Dagblaðið - 17.08.1977, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 17.08.1977, Blaðsíða 12
 DAGBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. AGUST 1977. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Kunnir k'appar — Geoff Capes, Hreinn Halidórsson og Terry Albritton. DB-mynd Bjarnleifur. Hreinn gengur næst Udo Beyer í heiminum í dag! — sagði Geoff Capes eftir að Hreinn hafði sigrað í kúluvarpinu Hreinn Halidórsson, Evrópu- meistari í kúluvarpi, staðfesti enn að hann hefur skipað sér á bekk fremstu kúluvarpara heims. „Það er skoðun mín að Hreinn Haildórsson sé bezti kúluvarpari heims á eftir ólympíumeistaran- um Udo Beyer frá A-Þýzkalandi,“ sagði Bretinn Geoff Capes eftir kúluvarpskeppnina. Og Hreinn staðfesti þessi ummæli með hreint ótrúlega öruggum sigri í kúluvarpinu, 21.02 mældist iengsta kast hans og öruggur sigur á Reykjavíkurleikunum var í höfn, enn ein skrautf jöður í hatt Hreins Halldórssonar. Já, kúluvarpskeppnin var vissulega hápunktur Reykja- víkurleikanna — ákaflega vel heppnaðra Reykjavíkurleika. Hvorki fleiri né færri en fimm vallarmet litu dagsins ljós á Laugardalsleikvangi í gærkvöld, já, fimm vallarmet. Vilmundur Vilhjálmsson var annar Islendingur er staðfesti gefin fyrirheit. Gegn mótvindi bókstaflega stakk Vilmundur keppinauta sína af, hlaut tímann 10.6 Vissulega hefur Vilmundur hlaupið á betri tfma en taka ber mið af mótvindinum. Bandaríski hlauparinn Charlie Wells kom annar í mark á 10.9 en Wells hefur hiaupið bezt á 10.0 og á stórmótum í Evrópu undanfarið hefur hann verið meðal fremstu. Þriðji varð Trinidadbúinn Mike Solomon á 11.0 og Magnús Jónas- son fjórði á 11.3 Þetta eru tímar sem allir eiga að geta hlaupið undir en mótvindurinn hefur tafið um 4 sekúndubrot. Fimm vallarmet litu sem sagt dagsins ljós í Laugardal hinum 1500 áhorfendum til óblandinnar ánægju. Þar bar hæst stangar- stökk Larry Jersee frá Bandaríkj- unum, hann stökk 5.30 og reyndi við 5.51 en tókst ekki. Raunar mætti tala um hið sjötta því Jeff Kingsted stökk 5.01 á stöngina og áður en Jersee kom til sögunnar var það vallarmet. Trinidadbúinn Mike Solomon hljóp 400 metrana sérlega skemmtilega og áreynslulaust og nýlt vallarmel leit dagsins ljós — 47.3 — bælli gamla vallarmetið hans Bjarna Stefánssonar um 5 sekúndubrot. Þá hljóp Norðmaðurinn Erik Mathisen 1500 metrana á 3:45.7 — enn eitt vallarmet — hið eldra átti Skotinn McDonald, 3:49.9. Annar í 1500 metra hlaupinu var Kenyabúinn Josyi Kimeto á 3:47.1. Jón Diðriksson kom þriðji í mark í 1500 metrunum á 3:53.6. Og fimmta vallarmetið í Laugardal var í hástökki kvenna — þar stökk Larisa Klementjenk frá Sovétríkjunum 1.80 í hástökki. Það voru margar skemmtilegar hildir háðar — og langstökkið var og skemmtileg grein. Þar áttust þeir við Friðrik Þór Öskars- son og Sovétmaðurinn Ivan Lobatsch. Sovétmaðurinn sigraði, stökk 7.49, og Friðrik stökk 7.21 — vissulega ágætur árangur. Ingunn Einarsdóttir var að venju sigursæl en