Dagblaðið - 11.11.1977, Page 14
»... I
fremsti borðtennisieikari í heiminum
„Sænski hamarinn" Kjell Johansson, einn
í daK — er númer átta í heiminum samkvæmt flokkunarlista.
SÆNSKIHAMARINN
í LAUGARDALSHÖLL
verður eitt frægasta nafnið í borðtenn-
is í heiminum í dag, Kjell Johansson.
Hann varð tvöfaldur heimsmeistari í
borðtennis í Sarajevo 1973. Varð
heimsmeistari með sænska landsliðinu
og heimsmeistari í tvíliðaleik ásamt
Stellan Bengtson. Hann var þá aðeins
hársbreidd frá sigri í einliðaleik.
Sannarlega stórt nafn. Hafði áður verið
heimsmeistari ’67 og ’69.
Já, Kjell Johansson er stórt nafn 1
borðtennis — „sænski hamarinn” eins
og hann hefur oft verið kallaður. Auk
HM-tignar hefur hann margoft orðið
Evrópumeistari. Frá Finnlandi kemur
Mikael Grunstein. Einnig koma kepp-
endur frá Noregi og Færeyjum —
en enginn frá Danmörku.
.Allir beztu borðtenniskappar Islands
verða á afmælismótinu, Gunnar Finn-
björnsson, Ragnar Ragnarsson, Olafur
H. Ölafsson, Hjálmar Aðalsteinsson,
Hjálmtýr Hafsteinsson, Tómas Guð-
jónsson, Björgvin Björgvinsson, Stefán
Konráðsson, Gylfi Pálsson, Bjarni
Kristjánsson og Hilmar Konráðsson.
Afmælismót Borðtennissambandsins
er þvi vissulega stórmót en það hefst á
morgun kl. 16 í Laugardalshöllinni.
Borðtennissamband íslands verður
fimm ára á morgun — og BÍ heldur í
tilefni þess veglegt afmælismót með
tvöföldum úrslætti. A afmælismótnu
á aðalfundi siglingakliíbbsins
Aðalfundur i Siglingaklúbbnum
Brokey var haldinn í október. Svofelld
ályktun var þá samþykkt einróma:
„Aðalfundur Siglingaklúbbsins
Brokeyjar haldinn 12. október 1977
færir Íþróttabandalagi Reykjavíkur
sérstakar þakkir vegna stuðnings við
félagið á liðnu ári. Má þar sérstaklega
nefna gjafabátinn Ólaf og svo stuðning
við gerð dráttarbrautar í Nauthólsvík.
Hvort tveggja hefur bætt aðstöðu og
eflt starf félagsins, svo um rnunar.”
í stjórn félagsins voru kosnir Sig-
urður Einarsson, formaður, Guðjón
Magnússon, Hróbjartur Hróbjartsson
og Jóhann Gunnarsson.
DAGBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1977.
DAGBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1977.
100.000 KR. VERÐLAUN
t'fjóröu milliónustu femunni af trongan&' eru100.000kr. verölaun
Fékkstþúþér jRDPiCAiur ímorgun?
SÓLARGEISUNN FRÁ FL0RIDA
Haukar
stofna
minningar-
sjóð
ólygnust
Við byggjum á yíir 40 ára reynslu við málningarframleiðslu.
Sovézku heimsmeistararnir
HÖRPUSILKI er íslenzk gæða-
vara, sérstaklega framleidd fyrir
íslenzkt veðurfar.
Á rannsóknarstofu Hörpu er
ávalt fylgst með framförum í efna-
iðnaðinum, sem tryggir, að
HÖRPUSILKI er framleitt úr
beztu fáanlegu hráefnum á hverj-
um tíma.
HÖRPUSILKI er ódýr málning,
auðveld í notkun, mjög áferðar-
falleg og fæst í nýtízkulegu lita-
úrvali.
1 f 1 1 1
Garðar S. Gíslason var um langt skeið fræknasti spretthlaupari fslands
— og á myndinni sést hann með nokkra þá verðlaunagripi, sem hann
vann til. Hann átti fslandsmetið í 100 m hlaupi lengi, 11,0 sek. Garðar
var mikill áhugamaður um íþróttir. Þjálfari með afbragðsárangri hjá
nokkrum félögum — og um tíma var hann formaður Frjálsíþróttasam-
bands fslands. Aðalfararstjóri islenzka hópsins, sem vakti svo mikla
athygli á EM i Briissel 1950, þegar Huseby og Torfi urðu Evrópumeist-
arar. Guðmundur Garðarsson, alþingismaður, er sonur Garðars heitins.
