Dagblaðið - 13.09.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 13.09.1977, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1977. 2 r Hitt og þetta um útvarp og fleira G.J. skrifar: saman Svavar Gests og Sig- Ég las í blaði um daginn að valda Þorgilsson. Drottinn einhver var að revna að bera minn dýri, hvernig er það hægt? Svavar er einn af okkar beztu útvarpsmönnum, sem heldur uppi margra klukku-, stunda dagskrá á hverjum laug-' ardegi. Sigvaldi er aðeins annan hvern laugardag með einn klukkutfma f danslögum eingöngu. Það er ekki hægt. Ég eyði ekki miklu f hann Sigvalda ef hann ætti að fara f spor Svav- ars og það líkar ekki öllum þetta eilífa „rock around the clock" sem Sigvaldi er inn- stilltúr á. Polki og ræil fellur ekki öllum heldur. Nei takk, Heiðar Astvaldsson á margfalt frekar heiður skilið fyrir sína smákynningu á lögum og hve smekklega hann minnist Elvis Presley. Það er kvöl að hlusta á Sigvalda kynna lögin nr. eitt, nr. tvö, nr. þrjú og svo kafnar hann, ég fæ í magann bara. Nei, drottinn minn! Ekki bera saman Svavar og Sigvalda. Svavar er óborganlegur og Heiðar hefur mjög skemmtilega kynningu á lögun- um og mjög þægilegan málróm. Og svo elskurnar mfnar, lofið mér að heyra oftar til hennar Guðrúnar A. Símonar, hún er stórkostleg og svo er hún líka manneskja. Stefán tslandi er einnig dýrðlegur á að hlýða. Og svo er það sjónvarpið fyrst ég er farin að skrifa ykkur. Hvar er Vilmundur? Hann er ómissandi bæði f sjón- varpi og útvarpi. Það eru svo mikil tilþrif f honum og alltaf eitthvað til f því sem hann segir. Hann er maður alþýðunn- ar og er hún ekki stærsti hluti þjóðarinnar? Hann Vilmundur má ómögulega þagna, hann er búinn að svipta hulu af svo mörgu sem enn í dag hefði safn- að ryki ef hann hefði ekki hreyft við þvf Eiður var góður, en af hverju er hann orðinn svona hæ- verskur. Mér er alltaf vel við hann en sakna hressileikans sem hann hafði. Hún Sonja Diego er frábær og sú bezta hjá sjónvarpinu. Svo er það Páll Bergþórsson, ekki má gleyma honum. Hann er alltaf svo vel upplagður. Og það setur sérstakan sjarma á veðurfregnirnar þegar Hann birtist á skerminum svona sætur maður sem er óaðfinnan- legur í tauinu og flytur veður fregnir á óaðfinnanlegan hátt. Þá sér maður ekki eftir afnota- gjaldinu. Svo er það Dagblaðið. Það er frábært og bráðnauðsynlegt blað, blað fólksins f landinu. Þið eigið heiður skilið fyrir blaðamennskuna sem þið hafið komið á, það er brot f blaða- mennsku á Islandi. ENN UM TÓNLIST ÚTVARPS Lalli á Akureyri skrifar: Ákaflega fer það 1 mínar annars grófgerðu taugar þegar þulir útvarpsins kynna dægurlögin á laugardögum og sunnudagskvöldum. Væri ekki hægt að gera þetta á líflegri hátt? Það er lfka löngu kominn tfmi til að gefa danskennurun- um blessuðum frf frá störfum um sinn að minnsta kosti á meðan þeir kynntu sér strauma í tónlist er þeir hafa áreiðan- lega ekki hugmynd um. Hvað þá að þeir geti sagt örfá orð um flytjendur eða daginn og veg- inn. Þetta er sérlega leiðinlegt á að hlýða núna þegar tekið er tillit til að þeir tala ekki í beinni útsendingu og geta alltaf klippt á þráðinn þegar henta þykir og kynnir bíður ekki einu sinni góða nótt. Hvar ætli önnur eins frammistaða lfðist en á íslandi? Enn fremur leiðist mér þegar lögin við vinnuna eru kynnt. Á mánudaginn, 5.9., voru leikin 10 lög með Hauki Morthens f bunu. Ekki er ég á móti því en hvers vegna er þess ekki getið í dagskrá að hálftfmi í þættinum yrði helgaður Hauki Morthens. Svona hegðun liðist hvergi nema á tslandi. Eiga ekki ís- lenzkir dægurlagasöngvarar það skilið að þeim sé helgaður hálftfmi af og til í prentaðri skrá og aðdáendur fengju betra tækifæri til að fylgjast með? Er þetta e.t.v. spurning um fé? Huglausum Borgfirðingi svarað Fimmtudaginn 1. sept. sl. gerði ég stutta athugasemd f Dagblaðinu út af skrifum um mig sem þar höfðu birzt nokkru áður undir dulnefninu „Borg- firðingur". Athugasemd þessi var af minni hálfu tilraun til að særa höfund þennan til að koma fram í dagsljósið. Ætlun mín var að virða þessi skrif ekki svars, nema höfundurinn gæfi sig fram, en þó hann hafi ekki haft til þess kjark eða manndóm, sem ég þóttist svo sem vita fyrir, tel