Dagblaðið - 21.09.1977, Síða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1977.
11
Augliti til auglitis
Hingaö er nú komin norræna
farandssýningin „Augliti til
auglitis" sem síðastliðið ár
hefur ferðast um Norðurlöndin
og er Reykjavík síðasti
viðkomustaður hennar á
þessari miklu hringferð.
Sýningin er hér á vegum
norræna myndlistarsam-
bandsins og Félags íslenskra
myndlistarmanna, sem er aðili
að sambandinu, en einum
manni, svíanum og list-
fræðingnum Staffan Cullberg
var falið að velja verkin og
skipuleggja sýninguna. Að
Kjarvalsstöðum gefur nú að líta
afrakstur ferðalaga hans um
Norðurlöndin 1975 og 1976 er
hann sótti heim sýningar og
listamenn.
Til Islands kom Cullberg
m.a. tvisvar sinnum þeirra
erinda og hefur því bæði haft
tíma og fé við að draga saman
sýninguna, en Norræni
menningarmálasjóðurinn stóð
að mestu leyti straum af
kostnaðinum. Þar sem þarna er
ekki um sölusýningu að ræða,
fá höfundar verkanna borgaða
leigu fyrir framlög sin meðan á
sýningartíma stendur.
Allt frá árinu 1946 hefur
norræna myndlistarbandalagið
staðið fyrir meiriháttar nor-
rænum samsýningum, þar sem
dómnefnd úr hópi listamanna
sjálfra hefur valið verkin eftir
listrænum forsendum. Síðasta
áratuginn hefur ríkjandi gildis-
mat á listaverkum verið i
stöðugri endurskoðun. Margir
setja fram þær kröfur að lista-
verkin eigi ekki aðeins að vera
falleg og dekoratíf, heldur sé
mikilvægt að gera sér grein
fyrir hverjum verkin séu ætluð,
hvaða þörf þau mæti eða hvað
þau geti boðið samfélaginu.
Listin er ekki lengur aðeins
fagurfræðilegt vandamál,
heldur þjóðfélagslegt um leið,
og listamaðurinn í dag reynir
að kanna umhverfi sitt, sem
hann þarf að gera sér
aðgengilegt og virkja með ein-
hverjum hætti.
Cullberg var boðið að freista
þess að setja saman sýningu
með nýju formi í víðara sam-
hengi og með nánara sambandi
við daglegt líf og tengsl fólks
við náttúru og borg. Hann
hefur valið að fylgja ákveðnu
þema eða hugmynd sem hann
gerir ítarlega grein fyrir í for-
mála sýningarskrár. Hug-
myndina fékk hann við lestur
skáldsögu Michel Tourniers.
Hlutur dana er bæði sterkur
og samfelldur, sérlega verk
Erik Hagens, máluð í hálfnaív-
um stil með dapurlegum undir-
tón: Sumar i svarta ferningnum
nr. 20 og Fyrsti mai ellilauna-
fólksins og öryrkjanna. Palle
Nielsen lýsir lífvana stórborg
sem tortímir sjálfri sér í kraft-
miklum svörtum pensil-
teikningum.
Þess bera að geta að hafa
skal það í huga að sýningin er
hér ekki í sinni upphaflegu
mynd eins og hún var sýnd i
Stokkhólmi í fyrra og er hún
hér sýnd sterkt niðurskorin.
Því hefur eitt sterkasta verk
Svía, einangrunarklefi fyrir
fanga, gerður af Lars Kleen
orðið eftir heima.
Jan Háfström á þarna mikið
olíumálverk, Jörðina nr. 55,
sem sýnir nýplægðan jarðskika
með gróskumikilli svartri mold,
annars þykir mér uppskera
svíanna hér heldur rýr.
Af finnskum framlögum ber
mest á myndþrennu finnans
Matti Kujasalo, sem hann
kallar Gangandl ferninga nr. 5,
6 og 7 máluð með akryllitum.
