Dagblaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 9
DACBLÁÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. NÖVEMBER 1977. * Krummahólar8: Ófrágengið og stór- hættulegt hús —eða hús sem verið er að I júka? Eins og lesendur DB rekur eflaust minni til var farið í ágúst i leiðangur upp í blokk eina er kallast Krummahólar 8 og er hér í borg. Þar var þá allt ófrágengið þrátt fyrir loforð seljanda. Breiðholts h.f. allt frá síðasta ári. Méðal annars vantaði handrið á svalir og stiga og lyfta var ókomin og gátu börn auöveldlega steypt sér niður i lyftugatið. I gær var svo farið í annan leiðangur í sömu blokk. Og ástandið hafði lítið skánað þrátt fyrir sífelld loforð Breiðholts h.f. Lyftan er ennþá ókomin og lyftugatið jafn óvarið. Meira að ségja er málum þannig háttað á sjöttu og efstu hæð að stiga er stillt upp við það lága rið seni við lyftuopið er eins og til þess að ögra nú börnum að kíkja niður í hyldýpið. Lyftuleysið gerir það að verkum að ættingjar fólksins í Krummahólum 8 koma helzt ekki í heimsókn nema þeir séu í fullu fjöri og hafi þörf fyrir trimm. Búið er að setja rið á hluta af svölunum en álls ekki allar. Þar sem riðið vantar er auðvelt að falláfram af svölunum því þótt steyptur sé hár og mikill veggur fremst á svalabrúninni er ekkert sem hindrar fall til hliðanna. Þar er hvorki veggur né ríð. íbúðirnar á efstu hæð i Krummahólum 8 eru á tveimur hæðum. En stigana á milli hæða vantar í sumum þeirra. Þar sem þeir eru komnir upp eru þeir handriðslausir og ótraustir. Þeim sem ekki hafa fengið stiga hefur ekki einu sinni verið séð fyrir bráða- birgðastiga. Því hafa íbúðar- eigendur gripið til þess ráðs að negla sjálfir saman stiga. Þak hússins virðist ekki vera tilbúið. Að minnsta kosti lekur loftið í sumum íbúðanna á efstu hæð. Einnig er alls staðar mikill trekkur með þeim veggjum sem tengjast þakinu. Liggur oft við frosti í íbúðunum af þessum sökum. Brunastiginn er þannig frá- Ekki er brunastiginn glæsi- legur. Fullur af spýtnarusli sem enginn þorir að hreyfa við af ótta við að tefja frekari framkvæmdir. Auk þess er hann handriðslaus og örmjór. genginn að mjög hættulegt er að fara niður hann. Hann er örmjór og handriðslaus þannig að ekkert er auðveldara en að falla niður. Einnig hafa byggingarmennirnir skilið eftir í honum allra handa spýtna- rusl sem gerir niðurferð ómögulega eða að minnsta kosti illmögulega. Rafmagnstöflur eru ófrá- gengnar að verulegu leyti. Það lekur með gluggum vegna þess að póstar eru sprungnir. Annað er eítir þessu. Samt hefur fólkið neyðzt til að flytjast inn því ekki er um það að ræða að leigja annars staðar bæði vegna fjárhagsörðugleika og húsnæðisskorts. Þetta tjón fólksins er að engu bætt. Samt sögðust þeir íbúðar- eigendur sem við raáddum við að þetta allt væri ekki það versta. Hitt væri mun verra að fólk væri algerlega réttinda- laust í svona tilfellum. Þrátt fyrir þverbrotna samninga gerir enginn opinber aðili nokkuð í málunum. Fólkinu er einfaldlega ekki svarað snúi það sér til Breiðholts h.f. Og tali það við hið opinbera er því einfaldlega bent á að fara í mál. En eins og einn íbúðareigand- inn orðaði það þá veit Breiðholt h.f. það ósköp vel að fólk sem er að byggja hefur ekki fjárhags- legt bolmagn til þess að standa í málarekstri. Enda töldu líka þeir sem við töluðum við siíkt vera óþarfa fræðilega séð; þarsem um beint og áþreifanlegt brot á samning- um væri að ræða ætti fólk ekki að þurfa að fara í mál til þess að við sé staðið. Þeir sem við töluðum við tóku skýrt fram að þeir vildu fyrst og fremst vekja athygli á þessu öðru fólki til viðvörunar. Skrif DB í haust virðast hafa haft þau áhrif að fram- kvæmdum var eitthvað hraðað en þó ekki nema lítið brot af því sem þurft hefði að gera ef vel hefði átt að vera. Haft var samband við Sigurð Jónsson einn af forstjórum Breiðholts h.f. Hann sagði að verið væri að ljúka við húsið að Krummahólum 8. Fram- kvæmdir hefðu dregizt nokkuð eins og oft vildi verða og hefði fyrirtækið gert mikið að þvi að greiða fólkinu skaðabætur af þeim sökum. Slæmt væri að lyftan skyldi ekki komin og væri verið að vinna að því að fá hana hið fyrsta. Frágangur annar væri á lokastigi. Unnið væri sleitulaust við að ljúka húsinu og gengi það ágætlega. DS. Svona er gengið frá á efstu hæðinni. Efni í stigana inni í íbúðunum liggur fremst á gólfinu. Aftar á myndinni má svo sjá lyftugatið sem aðeins er mittishátt tréverk fyrir og,éins og til að ögra börnunum að líta niður í hyldýpið hefur gömlum stiga verið stillt upp fyrir framan það. Oþarfi er að tíunda hvað yrði um þann sem félii þarna niður. Bráðabirgðastiga hefur þessi húseigandiltomtð fyrir inni í íbúðinni hjá sér þar sem ekki hillir ennþá undir að hann fái þann sem til frambúðar á aö vera. Vegna stigaleysisins getur hann ekki lokið framkvæmdum á neöri hæð ibúðarinnar og á í mesta basli með eins og hálfs árs son sem ekki skilur hættuna sem felst í þessum stiga. í desember bjóöum viö sérstök Iplafargjöld frá Norðurlöndum til íslands. Þessi jólafargjöld sem eru um 30% lægri en venju- lega, gera fleirum kleift aö komast heim til íslands um jólin. Ef þú átt ættingja eða vini erlendis, sem vilja halda jólin heima, þá bendum viö þér á aö farseðill heim til íslands er kærkomin gjöf. Slíkur farseöill vekur sannarlega fögnuð erlendis. ISLAJVDS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.