Dagblaðið - 13.09.1977, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 13.09.1977, Blaðsíða 15
15 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1977. % m. 0i ' T* ' - «4* '4 . ** tí ■■* 4i|, . w . f , > ^ . * * * ■ m , ii •< K X «• • . St <£ Elvis Presley á hljómleikaferðalagi sinu um Bandarfkln 1974. X. Presleys og stúlkunnar hafði þá verið slíkur að tréplatan brotnaði einmitt þegar hæst stóð leikurinn. „Ég fór inn í herbergið,“ segir Red, „og þar voru þau þá hálfnakin, flissandi eins og skólakrakkar í brotnu rúminu Mér fannst þetta sprenghlægi legt. Elvis er að koma til, hugsaði ég með mér. Fljótlega eftir þetta fór ' hann að vera afslappaðri innan um stelpur. Hann fór allur að lagast — og eins og alltaf með Elvis, þegar hann gerði eitthvað, þá gerði hann það af lífi og sál .“ Ekki stórfœttar Elvis hafði mjög ákveðnar hugmyndir um hvernig hann vildi hafa stúlkur og kynlíf. Frændi Reds, Sonny West, sem einnig var Iífvörður rokk- söngvarans, segir: „Hann vildi ekki hafa þær of stórar. Hann vildi hafa þær smávaxnar og kvenlegar. Stórvaxnar konur og brjóstamiklar vildi hann ekki sjá. Hann var einfaldlega ekki brjóstamaður. Hann hugsaði miklu meira um leggi og bak- hluta. Eitt þoldi hann alls ekki — stelpur með stóra fætur. Hann sagði okkur að það væri sama sem þá voru svo vinsælar í Hollywood — rétt eins og nuna. „Eg man að í kringum 1964 höfðu tveir strákarnir f hópnum náð sér í fantalega fallega stelpu og komið henni upp f rúm með sér. Elvis heyrði einhvern hávaða Tit úr herberginu og fór inn til að kahna hvað væri á seyði. En þá sá hann ekki stelpuna vegna hamagangsins f þeim tveimur. Hann varð óskaplega sleginn, sagði hann seinna, þegar hann sá tvo góða vini sína saman uppi f rúmi — þvf Elvis var bölvanlega við allan homma- skap. Hann bölvaði þeim f sand og ösku, öskraði á þá, þangað til þeir sýndu honum stelpuna. Hún vildi endilega fá Elvis með í leikinn. Hún reyndi að kyssa hann, en hann fussaði við því og vildi ekki sjá hana fyrst hún var búin að vera með hinum tveimur. Það endaði með því að stelpu- greyið fór að gráta, fékk sam- viskubit af öllu saman og fékk óbeit á sjálfri sér vegna Elvis. Ég dauðvorkenndi henni.“ Myndsegulband 1968 f(5ru myndsegulbands- tæki að koma á markaðinn. Elvis var ekki seinn á sér, frekar en venjulega, að fá sér þannig tæki. Og það var ekki til að taka fjölskyldumyndir eða fótboltaleiki. „Margar leikkonurnar sem fóru til sængur með Presley, höfðu staðið sig mjög vel á hvíta tjaldinu en besta frammi- staða þeirra fyrir framan myndavélar var aldrei sýnd opinberlega,“ segir Red. „Hann lét myndsegulbandið ganga á meðan hann var með sumar þessar stelpur í rúminu. Og þær vissu vel af því og höfðu gaman af. Margar Holly- wood-stjörnur, sem eiga nóg af peningum, gera þetta iðulega. Sumir hafa það meira að segja fyrir sið, að sýna vinum sfnum þessar upptökur. Elvis gerði það þó aldrei.“ Féll fyrir Ann-Margret Kvikmyndaferill Elvis Presleys hófst 1961 með mynd- inni „Blue Hawaii“. Þá þegar hafði Elvis gert allt það sem flesta karlmenn dreymir um. Hann átti til dæmis Priscillu, Ann Margret og EIvis voru saman um alllangt skeið. þess báðir hversu mjög hús- bóndi þeirra var á móti því að fara til rekkju með konu sem einhver annar hafði snert. „Ástæðan fyrir því að hann vildi ekki giftar konur,“ segir Red, „var sú að hann hafði á tilfinningunni að þær færu úr hans rúmi og í rúm annars manns. Hann vildi heldur ekkert með þær konur hafa sem höfðu átt barn. Eitthvað gerði hann mjög afhuga slíkum konum.