Hér er kominn besti málari
sýningarinnar, sem byggir
myndir sínar upp eftir
ströngum konstruktiviskum
formum, sem hann síðan leysir
upp með því að litsetja með
optískum áhrifum þannig að
ferningarnir virðast dansa um
myndflötinn.
Saminn Andreas Alariesto er
hreinræktaður naivisti sem
gerir myndskreytingar við
sagnir og sögur úr þjóðlífi sama
og tengir á þann hátt saman orð
og mynd á barnslegan og ein-
laegan hátt.
A svipaðan veg vill Cullberg
sjá íslendinga, myndvefnaður
Blómeyjar Stefánsdóttur og
Öskars Magnússonar gefur til
kynna að þarna séu verðugir
fulltrúar íslenskra naivista og
eru verk þeirra af Syndafallinu
og Minning með bestu fram-
Iögum íslendinganna, þar sem
tæknina vantar, bæta þau upp
með hugmyndaríku myndefni
og skærum og munaðarfullum
litum.
í sumar stóð sýningin I
Nikulásarkirkju í Kaupmanna-
höfn og þar sá ég myndvefnað
Hildar Hákonardóttur, sem er
athyglisvert innlegg í kaup og
kjarabaráttu kvenna, á hvít-
kölkuðum steinveggjum
kirkjunnar og þar nutu þær sín
mun betur en þær gera á Kjar-
valsstöðum. Hildur hefur
tileinkað sér frásagnarmáta í
myndvefnaði sínum sem er
ákaflega skýr og einfaldur, eins
og miðalda kirkjumálningar
sem allir gátu lesið úr, kannski
þess vegna fannst mér
vefnaður hennar njóta sín
framúrskarandi vel i Nikulás-
arkirkjunni.
Ágúst Petersen sýnir 7
mannamyndir sem mér finnst
lítið erindi eiga inn á þessa
sýningu, mýndin af Gylfa er sú
besta, en erlendis skilst mér að
hann hafi sýnt mestmegnis
húsamyndir sem vonandi voru i
betri gæðaflokki.
Frjádagur eða Hin eyjan,
sem byggð er á hinu góðkunna
ævintýri Daniels Defoe um
Robinson Krúsó, en saga
Tourniers fær, eftir því sem
Cullberg segir i sýningarskrá,
óvæntan endi, allfrábrugðinn
þeim sem' við þekkjum því þar
sest náttúrubarnið Frjádagur í
húsbóndasætið. Róbinson fylgir
sínum nýja húsbónda, sem
uppgefinn þjónn, inn í nýjan og
framandi heim þar sem hann
upplifir gömlu eyjuna með
reynslu og llfsviðhorfum
Frjádags og forfeðra hans.
Þessi nýja lífssýn opnar augu
Róbinsons fyrir ótal möguleik-
um, sem áður voru honum
huldir.
Hver kynslóð á sitt Róbinson-
ævintýri og með bók Tourniers
í huga hefur Cullberg leitað
uppi þá listamenn, sem að hans
dómi eru að fást við að búa til
list sem hefur eitthvað
upprunalegt og ferskt yfir sér,
þá sem sjá og skynja raunveru-
leikann á annan hátt en flestir
aðrir.
Þetta er falleg hugmynda-
fræði en nokkuð langsótt, sjálf
á ég ákaflega erfitt með að
koma auga á þær staðreyndir
sem Cullberg bendir á.
Sýningin er ekki svo mjög
frábrugðin stærri sam-
sýningum sem sjá má á megin-
landinu, kannski aðeins
fjölbreyttari og skemmtilegri,
en á engan hátt eins óvanaleg
og Cullberg vill halda fram.
Þemasýningar af ýmsu tagi
hafa verið mikið í tísku undan-
farin ár og þá sérlega I Svíþjóð
og hef ég séð margar ágætar
sýningar af því tagi, en þá þarf
lfka að vera fyrir hendi sam-
eiginlegur þráður, sem hvergi
er hægt að koma auga á hér.
