Dagblaðið - 23.08.1977, Blaðsíða 24
KENNARASKORT-
UR í FYRSTA SINN
„Þctta er í fyrsta sinn í all-
mörg ár sem ég verð var við
þetta ástand," sagði Ragnar
Georgsson hjá Fræðsluskrif-
stofu Reykjavíkur í morgun en
nú er ljóst að allmikill skortur
er á kennurum hér í Reykjavík.
„Enn erum við ekki búnir að
gera okkur grein fyrir hversu
marga kennara vantar en það
eru greinilega þó nokkrir og
alla vega vitum við um eina
þrjá skóla sem enn eru ekki
búnir að ráða í allar nauðsyn-
legar stöður."
Ragnar sagði að ekki hefði
horft illa í vor en síðan hefði
orðið fækkun í kennaraliðinu.
„Það var með sanni ábending í
þá átt sem nú horfir að í fyrra-
haust áttum við í vandræðum
með að fá fólk í venjulega for-
fallakennslu."
Fram hefur komið að veru-
legur skortur er á kennurum
úti á landi. Er talið, að allt að
300 kennarastöður við hina
ýmsu skóla séu lausar. til um-
sóknar og ekki er útlit fyrir að
hægt verði að ráða í þær fyrir
haustið.
HP
Unnið • er af fullum krafti
í Laugardalshöllinni þessa
dagana, svo allt verði nú tilbúið
fyrir opnun sýningarinnar
„Heimilið ’77“ sem verður n.k.
föstudag. Iðnaðarmenn á þeytingi
með plötur milli skilrúma og
milliveggja og sem sagt allt á
fullu, eins og vera ber þegar
fjórir dagar eru til stefnu áður en
sýning verður opnuð.
Meðal iðnaðarmanna sem voru
að störfum voru tveir starfsmenn
Gúmbátaþjónustunnar, þeir Birg-
ir Guðjónsson og Egill Jón
Kristjánsson. Sátu þeir við sauma
á stærðarinnar gólfteppi sem sett
verður fyrir framan sýningarbás
Vörumarkaðsins í anddyri Laug-
ardalshallarinnar. Kvaðst Egill
hafa verið fjölda ára á sjó og
saumur sem þessi svipaði til
seglasaums sem hann stundaði
talsvert fyrr á árum.
Gólfmottur þessar eru hinar
merkilegustu, komnar hingað til
lands frá Filipseyjum, og efnið *
þeim sótt í Kókospálma. -BH.
m >
Iðnaðarmenn vinna að því að
koma fyrir skilrúmum milli
sýningarbásanna.
opnaríReykjavík
fijálst, úháð dagblað
ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚSt 1977.
--- *
Laxinn siturfyrir
ínýrri kvikmynd
frá ísfilm
Laxar eru væntanlega aðalleik-
arar í nýrri kvikmynd sem fyrir-
tæki Indriða G. Þorsteinssonar og
Jóns Hermannssonar, ísfilm,
hefur nýlokið við og frumsýnd
verður á fimmtudag.
Sigurður Sverrir Pálsson og
Þrándur Thoroddsen önnuðust
kvikmyndatökuna. Kvikmyndin
fjallar um lax, ræktun hans, vöxt,
hegðun og svo að sjálfsögðu enda-
lok á öngli veiðimannsins.
GS.
MINOLTA-keppnin:
Fresturinn
ertil 1.
október
Fjölmargir hgfá þegar sent inn
myndir sínar í Minoltasam-
keppni Dagbláðsjns. Ljós-
myndarar virðast vera margir í
landi okkar og margar dgætar
myndir hafa borizt. Frestur til að
skila er til 1. október. Mjög góð
verðlaun eru í boði, Minolta-
myndavélar og Gaf-filmur að
verðmæti meira en 400 þúsund
krónur
Krafla:
Mikil
heita-
vatnsæð
íholu 11
— bormenn koma
meðbúnaðaðutan
„Það er enn ekki búið að
-ákveða hvort borunum verður
haldið áfram í holu níu,“ sagði
Einar Tjörvi yfirverkfræðingur
við Kröflu í viðtali við Dagblaðið
i morgun. „Þeir komu niður á
mikla heitavatnsæð á um 1300 m
dýpi þar í gær og er verið að
kanna hversu mikill hiti gæti
orðið í henni og þá hvort nokkur
þörf sé á því að bora dýpra.“
Einar sagði að hitastigið í
holunni hefði verið um 130
gráður í gær og að í gærkvöldi og í
dag eigi að kanna hvort hægt
verði að mynda þar vatnssúlu.
;,Mennirnir tveir, sem eru í
kynnisferð hjá skozkum bor-
mönnum hafa nú þegar fundið
töluvert af búnaði sem komið
gæti okkur að gagni á margan
hátt,“ sagði Einar ennfremur.
„M.a. hafa þeir rekizt á útbúnað
sem notaður er við að gera við
borunarskemmdir á holum í sam-
bandi við skemmdar fóðringar og
auk þess hafa þeir fundið tæki
sem Skotar nota við útboranir á
kalki. Allt eru þetta vandamál
sem hrjáð hafa okkur."