óneitanlega vantaði sterkan keppinaut fyrir hana, þessa miklu hlaupadrottn- ingu okkar. Ingunn sigraði í 100 metra hlaupinu á 12.5 en þar varð önnur Sigurborg Guðmundsdóttir á 12.8 Þá sigraði Ingunn í 400 metra hlaupinu á 56.1, aðeins tveimur sekúndubrotum frá eigin vallarmeti. önnur í 400 metra hlaupinu varð Sigríður Kjartans- dóttir á 58.3, Sigurborg Guð- mundsdóttir, Armanni, þriðja á 59.8 og Sigrún Sveinsdóttir Armanni, fjórða á 60.7 Það var mikii og hörð barátta í 1500 metra hlaupi kvenna — ekki taktiskt hlaup — en gífurleg bar- átta milli Guðrúnar Árnadóttur FH og Thelmu Björnsdóttur úr Breiðabiiki. Þær stöllur fylgdust að alla vegalengdina en Guðrún seig fram úr á endasprettinum og sigraði á 5:03.6, aðeins einu sekúndubroti á undan Thelmu. Annars urðu úrslit í heild á Reykjavikurleikunum: 100 m hlaup kvenna: sek. 1. Ingunn Kinarsdótlir 12.5 2. SÍKurhoru (lurtmundsd. 12.8 .‘I. Iiára Svoinsdóttir i:u 4 Si«rlrtur Kjartansd. 1.1.1 5. Kul Ólafsdóttir 1.1.5 (>. lijörk liiKÍmundard. 1.1.5 100 m hlaupkarla: I. Vilmiindur Vilhjalmsson 1 ().<* 2. Cliarlio WHIs I0.il 3. Mike Solomon 11.0 4. Magnús Jónasson 11.3 5. Guðlaugur Þorsteinss. 11.5 6. Jón S. Þórðarson 11.5 1500 m hlaup karla: (A-hlaup) — Minningarhlaup um Svavar Markússon mín. 1. Enk Mathisen 3:45.7 2. Josyi Kimeto 3:47.1 3. Jón Diðriksson 3:53.6 4. Gunnar P. Jóakimsson 3:57.8 5. Sigfús Jónsson 3:58.4 1 500 m hlaup karla: (b-hlaup) 1. Steindór Tryggvason 4:08.0 2. Sigurður P. Sigmundss. 4:08.8 3. Hafsteinn Óskarsson 4:09.6 4. Þorgeir óskarsson 4:11.8 5. óskar Guðmundsson 4:27.3 6. Markús Ivarsson 4:44.6 7. Magnús Haraldsson 4:48.0 8. Karl Blöndal 4:54.8 Hástökk. konur: m 1. Larissa Klementjenok 1.80 2. Lára Halldórsdóttir 1.55 3-4. Hrafnhildur Valbjömsd. 1.55 3-4. Ragnhildur Sigurðard. 1.55 400 m hlaup kvenna: sek. 1. Ingunn Einarsdóttir 56.1 2. Sigríður Kjartansö. 58.3 3. Sigurborg Guðmundsd. 59.8 4. Sigrún Sveinsdóttir 60.7 Langstökk, kariar: m 1. Ivan Lobatsch 7.49 2. Friðrik Þ. Óskarsson 7.21 400 m hlaup karia: sek. 1. Mike Solomon 47.3 2. Jón S. Þórðarson 51.1 3. Einar P. Guðmundsson 51.2 Kúluvarp, kariar: m 1. Hreinn Halldórsson 21.02 2. Geoff Capes 20.60 3. Terry Albritton 19.89 4. A1 Feuerbach 18.54 5. óskar Jakobsson 17.75 6. Guðni Halldórsson 16.40 1500 m hlaup kvenna: mln. 1. Guðrún Árnadóttir 5:03.6 2. Thelma Björnsdóttir 5:03.7 3. Hjördís Armannsdóttir' 5.27.3 4. Bára Friðriksdóttir 5:27.8 Stangarstökk, kariar: m 1. Larry Jersee 5.30 2. Jeff Kingstad 5.01 3. Guðmundur Jóhanness. 4.00 4. Karl West 4.00 Vilmundur Vilhjálmsson — öruggur sigurvegari í 100 metra hlaupinu. DB-mynd Bjarnieifur. Norðmenn auga til Tc „Víkingur frá Stafangri hefur sýnt því mikinn áhuga að fá mig tii að þjálfa og haft samband við mig. Ég sagði hins vegar að þeir yrðu að bíða fram yfir HM-Ieiki tslands því ég hefði skrifað undir samning við KSÍ og fyrr en sá samningur væri útrunninn færi ég ekki frá ís- landi,“ sagði Tony Knapp, landsliðs- þjálfari