Dagblaðið - 17.08.1977, Side 14

Dagblaðið - 17.08.1977, Side 14
14__________________ DAGBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. AGUST 1977. Hagkeðja með brostna hlekki Engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn. Þess vegna læt ég tilleiðast að benda pér á ndkkrar villur í svo- kallaðri hagkeðjustefnu þinni, Kristján Friðriksson. Ég hlust- aði á útvarpserindin þín og fann þar, að mínu viti, margar villur. Hvort við köllum þær kórvillur eða eitthvað annað, skiptir ekki máli. Það kom mér á óvart, að þú værir búinn að stúdera fiskifræði og almenna hagfræði undanfarin 25 ár, og þess vegna er undarlegra, að þú skulir láta þér detta þessi stefna í hug, svona yfirleitt.Mér fellur hún ekki í geð af mörgum ástæðum og mun ég fara í saumana á nokkru af því, sem okkur greinir á um. Ekki svo að skilja, að ég ætli í neitt blaðapex við þig. Þú sannfærir mig hvort sem er ekki. Eg mun taka fyrir, lauslega þó, þá hlið málsins, sem greinilega varð kveikjan að þessari hugdettu þinni og kannski sannfæringu. Þá er það númer eitt. ,,Að ná flotanum frá veiðum tug- þúsunda veiðidaga á ári (til að byrja með):“ Það voru mín orð. „Var það nú lausn,“ voru þín orð. Þetta skal ég nú skýra nánar. Eins og ástatt er nú um stofna þorsksins, ýsunnar, ufs- ans og karfans, þá þola þeir ekki í bili sömu sókn og verið hefur. Þetta viðurkenna allir, sem um þessi mál fjalla og hugsa nema kannski viss út- gerðargrínisti suður með sjó. Nú undanfarið hefur flotinn verið stöðvaður til að létta á sókninni. Og þessu verður haldið áfram á næstunni í smá- skömmtum, til að minna finnist fyrir því f atvinnunni. Skipin hafa ýmist farið á aðrar veiðar eða í lagfæringu. Vissulega hlýtur þetta að hafa jákvæð áhrif á heildaraflann, en sam- kvæmt minni skoðun er þetta ekki gert á réttum tíma. „Slœm fiskifrœði“ Flotann átti að stöðva um hrygningartímann í vetur, aftur í sumar smátt og smátt og svo um áramótin, þegar fiskurinn smái kemur á vissum stöðum upp að landinu. Svo mátti lengja löndunartíma skipanna að auki. Þetta kallar þú, Kristján, slæma fiskifræði, en það er aðeins þín skoðun. Þarna er sem sé galli á hag- keðjuútreikningnum hjá þér, og einn minus færð þú þar. Fiskifræðingarnir okkar benda á, að hægt sé hugsanlega á næstu um það bil 10 árum að auka hámarksafla upp í 850.000-900.000 tonn með þvf að hlffa hrygningarfísklnum meðal annars. Vondir fiski- fræðingar eða hvað? Eg held, skal ég segja þér, að við eigum býsna snjalla karla í þeim hópi. Þú mátt ekki gleyma þeim, þótt þeir hafi ekki allir verið sfles- andi fiskifræði síðustu 25 ár. Þeir telja það grundvallaratriði 1 uppbyggingu þorskstofnsins, að mun minna verði veitt úr stofninum á næstu árum og sér- staka rækt verði að leggja við vöxt hrygningarstofnsins. Þau orð skil ég á þann veg, að við verðum að minnka sókn f hrygningarfiskinn um hrygningartímann, aðallega, og þá leggja skipum og dytta að þeim eða sækja í aðrar tegundir fisks á meðan. Þeir virðast ekki vera hræddir um, að seiðin sálist úr hungri, að minnsta kosti er talið, að við getum farið að at- huga með veiðar á sviflægum krabbadýrum og t.d. rauðátu upp á milljónir tonna árlega, lffi sjávar að skaðlausu. Að þessum upplýsingum fengnum verð ég að líta svo á, að þarna fáir þú enn einn