Einar sagðist ekki geta spáð
'neinu um það hvenær orkufram-
leiðsla í einhverri mynd gæti
hafizt, „enda er gufuöflun okkar
aðalvandamál. Hola ellefu hefur
ekki nægilcgt gufumagn og er
dyntótt og við bíðum með frekari
aðgerðir við holu sjö þar lil nýi
tæknibúnaðurinn berst hingað.“
-HP.
„HEF ALLA TÍÐ HAFT
GAMAN AF LYFTUM”
segir Guðný Gilsdóttir sem st jórnar einni af mestu lyftum landsins
„Utlendingarnir ætlast til
bess að maður tali við þá á
þeirra eigin máli. Ég tala bara
við þá íslenzkuna. Það gefst
oftast alveg ágætlega. Þó kom
hér Englendingur um daginn
sem skipaði mér að tala ensku.
Ég fórþá að reyta eitthvað út úr
mér á ensku og spurði hvort
hann ætlaði að svara mér á
íslenzku ef ég kæmi til
Englands. Eg held að hann hafi
dauðskammazt sín því hann
sagði ekkert og bara leit
undan.“
Þetta sagði Guðný Gilsdóttir,
áttatlu og fimm ára gömul
kona, sem er lyftuvörður í Hall-
grímskirkjuturninum.
„Það er nú svo sem eins
mikið fyrir sjálfa mig og fyrir
kirkjuna mína sem ég geri
þetta,“ sagði Guðný í samtali
við DB. „Ég var nú orðin ein
míns liðs eftir að maðurinn
minn dó fyrir átján árum og
dauðleiddist að hanga heima.
Ég byrjaði sem lyftuvörður í
hittifyrra en svo lenti ég i bíl-
slysi.Það var keyrt á mig þar
sem ég var að ganga yfir götu á
merktri gangbraut. Eg þurfti
að liggja á sjúkrahúsi í marga
mánuði. Eg byrjaði svo aftur á
lyftuvörzlunni í vor.
En ég verð víst að fara að
hætta bráðum því upp úr bíl-
slysinu fékk ég parkinsons-
veiki,“ sagði Guðný.
Guðný er fædd á Arnarnesi í
Dýrafirði og kom til Reykja-
víkur 1920.
„Eg var ekki að flýja sveitina
þegar ég fluttist til Reykja-
víkur en maðurinn minn,
Guðjón Sigurðsson, var vél-
stjóri á vitaskipinu Hermóði og
þess vegna fluttum við suður.
Annars höfðum við ætlað
okkur að eyða elliárunum á
Arnarnesi þar sem viðdrtttumst
fyrst og trúlofuðumst en úr því
varð ekki og Arnarnesið er nú
komið í eyði,-“ sagði Guðný.
Á meðan við spjölluðum
saman fórum við hverja ferðina
á fætur annarri upp í turn
kirkjunnar og var fullfermt í
hverri ferð.
— Hvað heldurðu að margir
komi hingað?
„Það er ákaflega misjafnt. I
góðu veðri geta komið nokkuð
margir þegar mesti ferða-
mannastraumurinn er. En
stundum koma fáir. Eg fór einu
sinni heim með tvö hundruð
krónur, og það er nú það al-
minnsta.“
Það kostar hundrað krónur
fyrir fullorðna að fara upp og
fimmtíu krónur fyrir börn og
er svo sannarlega þess virði því
útsýnið úr turninum er alveg
með eindæmum skemmtilegt.
„Eg hef aila tíð haft mjög
gaman af lyftum," sagði Guðný.
„En ég komst einu sinni í hann
dálítið krappan í lyftu úti í
Stokkhólmi. Það var árið 1947
að við hjónin vorum þar á ferð
og maðurinn minn var að skoða
vélstjóraskóla. Við fréttum af
einum slíkurn og var kona
skólastjóri. Mig langaði til þess
að sjá hvers konar vélskóli það
væri sem kona stjórnaði. Þegar
við komum í skólann og
ætluðum upp í lyftunni bilaði
lyftuskömmin og við sátum föst
í henni í þó nokkurn tíma. En
svo komst allt í lag, sem betur
fer.“
— Hvernig gengur þér að lifa
af ellilaununum?
„Ég hef aldrei haft eins rúm
auraráð og ég hef núna,“ sagði
Guðný. „Fyrir utan ellilaunin
hef ég líka eftirlaun eftir
manninn minn því hann var
rlkisstarfsmaður. En ég hef
aldrei tekið tvo aura fyrir að
vinna hérna, mér dytti það
aldrei í hug. Stundum kemur
fyrir að útlendingar vilja gefa
mér peninga. Um daginn rétti
einn að mér peninga en ég
benti honum þá á samskota-
baukinn. Hann vildi ekki fyrir
nokkurn mun annað en gefa
mér peningana. En það var allt
I lagi. Eg lét þá bara sjélf I
baukinn þegar hann var f arinn,“
sagði Guðný um leið og hún
tók upp harðangurssaumaskap-
inn sinn. A.Bj.