Byggingar-
tæknifræðingur
Ólafsvíkurhreppur óskar eftir bygg-
ingatæknifræðingi til starfa hjá Ólafs-
víkurhreppi.
Umsóknarfrestur er til 30. nóv.
Nánari upplýsingar veitir oddviti í
síma 93-6153.
Landsmálasamtökin
STERK STJÓRN
Stofnuð hafa verið landsmálasamtök með ofangreindu heiti.
Tilgangur þeirra og markmið er:
1. Að breyta stjórnarskrá lýðveldisins fslands, meðal annars
á þann veg, að löggjafar- og framkvæmdavald verði aðskilin.
2. Að gjörbreyta skattafyrirkomulagi hér á landi og auðvelda
i framkvæmd.
3. Að leggja á herstöðvar NATO hér á landi aðstöðugjald,
sem varið verði til vegagerðar, flugvalla og hafnarmann-
virkja.
Skrifstofa samtakanna er að Laugavegi 84, 2. hæð, simi 13051,
og er opin mánudaga til föstudaga kl. 5 til 7. — Undirskriftar-
listar fyrir þá sem styðja vilja málstaðinn, liggja frammi á
skrifstofunni.
Stuðningsmenn sem ekki hafa aðstöðu til að
komo 6 skrifstofu geta látið skrá sig í síma 13051
Landsmálasamtökin Sterk StjÓm
— um GarðarS.
Gíslason, spretthlaupara
og þjálfara
Stofnaður hefur verið
minningarsjóður Garðars S.
Gíslasonar, sem lézt 9/12/62, en
hann var þjálfari Hauka í Hafnar-
firði á árunum 1941 til 1947.
Garðar S. Gíslason var einn af
fræknustu frjálsíþróttamönnum
Islands á þriðja áratugnum og
keppti fyrir KR, en var jafnframt
í stjórn FRÍ um árabil.
Garðar stundaði verslunarnám
í Winnipeg í Kanada og keppti
jafnframt í skólamótum þar, og
vann til fjölda verðlauna, einkum
í spretthlaupum.
Í þjálfaratíð Garðars S. Gísla-
sonar náðu Haukar mjög góðum
árangri og urðu þá m.a. Islands-
meistarar í öllum flokkum í
handknattleik.
Það var að tilhlutan eldri
félaga í Haukum, undir forustu
Guðsveins Þorbjörnssonar fyrr-
verandi formanns félagsins, að
ráðizt var í stofnun sjóðs þessa.
Hlutverk sjóðsins er að styðja
unga Haukafélaga til náms í
þjálfun íþróttafólks, einkum með
þarfir unglinga í huga.
Gefin verða út minningarkort
fyrir sjóðinn en hann verður í
vörzlu aðalstjórnar félagsins.
• Franska meistaraliðið St.
Etienne hefur gert samning við
Manch.Utd., um leik í París í
næsta mánuði. United sló St.
Etienne út í 1. umferð Evrópu-
bikars bikarhafa nú í haust — og
urðu mikil læti í leik liðanna í
Frakklandi, það svo, að Man.Utd.
var dæmt frá þátttöku í keppn-
inni um tíma.
51111
SENDIBÍLASTÖÐ
IHAFNARFJARÐARl
Reynslan
er
Iþróttir
Bþróttir
Iþróttir
róttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
töpuðu öllum leikjum sínum
—í HM kvenna í blaki í Japan — Ktna, Kúba, Japan og Suður-Kórea í úrslitum
Það hefur vakið gífurlega at-
hygli á heimsmeistaramóti
kvenna í blaki, sem nú stendur
yfir í Japan, að sovézku stúlkurn-
ar, sem eru núverandi heims-
meistarar, töpuðu öllum leikjum
sínum í riðlakeppninni. Hún
hófst fyrir fjórum dögum. tlr-
slitakeppnin hefst í dag og þar
leika til úrslita Japan, Kína,
Kúba og Suður-Kórea. I úrslitum
leika allar þjóðirnar innbyrðis.
