Paraguay, Venezúela, Panama,
Nicaragua, Nýja-Sjálandi,
Ástralíu, Finnlandi, Noregi,
Svíþjóð, Grænlandi, Bandarikj-
unum og Kanada.
Á ráðstefnunni voru gerðar
samþykktir um markmið og
starfsemi samtakanna. Segir
þar, að Heimsráð frumbyggja
muni að eigin frumkvæði rann-
saka misrétti það sem frum-
byggjar búi við, birta um það
skýrslur og afhenda þeirri
nefnd Sameinuðu þjóðanna
sem annist málefni minnihluta-
hópa.
Meðal þess sem mest áhersla
var lögð á er að tryggja frum-
byggjum rétt til landsvæða for-
feðra þeirra og réttindi til nýt-
ingar landgæða þar og að þetta
land verði ekki látið af hendi
né nýtt nema með fullu sam-
þykki frumbyggjanna. Þessi at-
riði eru að dómi forystumanna
samtakanna hin mikilvægustu
vegna þess að landið var eina
eign frumbyggjanna og það
sem gefur tilveru þeirra merk-
ingu og gildi. Átökin um
umráðarétt og ákvörðunarrétt
yfir náttúruauðæfum á Græn-
landi eru dæmi um hvaða atriði
eru þýðingarmest þegar fjallað
er um þjóðréttarlega stöðu
frumbyggja. Krafa íslendinga
til fullra umráða landhelgi
sinnar og lokaákvörðunar um
nýtingu og vernd fiskstofna er
náskyld hugmyndum Heims-
ráðsins um rétt frumbyggja til
að ráða náttúruauðæfum. Ég
hefi orðið þess vísari í samtöl-
um við leiðtoga þess, að þeir
hafa fylgst með landhelgisdeil-
um Islendinga og Evrópuþjóð-
anna af mikilli athygli og
þekkja þau mál vel.
Ekki er það krafa Heimsráðs
frumbyggja að allir hópar
frumbyggja fái pólitískt sjálf-
stæði. Fyrst og fremst er óskað
eftir menningarlegu sjálfstæði.
Þeir vilja fá að nota tungu sína
óáreittir, bæði í skólum og sín í
milli. Þeir vilja fá að viðhalda
og efla menningararfleifð sína
en vera ekki neyddir til að
hverfa inn í stærri og áhrifa-
meiri menningarheildir. Án
pólitísks jafnréttis og viður-
kenningar á réttinum til lands
er menningarlegt sjálfstæði lít-
ils virði og þess vegna er mikil
áhersla lögð á að fá viður-
kenndan fornan rétt. Verndun
náttúrunnar er eitt fyrsta boð-
orð frumbyggjanna og þeir
þreytast aldrei á að prédika að
frumbyggjar hafi lifað I friði
við náttúruna en hinar iðn-
væddu þjóðir séu I stöðugu
stríði við náttúruna. Náttúran
er að þeirra mati samstarfs-
aðili, ekki óvinur sem sigrast
verði á. Sjálfsákvörðunarréttur
frumbyggja f sínum innri
málum á efalaust langt I land
að verða að veruleika og þó
Kjallarinn
Haraldur Ólafsson
miðar nokkuð í áttina á sumum
svæðum, einkum þó f Banda-
ríkjunum og Kanada. Nágrann-
ar okkar á Grænlandi munu
vafalítið á komandi árum fá
aukna sjálfstjórn, ekki bara að
nafninu til, heldur einnig að
þvf er varðar ákvörðunarrétt
um hvernig náttúruauðæfi
skuli nýtt. Samar á Norðurlönd-
um eiga við ýmsa erfiðleika að
stríða og fara skoðanir þeirra
ekki ætíð saman við álit þeirra
sem miklu ráða um fram-
kvæmdir í Santabyggðum i
norðurhéruðum Finnlands,
Noregs og Svíþjóðar.
Ráðstefnan i Kiruna er
skipulögð af Norræna Samaráð-
inu og hafa ríkisstjórnir allra
Norðurlandanna styrkt hana
fjárhagslega. Er ánægjulegt að
íslenska ríkisstjórnin veitti
nokkurn styrk til ráðstefnunn-
ar og hefur það vakið athygli
meðal forystumanna frum-
byggja. Meðal þeirra sem ráð-
stefnuna sækja eru fulltrúar
frá langhrjáðum og hundeltum
Indjánum víða I Mið- og Suður-
Ameríku, manna sem eru svo
fátækir að við skiljum það ekki
og eina von þeirra um að rödd
þeirra megi heyrast, eru fundir
af þessu tæi. Styrkur rfkis-
stjórnanna er fyrst og fremst
ætláður til að kosta för þeirra
sem ekkert eiga nema vitund-
ina um að allt hefur verið frá
þeim tekið.
Ég tel það vel að Islendingar
leggi eyru við röddum frum-
byggjanna og styðji þá með ráð-
um og dáð. Hér er um að ræða
merkilega viðleitni til að efla
fjölbreytni menningar mann-
kyns, viðhalda erfðum kynslóð-
anna og koma á jöfnuði þar sem
lengi hefur rfkt ójöfnuður. Og
þótt framlag okkar sé ekki
mikið þá er það samt lóð á
vogarskál.
í ritgerð sem Guðmundur á
Sandi ritaði I ísafold árið 1908
segir hann: „Lengi hefur sá
myglublettur loðað við Mör-
landann, að hann hefur setið í
holu sinni eða kytju og horft á
hina — horft á menn, sem taka
þátt í framsóknarviðleitninni I
landinu.
Þessir holumenn hafa þetta
orðtak: Ekkert munar um mig.
Þetta er vafalaust það allra-
versta eitur, sem smogið getur
um bein lifandi manna.
Því að hugsunarháttur þess-
ara manna er baneitraður frá
morgni til kvölds og frá vögg-
unni til grafarinnar.
Þeir eru mennirnir í dæmi-
sögunni, sem grafa pundið sitt í
jörðu.
Þessir menn eru þöglu
svikararnlr, sem getið er um í
Huliðsheimum. Verstu menn
og óþörfustu!
Þeir lifa til eins og aðeins
eins: þeir lifa til að hika.“
Þetta sagði Guðmundur Frið-
jónsson árið sem íslendingar
höfnuðu pólitískri lausn, sem
þeim fannst hálf en ekki heil.
En minnumst jafnframt að
flestir frumbyggjar fá aldrei
tækifæri til að velja milli
einnar lausnar né annarrar, en
þeir vita að viðleitnin er hið
eina sem þeir hafa fram að
færa.
Haraldur Ólafsson
lektor.