“ Þar til Presley skildi við konu sfna Priscillu gortaði hann gjarnan af þvf að hafa aldrei þurft að borga nokkurri konu fyrir blíðu hennar. Ein til vara „Það var talsvert til f því,“ segir Red West, „en eftir að Priscilla fór frá honum gat hann með engu móti verið kvenmannslaus. Það var ekki endilega til að sofa hjá þeim, hann þurfti bara nauðsynlega að hafa konur í kringum sig. Hann fór kannski með eina inn í svefnherbergið sitt — en gætti þess jafnframt að önnur biði hans í næsta herbergi, ef sú fyrsta væri honum ekki að skapi.“ Lffverðirnir fyrrverandi minnast þess, að einu sinni gaf Elvis góðum kunningja sínum svefntöflu, svo hann gæti sjálfur skemmt sér með vin- stúlku hans. Þeir minnast þess einnig að um tfma hélt hann við eiginkonu eins ættingja sinna. Gírugar kvikmyndastjörnur Smám saman jókst félags- skapur Presleys við stúlkur sem notfærðu sér auð hans. Ein þeirra var gullfalleg stúlka — köllum hana Shirley — sem nýlega hafði leikið í frægri kvikmynd. Hún var nautnaleg að sjá og f fyrsta skipti sem hann sá hana var hún i svörtum, gólfsfðum og hálfgegnsæjum kjól. „Elvis sagði okkur að hún væri stórkostleg í rúminu," segir Sonny. Hann lýsir henni sem dæmigerðri Hollywood- píu, sem sóttist eftir ríkidæmi rokksöngvarans. „Þær voru margar stúlkurnar sem Elvis var mjög örlátur við en flestar vildu bara vera með honum,“ bætir hann við. „En þessi, blessaður vertu maður, hún hafði út úr honum spíunku- nýjan Benz 250 sportbíl. En hún lagði sig líka alla fram. Hún notaði hvert tækifæri sem gafst til að draga hann með sér í rúmið. Elvis var alltaf að dásama við okkur hvílíkt tígris- dýr hún væri í rúminu og hvernig hún horfði á hann með kattaraugunum sfnum. Hún var gjarnan í næfurþunnum, hvítum kjólum og í engu innan undir. Speglar Mioað við hið viðtekna í Memphis voru ýmsar hug- myndir Elvis um kynlíf all- glæfralegar. Hann var til dæmis, að sögn Reds West, óiæknandi „gluggagægir.“ Flestir karlmenn eru það reyndar, við skulum viður- kenna það,“ segir Red. Heima bjá Elvis voru tveir risastórir speglar. En það voru ekki venjulegir speglar, heldur þeir sem aðeins var hægt að spegla sig í öðrum megin. Hinum megin frá sást í gegn. Annar var í skáp og þaðan sá maður beint inn f svefnher- ber-gi. „Alltaf þegar einhver var kominn f fullt fjör með ein- hverri stelpunni þarna f her- berginu, þá þyrptumst við með Elvis á bak við spegilinn til að horfa á fjörið,“ segir Red. „Hann fór lfka þarna inn með stelpur sjálfur. Ef við nefndum nöfn sumra þeirra sem skemmtu sér við að horfa í gegnum spegilinn yrðu margir hissa. Einu sinni vorum við meira að segja með nokkrar „gospel“- söngkonur og þær áttu að vera mjög trúaðar. Það kom þó ekki í veg fyrir að þær þyrptust í skápinn til að horfa á. I búningsklefanum í sund- lauginni var annar spegill sem Elvis lét setja upp. Þaðan var hægt að sjá stelpurnar hátta sig áður en þær fóru í laugina. En Elvis var ekkert einn um þetta, enginn okkar var saklaus þótt við vildum ekki viðurkenna það.