Þeir 25 listamenn af fimm
þjóðernum, sem þarna sýna eru
fulltrúar flestra þeirra lista-
stefna og tjáningarmiðla sem
sjá má I vesturlenskri myndlist
I dag. Þarna eru ollumálverk,
vatnslitamyndir, teikningar,
grafík, myndvefnaður og
skúlptúr, og innihaldið eins
fjölbreytilegt og efnið.
Það vakti athygli mína að
þrír af fjórum norðmönnum,
sem þarna sýna, eru allir með-
limir listahópsins „Lyn“ I
Bergen, félagsskapur sem yngri
listamenn þar hafa stofnað.
Ekki er ég það vel að mér I því
sem I dag er að gerast I norskri
nýlist að ég geti leyft mér að
efast um að Cullberg hafi gert
þarna réttlátt val, en meðal
þeirra þremenninganna er
Bárd Breivik, sem á ein sér-
stæðustu verk sýningarinnar,
það eina sem fallið gæti undir
þema Cullbergs. Þetta eru gólf-
verk sem hann kallar Shelter
eða Þak og lfkjast þau risa-
sveppum þar sem þau standa
þrjú I röð á fjalagólfinu, unnin
úr lífrænum efnum, fyrsta
þakið birkiefni, annað kálfshúð
og hið þriðja alfiðrað. Það sem
einkennir verk Breiðvíkingsins
er aðdáunarvert handbragð og
rík tilfinning fyrir þvl efni sem
hann vinnur við I hvert skipti.
Tryggvi Ólafsson, sem
búsettur hefur verið I Kaup-
mannahöfn, myndar einskonar
Myndlist
Hrafnhildur Schram
mótvægi við heimafólkið sem
landinn sem hefur haft
höndina á slagæð nýlistar I
norðurálfu, er rómantfskur lit-
keri. Hann á þarna fallegar
myndir, sem þvl miður fá ekki
að njóta sín nógu vel I
upphengingu þar sem að þeim
hefur verið þrengt of mikið.
Hringur Jóhannesson sem
sýnir þarna átta olfupastel-
myndir, brotamyndir af lands-
lagi og náttúrufyrirbrigðum
gerir heilan myndheim úr af-
skaplega litlu og sýnir okkur
það sem við ekki gefum okkur
tfma til að kynnast I dægur-
þrasi og hraða nútfmalffsins.
Það getur verið áhugavert að
upplifa þessa sýningu út frá
þeim forsendum.
Hrafnhildur Schram.
Listin að leika
öllum er ljóst að sjúkleiki og
spilling hrjáir íslenzkt
þjóðfélag. En hvers vegna
aðhefst enginn neitt? Jú,
sannleikurinn er sá, að við
höfum sjálf kosið okkur þetta
hlutskipti, beint eða óbeint.
Þegar talað er um ógnir
verðbólgunnar brosa margir f
kampinn og hugsa með sér. Ég
tapa ekki á henni, svo mikið
skulda ég. Sá sami gerir sér
ekki grein fyrir að verðbólgan
er eins og hvert annað átumein,
sem grefur um sig og rang-
hverfir öllum viðmiðunum í
þjóðfélaginu og heildarniður-
staðan er gegndarlaus sóun
fjármagns og lægri þjóðar-
tekjur, sem kemur niður á
öllum.
Svo er það pólitíska
spillingin. Hún kemur færri
einstaklingum til góða, en þá
eru hinir, sem lifa f voninni um
að fá mola af borðum hennar
fyrr eða sfðar. Stjórnmálamenn
hafa einnig greinilega færzt í
aukana sl. ár. Nú eru öll til-
þrif þeirra á þessu sviði orðin
miklu stórkostlegri og lítið
verið að pukra með hlutina.
