Dagblaðið - 21.09.1977, Síða 12

Dagblaðið - 21.09.1977, Síða 12
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1977. prottir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Knapp. Ellert sá Skota vinna Tékkana! Skotland sigraði Tékkó- slóvakíu 2-1 í Edinborg í gær í Evrópukeppni landsliða, leikmenn 21 árs og yngri. Ellert Sehram, formaður KSÍ, var eftir- litsmaður UEFA á ieiknum. Þeir Burley og Sturrock skoruðu mörk Skota, en Krupa fyrir Tékka. Ahorfendur voru 14.015. í sömu keppni í Varsjá sigruðu Pólverjar Dani með 1-0. Sigur- mark Póllands skoraði Janusz Kupcewicz á 53,mín. Kuwait og Wales gerðu jafn- tefii i landsleik í knattspyrnu í Kuwait í gær. Ekkert mark var skorað. Áhorfendur 6000 og þetta er annar jafnteflisleikur land- anna á stuttum tíma. Fyrri leikur- inn var í Wales. „Þetta er hreint fra- bær landsliðshópur” — sagði Tony Knapp, landsliðsþjálfari, og var hinn hressasti í Belfast í morgun. HM-leikurinn við Norður-íra kl. 15.30 í dag. Nánar gætur verða hafðar á George Best. „Þetta eru hreint frábærir strákar í landsliðshópnum — ég held ég hafi sjaidan eða aldrei verið með samstilltari hóp“, sagði Tony Knapp, landsliðsþjálfari, þegar blaðið ræddi við hann í Belfast í morgun. „Nýliðarnir hafa fallið mjög vei inn í hópinn — sérstaklega skemmtiiegir piltar," sagði Knapp og var hinn hressasti. Það var ekki kvíða að finna hjá honum fyrir HM- leikinn við Norður-fra, sem háður verður á Windsor-Park — stærsta leikveliinum í Belfast — kl. 15.30 í dag. Það verður sem sagt ekki leikið í flóðljósum eins og í fyrstu var reiknað með. Lýsing i út- varpinu á leiknum hefst kl. 16.25 og mun Hermann Gunnarsson annast hana. ,,Við æfðum 'vívegis í gær — en í dag verði ; .ifinu tekið með ró fram að landsleiknum. Það er greinilega hugur í landsliðs- strákunum — og ég veit, að við getum náð árangri. Strákarnir telja sig ekki þá næstbeztu, þegar að leiknum kemur,“ sagði Tony Knapp ennfremur. „Ég hef ekk- ert verið að minnast á það við þá hve marga fastamenn okkur vant- ar í leikinn í dag — heldur stillt inn á það, að við séum með gott lið, sem getur gefið Norður-írum mikla og harða keppni," sagði Knapp. Islenzka landsliðið var tilkynnt í gær og undirritaður fær ekki annað séð en að skipan liðsins hafi tekizt mjög vel. Jón Gunn- laugsson verður miðvörður eins og við spáðum í mánudagsblaðinu — en Marteinn Geirsson færður fram sem framvörður. Guðgeir Leifsson verður í framlínunni með Matthíasi Hallgrímssyni — en þeir Atli Eðvaldsson og Árni Sveinsson hvenær sem er tilbúnir að aðstoða þá með framrásum á köntunum. George Best er í írska liðinu. Það verða hafðar góðar gætur á honum, en ekki settur maður beinlínis til að gæta hans. Ekki í það minnta fyrst í stað. Landsliðið er þannig: Sigurður Dagsson, Val, Janus Guðlaugsson, FH, Viðar Halldórsson, FH, Jóhannes Eðvaldsson, Celtic, fyrirliði, Jón Gunnlaugsson, ÍA, Atli Eðvaldsson, Val, Marteinn Geirsson, Union, Ásgeir Elíasson, Fram, Árni Sveinsson, ÍA, Matthías Hallgrímsson, Halmia, og Guðgeir Leifsson, Bulle. Vara- menn: Þorsteinn Bjarnason, ÍBK, Vilhjálmur Kjartansson, Norby, Kristinn Björnsson, ÍA, Ölafur Danivalsson, FH, og Einar Þórhallsson, Breiðabliki. Skipta má um tvo leikmenn í leiknum. Irska liðið er nákvæmlega hið sama og lék í Reykjavík í vor að því undanskildu, að George Best kemur í stað Jackson, Manch. Utd. Jackson var reyndar ekki lengi inn á og kom Spence, Blackpool, í hans stað. Var eftir það hættulegasti framherji Ira — en Spence er nú ekki einu sinni varamaður, og heldur ekki Jackson. Irska liðið byrjar þannig: