Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 25.08.1977, Qupperneq 13

Dagblaðið - 25.08.1977, Qupperneq 13
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 25. AGUST 1977. 13 Iþróttir Iþróttir Bþróttir róttir I Olympmmeistarinn kúb- anski lék sér að Boit —f rábær árangur í mörgum greinum á stórmóti í f rjálsum íþróttum íZurich ígær. Þjóðverji sigraði Walker í1500. Komar sigraði íkúluvarpi og bezti heimsárangurinn náðist ítveimur greinum Loksins kom að hinu langþráða einvigi i 800 m hlaupi milli kúbanska ólympíumeistarans Alberto Juantorena og Mike Boit, Kenýa. Þetta gerðist í Ziirich í Sviss í gær, á miklu frjáisíþrótta- móti. Það fór aldrei á milli mála hvor hlauparanna var sterkari. Kúbumaðurinn, sem setti heims- met á vegalengdinni fyrir viku í Sofía, vann nær átakalaust. Hann var sekúndu á undan Boit, en þetta var í fyrsta skipti sem þeir mættust á hlaupabrautinni. Juan- torena var rétt við heimsmet sitt, hijóp á 1:43.64 mín. — heims- metið er 1:43.44 mín.— en Boit Grænt I jós hjá Marteini — Standard tapaði fyrir Anderlecht ígær Það er nú orðið ijóst, að ég get leikið báða HM-Ieiki íslands í næstu viku, sagði Marteinn Geirs- son þegar blaðið ræddi við hann i morgun. Leikurinn við Holland næstkomandi miðvikudag var öruggur en vafi með leikinn við Belga annan laugardag. I gær fékk ég grænt ljós hjá félagi mínu, Union, og get þvi leikið báða HM-leikina. Sama er að segja um Asgeir Sigurvinsson og Guðgeir Leifsson, sagði Marteinn ennfremur. Umferð var í 1. deiidinni belgísku i gær. Þá léku Standard Liege við Anderlecht og tapaði sínum fyrsta leik. Leikið var í Brussel og Anderlecht, vel stutt af áhorfendum, var mun betra liðið í þeirri viðureign og sigraði 3-1. Þeir Nielsen, sem er nýkominn frá Molenbeek tii Anderlecht, holienzki landsliðs- maðurinn Are Haan og van der Elst skoruðu mörk Anderlecht. Eina mark Standard skoraði Riedel. Asgeir Sigurvinsson átti góðan leik með Standard en það nægði ekki gegn hinum sterku mótherjum. Það var mikið talað um það i belgíska sjónvarpinu í gær, þegar leikurinn var sýndur, að þar léku 10 útlendingar með báðum liðunum. Royale Unión lék æfingaleik í gær við annað lið úr 2. deild. Þeir Marteinn og Stefán Halldórsson léku báðir með Union. Jafntefli varð, 0-0. Næsta sunnudag leikur Union í bikarkeppninni en keppnin í 2. deild er ekki hafin. Waregem hefur forustu eftir þrjár umferðir í 1. deildinni, hefur sex stig. Anderlecht og meistarar FC Brugge, sem sigruðu Boom á útivelli 0-1 í gær, eru með fimm stig. Standard er með fjögur stig. Þá má geta þess að Charleroi sigraði í gær — liðið sem Guðgeir hefur leikið með tvö síðustu árin. varð annar á 1:44.64 mín. Þriðji i hiaupinu varð Miiovan Savic, Júgóslaviu, á 1:46.14 mín. og Tom McLean, Bndaríkjunum fjóðri á 1:46.65 mín. Annað stórhlaup var í 1500 m á mótinu í Ziirich. Þar áttust við Johnny Walker, Nýja-Sjálandi, og Vestur-Þjóðverjinn Thomas Wessinghage. Walker virtist öruggur með að sigra í hlaupinu, hafði gott forskot um tíma í loka- sprettinum, en Þjóðverjinn var harður, smávann upp forskotið