Agætt dæmi um þetta eru húsa-
kaup tveggja rfkisstofnana.
Einn fyrir mig, annar handa
þér. Við erum kvittir.
Fólk, er kýs svona herra til
að stjórna, á ekki betra skilið.
En heildarniðurstaðan er sú, að
þjóðartekjur eru verulega
lægri á Islandi en í nágranna-
löndunum og launakjörin allt
að helmingi lægri, þvf fyrir-
tækin geta ekki greitt eins hátt
kaup. Þetta stafar mest af ofan-
greindum ástæðum: Spillingu
og rangri atvinnustefnu, sem
verðbólgan hefur brenglað. En
hinn almenni borgari unir vel
við sinn hag. Honum hefur
tekizl að leika á sjálfan sig.
Þá eru það stjórnmála-
mennirnir. Þeir túlka stefnu
sfns flokks, en sjálfrátt eða
ósjálfrátt taka þeir mið af
stefnu hinna flokkanna. Með
smávægilegri vinstri eða hægri
sveiflu mætti ná einhverju
á sjálfan sig
fylgi frá þeim væng án þess að
tapa neinu. Svona hefur verið
mallað i hinum pólitfska graut-
arpotti I áratugi þangað til svo
er komið að þetta er orðinn
sami grautur i sömu skál,
þannig að ekki er örgrannt um
að sumir flokkar sem telja sig
lengst til vinstri hafi ekki einn
eða 2 flokka vinstra megin við
sig. Eins er með hægri
flokkinn. Einn þeirra kennir
sig við frjálst framtak og sam-
keppni. Enginn einn flokkur
hefur þó átt stærri hlut að
þeirri þjóðnýtingarstefnu, sem
tröllriður þjóðfélaginu og
hann. Allt peningakerfið er
stillt inn á þetta kerfi og ef
eitthvað hallast á er stofnaður
nýr sjóður til að bæta úr.
Enginn sjóður er ætlaður fyrir
frjálst framtak. Okrararnir eru
þeir einu sem sinna svoleiðis.
Ég spurði þrjá málsmetandi
flokksmenn áðurnefnds
hægriflokks, hvers vegna þeir
berðust ekki fyrir sinni yfir-
lýstu frjálshyggju. Svarið var:
Við missum þá svo mikið fylgi.
En núverandi grautarstefna á
að gera alla ánægða. Þeim
hefur lfka tekizt ætlunarverk
sitt: Að leika á sjálfan sig.
Verðbólgan dregur mikið
stærri dilk á eftir sér en flesta
grunar. Gera má ráð fyrir að
þjóðartekjur gætu verið allt að
20% hærri f dag ef hún hefði
ekki brenglað alla ákvörðunar-
töku svo lengi. Ostjórn efna-
hagsmála og alls konar
hindranir á frjálst efnahags-
kerfi, skattar, höft og hverju
nafni, sem þær nefnast og ekki
sfzt þjóðnýting á fjármagni með
tilheyrandi fyrirgreiðslu i alls
konar óráðsfu veldur ekki
minni skerðingu á þjóðar-
tekjunum. En upp á sfðkastið
hefur óstjórnin keyrt um þver-
bak og hefur þá verið gripið til
sfðustu patentlausnarinnar.
Hún er sú að skuldfæra vit-
leysuna á óbornar kynslóðir.
ömurlegar eru fréttir af nýj-
um, erlendum lánum, mældum
f miljörðum króna, og ekki eru
Kjallarinn
Haraldur Ellingsen
betri fréttirnar af nýjum út-
boðum á verðtryggðum spari-
skfrteinum. En þessi lausn
getur ekki frestað hruni eins og
nú er komið nema mjög
skamma stund. Þá mun
almenningur vakna af sjálfs-
blekkingardvalanum, sem hann
kallaði sjálfur yfir sig. En þá
verður það of seint.
Haraldur Ellingsen
viðskiptafræðingur.