Jennings, Arsenal, Rice, Arsenal, Nelson, Arsenal, Nicholl, Manch Utd., Hunter, Ipswich, McCreery, Manch. Utd., O’Neil, Notm. For- est, Mcllroy, Manch. Utd., Mc- Grath, Manch. Utd., Best, Fulh.,og Anderson, Swindon. Varamenn eru Platt, Middlesbro, Chris Nicholl, Southampton, Hamilton, Millwall, Cochrane, Burnley, Caskey, Glentoran. Einn leikur var í enska deilda- bikarnum í gærkvöld. Oldham og Brighton, tvö lið úr 2. deild, léku í Leicester og Oldham tókst að sigra eftir framlengingu 2-1. í þriðju umferð keppninnar leikur Oldham á útivelli gegn Hull, en sú umferð verður háð 25. október. 1 3. deild gerðu Carlisle og Chester jafntefli 0-0, en i 4. deild vann Doncaster Southport 2-1 á heimavelli. Veður í Belfast er sæmilegt — hvorki vont né gott. -hsím. Jón Pétursson. „ÞAÐ A AÐ DÆMA SLIKA LEIKMENN í KEPPNISBANN FRÁ LANDSLIÐINU” — segir Jón Pétursson, Fram, fyrrum fyrirliði islenzka landsliðsins Nokkrir leikmenn, sem leitað var til í sambandi við HM-leikinn við Norður-íra í dag, gáfu ekki kost á sér af ýmsum ástæðum, þó meiðsli spiluðu þar ekki inn í. Það kom á óvart — og reyndar nýtt í svo ríkum mæli í sambandi við landsliðið. Er ekki lengur tal- inn heiður að leika fyrir ísland á alþjóðlegum vettvangi — leika í íslenzka landsliðinu? — Við lögðum þessa spurningu fyrir Jón Pétursson, Fram, sem var fasta- maður í landsliðinu undanfarin ár og fyrirliði landsliðsins, sem náði svo athyglisverðum árangri í Moskvu 1975 — gegn ólympíuliði Sovétríkianna. f sumar hefur Jón lítið sem ekkert getað leikið vegna meiðsla. Hann sagði: „Jú, ég tel það mikinn heiður að leika í íslenzka landsliðinu. Alla vega finnst mér það og ég veit að það sama á við um aðra þá landsliðsmenn, sem ég lék með. Það á að vera keppikefli fyrir hvern leikmann að komast í landsliðið. Það hefur komið mér á óvart sem fleirum þau forföll sum, sem átt hafa sér stað í sambandi við landsliðið nú. Ég tel, að leikmenn þurfi að hafa mjög góða ástæðu til að neita að gefa kost á sér í lands- lið. Ef ástæður, sem leikmenn gefa, þegar þeir segjast ekki geta leikið með landsliðinu, eru ekki fullnægjandi — beinlínis fyrir- sláttur — og slík mál á KSl að kanna niður í kjölinn — þá á að dæma slíka leikmenn í keppnis- bann frá landsliðinu, — lands- leikjum — í eitt til tvö ár. Það getur líka verið betra að vera án leikmanna, sem fara í landsleiki með hálfum huga. Leggja sig ekki alla fram I þeim. Við slíka menn hefur landsliðið ekkert að gera. Hér áður fyrr var talað um, að ekki væri gert nóg fyrir leikmenn landsliðsins. Þeir töpuðu bein- línis fé á því að leika í landslið- inu. Nú er því ekki lengur til að dreifa. Auk vinnutaps fá leik- menn greidda dagpeninga, svo fjárhagslegt tjón í sambandi við landsleiki er ekki lengur fyrir hendi. Þess vegna er líka hægt fyrir KSÍ að krefjast meira. Þá finnst mér að KSl ætti að stefna að því að leika EM og HM- leiki í október. Alls ekki septem- ber eins og nú er gert. Þeir leikir eiga að vera erlendis. Það lengir keppnistímabilið — og það á að stefna að því, að þessir leikir séu á sömu dögum og hjá öðrum Evrópuþjóðum. Þá skapast minni vandamál að fá atvinnumenn okkarlausa. Að lokum vil ég taka fram, að ég tel að Tony Knapp, landsliðs- þjálfari, hafi unnið mjög gott starf með landsliðið og hann eigi hiklaust að halda áfram með það. Hann er mjög góður þjálfari. Hefur mikinn aga, en er samt sanngjarn og skipulag hans fyrir landsleiki er til mikillar fyrir- myndar. En landsliðið þarf og verður að skipa meiri sess í ís- lenzkri knattspyrnu — leiktíma- bilið má ekki vera svo ásetið, að engar skipulegar