Dagblaðið - 21.09.1977, Side 15
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUH 21. SF.PTEMBER 1977.
15
ÁSGEIR
TÓMASSON
Nyjasta
nýtt:
RAFFLYGILL
Tæknibylting Japana hefur
fyrir löngu markað sín spor í
framleiðslu hljóðfæra og
hljómflutningstækja og nú um
helgina var tónlistarmönnum og
fleiri gestum boðið að skoða hið
nýjasta nýtt frá Yamaha,
rafmagnsflygil.
Menn komu nú heldur
vantrúaðir á þennan fund en þar
voru samankomnir margir af
okkarfremstu píanóleikurum (að
vísu vantaði Askenasy) og virtu
þeir fyrir sér gripinn með furðu.
Rafflygillinn er mun minni en
hinir venjulegu og Paul
Bernburg, sem flytur flygilinn
inn, veitti þær upplýsingar að
hægt væri að taka flygilinn
sundur í tvo hluta en tveir
hátalarar fylgdu. AUt í allt vegur
flygillinn um 120 kg.
Og hljómurinn. Menn voru
sammála um að þessu hefðu þeir
ekki átt von á. Varla er hægt að
greina nokkurn mun á hljóminum
úr honum ogvenjuJegumkonsert-
flygli og voru margir fúsir til þess
að taka lagið.
Stutt er síðan Yamaha hóf
framleiðslu á þessum flvgli og
hefur hann þó náð gífurlegri út-
breiðslu. Meira að segja fiestar
stórstjörnur í poppinu not.. hann
og nefna má sem dæmi að ABBA
notaði slíkan flygil á tónleika-
ferðalagi sínu um Evrópu í vor.
-AT.
Eftirvæntingin ieyndi sér ekki og voru menn einbeittir á svip er Karl
Sighvatsson settist við hljóðfærið. Karl Möller og Guðmundur Ingólfs-
son þurftu einnig að skeggræða um gripinn. DB-mynd Bjarnleifur.
Dennis Wilson
sinn að semja lag um brimreið.
Brian samdi þá lagið Surfin.
Þetta lag var fljótlega hljóð-
ritað og þá datt einhverjum f
hljómplötufyrirtækinu í hug að
hljómsveit þeirra bræðra yrði
að hafa nafn, sem minnti á
lagið. Beach Boys (Stranda-
glópar!) varð fyrir valinu.
Síðar fyigdu fleiri brimreiðar-
lög f kjölfarið, svo sem Surfin’
Safari, Surfin USA og Surfer
Giri.
Nýlega skiptu Beach Boys
um hljómplötufyrirtæki og
starfa nú fyrir CBS. Sólóplata
Dennis, Pacific Ocean Blue,
kemur út hjá því fyrirtæki og
sömuleiðis næsta plata hljóm-
sveitarinnar. Hún kom nýlega
fram á lokuðum tónleikum sem
fyrirtækið efndi til f London
fyrir starfsfólk sitt og þótti
ekki standa sig nægilega vel.
Víst er um það að yfirleitt
hefur hún staðið sig betur í
stúdfóum en á híjómleikapöll-
um.
- ÁT
BKACII BOYS — í árdaga. Frá vinslri eru Brian Wilson, Mike Love, Dennis Wilson, Carl Wilson
og Alan Jariden.
Fyrsti Beach Boys meðlimurinn
gerir sólóplötu — Dennis Wilson ríður á vaðið
Eftir að Beach Boys hafa
starfað saman í heil sextán ár,
er loksins komið að því að einn
meðlimurinn geri sólóplötu.
Þar er á ferðinni Dennis
Wilson, —r sá í miðið af Wilson-
bræðrunum — sem hefur
lengst af séð um trommuleik
hjá hljómsveitinni.
Á plötunni, sem ber nafnið
Pacific Ocean Blue, eru 12 lög,
öll eftir Dennis sjálfan. Lög
þessi eru yfirleitt róleg og mjög
þung. Fjöldi hljóðfæraleikara
kemur fram á plötunni, sem
Dennis stjórnaði upptökunni á
sjálfur. Þar má helztan telja
Bruce Johnston sem eitt sinn
starfaði með Beach Boys.
Dennis hefur gert dálítið af
því um ævina að semja lög sem
síðan hafa komið á plötum
Beach Boys. Lög eins og
Steamboat og Only With You
eru bæði eftir hann og eru
ágætis samanburður við það
efni sem hann býður upp á á
Pacific Ocean Blue.
I raun og veru er það Dennis
Wilson að þakka að Beach Boys
hlutu það nafn en ekki eitthvað
annað. Hann var sá eini í hljóm-
sveitinni sem hafði gaman af
fþrótt þeirri sem kallast surf
riding, eða brimreið eins og
það kallast á íslenzku, sem er
tfðkuð mjög á vesturströnd
Bandaríkjanna. Dag nokkurn
árið 1961, þegar Dennis kom
heim af ströndinni eftir erfiðan
dag, bað hann Brian bróður