Dagblaðið - 21.09.1977, Side 24

Dagblaðið - 21.09.1977, Side 24
Þórshöfn: Faðir bjargaði syni sínum og öðrum dreng frá drukknun Jón Aóalbjörnsson á Þórshöfn bjargaði syni sínum og öðrum dreng frá drukknun í höfninni um 9-leytið í gærmorgun. Jón var að aka meðfram höfninni, þar sem unnið er að losun olíu- malar úr skipi og sá þá drengina og þann þriðja að auki á bryggjunni. Hann leit af þeim um stund en varð síðan litið aftur til að aðgæta um drengina og sá þá aðeins minnsta drenginn á bryggjunni. Hann flýtti sér að kantinum og sá báða drengina í sjónum. Ekki mátti tæpara standa því drengirnir voru byrjaðir að sökkva er Jón náði í hárið á þeim. Drengirnir eru aðeins 5 og 6 ára gamlir og því ósyndir með öllu. Þeir höfðu ætlað að fara að veiða á bryggjukantinum og ætluðu út í bát, en lágsjávað var og því lenti annar drengurinn á milli bátsins og bryggjunnar og hinn fór í sjóinn við að reyna að ná í hann. Drengjunum varð ekki meint af volkinu. -JH. Vart sfldar fyrir Norður- landi áný — má veiða hana íreknet? ,,Við urðum varir við nokkurt magn af sild þar sem við vorum við veiðitilraunir og rannsóknir á Axarfirðinum nánar tiltekið við Snartastaðanúp," sagði Ingvar Hallgrímsson fiskifræðingur um borð i rannsóknarskipinu Dröfn. „Síldin virtist nokkuð stór, svona um 35 cm, sem er afbragðs- stærð miðað við það sem nú gerist,“ sagði Ingvar. „Ég er nú ekki viss um að um mikið magn sé þarna að ræða en alltaf er ánægjulegt að verða var við síldina og ég benti heima- mönnum á að athuga með að veiða hana í reknet,” sagði Ingvar Hall- grimsson ennfremur. ÓG Líðan litla drengsins er óbreytt Líðan litla drengsins er slasaðist mikið í sprengingunni í Flugeldagerðinni á Akranesi sl. sunnudag er enn óbreytt. Liggur hann enn á gjörgæzlu- deild Landspítalans og að sögn lækna þar er líðan hans mjög alvarleg. Drengurinn hlaut mikil brunasár í sprengingunni. -HP. fyrr höfðu nýliðarnir orðið að sætta sig við að verða troðið ofan í poka og bundnir á höndum og fótum. Ekki vildu allir láta lítillækka sig á þennan hátt fyrr en í fulla hnefana og varð því að grípa til ýmissa ráða eins og sézt á þessari mynd. -HP. DB-mynd Hörður. „ONÍSKALHANN...!” Það var mikill buslugangur við Menntaskóla þeirra Kópvæginga í gær, er yngstu nemendurnir voru teknir til hátíðlegrar inngönguvígslu, busavigslu. Við slíkar athafnir verða nýliðarnir að gangast undir aúðmýkjandi vígsluat- riði. í þetta sinn var fólki dýft ofan í tunnu fulla af vatni, en frfálst, óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 21. SEPT. 1977. Sunnudags- steikin hækkar um þriðjung Sunnudagssteikin hefur hækkað um 452 krónur, sé miðað við tveggja kílóa kindarlæri. Nemur sú hækkun 29.3%. Hækkun kindakjöts nemur yfir- leitt um 30% og sömuleiðis hækkun á öðrum sláturafurðum. I tilkynningu Framleiðsluráðs landbúnaðarins um þessar nýju hækkanir, segir að þær samsvari 19.2% hækkun í verðgrundvelli — sem sé að vísu aðeins bráða- brigðagrundvöllur fram í miðjan næsa mánuð. Má þá búast við frekari hækkunum. Síðasta kjöt- hækkun varð í júní. Kílóið af súpukjöti, framparti og síðu, hækkar úr 667 krónum í 875 krónur, eða um 31.2%. Heil læri hækka úr 772 krónum í 998 krónur, eða um 29.3%. Heilir skrokkar hækka úr 624 krónur pr. kíló í 826 krónur, eða um 32,3%. Þá hækka heilslátur með sviðahaus úr 834 krónum í 1069 krónur eða um 28%. ÓV. Alvarlegtslysá barnaleikvelli: Bíll