mínus, eða tókstu þetta ekki með f reikninginn? Netakónganafnbótin Um svif og aðra átu í sjó og vatni eru þó fjandakornið nokkuð margir kaflar f fiski- fræðinni. An ætis væri enginn þorskur. Svo er ein vitleysa hjá þér enn samkvæmt skoðunum al- vörufiskifræðinga. Hún er sú, að stór hrygningarstofn þarf ekki endilega að skila neinu risamagni seiða, heldur geti ýmsar ástæður orðið til þess, að lélegt komi undan stórum stofni en minni stofn geti aftur á móti skilað góðum árgangi. Þar þarf eflaust ekki að koma til ætisskortur. Einnig gætu ef- laust hafstraumar, sjávarhiti að ógleymdri mengun o. fl. haft sfn áhrif. Ef við flettum upp í „öldinni sem leið“, og „öldinni okkar“, finnum við dæmi um smáfiskaár, aflaleysisár og jafnvel algjöran aflabrest. Að vísu var tæknin við fiskveiðar þá nánast engin, en samt brast þarna f hagkeðjunni, og er ein villan þar, þvf að við getum aldrei sagt fyrirfram, hvað við munum veiða, heldur aðeins getið okkur til um það. Náttúruöflin ráða þar. Mér þykir þú slakur eða ragur við að hlífa' hrygningarstofninum, þar sem þú vilt helzt hálfhlffa honum í 6-7 ár í staðinn fyrir að ganga hreint til verks, eða með öðrum orðum vfsindalega. Þarna álít ég stóra skekkju í þínum útreikningi. Og mínus færð þú þar. Eitt get ég meðal mnars ekki skilið hjá þér, það =r, að þú vilt endilega senda netakónganafnbótina norður og austur fyrir land, þegar þitt kerfi verði komið í gagnið, sem verður vonandi aldrei. Einhver lykt finnst mér að því. Fyrir norðan eiga margir sjómenn á minni bátunum sitt úthald sjálfir, fara vel með það og reyna að koma með eins góðan afla að landi og hægt er. Þar ræður ferðinni sú hugsun, að framleiða góða vöru og fá sem mest fyrir hana, en ekki bara tonnafjöldinn. Þannig að þú færð bæði villu og svo verður þú að hafa titilinn áfrarr sunnan fjalla. Við segjum stopp Um auðlindaskattinn hef ég þegar sagt, á eins „penan“ hátt og mér er unnt, það álit, sem ég hef á honum en bæti þó við, að þegar við höfum hafnað og erum smátt og smátt að losna undan oki sjóðakerfis, sem er ffnt orð yfir þjófnað, þá segjum við stopp. Þegar við höfum aftur á móti náð upp fiskistofn- um okkar, förum við að full- vinna aflann meira hér heima og þar af leiðandi þurfum við, þegar þar að kemur, á öllum tiltækum mannafla að halda við þá framleiðslu. Við eigum eftir að byggja hér upp alvöru fisk- iðjuver, sem framleiða vörur, sem seljast um allan heim og verða eftirsóttar. Vió verðum samt eflaust að endurskoða sölumál okkar talsvert, svo að það megi verða. Nú mátt þú ekki halda, að ég sé á móti íslenzkum iðnaði. Þvert á móti er það mér ánægja og heiður að hafa tækifæri til að kaupa talsvert af þeim vörum. Aftur á móti held ég, að íslenzk iðnfyrirtæki séu vit- laust byggð upp nema nokkrar undantekningar, svo sem verksmiðjur SlS á Akureyri o. fl. Ég er þeirrar skoðunar, að iðnfyrirtækin (ekki þó öll) séu byggð upp í of smáum eining- um og veikum, sem þola ekki neinar sveiflur. En það er vist það, sem þú vilt í hagkeðjunni þinni, því að samkvæmt henni er það i lagi, aðferðin er ein- faldlega sú að kafa í vasa út- gerðar- og sjómanna! Bezlu iðnaðarfyrirtæki okkar eru byggð upp af dug- andi mönnum á eigin ábyrgð en ekki á annarra kostnað eins og þú vilt byggja upp þinn smá- iðnað. Ekki