Dagblaðið - 13.09.1977, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 13.09.1977, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 1977. 7 Erlendar fréttir Gierek og D’Estaing ræða af- vopnun Kosningar íNoregi: Flokkur Nordli vann þingsæti Norski verkamannaflokkur- inn verður við völd næstu fjögur árin, eftir mikinn ko.sningasigur í þingkosningun- um í Noregi 1 gær. í nótt átti aðeins eftir að telja nokkur atkvæði. Verkamanna- flokkurinn og stjórnarflokk- arnir þrír hafa nú alls 77 þing- sæti. Þrátt fyrir að sigurinn hafi ekki verið stór er litið á úrslit kosninganna sem mikinn sigur fyrir flokk Odvars Nordli forsætisráðherra, formanns Verkamannaflokksins. Flokkurinn hafði 62 þingsæti a síðasta þingi.Á 42 árum hefur Verkamannaflokkurinn verið í stjórn í öll þessi ár nema sjö. Annar sigurvegari í kosning- unum er Hægriflokkurinn einn þriggja flokka í bandalagi borgaraflokkanna. Flokkurinn bætti við sig mörgum þingsæt- um. Hann hafði 29 en hefur nú 42 þingsæti. Sósíalistaflokkur- inn missti 15 þingsæti, hefur nú aðeins eitt. Talið er að sigur Verka- mannaflokksins byggist að nokkru leyti á því hver stefna flokksins hefur verið í atvinnu- málum. Nordli forsætisráðherra Noregs getur verið ánægður með úrsiit kosninganna. Hann lýsti því yfir að hann sæi ekki ástæðu til stjórnarskipta eftir að tæp 80% atkvæða höfðu verið talin. Lauda heims meistari — um 150 þúsund manns horfðu á Grand Prix keppnina á Ítalíu Forsætisráðherra Póllands, Edward Gierek, er nú i opinberri heimsókn í Frakklandi. Gert er ráð fyrir að Gierek og forsætis- ráðherra Frakklands, Valery Giscard d’Estaing, hafi með sér þrjá fundi. Væntanlega verður rætt um afvopnun og takmörkun vopna í heiminum. Frakkland hefur ekki tekið þátt i afvopnunarvið- ræðum frá því snemma á sjötta áratugnum. Eftir að Frakklandsforseti hitti Carter Bandaríkjaforseta og Bresnev forseta Sovét- ríkjanna að máli í sumar, hefur Frakklandsstjórn tekip upp þráðinn í af- vopnunarviðræðum að nýju. Talið er að Frakkland skýri stefnu sína í þessum málum fyrir fleiri ríkjum bráðlega, t.d. Bandaríkjunum, Sovét- ríkjunum, Kína og Bret- landi. Talsmaður stjórnarinnar hefur sagt að Giscard muni greina Gierek frá þvi að Frakkar ætli nú að taka þátt í afvopnunarviðræðunum í Genf í Sviss. Niki Lauda, austurríki ökuþórinn, hefur hreppt titilinn: Heimsmeistari í kappakstri, þetta árið. Þetta er í annað sinn að Lauda verður heimsmeistari. Úrslit i Grand Prix kappakstrinum, sem fór fram á Italíu, urðu kunn á sunnudag. Það var Bandaríkjamaður sem sigraði í keppninni en Lauda varð í öðru sæti og það mun duga honum til þess að ná þessum eftir- sótta titli sem margir kappar slást um og hætta lífi sínu fyrir á kappakstursbrautum. Lauda þarf eitt stig í viðbót til að ná þessu marki en hann á eftir að taka þátt í þrem keppnum, einni í Kanada, annarri í Bandaríkjunum og þeirri þriðju í Japan. Enginn annar kappakstursmaður er nærri honum í stigatölu. Mario Andretti frá Banda- ríkjunum sigraði Lauda í Grand Prix á Ítalíu, en það munaði 17 sekúndum á köppunum. Um 150 þúsund manns horfðu á kappaksturinn í Monz og hvöttu Lauda og Andretti til dáða. Menn klifruðu upp á alls kyns auglýsingaskilti og annað til að geta séð betur yfir kappaksturs- brautina. 14 ára drengur lézt þegar 15 metra hár pallur hrundi og um 50 manns særðust en fólkið hafði klifrað upp á pallinn sem þoldi ekki þungann og féll niður. Bandaríkin hafa samið við Panamastjórn að hún taki yfir skurðinn árið 2000. „Rússar ná Panamaskurði” —segir Ronald Reagan fyrrum ríkisst jóri íKaliforníu og lízt ekkert á blikuna Fyrrverandi ríkisstjóri í Kaliforníu, Ronald Reagan, segir í viðtali við blaðið Newsweek að ef Panamastjórn ákveði að taka við skurðinum árið 2000 muni Bandaríkin lenda i sömu vandræðum og Frakkar og Bretar í sambandi við Suezskurð- inn. Reagan segir í viðlalinu að það þýði ekkert að hugsa þannig að Bandaríkin geti alltaf tekið við yfirráðum yfir skurðinum aftur þegar landið hefur einu sinni látið skurðinn af hendi við Panamaríki. „Við vitum að Panama hefur gott samband við Kúbu og að Rússar voru þar i júlí. Ef Panama- ríki ákveður að halla sér að Sovét- mönnum endar með því að þeir fá yfirráð vfir skurðinum," sagði Ronald Reagan. Grænland: Stefna EBE harðlega gagnrýnd —formaður héraðsst jórnarinnar segir stefnu bandalagsins óviðunandi ífiskveiðimálum Lars Chemnitz, sem er for- maður héraðsstjórnarinnar á Grænlandi, hefur gagnrýnt harðlega stefnu Efnahags- bandalags Evrópu gagnvart Grænlandi. Þeir sem sitja í héraðsstjórninni koma til með að sitja í heimastjórninni, sem hefur verið ákveðið að taki við árið 1979. Grænland gekk í Efnahags- bandalagið með Danmörku árið 1973, þrátt fyrir að Grænlendingar væru mikið á móti þvi. Á fundi sem haldinn er á hverju hausti i héraðsstjórn- inni lét formaðurinn Chemnitz í ljós þessa skoðun sína. Hann sagði að stefna Efnahagsbanda- lagsins í fiskveiðimálum við Grænland væri algjörlega óviðunandi fyrir landið. Hann lagði til að Efnahagsbandalagið beitti stefnu sinni á Grænlandi, ef atkvæðagreiðsla félli banda- laginu í hag þar. Chemnits hefur verið álitinn fylgjandi Efnahagsbanda- laginu, þar til nú að hann gagn- rýndi það harðlega í ræðu sinni. A strondinni eru hús sem þetía algeng. byggðin er höfó næst ströndinni svo að seni stytzt sé að fara þegar sótt er á miðin.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.