“ „Bölvaði þeim í sand og ösku...“ Sonny minnist þess að á fyrstu árunurn vildi Elvis ekki koma nærri stóðlífsveizlunum, dýrlega fallega og frfsklega skólastúlku, sem var viðs fjarri glaumnum f Hollywood og beið hans dygg og trú heima í Memphis. Hann var milljóneri. Hann var umkringdur tryggustu mönnum hérna megin við CIA, og hann gat valið úr fleira kvenfólki f kvikmyndaverinu og hinum ýmsu húsum sfnum en fjórir menn komust yfir að sjá um. Stundum voru stúlkurnar öllu ágengari en hann. Hann sagði um eina: „Ég vil ekki vera einn með henni. Þið verðið að vera kyrrir inni, strákar.“ Eitt alvarlegasta sambandið var við Ann-Margret, sem lék aðalhiutverkið á móti honum í kvikmyndinni „Viva Las Vegas“ 1964. A milli þeirra ríktu miklir kærleikar. Hún hélt lengi til í húsi Presley f Hollywood — húsinu sem Elvis keypti af íranskeisara. „Hún var stórkostleg stúlka,“ segir Sonny. „Faileg en mjög þægileg f umgengni. Elvis var vitlaus f hana.“ Annars konar kœrleikur önnur fræg leikkona sakaði söngvarann einu sinni um að hafa gert sig vanfæra. Áður, á meðan hann var hermaður í Þýzkalandi, hafði önnur stelpa kennt honum barn. „í>að gæti hafa orðið ljótt mál ef æsi- blöðin hefðu komist f það,“ segir Red. „Mamma stelpunnar hafði boðið honum heim og hún orðið ólétt. Elvis var að tala við hana I síma þegar hún sagði honum hvernig komið væri. Hann sagði aðeins: „Jæja, við verðum að bjarga því. Við útvegum lækni.“ Meðan á kvikmyndun „Love Me Tender" stóð féll Elvis flatur fyrir kvenstjörnunni, Debru Paget. Tilfinningar hans endurgalt hún aldrei, enda taldi hún Elvis aðeins vera viðkunnanlegan strák.Auk þess var hún með Howard Hughes. Pres.ley gekk viðlíka illa með leikkonuna Dolores Hart, sem lék kvenhlutverkið á móti honum í „Loving You“. En í þetta skipti var það ekki vegna annars manns, heldur hafði Dolores meiri áhuga á annars konar kærleika. Hún var mjög trúuð og varð sfðar nunna. ./. Með kvikmyndaleikkonunnf Debru Paget. Hún tók Howard Hughes fram yfir rokkkónginn — og gekk síðar f klaustur. Alla sfna tfð elskaði Elvis ^ Kadillakka. Þessi mynd er frá 1956, þegar hann var að elgnast einn rauðan. þótt hann væri kominn upp f rúm með einhverri, ef hann svo allt I einu tæki eftir þvf að hún væri stórfætt, væri hann búinn að vera. Hann kæmist ekki nógu hratt út úr rúminu!“ Presley gat heldur ekki þolað að standa nakinn fyrir framan nokkurn mann. „Ég man að hann og einhver annar náungi náðu sér einu sinni hvor í sína stelpuna í Palm Springs og fóru með þær heim,“ segir Sonny. Ekki giftar, ekki mœður „Þar voru nokkrir strákar berir í sundlauginni. önnur stelpan snaraði sér úr öllu og henti sér í laugina. Elvis sagði við þá sem hann hafði ætlað sér að hann vildi ekki að hún klæddi sig úr — hann vildi ekki láta hina strákana sjá hvað hún hefði, ef svo má segja. Hann var með handklæði um sig miðjan og ætlaði svo sannar- lega ekki að vera ber í lauginni. En ég læddist aftan að honum og svipti handklæðinu af honum. Aður en hann vissi af stóð hann allsber fyrir framan stúlkuna. Hann varð óskaplega skömmustulegur og henti sér í laugina til að fela sig.“ Þeir Sonny og Red minnast

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.