get ég séð, hvernig þú ætlar að byggja þennan hag- keðjubagga upp á lýðræðis- legan hátt. Vanþróaðir, kommúnískir byltingarmenn hafa prófað að „taka frá þeim ríku“ og afhenda það fátækum. Utkoman er undantekningar- laust sú, að enginn á neitt og fljótlega minna en ekki neitt. Þess vegna, meðal annars, tel ég þína hugmynd fráleita og jafnvel hættulega. Niðursetninaar Þú verður að sætta þig við, að við búum í lýðræðisríki, það er vestrænu lýðræðisríki, og það samræmist ekki skoðunum frjálsra manna að láta ráðstafa sér eins og niðursetningum hér áður fyrr. Þú segir ekki norð- lenzkum og austfirzkum sjó- mönnum, að ef þeir ætli að búa í þessum landshlutum skuli þeir veiða í net, eða vestfirzk- um línu- og handafæramönn- um, að nú skuli þeir gjöra svo vel og veiða í troll. Nei, Kristján, Það er ofstjórnarlykt af hagkeðjukerfinu þínu. Þú hlýtur að róa fáliðaður á hag- keðjubátnum þínum, en flestra stuðning fengir þú, ef þú berðist fyrir sköttun, og þá á ég við hárri sköttun á erlend fiskiskip i landhelgi okkar. Það er svakalegt, að íslenzk fiskiskip skuli þurfa að víkja af fiskimiðunum eins og nú er, meðan meðal annars belgískir og vestur-þýzkir togarar rass- skella miðin okkar. Það yrði þér til sóma, ef þú ventir þínu kvæði í kross og tækir upp bar- áttu fyrir íslenzkri landhelgi fyrir íslendinga. Þar væru jafn- vel 50-100 fyrirlestrar kær- komnir, og fyrir mann eins vel máli farinn og þú ert verðugt verkefni og geðþekkt. Sundraðir rúlla þeir Með auknum sjávarafla og fullvinnslu hans sköpum við þjóðinni aukna hagsæld og í kjölfar þeirrar hagsældar mun að sjálfsögðu þróast annar iðnaður. Við eigum eftir að verða sjálfum okkur nóg að talsverðu leyti á því sviði en á heilbrigðan hátt. Tækifærin koma á sínum tima og vonandi fyrr en við höldum. Þá verðum við menn til að gera hlutina sómasamlega en ekki pínulítið hér og enn minna þar eins og Kjallarinn Davíð Haraldsson þetta yrði hjá þér. Við fáum tækifæri til að hjálpa öldruðu fólki og fólki með skerta starfs- getu myndarlega og með glöðu geði. I þessu harðbýla en þó góða landi munu allir hafa nóg. Þá munu iðnrekendur sjá þá staðreynd, að með sameinuðum kröftum geta þeir gert stóra hluti en að sundraðir rúlli þeir. Þú vilt kenna þingmönnum okkar um einhvern glæp í sam- bandi við sjávarútveg dagsins 1 dag, en getum við yfirleitt sakað sofandi menn um nokk- urn skapaðan hlut? Einn rumskaði þó og reit grein í Dag- blaðið 28. júlí sl. um Kröflu- ævintýri í sjávarútvegsmálum. I sjálfu sér stórmerkilegur við- burður og gaman fyrir Sighvat Björgvinsson að ríða hér á vaðið, en rólega fór hann þó í málið, sem von var, ný- vaknaður. Það er einhvern veginn þannig með þessa bless- aða þingmenn okkar, að ef þrasa skal um lítinn staf, stóran eða zetu, er hamazt, sparkað og jafnvel haldnar maraþonræður. En ef eitthvað, sem vit er í, er á döfinni, þá er mesti vindurinn úr þeim og dundið tekur við. Þannig kemur þetta mér fyrir sjónir. Annars datt mér Jón Sólnes, í hug, þegar Sighvatur nefndi Kröflu. Kannski á Jón eftir að láta til sín taka í sjávar- útvegsmálum. Hann er að mínu áliti einn af afar, afar fáum þingmönnum, sem eitthvert púður er í og ekki skíthræddur við allt og alla. Einmitt maðurinn, sem gæti vakið þing- heim af þyrnirósarsvefninum. ísinn