Dagblaðið - 21.09.1977, Side 3

Dagblaðið - 21.09.1977, Side 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1977. 3 2v Svar til Einars S. Einarssonar Lýðræði innan Skák- sambandsins gagnrýnt Þorsteinn Guðlaugsson, for- maður Skákfélagsins Mjölnis skrifar: Ég hef ekki hugsað mér að standa í ritdeilum við Einar S. Einarsson, forseta SkSksam- bands Islands, en ég sé mig knúinn til að varpa ljósi á hálf- kveðnar vísur sem komu fram í viðtali við hann sl. fimmtudag. Svo ég víki aðeins að Skák- félaginu Mjölni, þá var það stofnað þann 8. sept. 1975. Ástæðan fyrir stofnun félagsins var þörf fyrir fleiri skákfélög í Reykjavík, sem er eðlileg þróun. Strax var mörkuð sú stefna hjá félaginu að flytja skáklífið í ýmsu hverfi borgarinnar í stað þess að einskorða starfsemina við eitt ákveðið hverfi. I vetur verður t.d. teflt á fjórum stöðum í borginni og alls verður teflt 10 sinnum í viku og það var einmitt á mánudagskvöld sem aðalmót félagsins hófst í Fella- helli. Miðstöð hefur Mjölnir komið sér upp í Pósthússtræti 13 og þar eru skrifstofur opnar á milli kl. 17.00 og 19.00. Margir héldu að Skáksam- band íslands myndi fagna tilkomu hins nýja skákfélags en því miður hefur það ekki reynzt þannig. Komiðtiefur verið í veg fyrir að Mjölnir hafi getað starfað eðlilega innan S.í. Það er of langt mál að rekja viðbrögð S.L frá upphafi og læt ég því nægja að ræða þau mál, sem Einar S. Einarsson minntist á í fjölmiðlum sl. fimmtudag. Einar segir: „Kjör i stjórn sambandsins fer fram eftir lýðræðislegum reglum og kann- ast ég ekki við það, sem kallað er ofríki okkar í Skáksam- bandinu." Það er rétt hjá Einari að kjör fari fram eftir „lýðræðislegum reglum“. Fyrir síðasta a'ðalfund S.l. tilkynntu mér Einar S. Einarsson,-forseti S.I. og Högni Torfason, framkvæmdastjóri S.I að Mjölnir fengi ekki aðild að stjórn S.I. Málefnalegar ástæður voru ekki tilgreindar. Þeir tóku einnig skýrt fram að þeir hefðu tryggt sér meiri- hluta atkvæða á aðalfundinum (skv. lýðræðislegum reglum) Eftir fimlegan orðaleik fóru þeir fram á að NN (óþarft að nefna nafn hans) yrði kjörinn 1 stjórn S.I. sem fulltr. Mjöln- is. Það að hann væri ekki og hefði aldrei verið í Mjölni töldu þeir ekki skipta máli, „hann gæti bara gengið í félagið." Það þarf auðvitað ekki að taka fram að NN hefur hvergi komið nálægt störfum í þágu Mjölnis. Aðalatriðið var að allt sýndist slétt og fellt á yfirborðinu. Að sjálfsögðu var ekki hægt að taka þátt i þessum skrípa- leik, því eitt af frumatriðum skákfélags er að eiga raunveru- lega aðild að S:í. og geta starfað eðlilega innan þess. Þess má geta að NN var kosinn í stjórn S.í. sem fulltrúi Taflfélags Reykjavíkur, en Mjölnir fékk engan fulltrúa skv. „lýðræðislegum reglum“. Það er mikið alvörumál að það skuli vera stefna forseta og framkvæmdastjóra S.I. að útiloka annað stærsta skákfélag landsins frá eðlilegu starfi innan Skáksambandsins og kannski enn erfiðara að sjá hvernig slík vinnubrögð „hlúa að lífi og starfi skáklistarinnar“ (svo!) svo notuð séu orð Einars. Ég beini hér með þeirri spurningu til Einars S„ hvað hafi orsakað stefnu þeirra og vinnubrögð á síðasta aðalfundi S.I.? Viðhorf Einars til Mjölnis speglast e.t.v. fyrst og fremst í því þegar hann talar um „okkur í Skáksambandinu" og „þá í Mjölni“. Þetta eru sem sé tveir óskyldir hópar að dómi Einars og í þeim anda starfar stjórn S.L í dag. Einar endar ummæli sín á því að geta þess að stjórn S.I. hlúi að félögum „með ýmsu móti“ og er fróðlegt fyrir Mjölnismenn að heyra á hvaða hátt stjórn S.I hefur hlúð að Skákfélaginu Mjölni frá stofn- un þess. KURTEISI í SJÓNVARPINU Alma Róberts skrifar: Nú get ég ekki orða bundizt lengur. Það hefur alltaf verið sagt að fullorðnir eigi að gefa börnum og unglingum gott for- dæmi . Og því ekki það. Við (fullorðna fólkið) ættum að hafa reynsluna af að almenn kurteisi skaði engan. Svo spyr ég, en ég er móðir sem stend í baráttu við að kenna unglingsdóttur minni og tveim yngri börnum mínum það sem ég lærði á þeirra aldri, nefnilega almenna kurteisi! Er afskaplega frekt að fara fram á að fjölmiðlar