Dagblaðið - 13.09.1977, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 13.09.1977, Blaðsíða 1
Þreyttustu gestir Loftleiðahótelsins r———^ Höfðu ekki sofiðnema 6 klst. frá þvíáföstudag Hlýjar viðtökur biður þeirra loftbelgsbrotsmanna Abruzzo og Anderson á Hótel Loftleiðum. Úti á hlaði tók Helga Ingólfsdóttir fulltrúi á móti þeim og bauð þeim inn, þar sem stóð hótelstjórinn Eriing Aspelund og bauð þeim fria dvöl á Loftleiðahótelinu og bað þá vel að njóta. Þeir félagar fengu litla hvíld fyrstu klukkutímana því stanz- lausar símahringingar voru til þeirra víðs vegar að úr heiminum Á miðnætti tókst Erling Aspe- lund að fá Abruzzo til að koma í slysadeild Borgarspítalans. Voru þar saumuð 4 spor í skurð sem hann hlaut á eyra. Það sár hlaut hann við að rekast á stiga í lend- ingu belgsins á ísafjarðardjúpi. I hótelinu var einnig, Irving Rantanen fulltrúi bandarísku Þennan skjöld bar Ioftbelgurinn, skrásetningarnúmer belgsins er á honum og nafn hans Double Eagle. 1 poka sem félagarnir björguðu m.a. var talsvert af sérstimpluðum pósti, merki í tilefni flugsins og svo hafði einhver beðið þá fyrir vínflösku yfir hafið! -DB-myndir Sv. Þorm. „Hér er allt til reiðu sem við getum veitt og þið eruð gestir Hótels Loftleiða," sagði Erling Aspelund hótelstjóri er hann tók á móti loftbelgsmönnum. Við hlið Erlings er bandarískur sendiráðsmaður, sem m.a. bauð þeim ný vegabréf ef á þyrfti að halda. DB-mynd Sv. Þorm. uppl. þjónustunnar sem bauð þeim aðstoð m.a. ný vegabréf hefðu þeir týnt sínum fyrri. Svo var ekki, þau voru þurr og klár á sínum stað. Þeir Abruzzo og Anderson urðu svo hvíldinni fegnir loksins er hún fékkst. Þeir höfðu ekki sofið nema u.þ.b. sex klukkustundir síðan þeir lögðu upp frá Marsh- field s.l. föstudag. ASt. Forysta íslands undir Ólöfu komin Ölöf Þráinsdóttir sat í gær- dag í nær 10 tíma við skákborðð og hafnaði einbeitt jafnteflis- boðum þýzku skákkonunnar Berglitz. Sigri Olöf, hefur tsland náð forystu í 6-landa keppninni í Lukkuborg. Olöf lék biðleik í gærkvöldi. Staðan var flókin: ÓLÖF: Kóngur á c-3, hrókar á al og a3, biskup á d3, peð á c4, d5, e4 og f2. BERGLITZ: Kóngur á b6. hrókur á a8, riddari a5, biskup a g4 og peð á b3, d6, e5, f3 og h5. SJA NANAR A BAKSIÐÚ Geirfinnsmálið: Enn frekari dómsrannsókn, yfirheyrslur og vitnaleiðslur að kröfu verjendanna Yfirheyrslur, vitanleiðslur og samprófanir í Geirfinnsmál- inu hefjast að nýju í dag eftir nokkurt hlé sqmkvæmt kröfu verjenda þeirra manna sem sitja í fangelsi og sakaðir eru um að vera valdir að dauða Geirfinns Einarssonar og Guðmundar Einarssonar. Rannsóknarmenn hafa sett saman heildarmynd af at- burðum þeim er leiddu til dauða þessara manna. Þrátt fyrir framburði sem oft hafa verið mjög á reiki er sú mynd sem helzt er byggt á gerð á grundvelli þeirra framburða. Á grundvelli þeirrar heildar- myndar, sem fengizt hefur eru banamenn og aðildarmenn ákærðir til refsingar. Hefur verið stefnt að því að málfutningur í sakadómi hefjist ekki síðar en í nóvember næstkomandi. Sem fyrr segir hafa fram- burðir hinna sökuðu manna verið mjög á reiki og í þeim beinar mótsagnir. I sumum veigamiklum atriðum ber svo alvarlega á milli að verjendur hinna sökuðu gæzlufanga, telja brýna og óhjákvæmilega nauðsyn bera til þess að t ltekin atriði séu enn á ný rækilega skoðuð. Furðulegt samræmi hefur verið um framburði og frásagn- ir um atburði sem reynzt hafa uppspuni og tilbúningur frá rótum. Þá hafa gæzlufangarnir ekki síður ýmist staðhæft eða dregið til baka staðhæfingar um atvik, sem eru þættir f heildarmyndinni sem ákærur styðjast við og lögð eru til grundvallar þeim. Ef ekkert nýtt kemur nú fram við yfirheyrslur, vitna- leiðslur og samprófanir, má telja víst að mál þessi verði tekin til flutnings fyrir saka- dómi. -B.S.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.