Þú talar um, að flotinn sé of stór. Þar erum við ekki alveg sammála, því að þegar við höf- um losnað við 130 erlend veiði- skip út úr landhelginni breytist staðan heldur betur. Aftur á móti er ég andvígur eins stór- felldum skipakaupum í einu eins og hafa verið hjá okkur. Flotinn á eftir að stækka enn meira og breytast mikið, þegar tími er til kominn. Hissa er ég þó á því, að Selfyssingar og Egilsstaðabúar skuli ekki sækja um skip saman. Það mætti vinna aflann í Hveragerði. Þú vilt veiða 750.000 tonn á ári á 30-50% minni flota, en það er einfaldlega ekki hægt. Fiskurinn syndir í sjónum eins og þú veizt og ferðast lang- ar leiðir á skömmum tíma. Ég leyfi mér að efast um, að hægt sé að reka áætlunarbúskap með árangri í sjávarútvegi, að ég tali nú ekki um, ef hann á líka að standa undir svo og svo mörgum hundruðum valtra smáfyrirtækja víðs vegar um landið.Það þyrfti naumast meira en eitt ísaár til að splundra öllu kerfi þínu. Það er stutt síðan hafís lá upp að land- inu alla leið suður og vestur að Ingólfshöfða og olli truflunum á siglingum. Ég var á togara í isnum þá, og ekki gæfi ég fimm aura fyrir sum nýju skipin okkar í slíkum ís. Og ísaár skaltu bóka. Frá 1801 til 1900 var is landfastur í meira en 3 mánuði í 16 ár samtals, og hvert ár undanfarið höfum við komizt í tæri við þann hvíta á miðun- um fyrir vestan og norðan, svo að ekki skal gleyma honum. Þú munt auðvitað segja sem svo, að það sé nú betra að hafa smáiðnað upp á að hlaupa, en ég segi aftur á móti, að þá sé betra að eiga einhvers staðar afgang af aurum og byggja fisk- iðjuver á meðan með aurunum, sem annars hefðu í smáiðnaðinn farið og væntan- lega í rekstur hans. Skítkast að togaramönnum Af þessum fáu atriðum, sem ég hef drepið á, má sjá, að hag- keðjustefnan er meira en lítið gölluð og er ekki fyrir okkur Islendinga. Það er af og frá, en gaman er samt að kynnast henni bara á blaði og í orði. Þú hefur þlna skoðun, og ég mína, en þú mátt ekki beita tungulipurð þinni til að rugla fólk í ríminu. Og ekki allar þessar tölur. Þær standast bara I orði en ekki á borði. Svo máttu passa þig á hrognafjöldanum á mann. Alvöru fiskifræðingum ber ekki einu sinni saman um hann. Fleira gæti ég minnzt á, en læt þetta nægja. Og þó. Aðeins eitt enn. Ég vona, að fólk geri sér grein fyrir því, að kjarni hagkeðjustefnu þinnar er að flytja ekki milljónir króna heldur milljarð á milljarð ofan frá sjávarútveginum, sem hefur þó meira en nóg á sinni könnu, að ég tali nú ekki um sjómennina, I hít einhvers „mini“iðnaðar um allt land. Svo bara tvennt að lokum, Kristján. Veizt þú ekki, að fag- urgalar Sjómannadagsins hafa einkarétt á orðunum „hetjur hafsins“? Ekki var um neitt skitkast að ræða í grein minni um daginn heldur tilraun til að stöðva það skítkast, sem dunið hefur á okkur togaramönnum undanfarið, og við höfum þolað þegjandi allt of lengi. Með kærri kveðju. Davíð Haraldsson, Akureyri. Vérzlun * Verzlun Verzlun Heyrðu manni! p.«mi«E7 DHiimmi Bilasalan SPYRNANsíTmso SGangstéttasteypa — Mold Steypum gangstéttir og heimkeyrslur. Útvegum góða mold. Vélqleiga Símonar Símonarsonar sími 74422 STraktorsgrafa ,# Ný Case traktorsgrafa til leigu í öll verk. Vélaleiga Símonar Símonarsonar sími 74422.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.