Dagblaðið - 17.08.1977, Page 23

Dagblaðið - 17.08.1977, Page 23
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 17. AGUST 1977. 23 Utvarp Sjónvarp HLEYPUR í SKARÐIÐ í FORFÖLLUM EN VINNUR ANNARS Á DAGSKRÁRDEILD „Eg er nú bara aö leysa hana Margréti Guðmundsdóttur af á meöan hún er í sumarfríi," sagði Sigrún Sigurðardóttir sem sér um óskalagaþátt sjómanna A frí- vaktinni á morgun. Sigrún er einnig að lesa söguna í morgun- stund barnanna þessa dagana. Sigrún er fastur starfsmaður á dagskrárdeild útvarpsins, en Sagðist stundum hlaupa í skarðið í forföllum fastra flytjenda. I fyrramálið er þriðji lestur sögunnar Komdu aftur, Jenný litla, sem Gunnvör Braga segir að hafi alla kosti sem prýða megi góða barnasögu, sé bæði frumleg, skemmtileg, spennandi og vel skrifuð. -A.Bj. Utvarp á sumarvökunni íkvöld kl. 20,00: Skólapiltarnir sendir úr sóttkvínni eftir bökunar dropum í jólabaksturinn vegna taugaveiki, en hálf- neyddumst til þess að ná í nauðsynjar fyrir skólann. Þetta var dálitið sögulegt ferðalag, .eða það fannst í það minnsta okkur sem tókum þátt í því. Þetta var nokkru fyrir jól árið 1918. Þá hafði spánska veikin geisað meðal skólasveina á Hvítárbakka. Við vorum ekki fyrr staðnir upp úr henni en við fórum að tínast i rúmið aftur og þá var það taugaveiki sem herjaði á okkur. Við vorum um- svifalaust settir í sóttkvi. Svo var það rétt fyrir jólin að stúlkunum sem sáu um mat- seldina hjá okkur, fannst þær illá búnar til að baka til jólanna og því vorum við sendir niður í Borgarnes eftir bökunar- (Iropum og fleiru. ■' Þegar við komum ofan í Borgarnes voru allir skít- hræddir við okkur. En talið var óhætt að við segðum frá hvað við ætluðum að fá og sætum svo úti á kletti og biðum eftir að vörurnar yrðu settar út fyrir búðina. Síðan ætluðum við að sækja þær, þegar búðar- maðurinn var farinn. Þó var nú horfið frá þessu ráði og við afgreiddir á venju- legan hátt. Þetta reyndist allt í lagi, því enginn smitaðist af okkur,“ sagði Sólmundur. Sólmundur er ættaður úr Álftaneshreppi og var tvo vetur í skóla á Hvítárbakka. Síðan fluttist hann til Borgarness þar sem hann vann sem skrifstofu- maður hjá kaupfélaginu. Síðar fluttist hann austur í ölfus og fór að búa. Nú hefur hann látið af búskap en hann er orðinn sjötíu og átta ára og fluttur á mölina fyrir einum sex árum. -A.Bj. „Þessi kaupstaðarferð var farin í allra manna óþökk, nema þeirra sem hún var farin fyrir,“ sagði Sólmundur Sig- urðsson sem flytur erindi er hann - nefnir Övenjulega kaupstaðarferð á sumarvöku útvarpsins í kvöld kl. 20.00. „Við vorum nefnilega í sótt- kví í skólanum á Hvitárbakka Sólmundur Sigurðsson er orðinn sjöitu og átta ára gamall og fluttur á mölina fyrlr sex árum. DB-mynd Bjarnleifur. Undanfarna daga hefur verið unnið að þvi að rifa brunarústir Aðalstrætis 12. Þvf hefur verlð fleygt að þarna eigi að rfsa annað hús, álveg nákvæmlega eins og það sem brann. DB-mynd Bjarnleifur. 2 Útvarp D Miðvikudagur 17. ógúst 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynn- ingar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Föndraramir" eftir Leif Panduro. örn Ölafsson les þýðingu sína (8). 15.00 Miðdegistónleikar. David Rubin- stein leikur Píanósónötu I F-dúr op. 12 eftir Jean Sibelius. Csilla Szabó og Tátrai kvartettinn leika Kvintett fyrir píanó og strengjakvartett eftir Béla Bartók. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphom. Halldór Gunnarsson kynnir. 17.30 Litli bamatíminn. Finnborg Scheving sér um tímann. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Viðs|á. Umsjónarmenn: Ólafur Jónsson og Silja Aðalsteinsdóttir. 20.00 Sunnukórínn á isafirði syngur Iðg eftir íslenzka og eríenfla höfunda. Sigriður Ragnarsdóttir leikur á pianó, Jónas Tómasson ieikur á altflautu. Hjálmar Helgi Ragnarsson stjórnar. 20.20 Sumarvaka. a. Óvenjuleg kaup- staðarferð. Sólmundur Sigurðsson segir frá. b. Kvssði eftir Sigurð Einars- son. Baldur Pálmason les. c. A jökul- göngu. Þorsteinn frá Hamri les frá- sögu eftir Hlöðver Sigurðsson. d. Lög eftir íslenzk tónskáld. Pétur Þorvalds- son leikur á selló og Ólafur Vignir Albertsson á pianó. 21.15 Reykjavíkuríeikar I frjálsum íþrótt- um. Hermann Gunnarsson lýsir. 21.30 Útvarpssagan: „Ditta mannsbam" eftir Martin Andersen-Nexö. Þýðand- inn, Einar Bragi, les (21). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Sagan af San Michele" eftir Axel Munthe. Þórarinn Guðnason les (30). 22.40 Nútimatónlist. Þorkell Sigurbjörns- son kynnir. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. Fimmtudagur 18. úgúst 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbssn kl. 7.50. Morgunstund bamanna kl. 8.00: Sigrún Sigurðar- dóttir les söguna „Komdu aftur, Jenný litla“ eftir Margaretu Ström- stedt (3). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Viö sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson kynnir skýrslu rannsóknarnefndar sjóslysa. Tónleikar kl. 10.40. Morguntónleikar kl. 11.00: Orazio Frugoni, Eduard Mrazek og Pro Musica hljómsveitin i Vin leika Konsert i E-dúr fyrir tvö píanó og hljómsveit eftir Felix Mendelssohn; Hans Swarowsky stj. / Filharmoniu- sveitin í Vin leikur Sinfóniu nr. 1 i D-dúr eftir Franz Schubert; Istvan Kerteszstj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning- ar. Sjónvarp íkvöld kl. 21,45: AÐALSTRÆTIER ALLTAF AÐ BREYTA UM SVIPMÓT I sjónvarpinu í kvöld verður endursýnd mynd sem sjónvarpið lét gera árið 1970 um Aðalstræti. Árni Óla gerði texta myndarinnar en Andrés Indriðason hafði um- sjón með upptökunni. Kr íeitazt við að lýsa svipmóti Aðalstrætis og sýna breytingarnar sem á því hafa orðið. Síðan þessi mynd var gerð hafa enn orðið breytingar á Aðal- stræti því nú hefur liklega verið iokið við að rffa brunarústirnar siðan á nýársnótt. Skjótt skipast veður f lofti f borg eins og Reykja- vík, þar sem var hús i gær, er kannski orðið að bílastæði næsta dag. Annars hefur þvi verið fleygt að þarna eigi að byggja aftur hús sem verði nákvæm eftirlíking þess sem brann. Þátturinn var áður á dagskrá 9. nóvember 1970. -A.BJ.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.