Siðustu leikirnir í riðlakeppn-
inni voru í gær. Þá gerðu kín-
versku stúlkutnar sér lítið fyrir
og sigruðu olympíumeistara
Japans I fimm lotum, 8-15, 15-12,
15-9, 11-15 og 15-13 í ákaflega
spennandi leik eins og tölurnar
gefa til kynna. Áhorfendur, sem
skiptu þúsundum, voru á suðu-'
punkti allan leikinn. Þessi leikur
skipti ekki máli í sambandi við
úrslitakeppnina. Bæði liðin höfðu
tryggt sér sæti í hana.
Hins vegar var leikur Kúbu og
Perú afgerandi um það hvort
landið kæmist í úrslit úr B-
Dregið íFerða-
happdrætti HSÍ
Dregið hefur verið i fyrsta
skipti í Ferðahappdrætti Hand-
knattleikssambands íslands
(HSl).
Vinningur kom á miða nr.
15588.
Enn er hægt að kaupa miða í
happdrættinu. AIls verður dregið
10 sinnum — síðast í marz.
(Birt án ábyrgðar).
• Kúbanski hnefaleikamaður-
inn Stevenson, sem varð olympíu-
meistari í þungavigt bæði 1972 og
1976 verður fyrirliði og keppandi
kúbanska hnefaleikalandsliðsins,
sem keppir i Houston í Texas
innan skamms. Það verður fyrsta
keppni Stevenson um langt skeið.
Hann brenndist í bruna á heimili
sínu fyrir tæpu ári og hefur verið
frá keppni síðan.
Landslið Sviss í handknattleik:
kom á óvart í Herisau í Sviss á
laugardag og sigraði Júgóslavíu
22-20 í fjögurra landa keppni.
Júgóslavar sigruðu þó á mótinu á
markamismun.
Lokastaðan:
Júgóslavia
Sviss
Ungverjal.
HoIIand
riðlinum. Perú, sem áður hafði
sigrað Sovétríkin með yfir-
buróum, var talið hafa betri
möguleika. En þegar á hólminn
var komið vann Kúba auðveldan
sigur, 15-6, 15-10 og 15-7. Kúba
komst því í úrslit úr riðlinum
ásamt Suður-Kóreu, sem í gær
sigraði Sovétríkin án nokkurra
erfiðleika 15-8, 15-8 og 15-4. í
fjórða leiknum í gærkvöld sigr-
uðu Bandaríkin Ungverjaland
með 15-10, 10-15, 14-16, 16-14 og
15-10.
Kína og Suður-Kórea unnu í
öllum þremur leikjum sínum í
riðlakeppninni. Japan og Kúba
sigruðu í tveimur leikjum en töp-
uðu einum hvort land og þessi
lönd keppa um fjögur efstu sætin
á mótinu. Bandaríkin, Sovétríkin,
Perú og Ungverjaland keppa í
öðrum riðli um sætin frá fimm til
átta.
Heimsmeistarakeppni karla i
blaki hefst í Japan 17. nóvember.'
I gær tilkynntu Júgóslavar, að
þeir mundu ekki taka þátt í
keppninni. Kæmust ekki
til Japan vegna flugvélaskorts i
Júgóslavíu. Formaður fram-
kvæmdanefndarinnar, Yutaka
Maeda, tilkynnti í gær að Banda-
ríkin mundu taka sæti Júgóslava í
keppninni. Bandaríkjaliðið, sem
veri hefur í keppnisför í Kanada,
þáði strax boð um þátttöku. Auk
þess taka 11-aðrar þjóðir þátt í
keppninni. Brazilía, Kanada,
Kina, Suður-Kórea, Sovétríkin,
Kúba, Búlgaría, Pólland, Mexikó,
Egyptaland og Japan.
Badmintonsambandið 10 ára
— Raf n Viggósson endurkjörinn formaður á ársþingi þess
Ellefta ársþing BSl. var haldlð
sunnudaginn 30. okt. sl. i Snorra-
bæ við Snorrabraut. Um 30 full-
trúar og gestir sátu þingið. Þing-
forsetar voru Kristján Benja-
minsson og Ragnar Haraldsson,
en þingritari Grétar Snær
Hjartarson. Meðal gesta þingsins
voru Gísli Halldórsson forseti fSl
og Sigurður Magnússon skrif-
stofustjóri sambandsins.