og v-ann heimsmethafann í mílu- hlaupinu á lokametrunum. Wessinghage fékk tímann 3:37.37 mín., Walker hljóp á 3:37.41 mín. og Bernhard Vifian, Sviss, varð þriðji á 3:32.2 mín. sett í febrúar 1974. Mjög góður árangur náðist í mörgum greinum á mótinu. í 110 m grindahlaupi kom það á óvart að Bandaríkjamaðurinn Charles Foster sigraði kúbanska heims- methafann Casanas. Foster hljóp á 13.49 sek. en Kúbumaðurinn á 13.51 sek. svo minni gat munur- inn ekki verið. Þá kom líka á óvart að ólymípumeistarinn Don Quarrie, Jamaíka varð að láta sér nægja annað sætið í 100 m. hlaupinu. Hann hljóp á 10.22 sek. en sigurvegari varð hlauparinn kunni, Steve Williams, USA, á 10.16 sek. Bezti árangur heims náðist í tveimur hlaupum. Pólska hlaupa- konan heimsfræga, Irena Szer- winska, hljóp 200 m. á 22.37 sek. og varð vel á undan Eckert, Austur-þýzkalandi, sem hljóp á 22.63 sek. Tími þeirra pólsku er sá bezti á vegalengdinni í ár. Þá hljóp bandarísk sveit 4x100 m boðhlaup á 38.56 sek., sem er bezti heimstíminn, en í sveitinni hlupu Bill Collins, Steve Riddick, Cliff Wiley og Steve Williams. Sveitin hafði algjöra yfirburði í hlaupinu. Pólski ólymípumeistarinn í kúluvarpinu frá 1972, Vladislav Komar, sigraði í sinni grein, varpaði 20.54 m og var hinn eini sem varpaði yfir tuttugu metrana. Næstur varð Ralf Reichenbach, V-Þýzkalandi, með 19.94 m og í þriðja sæti Terry Albritton, USA, með 19.78 m. I 5000 m hlaupinu náðist frá- bær árangur. Bandaríkjamaður- inn Marty Liquari gerði sér lítið fyrir og sigraði heimsmethafann Dick Quax, Nýja-Sjálandi, og setti nýtt, bandarískt met, hljóp á 13:16.00 mín. Quax hljóp á 13:17.32 mín. Miruts Yifter, Eþíópíu, varð þriðji á 13:18.12 mín., sem er nýtt landsmet. Samson Kimowbwa, Kenýa, varð fjórði á 13:21.56 mín. og landi hans, Rono, fimmti á 13:22.18 min. I sjötta sæti varð Frakkinn Jacky Boxberger á 12:23.59 mín. sem er franskt met. Af úrslitum í öðrum greinum má nefna að Dwight Stones, USA, sigraði í hástökki, stökk 2.30 metra. Rory Kotinek, USA, varð annar með 2.27 m en pólski ólympíumeistarinn Jecek Wszola varð að láta sér nægja þriðja sætið, stökk 2.21 m. í 400 m grindahlaupi sigraði Edwin Moses, USA,á 48.60 sek. en Wes Williams, USA, varð annar á 49.33 sek. Marlies Oelsner, A- Þýzkalandi, nýi heimsmethafinn i 100 m hlaupi kvenna, sigraði á þeirri vegalengd á 11.21 sek. en Irefna Szewinska varð önnur á 11.27 sek. í 200 m hlaupinu tókst Don Quarrie að hefna fyrir ósigurinn í 100 m, hljóp á 20.26 sek., en Steve Williams varð annar á 20.42 sek. Clancy Edwars, USA, varð þriðji á 20.51 sek. og Steve Riddick, USA, fjórði á 20.56 sek. í stangarstökki sigraði Kozakiewicz, Póllandi, stökk 5.60 metra, en landi hans, Buciarski, varð annar með 5.45 m. Annie Robinson, USA, sigraði í lang- stökki, stökk 8.22 m og Wolfgang Schmidt, A-Þýzkalandi, sigraði í kringlukasti, kastaði 68.28 m. Heimsmethafinn Mac Wilkins, USA, varð annar með 66.34 m. hsím. Þola Valsmenn pressuna, eða verður ÍA íslandsmeistari Víkingur og Valur mætast íLaugardal ísíðasta leik mótsins Reykjavíkurliðin Valur og Vík- ingur