Dagblaðið - 23.08.1977, Side 12

Dagblaðið - 23.08.1977, Side 12
12 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. AGUST 1977. íþróttir íþróttir Jón nærri Islandsmeti Svavarsímflu Hrcinn Halldórsson, Evrópu- meistari í kúiuvarpi, varð annar á Hálandaleikunum í frjálsum íþróttum í kúluvarpi — varpaði 20.03. Sigurvegari varð Wladyslav Komar, Olympíumeist- arinn frá Munchen, en hann varpaði líka 20.03. Jafnara gat það ekki verið.Komar sigraði hins vegar þar sem næstlengsta kast hans var lengra en Hreins. Jón Diðriksson keppti einnig á Hálandaleikunum — og hann var nærri íslandsmeti Svavars heitins Markússonar — hijóp míluna á 4:07.2 en íslandsmet Svavars er 4:07.1. Þá voru íslendingar í Donetsk í Sovétríkjunum á Evrópu- meistaramóti unglinga. Þórdís Gísladóttir komst í úrslit í há- stökki — en stökk aðeins 1,70 m, sem er nokkuð frá hennar bezta. Sigurður Sigurðsson hljóp í 100 og 200 metra hlaupum. — Hann hljóp 100 metrana á 11.03 m og 200 metrana á 22.20 en komst ekki áfram í riðlum sínum. Valur eða Skaginn — já, hver verður íslandsmeistari? Nú er aðeins eftir ein umferð í íslands- mótinu í knattspyrnu — og fara fram þrír leikir í kvöld. Vals- menn og Skagamenn berjast nú hatrammri baráttu um Islands- meistaratign — bæði lið með 26 stig og aðeins ein umferð eftir. En það er ekki aðeins barizt um Islandsmeistaratign — þeir Pétur Pétursson og Ingi Björn heyja og mikla keppni um markakóngs- titilinn i ár. Pétur Péturssson, á sínu fyrsta ári í 1. deild hefur skorað 15 mörk í leikjum sínum með Akranesi — en Ingi Björn Albertsson hefur skorað 13 mörk í l.deild með Val. Fast á hæla þeim fylgir Sigurlás Þorleifsson, hinn markheppni Eyjamaður. Urslit ráðast í vikunni. í kvöld leika í Eyjum ÍBV og Skaginn. Skagamenn verða bókstaflega að sigra ætli þeir sér sigur í 1. deild. Sér í lagi verða þeir að sigra þar sem þeir hafa unnið upp tveggja stiga forustu Vals. Með sigri í kvöld setja Skagamenn pressu á Val — sem verður þá að sigra Víking á fimmtudagskvöldið. Já, baráttan er hörð og skemmtileg. Þá stefnir nokkuð örugglega í að KA og Þróttur úr Reykjavík komist í 1. deild og taki þar sæti KR og Þórs sem þegar eru fallin í 2. deild. Staðan í 1. deild íslandsmótsins þegar aðeins ein umferð er eftir í mótinu: Akranes 17 12 2 3 34-13 26 Valur 17 11 4 2 35-15 26 IBV 17 9 3 5 27-17 21 Víkingur 17 6 7 4 19-20 19 Breiðablik 17 7 4 6 25-23 18 Keflavík 17 7 4 6 26-26 18 FH 17 4 6 7 21-28 14 Fram 17 4 5 8 23-34 13 KR 17 3 3 11 23-33 9 Þór 17 2 2 12 19-43 6 Fimm siðustu leikir 1. deildar eru — í kvöld — ÍBV-AkraneSi FH-Þór, Keflavfk-Breiðablik. A morgun — Fram-KR og síðasti leikur Islandsmótsins verður milli Vals og Víkings. Markhæstu leikmenn íslands- mótsins eru: Pétur Pétursson 1A 15 Ingi Björn Albertssim Val 13 Sigurlás Þorleifsson ÍBV 12 Sumariiði Guðbjartsson Fram 8 Tómas Pálsson IBV 8 Atli Eðvaldsson Val 7 Sigþór Ómarsson Þór 7 Kristinp Björnsson ÍA 6 Ólafur Júlíussop, ÍBK 6 Þróttur sigraði Selfoss í gær- kvöld fyrir austan, 2-0, með mörkum Páls Ólafssonar. Staðan í leikhléi var 0-0, en staðan í 2. deild er nú? KA 14 11 1 2 43-19 23 Þróttur, R. 14 10 2 2 32-14 22 Haukar 14 6 7 1 22-11 19 Ármann 14 7 3 4 23-17 17 Isafjörður 14 5 5 4 16-17 15 Reynir, S. 14 5 4 5 21-23 14 Völsungur 14 3 4 7 14-22 10 Þróttur N. 14 3 3 8 17-26 9 Selfoss 14 2 2 10 11-29 6 Reynir, Ar. 14 1 3 10 13-32 5 s V til Víkings Víkingar hafa ráðið bót á þjálfaravandamálum sínum í handknattleik — eftir að Pólverjinn Kutcha tilkynnti að hann kæmi ekki sneru Víkingar sér til Karls Benediktssonar, hins góðkunna þjálfara.Karl hefur nú byrjað æfingar með liði Víkings en Karl Benediktsson gerði Viking að Isiandsmeistara 1975. Karl Benediktsson hefur með góðan mannskap að gera, þeir Arni Indriðason og Kristján Sig- mundsson hafa báðir gengið í raðir Víkinga og hafið æfingar með félaginu. Þá hefur Hörður Hilmarsson tekið að sér þjálfun 2. deildarliðs Stjörnunnar í vetur og mun Hörður leika með félaginu í vetur. Nú fer óðum að draga nær úrslitum í hinum ýmsu