Dagblaðið - 23.09.1977, Síða 4

Dagblaðið - 23.09.1977, Síða 4
4 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1977. KiÖTBORG Búdargerði 10 Símar34945-34999 Meðan á iðnkynningu í Reykjavikl stendur munum við veita allt að \ T 25% álagningar AFSLATT á islenzkum iðnaðarvörum. ÞESSAVIKU: ORA vörur — M jallar hreinlætisvörur Frön kex KJÖTBORG Búðargerði 10 Si'mar 34945 - 34999 UTBÖTF Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum í lagningu ferskvatnsæða og rafstrengja við Svartsengi. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja Vesturbraut 10A Keflavík og ó verkfræðistofunni Fjarhitun hf. Álftamýri 9, Reykjavík frá og með 26. september 1977 gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja fimmtudaginn 6. október 1977 kl. 11.00. HITAVEITA SUÐ URNESJA í Lærið að fljúga Flug er heillandi tömstundagaman og eftirsóknarvert starf. Kf þú hefur áhuga á flugi þá ert þú velkominn til okkar í reynsluflug — það kostar þig ekkert. rté/G/M///r uamla fiufíturninum KovkjavikurlluKvclli Simi 2SI22. Röska listakona: Vmnur að gerð myndar um Alþingi 930 „Kvikmyndin er eitthvert víðtækasta listform sem um getur, þó oft sé illa með það farið.“ Listakonan Róska lauk nýlega við gerð kvikmyndar um Ólaf Liljurós og þar með áttundu kvik- myndinni í nokkurs konar mynda- flokki um ísland sem hún hefur unnið að allt frá árinu 1973. Fyrstu myndirnar sjö voru allar teknar í svart-hvítu en sú áttunda og nýjasta, kvikmyndin um Öiaf Liljurós er litkvikmynd. Spanna kvikmyndir Rósku afar vítt svið, frá jarðfræði og sögu íslands og einnig alhliða um menninguna hér á landi. Hefur Róska selt ítalska sjónvarpinu sýningar- réttinn að fyrstu sjö myndunum, sem hún gerði á árunum 1973 til 1975 og hafa þær þegar verið sýndar í ítalska sjónvarpinu. „Enginn þjóðsaga sprettur af sjálfu sér,“ segir Róska um nýj- ustu kvikmynd sína, Olaf Lilju- rós. „Bak við hverja þjóðsögu hlýtur að vera einhver þjóðfélags- legur bakgrunnur". Og við gerð kvikmyndar sinnar um Ölaf Lilju- rós hefur hún reynt að draga fram hvað býr í þjóðsögunni um Ólaf, hvaða þjóðfélagslegi veruleiki þar býr að baki. Hefur Róska því blandað saman tveim sögum, tveim þemum, þar sem sögu ævintýrisins er fylgt og annarri sögu og nýrri. „Huldufólk voru myndgerð ímynd hinna verr settu i þjóð- félaginu um velferðarþjóðfélagið. Huldumenn lifðu í vellystingum og klæddust skrautklæðnaði dags daglega, þetta var ímynd al- mennings um betra þjóðfélag. Yfirvöld reyndu að koma alls kyns óþverra yfir á huldu- mennina, reyndu að gera hinn betri heim sem almenningur sá í Engin þjóðsaga sprettur af sjálfu sér... (DB-myndir Bjarnleifur). huldufólkinu tortryggilegan með því að ljúga upp á það morðum og alls kyns hlutum öðrum,“ segir Róska. „Kvikmyndin er eitthvert víðtækasta iistform sem um getur þó oft sé illa með það farið,“ segir Róska og brosir við. Byrjaði hún að fást við kvikmyndun árið 1968 er hún var við nám í listum 1 Rómaborg. Fékk hún og nokkrir félagar hennar þá lánaða kvik- myndatökuvél sem þau héldu með til Parísar og festu þar á filmu mikið af þeim atburðum, sem þá áttu sér stað þar. „Eg hafði þá lært hvað voru form og litir en aldrei snert á kvikmynda- tökuvél áður. Kynntist ég þá þeim möguleikum sem kvikmyndin hefur upp á að bjóða og einnig Bílvelta varð á Rangárvöllum aðfaranótt sunnudags af næsta skrítnum ástæðum. Tveir piltar voru að koma frá Hellu á leið að Hvolsvelli. Lentu þeir þá á forláta borðstofuborði á mi’ðjum vegin- um. Bilstjórinn missti stjórn á bílnum og valt hann út af vegin- um og er talinn nær ónýtur. Pilt- arnir sluppu ómeiddir og fóru kynntist ég því hversu mikill munur er að starfa í hóp eins og við kvikmyndatöku eða einn sér eins og við flesta listsköpun." Aðspurð hvað hún hygðist vinna að nú þegar vinnu við Ölaf Liljurós væri lokið, kvaðst Róska taka til við kvikmyndahandrit sem lýsti stofnun Alþingis á Þing- völlum árið 930 og hver hafi vprið upphaflega hugmyndin að stofnun þingsins. Svo synd væri að segja að Róska væri ekki þjóðleg í hugs- un og hefði með kvikmyndatök- um sínum stuðlað að mikilli og góðri landkynningu, eins og t.d. á Ítalíu þar sem hún hefur hvað mest starfað og selt italska sjón- varpinu kvikmyridir sínar. þeir að athuga aðstæður nánar. Blasti þá við töluvert af húsgögn- um á veginum, því auk eikar- borðsins góða voru þar þungir hægindastólar og fleira þarna í náttmyrkrinu. Eigandi húsgagn- anna hefur ekki fundizt, en lík- lega hafa þau týnzt af bíl í flutn- ingi. En eigandi bilsins, sem var af gerðinni Toyota árgerð 1973, situr eftir með sárt ennið í hægindastól. •BH. LENTI í ÁREKSTRIVIÐ F0RLÁTA ST0FUHÚSGÖGN HLUTA VELTA ARSINS Sunnudaginn 25. sept. kl. 13,30 í kjallara Iðnaðarmannahússins við Hallveigarstíg. ENGINNULL — EKKERT HAPPDRÆTTI Stærsti vinningurinn er sumarbústaða- leiguland á fegursta stað. Fleiri þúsund vinningar. FERÐAKLÚBBURINN ÚTÞRÁ - JH Bruni á Hvolsvelli — Skemmdirá járnsmiðju Kf. Rang. Eldur kom upp í járnsmiðju Kaupfélags Rangæinga á Hvols- velli um kl. 7 á föstudagskvöld. Vinnu var hætt í smiðjunni um kl. 4 um daginn en maður sem átti leið hjá sá eldinn um kvöldið. Slökkviliðið var þegar kvatt á staðinn og tókst að ráða niðurlög- um eldsins á u.þ.b. hálftíma. Tjón varð nokkuð af eldi og reyk. Sam- kvæmt upplýsingum lögregl- unnar á Hvolsvelli eru upptök eldsins ekki kunn. - JH

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.