styðji foreldra í slíkri kennslu og bjóði gott kvöld og kveðji með „takk fyrir“. En þetta er þó aðallega meint til þeirra sem koma á skjáinn og ég vona að það sé aðeins hugsunarleysi en ekki skortur á kunnáttu þegar hann Guðmundur vinur okkar Haf- steinsson, sem flytur okkur veðurfréttir, gleymir að bjóða gott kvöld, en það fer honum afskaplega illa og er ég ekki ein sem er því fylgjandi að hann bæti ráð sitt og bjóði að minnsta kosti gott kvöld fyrir utan hvað það mundi fara honum miklu betur. DRASL MEÐ MATVÆLUM Halldóra Ásmundsdóttir skrifar: Mikil dæmalaus frekja og ósvífni finnst mér þegar mat- væli eru seld hér á landi inn- pökkuð og í pakkningunum er einnig að finna alls konar drasl. Ég keypti um daginn banda- riska fóðurvöru sem heitir Cocoa Puffs og þá var þennan hlut, sem ég sendi hér með, að finna í pakkanum. Utan á er svo sagt að hægt sé að safna tveim litum af þessum ófögnuði í viðbót og börnin, sem aðallega borða þessa fæðu eru eindregið hvött til þess. Ég hefði haldið að þetta væri bannað hér á landi. Ég man eftir því að hafa heyrt um að kaffisalar á íslandi hafi ein- hvern tíma haft myndir sem auka áttu söluna í kaffipökkun- um Þetta var bannað, bæði vegna óhollustu og óheiðar- legra söluaðferða. En er eitthvað hollara að selja alls konar plastdrasl með mat sem aðallega er ætlaður litlum börnum? Og er ekki enn óheiðarlegra að ætla að blekkja þau með því til þess að kaupa meira af matnum? Er það ekki óheiðarlegt að setja sjálfar auglýsingarnar í matinn? Hvernig er sú vigt sem gefin er upp utan á pakkanum? Er þá miðað við að plastið sé reiknað með í því sem kallast nettó- þyngd? Það hlýtur þó alltaf að vera óheiðarlegt. Eða er draslið sett með á þeirri forsendu að það sé kaupbætir? Hilmar Fenger sem starfar hjá Nathan og Olsen hf., sem flytur inn Cocoa Puffs, sagði að í lögum stæði að ekki mætti láta eitthvað fylgja vöru í þeim til- gangi að selja hana betur. En i sambandi við plastið, sem er í Cocoa Puffspökkunum, er það ekki álitið það aðlaðandi að fólk kaupi vöruna frekar vegna þess að það fylgi. Plastið er ekki hluti af nettóþunga vörunnar. Þetta er plaststykkið sem Haiidóra sendi með grein sinni. LÍTIL VÍSA UM HÓTEL HEKLU Jón Kjartansson hringdi og fór með þessa ágætu visu fyrir okkur og við vorum svo hrifin að við máttum til með að birta hana. Tekið skal fram að hún er ort um gömlu Hótel Heklu. Vísan er eftir Bjarna Guðmundsson, fyrrverandi blaðafulltrúa i stjórnarráðinu sem nú er látinn: V Nú drekkum við ekki lengur á Hótel Hekiu né háttum þar kvenfólk upp í dívana. Þetta stafar þó hvorki af kvenfólks né áfengiseklu heldur cingöngu af því að það er búið að rff’ana. Götuljós við Ásbúð í Garðabæ Sigurður Jónsson hringdi: Mig langar til að vita hvenær götuljósunum, sem okkur var lofað fyrir löngu við Ásbúðina hérna í Garðabænum, verður komið fyrir. Núna er bara eitt og eitt ljós á stangli og hvergi nærri nóg birta á götunni. Þetta er mjög óþægilegt, bæði fyrir gangandi menn og akandi. Okkur er því farið að lengja mjög eftir efndum og viljum minna yfirvöld á að það eru kosningar næsta vor. Raddir lesenda Umsjón: Dóra Stefánsdóttir Spurning dagsins Hvaðhyggstu geraítóm- stundum ívetur? Sæmundur Sigurðsson bakari: Ég get nú varla svarað þvi. En mér var að detta 1 hug að fara að æfa mig í flugukasti með stöng, hvað sem svo verður af þvi. Asgrfmur Jónsson, starfar við Rannsóknastofnun iandbúnaðar- ins: Ætli ég fari ekki f sund eins og svo oft áður. Ég er orðinn of gamall til þess að fara í dans eða eitthvað svoleiðis. Erling Tómasson skólastjóri: Ég ætla 1 gönguferöir á fjöll. Ég vona að það verði eins snjólétt og i fyrravetur. Ólöf Erlingsdóttir nemi: Ég ætla i vetur að vera á Bifröst I Borgar- firði, í skóla þar. Ég er búin að skrá mig f leiklist og kór f frí- stundum. Bryndfs Hlöðversdóttir nemi: Ég er nú ekkert búin að skipuleggja það neitt sérstaklega. Regina Asvaldsdóttir nemi: Ég hef ekki ákveðið það ennþá. Ætli ég slappi ekki bara af og svo gæti verið að ég æfði leiklist eitthvað.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.