Dagblaðið - 13.09.1977, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 13.09.1977, Blaðsíða 9
DACiBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1977. — 9 V Færeyingar kaupa sig inn á Norður- sjávarmið fyrir fisk frá íslandi Veita öðrum þjóðum f iskveiðiheimildir heima fyrir og fá svo sjálfir að sækja afla f íslenzka landhelgi „Það á alls ekki að heimila Færeyingum nokkrar fisk- veiðar i íslenzkri landhelgi," sagði Auðunn Auðunsson skip- stjóri á nýjasta skuttogara ís- lendinga, Kambaröst frá Stöðvarfirði. „Fyrst Færeyingar telja sig geta samið við aðildarríki Efna- hagsbandalagsins um heimildir þeimtil handa að veiða 11.600 tonn af þorski og ýsu við Fær- eyjar á þessu ári og 30 þúsund- um tonn af ufsa, geta þeir ekki vænzt þess að fá fisk í íslenzkri landhelgi úr deyjandi og dvín- andi fiskstofnum,'* sagði Auð- unn. „Með þessum samningi tel ég Færeyinga vera búna að semja sig af íslandsmiðum. Það er hrein hneisa hvernig þeir koma fram. Þeir semja við aðildarríki EBE um fiskveiðiheimildir í færeyskri landhelgi, gegn því að fá veiðiheimildir við Orkn- eyjar og á öðrum miðum Efna hagsbandalagsríkja. Orundvöll- ur samningsins er hins vegar sá, að það sem þeir láta Efna- hagsbandalagsríkjunum í té af fiski úr færeyskri landhelgi ætlast þeir til að fá aftur í ís- lenzkri landhelgi. Og merkilegt nokk. Þeir fá slíkar veiðiheim- ildir hér. Þannig selja þeir í reynd Efnahagsbandalaginu fisk af Islandsmiðum til þess að færeysk skip komist að á miðum Efnahagsbandalagsrikj- anna.“ Auðunn sagði að ufsastofn- inn sem um væri að ræða væri sameiginlegur fyrir ísland og Færeyjar. Ufsinn gengur allt niður undir kantinn norður af Orkneyjum, síðan framhjá Færeyjum og upp á grunnið við Suð-Austurland. Á þessari leið ufsans semja Færeyingar um veiðiheimildir til handa öðrum þjóðum sem nema 30 þúsúnd tonnum á þessu ári. Auðunn tók fram að nú hefðu Færeyingar minnkað aflakvóta þann sem EBE-ríkin mega veiða í færeyskri land- helgi af þorski og ýsu í 11.600 tonn. Það magn er aðeins meira en magn sömu fisktegunda er Færeyingar sækja hingað með samningum við íslenzk yfir- völd. Veiðiheimildir Faéreyinga hér við land væru því undir- staða þess að þeir gætu keypt sig inn á miðin í Norðursjónum. - ASt. Auðunn Auðunsson skipstjóri. Listaverkið er af hans helzta hugðar- efni, hafinu. litlir eldar Þrisvar sinnum var slökkviliðið kallað út um helgina en í öll skipt- in var um litla bruna að ræða, svo ekki kom til þess að liðið þyrfti að taka á honum stóra sínum. Um hálffimtn-leytið á laugardag var tilkynnt um að eldur logaði í timburstafla að Vesturgötu 69. Höfðu þar börn sem léku sér óvar- lega með eld kveikt í timbrinu, en er slökkviliðið kom á staðinn höfðu starfsmenn hjá Pétri Snæ- land hf. þegar tæmt úr einu hand- slökkvitæki á bálið. Var eldurinn fljótlega slökktur eftir það. Reykur í lyftuhúsi og á gangi í Espigerði 4 á aðfaranótt sunnu- dags, olli því að kallað var í slökkviliðið, en er það kom á stað- inn kom í ljós að pottur með mat í hafði gleymzt á eldavél og verið valdur að reyknum. H ALDIÐ TIL HATIÐAR Þessi mynd var tekin á Þingvöll- um í fyrrakvöld þegar séra Eirikur Eiríksson og kona hans. Kristín Jönsdóttir, gengu til Val- hallar en þar hafði Ungmenna- félag íslands boð inni í tilefni af 70 ára afmæli félagsins. Séra Eirikur hefur tekið mikinn þátt í störfum UMFÍ og er heiðurs- félagi samtakanna. A hátíðarfundinum á Þingvöll- um var m.a. rætt um næsta lands- mót, sem haldið verður á Selfossi á sumri komanda. Hafsteinn Þor- valdsson var endurkjörinn forseti UMFÍ. — DB-mynd Sigurjón Jóhannsson. Á Bræðraborgarstíg kviknaði í svefnbekk aðfaranótt mánudags, en er slökkviliðið kom að, var búið að koma svefnbekknum út úr húsi og var slökkt í honum þar. - BH Ástandið óvíst íBjarnarflagi: KÍSILIÐJAN RÉTT SKRIMTIR AF ÞEIRRIGUFU SEM FÆST Starfsmenn Orkustofnunar rikisins Bjarnarflagi telja ekki ráðlegt að loka borholum gufu- aflstöðvarinnar ennþá til þess að kanna skemmdir á þeim, þar sem enn er mjög mikill kraftur í holunum. Það verður því beðið þar til aðeins hægist um. Gat er á röri í holu 4, þar sem gasgosið varð og er talin hætta á að upp komi gufu- eða leirgos ef lokað er fyrir holuna. Þá hefur fóðring í holu 5 færz.t meira og meira upp. Hola 7 er alveg dauð af hraunstíflu. Þrátt fyrir þetta fær Kísiliðj- an gufu, þar sem holur 3, 6 og 10 eru tengdar inn á kerfið, en samkvæmt upplýsingum Þor- steins Ólafssonar framkvæmda- stjóra Kísiliðjunnar er ástandið óvíst i Bjarnarflagi og Kísiliðj- an rétt skrimtir með þá gufu sem fæst. Framleiðsla byrjaði i Kísiliðjunni um helgina og hefur gengið stórslysalaust og á meðan ástandið er óbreytt er hægt að halda framleiðslunni áfram. Unnið er að bráða- birgðaviðgerð á þrónni sem gaf sig og fullnaðarviðgerð verður unnin siðar. Nú í vikunni eru væntanlegir matsmenn frá viðlagatryggingu og meta þeir tjón á mannvirkj- um og þá hvort skrifstofuhús- næði Kísiliðjunnar er ónýtt. Hæpið er að nota það ef eitt- hvað verður að veðri, því þakið lekur og víða eru stórar sprungur í veggjum. Stjórn verksmiðjunnar hefur enn ekki komið saman til ráðagerða um aðgerðir í framtíðinni. Aðrar fréttir úr Mývatnssveit eru þær að skjálftavirkni er lítil og hitaveitan er koniin i gagnið á nýjan leik. - JH Séð yfir mannvirki Kisiliðjunnar. seni náttúran hefur leikið heldur en ekki gráll siðuslu niánuðina. Ljósniynd Mats Wibe Lund.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.