Rafn Viggósson form. BSl
flutti skýrslu stjórnar, sem bar
með sér mikið og fjölþætt starf.
Meðal verkefna var að sjá um
þátttöku í heimsmeistarakeppni í
Malmö og Norðurlandamóti
unglinga í Kaupmannahöfn,
landsleik við Færeyjar o.m.fl. I
skýrslunni er glöggt yfirlit yfir
innlend mót, listi yfir badminton-
iðkendur eftir styrkleika, bad-
mintondómara o.fl.
Walter Lentz, gjaldkeri sam-
bandsins, lagði fram endur-
skoðaða reikninga.
A starfsárinu hóf Badminton-
sambandið útgáfu fréttabréfsins
Skellur í umsjá Axels Ammenu-
rup og Jónasar Þ. Þórissonar.
Meginviðfangsefni þingsins var
afgreiðsla á lagabreytingum og
leikreglnabreytingum, en unnið
hafði verið að þessum málum af
sérstökum milliþinganefndum.
öll stjórn BSÍ var endurkjörin,
en hana skipa nú: Rafn Viggós-
son, formaður, Ragnar Haralds-
son, Steinar Petersen, Walter
Lentz og Þorsteinn Þórðarson.
BSÍ verður 10 ára í þessum
mánuði.
Rafn Viggósson, formaður Badmintonsambands Islands, í ræðustóli á þinginu. Næstur honum er Kristján
Benjamínsson og síðan Ragnar Haraldsson, sem voru þingforsetar. DB-mynd Agúst Björnsson.
Luton-íeik-
maðurinn
axlarbrotinn
Einn af efnilegustu knatt-
spyrnumönnum Englend-
inga, Paul Futcher, Luton
Town, slasaðist alvarlega i
umferðarslysi sl. mánudag
og mun að líkindum ekki
leika meira á þessu leik-
tímabiii.
Bifreið hans lenti i
árekstri við vöruflutninga-
bil á A5-veginum nærri
Dunstable i Bedforshire.
Paul Futcher var lagður inn
á sjúkrahúsið i Luton-
Dunstaple. Hann reyndist
axlarbrotinn. Auk þess höfðu
sex rifbein brotnað eða
brákazt og lunga skemmzt.
Paul hefur verið spáð
miklum frama í enskri
knattspyrnu — tilvonandi
landsliðsmaður, sem stór-
klúbbarnir hafa talsvert
sótzt eftir. En hingað til hef-
ur Luton ekki viljað láta
hann fara frá sér. Paul kost-
aði Luton 100 þúsund sterl-
ingspund, þegar hann var
keyptur frá Chester sem 17
ára piltur. Það var fyrir
fjórum árum. Tvíburabróðir
hans, Ron Futcher, var einn-
ig keyptur til Luton frá
Chester fyrir minni upp-
hæð. Hann er nú einn af
aðalskorurum Luton, sem
leikur i 2. deild.
Framkvæmdastjóri Lut-
on, liðsins í hattaborginni
frægu rétt fyrir norðan
Lundúni, sagði eftir að hafa
heimsótt Paul á sjúkrahúsið
á mánudagskvöld. „Paul er
dugnaðarstrákur og hann
k'emst í gegnum þetta. En
það mun taka mjög langan
tíma.“ — Þetta er mikið
áfall fyrir Luton-liðið, sem
talið er hafa mikla mögu-
leika til að komast í 1. deild
á ný — og Paul var aðal-
varnarmaður liðsins. I haust
bauð QPR 200 þúsund sterl-
ingspund í hann — en þvi
boði var hafnað.
Þegar slysið átti sér stað
var Paul Futcher að aka
unnustu sinni, Colette
Jones, til Bletchley, þar sem
hún ætlaði að taka lest.
Coletta slasaðist ekki i
árekstrinum.
FFaröu með gesti mína til herbergja þeirra.
' I kvold verður vkkur sagt hvers vegna þið
~ eruð hér. herrar
mínir
Oæja, hvernig Y Hrottalegt. Hvað.
finnst þér PoIIi?/Al-\getum við gert?-
LU'-HO
OL»veRft—
S-JZB