mætast í 1. deild íslands- mótsins og bæði verða að sigra vilji þau fá aukaleik um sæti í Evrópukeppni í ár. Já, leikurinn í kvöld er vissulega mikilvægur báðum liðum. Valsmenn verða að sigra vilji þeir knýja fram auka- leik við Skagamenn um íslands- meistaratign í ár. Víkingur hins vegar á ekki möguleika á að sigra í íslandsmótinu en sigri Víkingar í kvöld knýja þeir fram aukaieik við ÍBV um sæti í UEFA- keppninni að ári. Það er greinilega til mikils að vinna fyrir bæði lið þó auðvitað sé meira í húfi fyrir Valsmenn — íslandsmeistaratign. Pressan er því öll á Val, hinum ungu leik- mönnum Vals. Valur hefur dalað nokkuð knattspyrnulega séð í síðustu leikjum, hverju um er að kenna er erfitt að segja. Hitt er að álagið á leikmönnum Vals hefur verið gífurlegt í sumar. Valsmenn hafa staðið í eldlínunni í 1. deild, þeir hafa þegar tryggt sér sæti í úrslitum bikarsins og í sumar hafa þeir átt flesta fulltrúa í landsliði allra félaga. Því hefur hver leikur verið Val úrslita- leikur og þreytumerki verið að koma fram. Valsmenn hafa í síðustu tveim- ur leikjum sínum aðeins fengið tvö stig en í báðum leikjum, gegn FH og Fram, jafnað undir lokin. Pressan, sem hefur verið á leik- mönnum, hefur greinilega sýnt sig, komið fram á leikmönnum.. Valsmenn náðu alls ekki að sýna sínar réttu hliðar í þessum leikj- um og Sigurður Dagsson, hinn annars trausti landsliðsmark- vörður, fengið heldur ódýr mörk á sig. Víkingar hafa hins vegar engu að tapa. Þeir hafa aftur á móti fengið aðeins eitt stig í síðustu þremur leikjum sínurti og Vals- menn ættu því ekki að vera í erfiðleikum með sigur ef litið er á síðustu leiki. ' Það stefnir því í stðrleik mikil- vægasta leik Vals á keppnistíma- bilinu, og, reyndar, Víkingar eygja skyndilega möguleika á sæti í Evrópukeppni. Leikurinn í kvöld fer fram á aðalleikvangin- um í Laugardal og hefst kl. 7. h.halls. fDómari. Eg þarA ( Bomnú. hvernig") L-ui.i'i L’ptnrrtii. --- © KinR Features Syndicatu, Inc.. 1975 World r.Bht, Juantorena hlaupi. tapar aldrei Austurríki vann Pólland Austurríki sigraði Pólland i landsleik í knattspyrnu í Vínar- borg í gær, 2-1. Stering skoraði fyrra mark Austurríkis á 14. mín. og Krankl það síðara á 29. mín. Lið„ Austurríkis hafði mikla yfir burði í fyrri hálfleik til mikillar ánægju fyrir 28.500 áhorfendur. Pólverjar sluppu vel að fá ekki á sig fleiri mörk. í siðari hálfleiknum voru gerðar þrjár breytingar á pólska liðinu og það náði betur saman. Eina mark liðsins skoraði vara- maðurinn Kmicek á 71. mínútu. Nec efst íHollandi Fjórða umferð í 1. deildinni hollenzku var háð í gær og eftir hana er Nec efst með átta stig. Ajax hefur sömu stigatölu en lakara markahlutfall. PSV Eindhoven hefur sjö stig og Sparta sex. Helztu úrslit í gær urðu þessi: Venlo-Amsterdam 3-0 Nec-Volendam 2-1 Haag-Telstar 3-0 Sparta-Deventer 4-0 PSV-Rodá' 4-0 Twcnte-Fejenoord 1-1 Haarlem-Breda 0-0 Ajax-Arnhcm 3-1 AZ '67-Utrecht 4-1 Nec er frá borginni Nijmegen, þar sem HoIIand og Island leika HM-leikinn næstkomandi mið- vikudag

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.