Dagblaðið - 25.08.1977, Síða 5

Dagblaðið - 25.08.1977, Síða 5
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 25. AGÚST 1977. " ' Ófremdar- ástand í skipa- viðgerðum: Hllögur um stofnun öflugs félags Hægt yrði að framkvæma viðgerðir á öllum skipastólnum Aóstaða til skipaviógerða hefur veriö óviðunandi í Reykjavík og hefur það verið viðurkennt í skýrslu um at- vinnuþróun í Reykjavík undan- farin ár. Stjórn Félags járn- iðnaðarmanna hefur þvi boint því til borgarráðs Raykjavíkur að borgin gangist fyrir stofnun öflugs hlutafélags eða sam- eignarfélags til að byggja upp og roka fullkomna skipalyftu og þurrkví ásamt skipaviðgerða og skipasmíðastöð í Reykjavík. Bygging slíkrar stöðvar miðist við það að hægt verði að fram- kvæma allar viðgerðir á stærri fiskiskipum og öllum kaupskip- um ísl. skipastólsins. Dagblaðið ræddi við Guðjón Jónsson formann Félags járn- iðnaðarmanna og sagði hann brýna þörf á að ráðast f þessar framkvæmdir sem fyrst. Aðstaða í og við Slippinn f Reykjavík væri fyrir neðan all- ar hellur. Skipalyftan þar þyldi ekki stærri skuttogarana og kaupskipin og þvf færi mest af viðgerðum á þeim fram erlend- is, en nokkuð á Akureyri, þar sem hægt væri að taka togarana upp. Enginn krani væri heldur f Slippnum og flytja þyrfti ýmislegt úr vélsmiðjunum í gegnum alla borgina. Guðjón sagði að Reykjavíkur- borg hefði ráðgert athafna- svæði fyrir slfka starfsemi við Elliðaárvog, norðan við Gelgju- tanga. Þar væri að mati jarð- fræðinga auðvelt að grafa út þurrkví og þar væri landrými fyrir athafna- og byggingar- svæði fyrir iðnfyrirtæki sem starfa að viðhalds- og viðgerðar- þjónustu við skip. Auk Reykjavfkurborgar telur Félag járniðnaðarmanna eðlilegt að vélsmiðjur, járn- iðnaðarfyrirtæki, útgerðar- og skipafélög og tryggingafélög taki þátt í þessari félagsstofn- un. - JH Læknar mannleg mein með iljanuddi Eigirðu við óþægindi að stríða í blöðruhálskirtli, milta eða eggja- stokkum, eða ert kannski með harðar axlir og hálsvöðva, þá kann ráðið að vera nudd á réttum stað undir ilinni. Þetta er í stuttu máli kenning Eunice D. Ingham á Zone Terapi eða svæðameðferð- inni svonefndu. í bók sem Örn og örlygur hafa sent frá sér um þetta efni er skýrt í smáatriðum frá þrýstinudds- aðferð Inghams á fleti taugavið- bragða. Segir í bókinni að f Bandaríkjunum viðurkenni máls- metandi menn þessa aðferð sem vísindalega tilraun til áhrifa á vefi fyrir tilstuðlan taugavið- bragða f fótum, auki slökun, sem feli í sér ómetanlega lækninga- möguleika. Höfundurinn nuddar bónda sinn. „Tími sögu- sagnanna” segir Bjarni Guðnason „Það gef ég ekkert út á,“ sagði Bjarni Guðnason prófess- or er Dagblaðið spurði hann, hvort hann hygði á óháð fram- boð í næstu alþingiskosningum. „Fólk er vafalaust að velta' ýmsu fyrir sér, en ég hef ekkert um framboð að segja. Þetta er tími sögusagnanna," sagði Bjarni ennfremur. . jjp Stundum verður hamagangurinn slíkur að hieypt er inn f gusum. Það er ekki um neitt annað að ræða en bíða. DB-myndar R.Th. Sig. sala Enn lifir sá hugsunarháttur meðal íslenzku þjóðarinnar að það borgi sig að fara á útsölur. Þrátt fyrir verðbólguna og orða- tiltækið um að það borgi sig ekki að spara fjölmennir þjóðin, sér- staklega kvenþjóðin, enn á útsöl- ur. Þegar blaðamaður og ljós- myndari DB gengu í gær niður Laugaveginn komu þeir auga á biðröð fyrir utan eina af tízku- verzlunum bæjarins. Þar fyrir innan dyrnar var útsala og komust færri inn en vildu. Þegar svo inn var komið var um að gera að kaupa nógu mikið til þess að ferðin borgaði sig. - DS 1» Laglegar sumarpeysur, — hljóta að vera vei nothæfar f vetur líka? FÝLAN ÆTLAR KEFLVÍK- INGA LIFANDIAÐ DREPA „Það eru allir að gefast upp á þessu,“ sagði Erna Sigurbergs- dóttir, Iláaleiti 28 f Keflavík, í viðtali við DB og átti þar við hina megnu fýlu sem leggur yfir Keflavíkurbæ þegar brætt er i Fiskiðjunni. „Við erum al- veg að kafna, ekki er hægt að hafa börnin utan dyra því þá — úldin loðnulykt affatnaði og börnin æla fara '•þau að æla. Fötin okkar anga af bræðslulyktinni og hús- in öll," hélt Erna áfram og lýsti hinu hörmuiega astaudi sem Keflvfkingar eiga við að búa f mengunarvörnum. „Svo virðist sem fyrirtækið fái að bræla yfir okkur ár eftir ár, allan timann á undanþáguleyfi frá heil-1 brigðisráðuneytinu. Mér finnst að í þessum málum þurfi að gera eitthvað róttækt, skikka verksmiðjuna til að draga úr fýlunni, eins og málum er nú komið gengur þetta ekki mikið lengur." - BH

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.