ég nú óhjákvæmilegt af ýmsum ástæðum að ljúka þessu máli með stuttri greinargerð. Það virðist sem sumum mönnum sé orðið mál að komast f blöðin að skrifa nfð um náungann og þá dugar ekkert minna en reyna að svifta menn ærunni. Þá er sannleik- anum stungið undir stól, flestu snúið við og öðru sleppt sem máli skiptir. Oft eru þetta menn sem geta ekki unað því að sitja við sama borð og aðrir. Þessir menn vilja sjálfir ákveða hvað sé rétt og rangt. Einn slfkur sendi mér kveðju I Dag- blaðinu 29. ágúst sfðastliðinn. Þar heldur á penna maður, sem hlýtur að þurfa að leita aðstoðar geðlæknis og ég sé ekki betur en grein hans sé skrifuð fyrir aðra en Borg- firðinga, það er að segja þá sem ekki þekkja til. Sem dæmi um það hvernig farið er með staðreyndir segir hann f sorpskrifum sínum orð- rétt „—mann í Borgarnesi sem gegnt hefur starfi þar um skeið en mun hafa fengizt eitthvað við bilaviðgerðir áður.“ Meira að segja þarna, f sam- bandi við iðn mfna, fékk ég ekki notið sannmælis. Það eru 15 ár sfðan ég lauk námi og hef ég unnið að mestu í iðn minni siðan, og siðastliðin tvö ár við hliðina á þessum óharðnaða unglingi eins og greinarhöf- undur kallar skjólstæðing sinn. Hverjum eru ætluð svona skrif? Jú, þeim sem ekki þekkja til. Þeim má segja allt. Svona greinum á f sjálfu sér ekki að svara, þær dæma sig sjálfar. Fyrir þeim sem til þekkja þarf ég ekki að útskýra málið en hinum ætla ég að segja söguna eins og hún er. Þessi óharðnaði unglingur kom með bilinn sinn til um- skráningar og fékk þær athuga- semdir við skoðun, að það þyrfti að endurbæta pústkerfið þar sem það náði ekki nema rétt aftur fyrir miðjan bíl. Til að bæta úr þessu fékk pilturinn 10 daga frest. 9. ágúst, eða degi eftir að fresturinn rann út hitti ég piltinn að máli og bað hann að koma með bílinn í skoðun. Þessu neitaði hann. Næsta morgun bað ég lögregluna að ná í umræddan bíl. Eftir nokkra eftirgrennslan kom í ljós að pilturinn hafði farið til Reykjavfkur og fengið skoðun þar. Við þetta vildi ég ekki una og hafði samband við Bifreiða- eftirlitið í Reykjavík, sem sagði mér að það hefði ekkert við það að athuga að ég skoðaði bflinn aftur og lagalega hefði ég til þess fullan rétt. Að vel athuguðu máli.ákvað ég að skoða bllinn aftur. Nú,það er ekki að orðlengja það, ég setti á bflinn rauóan miða og bannaði notkun hans þar til úr hefði verið bætt. Og vlti menn, pilturinn fer beina leið niður á verkstæði þar sem hann vinnur og bætir úr þessu. Þessu passar „Borgfirðingur" sig á að segja ekki frá f grein sinni. Siðan er svo ekið á rauðum miða um nóttina til Reykjavíkur, eftir þvf sem segir í greininni, og þar var blllinn svo skoðaður og hávaðamældur og mér sfðan til- kynnt um að hann hefði fengið Að vera starfinu vaxinn Skránin^arHkirírini e:? Jinrðtt ao w btéWun Borgfir^ Þ»r sorPb\fft* <''lur V,s> ><>*n *". L «>> ííaasíriS-s‘js,3il skoðun og allt væri nú í lagi. Þar með var mínum afskiftum af þessum bil lokið. Þetta er sagan eins og hún gerðist, fyrir utan öll stóryrðin og svfvirðingarnar, sem ég fékk á mig á meðan á þessu stóð. Og nú spyrja kannski einhverjir. Því þá öll þessi læti? Jú, því er til að svara að hrokinn og mikil- mennskan eru á svo háu stigi hjá sumum mönnum að þeir telja sér allt leyfilegt og svo er Ifka gaman að storka yfirvöld- unum og sjálfsagt að reyna að beygja Bifreiöaeftirlitið, að ekki sé nú talað um þennan nýbyrjaða f Borgarnesi. Þá er hægt að keyra á eftir eins og maður vill og hafa bílinn í þvf ástandi sem manni sjálfum sýnist. Það er mikill munur á' að vera Borgfirðingur, eða skrifa undir nafninu „Borgfirðingur". Mfn reynsla af Borgfirðingum er góð og hef ég ekki oröið var við annað en þeir væru menn sem þyrðu að skrifa undir nafni. En sorinn skilur sig alltaf frá því sem hreint er og þessi persóna, sem nefnir sig „Borgfirðing", skilur sig frá Borgfirðingum á sama hátt. Gfsli Bjarnason Borgarnesi. r Landsmálasamtökin STERK STJORN Laugavegi 84-Sími 13051 Opiðkl. 5-7 alladaga JÆjj. M ££ Syw*SQCM/v/ YB/S/C' HV4G A *£> <?£** v/e> sr/E*sr»t sr&/. V H£/n/? JA. HANN A£> Gr/fNGA O* - • • • Á>AO ££ áú'jö £4 srÆfs-7*} r/fic /#£/**/ T/L »6 S/n*

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.