ók yfir höfuð drengs Níu ára gamall drengur Uggur nú meðvitundarlaus á gjörgæzlu- deild Borgarspítalans eftir að hafa orðið undir afturhjóli bíls í gærmorgun. Slysið varð á opnum barnaleikvelli á milli Faxaskjóls og Sörlaskjóls í Reykjavík. Bilnum, sem er frá Reykjavíkur- borg, var ekið hægt í kringum leikvöllinn. Mennirnir, sem í hon- um voru, hafa eftirlit með ástandi leiktækja borgarinnar og voru í einni slíkri eftirlitsferð. Bílstjórinn ber, að drengurinn hafi verið að leika sér á vegasalti er hann ók framhjá, en er hann leit í baksýnisspegil, sá hann hvar drengurinn lá á vellinum. Afturhjól bílsins mun hafa tæpt á höfði drengsins. Hann var þegar fluttur í sjúkrahús. Ekkert hefur komið i ljós um, hvers vegna drengurinn hafi fallið af végasaltinu, er bíllinn ók fram- hjá. -4T- ———————————— Rafmagnsstjórinn íReykjavík íviðtali við DB: „Teljum bæjarþingsdóminn í Hafnar- firði ekki fordæmismál fyrir okkur” Rafmagnsstjóri og hitaveitustjóri telja fyrirtæki sín ífullum rétti með sínar hækkanir um áramótin „Við hjá Rafmagnsveitu Reykjavikur teljum bæjar- þingsdóminn I máli Rafveitu Hafnarfjaroar gegn Rafha ekki vera fordæmismál að því er varðar gjaldskrá okkar,“ sagði Aðalsteinn Guðjohnsen, raf magnsstjóri í Reykjavík, ei Dagblaðið ræddi við hann um gjaldskrá Rafmagnsveitn Reykjavikur I framhaldi af frétt blaðsins i gær. Það sem leidih Lll ágreiningsins í Hafnarfirði var að Rafveita Hafnarfjarðar vék frá auglýstri heimild ráðherra varðandi hækkun taxta fyrir rafmagn. Sumir taxtar þar voru ekkert hækkaðir, aðrir mis- munandi mikið. Rafveita Hafnarfjarðar miðaði við „vegið meðaltal“ eins og vikið er að í bæjarþingsdómnum, en að því er varðaði einstaka notendur rafmagns í Hafnar- firði gat hækkunin verið önnur en ráðherra heimilaði," sagði Aðalsteinn. Aðalsteinn sagði að birting gjaldskrár Rafmagnsveitu Reykjavíkur T Stjórnar- tíðindum hefði farið fram innan tilskilins tíma og Raf- magnsveita Reykjavíkur hækkað alla taxta sína jafnt og nákvæmlega um þá prósentu- tölu sem ráðherra heimilaði. „Hygg ég,“ sagði Aðalsteinn, „að bæði ráðuneyti og dómur myndi líta svo á að þarna sé sá grundvallarmismunur þannig að okkar birting á gjaldskrá hafi farið lögformlega fram,“. Jóhannes Zoega hitaveitu- stjóri sagði í viðtali við DB að 30. desember 1976 hefði ráð- herra heimilað Hitaveitunni að hækka taxta sína um 10%. Allir taxtar Hitaveitu Reykjavíkur hefðu verið hækkaðir sam- kvæmt þessari heimild ráð- herra og nákvæmlega um heimilaða 10% hækkun. „Þegar gjaldskrá Hitaveit- unnar var birt i apríl eða maí var engu verði breytt en ákvæðum og skilyrðum í texta gjaldskrárinnar hefði í nokkrum atriðum verið breytt. Við útgáfu birtingu gjaldskrár- innar hefðu allir taxtar, sem upp voru teknir samkvæmt heimild ráðherra um áramót, verið óbreyttir. Hið eina sem hækkaði var „sekt“ fyrir lokunargjald sem fellur á notanda sé lokun beitt eftir að allar aðrar innheimtuaðferðir hafa brugðizt. Hækkunin var 1000 krónum í 2000 krónur. Það telst ekki taxtahækkun, sagði hitaveitustjóri. Þessir viðmælendur DB drógu ekki í efa að auglýsing ráðherra i Stjórnartíðindum um „heimild" til hækkunar væri lögleg aðferð. Orkulögin segja hins vegar skýlaust að gjaldskrá taki ekki gildi fyrr en ráðherra hafi staðfest hana sundurliðaða. Aðeins æðsti dómstóll getur hér skorið úr. ASt. /

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.