Dagblaðið - 21.09.1977, Side 1
3. ARG. — MIÐVIKUDAGUR 21. SEPT. 1977. — 207 TBU. RITSTJÖRN SÍÐUJHOLA 12. AUGLVSINGAR ÞVERHOLTI 11, AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 2 — AÐALSÍMI 27022
Sáttatillagan í deilu BSRB og ríkisins: }
Launin verði á bilinu 88
til 262 búsunú krónur
Tilboð ríkisins um lægstu flokka óbreytt, miðjuflokkar hækki um 6-7% og
30 þúsund kr. „jólaglaðningur” til þeirra elztu
Sáttatillaga i deilu BSRB og
ríkisins barst rétt fyrir
miðnættið í nótt. Dagblaðið
hafði samband við Harald
Steinþórsson, framvkæmdastj.
BSRB í morgun og spurði hann
um efni tillögunnar. Hann
sagði að neðstu launastigarnir
væru óbreyttir frá tilboði
ríkisins. Síðan væri 6-7%
hækkun á miðju flokkunum og
síðan hjaðnar það út til
endanna. Ekki er um flokka-
hækkun að ræða eins og hjá
sveitarfélögum á Reykjanesi.
Þá er gert ráð fyrir 30 þús.
króna tekjuuppbót í desember
fyrir þá, sem hafa langan
starfsaldur.
Orlof hefur ekki tekið nein-
um breytingum, og er ekki
endurskoðunarréttur á
samningstímabilinu, en BSRB
lítur á þann rétt sem veiga-
mikið jafnréttisatriði á við önn-
ur stéttarfélög. Vaktaálag er
örlítið breytt, þ.e. hækkun á
en þó ekki
samningana
næturvöktum,
líkingu við
Reykjanesi.
Talserður mismunur er á
flokkum og þannig komið til
móts við þær tillögur sem
BSRB hefur lagt 'fram, þótt
ekki hafi verið fallizt á jafna
krónutölu milli flokka. Þessi
sáttatillaga þýðir að lægstu
laun í byrjendaflokki verða 88
þúsund krónur, en hæstu laun
fara upp í 262 þúsund. Ekki
bjóst Haraldur þó við að margir
færu í þann flokk, en eftir er að
raða í flokkana. Hann vildi ekki
tjá sig um það hvort hann teldi
samningana viðunandi, fyrr en
eftir fund í samninganefnd
BSRB í dag, þar sem afstaða
verður tekin til samninganna.
Allsherjaratkvæðagreiðsla um
samningana fer síðan fram 2.
og 3. október nk. -JH.
„Ekki ástæða til
þess að brosa..."
Starfsmenn BSRB höfðu farið
yfir sáttatillögu sáttanefndar i
kjaradeilu BSRB og rikissjóðs í
nótt, en tillagan er mikið plagg,
54 síóur alls. Þeir Kristján
Thorlacius formaður BSRB og
Haraidur Steinþórsson fram-
kvæmdastjóri voru enn að velta
tiilögunni fyrir sér í morgun og
sögðu þeir, að ekki væri ástæða til
þess að vera brosandi á þessari
mynd. Að öðru leyti vildu þeir
ekki tjá sig um viðbrögð BSRB
við tiilögunni.
-HP/DB-mynd: Hörður.
Vilhjálmur vill komast í
VíðÍShÚSÍð — bls.5
Skilja dýrín kannski ekki ensku?:
Enskur dýralæknir fær ekki
atvinnuleyfi við dýraspítalann
________________________— bls.9
Gamla fólkið fær gott tilboð:
Tveir vetrarmánuðir í sumarsól
fyrir ellistyrkinn _ bis. 9
Lögreglumaður rændi banka
— sjá erlendar f réttir á bls. 6 og 7
r Víðishiísið: "
Nýtt stigahús og hreinlætisaðstöðu
— þarf m.a. svo húsið verði nothæft
„Hreinlætisaðstaða sú, sem
nú er í húsinu er svo litilfjörleg
að telja má að hreinlætisað-
staða sé ekki fyrir hendi, nema
hvað viðvíkur stofnlögn á ein-
um stað“. Þetta er orðrétt til-
vitnun í skýrslu sem gerð var á
vegum þess opinbera um hús-
næði það sem ríkissjóður
hyggst kaupa fyrir 259 milljón-
ir króna, og gera siðan upp
fyrir 340 milljónir. Þarna er
auðvitað um að ræða Víðishúsið
hans Guðmundar Guðmunds-
sonar, að Laugavegi 166.
Margt fróðlegt kemur í ljós
þegar að gluggað er í skýrslu
bessa og sannast sagna hlýtur
þeim sem les lýsingar þær sem
þarna koma fram á húsnæðinu
að ofbjóða að nokkur skuli vilja
kaupa húsið á 259 milljónir.
„Frágangur á stigahúsi er lé-
legur og verður vart gerður við-
unandi, nema með miklum til-
kostnaði. Ætti að gera bót á
stigum hússins, kæmi helzt til
greina að byggja nýtt stigahús
utan við bygginguna“, segir i
skýrslunni.
Kemur m.a. í ljós að þannig
hefur verið staðið að byggingu
hússins upphaflga að burðar-
bitar hússins eru það síðir að
þeir ná niður fyrir efstu brún
glugga svo ekki er hægt að
klæða allt loftið af í einum fleti,
ef ekki á að klæða fyrir glugg-
ana.
„1 álmu meðfram Nóatúni
eru tvær súlnaraðir, langs eftir
húsinu, ca 5 m frá útvegg og
með 5 m millibili. Af þessum
sökum er erfitt að koma fyrir
skemmtilegum sk-ifstofuher-
bergjum, án þess að taka mjög
mikið í ganga, eða einhverjar
geymslur inni í miðju húsinu",
segir í skýrslunni.
Ennfremur er niðurstaðan á
athugun hitalagnarinnar í
Víðishúsinu sú að: „Telja má
fullvíst að svotil ekkert verði
eftir af núverandi lögnum og
ofnum, þegar búið væri að gera
nauðsynlegar breytingar á hita-
lögnum“.
Verðmæti Víðishússins er
metið samkvæmt opinberum
skýrslum ekki nema 135
milljónir króna, þar eð það telst
vera mitt á milli þess að vera
fokhelt og tilbúið undir tré-
verk. Engu að síður er ætlun
stjórnvalda að greiða 259
milljónir fyrir húsið.
Svo sem DB hefur skýrt frá
var tilboð rikisins í húsið
hækkað á sínum tíma úr 220
milljónum í 259 milljónir
króna. 39 milljónirnar, sem
parna ber á milli munu, sam-
kvæmt áreiðanlegum heimild-
um, renna nær óskiptar í
flokkssjóð Sjálfstæðisflokksins,
enda tvennar kosningar fram-
undan, blá bók, og mikil útgjöid
jafnt hjá Sjálfstæðisflokknum
sem öðrum flokkum.
i
.