Dagblaðið - 17.08.1977, Page 15

Dagblaðið - 17.08.1977, Page 15
DAGBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. AGUST 1977. 15 — ný hljómleikaplata með Rolling Stones væntanleg innan skamms ROLLING STONES — Þeir segja Love You Live vera þverskurðinn af tónlist hijómsveitarinnar síðustu fimmtán árin. Rolling Stones aðdáendur (og það er nú enginn smáhóp- ur, maður...) eiga von á tvöföld- um glaðningi frá uppáhalds- hljómsveitinni innan skamms. Annan september næstkom- andi kemur á markaðinn tvö- föld hljómleikaplata, Love You Live, sú síðasta sem Atlantic gefur út með hljómsveitinni. Love You Live var tekin upp í Paris og Toronto í Kanada seint á síðasta ári og í byrjun þessa. Á henni (eða þeim) er Ronnie Wood nú örðinn fastur meðlimur Rolling Stones. Auk gömlu meðlimanna fjögurra koma við sögu þeir Billy Prest- on, Ian Stewart og Ollie Brown slagverksleikari. Umslag plöt- unnar hannaði Andy Warhol, sá sami og gerði Sticky Fingers umslagið. Á Love You Live eru eftirtal- in lög: • Hliö eitt: Stef úr Fanfare For The Comm- on Man eftir Aaron Copland. Þafl tengist síflan vifl Honky Tonk Women, You Can't Dylanáhljóm- leika íEvrópu Verulegar líkur eru taldar á að Bob Dylan komi fram á tveggja daga hljómleikahátíð í Longleat I Bretlandi í byrjun september. Framkvæmdaaðilar hátíðar- innar hafa ekki viljað staðfesta að Dylan komi þar fram en vitað er að fulltrúar þeirra voru nýverið í Bandaríkjunum og áttu viðræður við fulltrúa Dylans. Einnig er talið víst að hljóm- sveitin Who komi fram á Long- leat-hátíðinni. Verði af því að Dylan komi fram á Longleat verður það í fyrsta skipti í sjö ár að Dylan kemur fram í Evrópu. Hann kom síðast fram á Isle Of Wight-hljómleikunum 1970. ÓV. Rock Me, Got Of My Cloud, Happy (það lag syngur Keith Richard samkvœmt vanju), Hot Stuff og Star Star. • Hlifl tvö: Tumbling Dice, Fingeiprint Fila, You Gotta Move og You Can't Always Get What You Want. • Hiifl þrjú: Mannish Bly. Cracking Up, Little Red Rooster og Around And Around. > # Hlifl fjögur: It's Only Rock'n'Roll, Brown Sugar, Jumping Jack Flash og plötunni lýkur síflan mefl hinu eftirminnilega, Sympathy For The Dovil. Tvö þessara laga hafa ekki komið áður út á plötu með Roll- ing Stones. Þau Mannish Boy, eftir Muddy Waters og lag Bo Diddjeys, Cracking Up. Bæði eru lögin á hlið þrjú. Að sögn Rollinganna sjálfra á Love You Live að ná yfir flest það sem þeir hafa gert merki- legt síðastliðin fimmtán árin. Hinir upprunalegu Animals koma saman til plötuupptöku Upprunalegu meðlimir hljómsveitarinnar Animals eru nú saman komnir að nýju í þeim tilgangi að hljóðrita plötu. Hún mun bera heitið Before We Were So Rudely Interrupt- ed og þykir það nafn nokkuð táknrænt. Á íslenzku þýðir nafnið Áður en við vorum ruddalega truflaðir. Af þessari plötu mun eitt lag að minnsta kosti vera komið út á lítilli plötu. Það heitir Please Send Me Someone To Love. Hljómsveitin mun bera nafn- ið The Original Animals til að þeim verði ekki ruglað saman við gömlu hljómsveitina. Þegar hefur verið gerð 'með þeim kvikmynd á hljómleikum, sem á að auglýsa útkomu nýju plöt- unnar. Hinir upprunalegu Animals eru: Eric Burdon söngvari, Alan Price hljómborðsleikari, Chas Chandler bassaleikari, Hilton Valentine gítaristi og trommarinn, John Steel. Fyrir þá sem ekki þekkja til hljómsveitarinnar má geta þess að hún stóð framarlega sem rhythm and blueshljómsveit í Bretlandi um miðjan sjöunda áratuginn. Þá urðu vinsæl með hljómsveitinni lög eins og House Of The Rising