æfingar lands- liðsins geti átt sér stað,“ sagði Jón Pétursson. STEINAR, SEM HITTU EKKI í MARK Markvarzlan varð til þess, að árangur íslenzka landsliðsins í HM-leikjunum gegn Belgíu og Hollandi varð lakari en efni stóðu til, skrifaði undirritaður hér í blaðið sl. föstudag. Þessi grein hefur heldur betur raskað sálarró Steinars Lúðvíkssonar i Mbl. ef marka má heilsíðu skrif hans í Morgunblaðinu í gær. Svo forhertur er Steinar i grein sinni, að hann segir að ég hafi skellt skuldinni af töpunum á tvo leikmenn íslenzka liðsins, mark- verðina Sigurð Dagsson og Arna Stefánsson. Það hefur aldrei komið fram í greinum mínum. Eftir því, sem ég hef komizt næst, hafa sjónvarpsmyndirnar frá leikjunum aðeins staðfest þær umsagnir, sem ég sendi heim frá leikjunum. Það langt, sem sjón- varpsmynd getur sannað eitthvað. Þær eru oft svo fjarri raunveru- leikanum í allri sinni samþjöppun aðdráttarlinsa. Greinilegt, að Steinar hefur ekkert fylgzt með skrifum Dag- blaðsins í sambandi við umrædda leiki. Það kemur engum á óvart. Hann er svo önnum kafinn við flest annað en íþróttaskrif. Þar var ekki svifið í skýjum eða sagt*að við hefðum tapað leikjum vegna óheppni eða mistaka mark- varða. Hins vegar að árangur hefði orðið lakari en efni stóðu til. Um Belgaleikinn sagði ég: — „Belgar unnu verðskuldaðan sigur. Það fór ekki á milli mála. Aðeins að sigurinn hefði komið á annan hátt en þennan. Hve miklu frekar hefði maður óskað — svona eftir á — að þeir hefðu skorað úr góðum tækifærum, sem þeir fengu. Urslitin þá ekki eins sár.“ „Fyrri hálfleikur er með því lakasta, sem íslenzka landsliðið hefur sýnt. Slðari hálfleikurinn með þvi bezta," hafði ég eftjr Tony Knapp hér í blaðinu eftir leikinn við Hollendinga. Að Tony Knapp hafi sagt eftir þann leik að íslenzka liðið hafi ,átt“ siðari hálf- leikinn eða ,,átt“ 70 mín. af 90 í leiknum, er einhver mesta rang- túlkun — fölsun — sem hugsazt getur. Lítið veizt þú, Steinar Lúðvíks- son, um gang mála í íslenzkri knattspyrnu ef þú telur það alvar- lega ásökun, að ákveðnir menn hafi lagt stein í götu íslenzka landsliðsins í sumar. Tökum aðeins nýjustu dæmin. Hvers vegna fékk Atli Eð- valdsson, Val, ekki að æfa með FH-ingunum Janusi, Viðari og Ölafi — og Einari Þórhallssyni, Breiðabliki, í síðustu viku hjá Tony Knapp? Það er með þeim leikmönnum, sem heima voru, fyrir landsleikinn við Ira í dag? Þú þarft ekki að svara þessari spurningu. Svarið er of augljóst. Jlvers vegna eru aðeins tveir leik- menn Vals i landsliðinu i dag, þegar leitað var til sex Valsmanna að fara til írlands? Þrír gáfu ekki kost á séraf „persónulegum ástæð- um“. Þú þarft heldur ekki að svara þessari spurningu, Steinar. Greinilegt, að þitt Valshjarta hefur slegið einum of hratt, þegar þú skrifaðir heilsíðu-langloku I þínum kunna „mikið má vera — sennilega — vel má vera“-stll. Tökum dæmi. Heldur þú, að Frið- rik Ölafsson, eftir jafna byrjun við stórmeistara, en léki svo skyndilega af sér tveimur hrókum, stæði óbeygður eftir slík áföll? Það tókst íslenzka landsliðinu ekki í Belgíu. Hallur Simonarson. DAGBLADID MlDVIKUDAt.UR 21. SEl'TEMBER 1977. 