riðlum víðs vegar um land, víða hafa félög þegar tryggt sér þátttöku í úrslita- keppni 3. deildar. Þau sex lið, er komast upp úr riðlunum, leika í 2 riðlum — á Akureyri og fyrir sunnan. Siglfirðingar eru nú óðum að tryggja sér sigur i E-riðli, þeir mæta Fylki og Tindastól á Akur- eyri. í hinum úrslitariðlinum verða liklega Austri frá Eskifirði, Leiknir úr Breiðholti og síðan Grindavík. Hins vegar hefur vakið furðu hvernig sigurvegari 3. deildar verður útnefndur, því vissulega verður um útnefningu að ræða. Sigurvegararnir í hvorum riðli um sig leika ekki til úrslita, eins og ætla mætti, heldur á markatala að ráða um sigurvegara — án þess að liðin mætist. Slíkt hefur vakið furðu — langeðlilegast er að sérstakur úrslitaleikur fari fram. F-riðill: En lítum fyrst á F-riðil, þar er baráttan hvað hörðust en lík- legastur sigurvegari er Austri þegar aðeins ein umferð er eftir fyrir austan. Austri sigraði um helgina Hrafnkel Freysgoða frá Breiðdals- vík á Eskifiðri, 4-2. Austri á eftir að leika við Leikni frá Fáskrúðsfirði og nægir væntanlega jafntefli til að tryggja sigur. Mörk Austra skoruðu Halldór Árnason, 2, Leifur Helgason og Bjarni Kristjánsson í sanngjörnum sigri. Einherji frá Vopnafirði heldur enn í von um úrslitasæti, Einherji vann góðan sigur á Horna- firði gegn Sindra — fyrsta tap Sindra á Hornafirði í sumar. Að vísu voru úrslit tvísýn lengi framan af en þeir Baldur Kjartansson, Kristján Davíðsson, Sveinn Hreins- son og Helgi Ásgeirsson skoruðu mörk Einherja. Mörk Sindra skoraði Einir Ingólfsson. Þriðji leikurinn fyrir austan var viðureign Hattar og Leiknis á Egils- stöðum. Leiknir sigraði 3-2 með mörkum Baldvins Reynissonar 2, og Svans Kárasonar. Snæbjörn Vil- hjálmsson og Hafliði Pálsson skoruðu mörk Hattar. Staðan í riðlinum er nú. Austri 11 8 1 2 23-9 17 Einherji 11 8 0 3 28-10 16 Hrafnkell 11 6 2 3 16-15 14 Leiknir 11 5 1 5 20-17 11 Huginn 11 5 1 5 13-21 11 Sindri 12 2 2 8 12-24 6 Höttur 11 1 0 10 9-25 2 Það hefur iðulega viljað brenna við að kærur hafa verið í gangi á Austfjörðum — og er svo í sumar. Austri kærði jafnteflisleik sinn gegn Sindra á Hornafirði og er Austri liklegur til að vinna þá kæru. Þá kærði Hrafnkell leik gegn Sindra — og aftur er líklegt að Sindri tapi kærunni. Þriðja kæran er kæra Hugins á hendur Leikni en sennilegt er að Huginn dragi hana til baka. S.G. D-riðill: Efstu liðin í D-riðli, Tindastóll og Víkingur, léku í Ólafsvík og sigruðu Víkingar örugglega, 5-2. Staðan í leikhléi var 2-0 Víkingi í vil með mörkum Atla Alexanderssonar og Magnúsar Sigurðssonar. En Birgir Rafnsson minnkaði muninn í 2-1 fljótlega í síðari hálfleik, Þorgrímur Þráinsson jók svo forustu Víkings i 3-1, Karl Ólafsson minnkaði muninn í 3-2 fyrir Tindastól en þeir Jóhannes Kristjánsson og Helgi Kristjánsson tryggðu stóran sigur Víkings í hörðum leik þar sem Víkingarnir voru mun ákveðnari. En úrslit leiksins hafa engin endanleg áhrif á sigurvegara í riðl- inum, þar er Tindastóll öruggur sigurvegari. Iþróttir íþróttir TV/NCffCSTER HAGLABYSSUROGRIFFLAR Haglabyssur: Einhleypa 12 cal og 16 cal. Verð. 18.590,- 12 cal. pumpur 5 skota með og án lista 2VC' og 3” verð 54.720.- — 54.720.- — 58.440.- 12 cal. pumpur 5 skota: 2H” án lista kr. 54. 720. 3” án lista kr. 58.440 magnum 23A með lista kr. 62.010 3” með lista kr. 65.725, magnum 23/\ með lista og winchoke 62.455. 12 cal. pumpa sjálfvirk 3 skota 23A" með winchoke kr. 71.230.- Rifflar: 22 cal. rilfill boltaciion magazine 12-18 skota verð kr. 20.820. 22 cal. riffill clip magazine 10 skota verð 23.790.- 22. cal. riffill. Sjálfvirkur. 15-17 skota verð 29.590.- 222 cal. riffill magaziní 5 skota verð 73.010. 243 cal. riffill magazine kr. 75.010 5 skota. 22. cal. riffill Lever action 15-21 skota verð kr. 56.500,- Póstsendum Utilíf Glæsibæ — Sími 30350 Valur eða ÍA Ingi eða Pétur — úrslit ráðast um helgina, hverjir hreppa íslandsmeistaratign og markakóngstign Iþróttli KSoí frá úi — sigruðu bæðií íhdp F] Karl Ben,

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.