Sun og Baby Let Me Take You Home. Síðar, eftir að hljómsveitin breyttist, komu til dæmis lögin River Deep Mountain High, Ring Of Fire og fleiri. Eftir að Animals lögðu upp laupana gerðist Eric Burdon söngvari negrahljómsveitarinn- ar War. Alan Price hætti fljótlega í Animals eftir að hljómsveitin varð fræg. Ástæð- an var sögð sú að hann er méð eindæmum flughræddur og frægðinni fylgdu aukin ferða- lög. Hann stofnaði þá Alan Price Set og þar endurtók sama sagan sig. Bassaleikarinn, Chas Chandl- er, er maðurinn sem var ábyrg- ur fyrir því að Slade urðu fræg- ir. Hann stjórnaði upptökum á flestum ef ekki öllum hljóm- plötum þeirra. THE ORIGINAL ANIMALS — Frá vinstri eru John Steel, Alan Price, Eric Burdon og Chas Chandler. Fremst situr Hilton Valen- tine. verið ao leita að, allt frá því þegar við fórum til Danmerk- ur,“ sagði Ömar Óskarsson. „Hljómsveitin er mjög breytt síðan hún starfaði hér heima. Okkur liggur ekkert á lengur heldur höfum við gert ýmiss konar tilraunir úti í Danmörku í leit okkar að réttu tónlist- inni.“ í Pelikan starfa auk Ómars þeir Júlíus Agnarsson, Ólafur PELIKAN — fara hringinn i kringum iandið á 23 dögum. Hljómsveitin Pelikan er komin heim frá Danmörku, þó aðeins til stuttrar dvalar á land- inu bláa. Nú um helgina hefst feri hljómsveitarinnar um landið og verður byrjað í Stapa. Með í ferðinni verður Einar Vilberg með spánný lög í poka- horninu. Ferð Pelikan og Einars um landsbyggðina tekur 23 daga. Alls verður leikið á nítján dans- leikjum, þar af mörgum ung- lingadansleikjum í miðri viku. Ferðin endar síðan í Reykjavík skömmu fyrir miðjan septem- ber. Að sögn Omars Oskars- sonar hafa þeir hug á að halda hljómleika í höfuðstaðnum, annað hvort í Austurbæjarbíói eða Sigtúni. Utan halda þeir félagar síðan í lok september. „Við erum nú loksins búnir að finna þá músík sem við höfum EINAR VILBERG — leikur eigin lög við undirleik Pelikan. Sigurðsson og Jón Olafsson. Tveir aukameðlimir eru einnig í hljómsveitinni. Þeir eru Dan- inn Sören Larsen og Magnús Magnússon sem eitt sinn lék á trommur með Töturum. Þeir leika aðeins með þegar um stór verkefni er að ræða. Fjórir þeir fyrstnefndu eru því hinn harði kjarni hljóm- sveitarinnar. Þeir hafa í sam- einingu samið þau lög sem hljómsveitin flytur að þessu sinni. Ekkert af gömlu lögun- um sem Pelikan lék inn á hljómplötur gengur lengur. Þau heyra fortíðinni til. Eitt lag af sólóplötu Ömars, Middleclass Man, er þó leikið öðru hvoru. Það er lagið Uncle Donald. Er Pelikan heldur „heim“ til Danmerkur aftur, tekur við upptaka nýrrar plötu með hljómsveitinni. Þá er verið að skipuleggja ferð hljómsveitar- innar í nokkra unglingaklúbba í Danmörku. Þeir starfa á svip- aðan hátt og Tónabær gerði áður en hljómsveitum var út- hýst þaðan. Ennfremur er verið að athuga með ferð Pelikan til Þýzkalands eftir áramót, en sú áætlun er opin í báða enda, eins . og Ómar Óskarsson komst að orði. Pelikan gerði plötusamning við fyrirtækið Polydor fyrir nokkru síðan. í þeim samningi var meðal annars það ákvæði að hljómsveitin þyrfti ekki að taka upp plötu fyrr en hún teldi sig tilbúna til þess. „Við erum nú komnir með efni á plötu, sem við höfum von um að seljist almennilega,“ sagði Ómar. „Það er ekkert vit í því að vera að senda frá sér efni sem maður veit að selst ekki í meira en 1500 eintaka upplagi. Við höfum farið okkur rólega við að finna réttu tónlistina, en teljum að við séum nú loksins komnir á rétta hillu." - AT-

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.