ísienzka landsliðsins, en ýmis lið á Norðurlöndum hafa sýnt Tony Knapp mikinn áhuga undan- farið. Greinilega hefur árangur ís- lenzka landsiiðsins vakið mikla at- hygli á Norðurlöndum. Þá hefur einnig verið skrifað um það í norsk blöð að Lilleström, sem nú hefur örugga forustu í 1. deild, eigi í vandræðum með Joe Hooley og það kemur engum á íslandi á óvart. Norsku blöðin hafa skrifað að Lilleström vilji Knapp en hann vildi ekkert um það segja. „Hins vegar hefur KSl ekkert talað við mig um frekari samning en núgildandi samningur minn rennur út 21. september, eftir HM-leikinn gegn N-Irum,“ sagði Tony Knapp. „Framundan eru þrir HM-leikir, ákaflega erfiðir leikir og allir er- lendis. Það veldur mér miklum áhyggjum að félögin erlendis hafa ekki sinnt fyrirspurnum okkar um að fá landsliðsmenn okkar í HM- leikina. Aðeins eitt félag hefur svarað okkur, það er Jönköping, sem hefur þegar sagt að Teitur Þórðarson fáist ekki laus þar sem Jönköping á að leika um sömu mundir. En engin svör hafa komið frá Royale Union og Standard Liege i Belgíu, ekkert svar frá Celtic I Skot- landi, ekkert svar frá Halmia I Svf- þjóð. Vissulega bagalegt því til- kynna þarf hópinn fyrir 20. ágúst. Það er því vissulega möguleiki að við spilum án Jóhannesar, Asgeirs Sigurvinssonar, Matthíasar Hall- Öruggl Atvidaberj Atvidaberg hefur nú örugga for- ustu í 2. deiidinni sænsku, hefur hiotið 28 stig, 6 stigum meira en næsta lið sem er örgryte. Halmia er í þriðja sæti með 19 stig. Matthías Hallgrímsson. var settur í straff eftir landsleikinn gegn Sví- um hjá Halmia vegna yfirlýsinga hans við sænska blaðamenn þar sem hann gagnrýndi þjálfara Halmia mjög. Matthías var settur í straff í einn leik, gegn Alvestra, en honum tapaði Halmia 0-4. Matthías kom inn í næsta leik, gegn Raa, og lyktaði leiknum með jafntefli, 1-1. Það var einmitt send- ing frá Matthíasi sem færði Halmia markið. Þá var leikið gegn Norrby og rétt eins og gegn Raa varð jafn- tefli, 2-2, og eins og þá jafnaði Norrby í lokin. Þriðji leikur Matt- híasar var loks gegn Ulvissahamn, enn jafntefli, 1-1, og Matthías Hall- Walker nærri heimsmeti Bayi Um 40 þúsund áhorfendur fylgd- ust spenntir með hlaupi Johns Waiker í Brussel í Belgíu, minn- ingahlaupi um belgíska hiauparann Ivo Van Damme er lézt svo sviplega í bilslysi í desember á siðasta ári. Walker hljóp 1500 metrana á 3:32.7. Það var Bandaríkjamaðurinn Steve Scott sem leiddi hlaupið framan af og eftir 800 metra var tími Walkers 1:51.9 — tími sem hefði átt að nægja til að bæta met Filberts Bayi en það er 3:32.2. En Scott missti hraðann eftir 1000 metra og eftir það var það einungis Walker og áhorfendur er hvöttu hann dyggilega. A síðustu 100 metr- unum gaf Walker aðeins eftir — og heimsmet Bayi stendur enn, 3:32.2. Tilraun Walkers var góð og vel við hæfi í minningu Ivo Van Damme, hins mikla hlauparaefnis er tók bæði silfrin i 800 og 1500 metrun- um.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.