13 tir íþróttir íþróttir íþróttir Ný stórlyfta íBláfjöllum Fyrir veturinn er fyrirhugaö að koma upp almennri stórlyftu sunnan Kóngsgils á tind 702. Þetta verður tveggja rása lyfta með einföldum diskasætum og lítur hún væntan- lega svipað út eins og meðfylgjandi mynd sýnir þegar henni er að fullu lokið. Hönnun lyftunnar hófst fyrir um það bil tveimur árum þegar tæknifræðinemi frá Islandi notaði lyftu þessa sem lokaverkefni við skóla sinn erlendis. Smiði lyftunnar verður innlend að svo miklu leyti sem við veróur komið. enda beita íþróttafélög þeirri aðferðnúna til þess að halda kostnaði niðri. Framkvæmdanefnd og fjáröflunarnefnd eru starfandi, jarðvegsrannsókn fer nú fram og unnið hefur verið að fullnægingu ýmissa formsatriða. Samþykki landeiganda er fengið til framkvæmdanna en málið er í athugun hjá náttúruverndaraðilum, en lyfta þessi er í samræmi við samþykkt skipulag. Lyftan mun verða til þess að bæta úr því ófremdarástandi sem ríkt hefur á þessum slóðum og er þetta eina varanlega lyftan sem fyrirhugað er að setja upp í Bláfjöllum fyrir næsta skíðatímabil. Að framkvæmdinni stendur skíðadeild Ármanns, en í henni eru um 600 skráðir félagar. Lyftan verður að sjálfsögðu opin öllum almenningi jafnt og félögum deildarinnar. RITSTJORN HALLUR SIMONARSON Landslið Skota valið Skotar leika hinn þýðingar- mikla HM-leik við Tékka í Glas- gow í kvöld. Skozka liðið var valið í gær og þar vantar kunna leik- menn, Donachie, Manch. City, og Buchan og Macari, Manch. Utd. Liðið er annars þannig skipað: Rough, Partick, Jardine, Rangers, Forsyth, Rangers, McQueen, Leeds, McGrain, Celtic, Masson, QPR, Rioch, Everton, Hartford, Man. City, Dalglish, Liverpool, Jordan, Leeds, og Johnstone, Rangers. Þá verður einnig HM-leikur í Varsjá. Pólverjar leika þar við Dani. Pólverjar hafa sigrað í öllum fjórum leikjum sínum í riðlinum. w Tékkar unnu Júgóslava — á Evrópumeistaramótinu íkörfuknattleik ígærkvöld Tékkar og ítalir urðu sigurveg- arar í riðlunum á Evrópu- meistaramótinu i körfuknattleik í Belgíu — en keppni í þeim lauk í gær. Þá sigruðu Tékkar Júgóslava með 111-103 og það var fyrsti tapleikur Slavanna í keppninni. Ítalir sigruðu Búlgari með 100-81. Júgóslavar náðu í byrjun sex stiga forskoti á Tékka, en Tékkarnir gáfust ekki upp og tókst að snúa leiknum sér í hag fyrir hlé. Staðan í hálfleik 49-36 fyrir Tékka og um tíma í s.h. voru Tékkar með 20 stiga forustu, 90- 70. Hinn öruggi sigur þeirra var allóvæntur. Italir náðu fljótt 13 stiga forskoti á Búlgari. Urðu þá kærulausir og Búlgörum tókst um tíma í s.h. að ná forustu, 48-46. Þá slógu ítalir aftur í og unnu örugg- an sigur. I öðrum leikjum í gær unnu Sovétríkin stórsigur á Frökkum, 115-74, eftir að hafa náð 28 stiga forustu fyrir hlé. Þá vann ísrael Austurríki 103-87 og Belgar unnu stórsigur á Hollandi. Þá vann Spánn Finnland 85-78. Ursiitin í keppninni verða i Liege á fimmtudag og laugardag. Liðunum verður skipt í þrjá riðla. Leikir undanúrslita- og úrslita leikir. í aðalriðlinum leikur Italia við Júgóslavíu og Tékkóslóvakía við Sovétríkin. Sigurvegararnir í þessum leikjum leika um Evrópumeistaratitilinn á laugar- dag. Sami háttur verður hafður á um röðina í keppninni. I undankeppninni hlutu Tékkar 10 stig í A-riðlinum í Ostende. Unnu alla sína leiki. Júgóslavía hlaut 9 stig, Belgía, Holland og Spánn 7 stig og Finn- land hlaut fimm stig, þó svo Finnar töpuðu öllum sínum leikj- um. I B-riðlinum í ijege, hlutu Italir 10 stig, Sovétríkin 9, Búlgaría 8, Israel, 7, Frakkland 6 og Austurríki 5. Heimsmet Roberto Urrutía, Kúbu, kom mjög á óvart á EM og HM- keppninni í lyftingum I Stuttgart I Vestur-Þýzkalandi í gær. Hann var sigurvegari í iéttvigt og setti nýtt heimsmet í snörun — snaraði 142.5 kg. Þá jafnhattaði hann 172.5 kg, og setti því einnig heimsmet samanlagt 315 kg. I öðru sæti varð Sergei Pevsner, Sovétríkjunum, með 302.5 kg. Forsíðuvidtal við HaukJo leikhúsfræði og starfaðn Karl Bretaprins og kvenfi Coco Chanei, lífhemmr, t Tvær smásögur.áÉtafsag

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.