Dagblaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. NÖVEMBER 1977.
11
Carter hefur þó ekki látið
undan og jafnvel hótað að
draga úr sölu vopna til íran en
það gæti haft afdrifaríkar
afleiðingar varðandi hernaðar-
styrk írans á Persaflóanum.
Ekki er talið líklegt að Carter
forseti muni eyða miklum tíma
til að ræða um mannréttindi á
fundinum, sem hefst i dag.
Iranskeisari hefur nýlega lýst
því yfir, að hann hyggist létta
heldur áþjáninni á pólitískum
andstæðingum sinum. Talið er
að pólitískum föngum hafi
fækkað úr 3.300 niður í tæplega
2.500 á einu ári. Fulltrúi
Alþjóða rauða krossins hefur
fengið að heimsækja fangelsi í
íran til að kanna aðstæður og
stinga upp á endurbötum.
Ekki hefur frétzt af
bardögum milli öryggislögregl-
unnar og skæruliða síðan í júlí
síðastliðnum og sett hafa verið
lög sem tryggja eiga opinber
réttarhöld yfir skæruliðum eða
þeim sem ákærðir eru fyrir að
■vera það.
Alls er óvíst hvernig keisar-
anum muni ganga að sannfæra
Bandaríkjaforseta um nauðsyn
þess, að riki hans fái keypt eða
afhent meiri vopn frá Banda-
ríkjunum. Heildarstefna
Carters er sú í vopnasölu-
málum, að minnka beri hana
almennt til annarra ríkja. Þar
stendur Iran ekki vel að vígi,
því þær raddir hafa heyrzt í
bandaríska þinginu að vopna-
sala þangað hafi verið óhæfi-
lega mikil í forsetatíð Nixons.
Nýlega óskaði Iran eftir að fá
sérstakt varnarkerfi ásamt
sérstakri tegund eftirlits-
flugvéla. Vegna andstöðu í
bandaríska þinginu fengu þeir
aðeins flugvélarnar en ekki
eftirlitskerfið á jörðu niðri.
Einnig má nefna að af þeim
300 F-16 orustuþotum, sem Iran
hefur beðið um frá Bandaríkj-
unum hafa aðeins verið
afhentar 160 enn sem komið er
og ekki er víst að afgangurinn
verði látinn af hendi á næst-
unni vegna andstöðu meðal
þingmanna.
Talið er að eitt þeirra mála,
sem Iranskeisari muni leggja
Carter forseti mun meðal annars ræða oliusparnað og olíuverð við
transkeisara, þegar þeir hittast í Washington. A myndinni sést
hann þar sem hann er að flytja ávarp til þjóðarinnar um orkustefn-
una hinn 8. þessa mánaðar.
forseta greina á í viðræðunum.
Þar má meðal annars nefna
olíuverð, mannréttindi, afhend-
ingu vitneskju um kjarnorku-
vopn og kjarnorkutækni,
vopnasölu Bandaríkjanna og
almennt um utanríkisstefnu
þeirra.
íran hefur ekki síður en svo
mörg önnur ríki orðið fyrir
barðinu á einarðri afstöðu
Carters og stjórnar hans til
mannréttindamála. Hefur
keisarinn tekið þetta illa upp
og bent stjórn Bandaríkjanna á,
að hann telji þessi afskipti
hennar beina íhlutun í innan-
Iandsmálefni.
Kjallarinn
Krístján Friðriksson
hlunnindi fyrir sinn hluta í
auðlindaskattinnum.
200 fengju strax vinnu við að
byggja hús o.fl. vegna þess nýja
iðnaðar, sem koma skal upp á
svæðinu — og við vegalagnir
o.fl., en svæðið nyti forgangs í
vegalögnum og ýmsu fleiru,
einkum meðan á breytingu
stæði.
200 til 300 sem þá eru eftir
mætti sjá fyrir einhverskonar
sérgreindri vinnu, t.d. við til-
raúnanýtingu á kolmunna og
margt fleira kæmi til greina.
Eiginlega eru það aðeins
þessir 200 til 300, sem þyrfti að
kosta einhverju til — á sam-
félagsgrundvelli. Það gæti
kannski kostað þjóðfélagið svo
sem hálfan til heilan milljarð
árlega, árin þrjú sem
umþóftunin stæói — og væri
ekki ástæða til að skera við
nögl.
I rauninni eru það þessir
200—300 sem S.S. kynni að
hafa í huga, þar sem hann í
líkingu sinni virðist líkja öllu
þjóðfélaginu við mann, sem
samkvæmt læknisráði ætti að
þurfa að taka sér algjöra hvíld í
3—4 ár!
Það er því líkast sem dóm-
greind og hugmyndaflug S.S.
hafi farið í einhverskonar setu-
verkfall meðan hann var að
'hugleiða það mál, sem hér um
ræðir. Nú bið ég hann í
vinsemd að hugleiða betur að
fengnum þessum fyllri upplýs-
ingum.
Auðvitað fengjum við ekki til
innleggs þann uppeldisfisk,
sem nú er drepinn á umræddu
svæði. Þetta mætti áætla sem
gjaldeyristap í eitt ár er næmi
5-6 milljörðum, en minna strax
á öðru ári. En samtímis spör-
uðum við tvöfalda þá upphæð
við minnkun flotans, sem nú er
20 þús. lestum of stór, sbr. rök
fyrir því í öðrum greinum
minum.
Sjálf iðnaðaruppbygging-
in, miðað við vet tæKnivæuuan
smáiðnað, kostar ekki nema 15
til 20 milljónir pr. mann — eða
aðeins 3 til 5 milljarða fyrir
þessa 200 menn, lauslega
áætlað.
Síðari áfanginn
Uppeldissvæðið frá Grímsey
vestur úr til Straumness yrði
svo tekið tilsvarandi tökum á
næsta þriggja ára tímabili eftir
fyrri árin þrjú. Þar er að vísu
um miklu fleira fólk að ræða,
en þar gæfist líka lengri tími
til að undirbúa iðnaðarupp-
bygginguna, ef stefna yrði
mörkuð fyrirfram. Þá yrði líka
hagkeðju-fyrirkomulagið farið
að skila miklum arði í þjóðar-
búið — þó það væri ekki komið
í gagnið nema að hálfu leyti.
Spurning, sem
lýsti skilningi
Nú langar mig til að segja frá
spurningu, sem mér barst á
fundi nýlega. Spyrjandinn í
þessu tilviki var ein af okkar
gáfuðu húsmæðrum. Spurning
hennar bar með sér að hún
hugsaði eins og skákmaður,
sem hugleiðir skák sína nokkra
leiki fram í tímann.
Spurning hennar og formáli
fyrir spurningunni var efnis-
lega á þessa leið:
„Þú segir Kristján, að eftir
umþóftunatímabilið, þ.e. eftir
fyrstu árin þrjú, þá geti þeir á
Austfjörðum aflað jafnmikils
fisks eins og þeir afla nú, og þá
væntanlega hafa jafnmikið að
gera við fiskverkun eins og nú.
Hvaða vinnuafl á þá að vera til
staðar til að sinna hinum nýja
iðnaði, sem þú gerir ráð fyrir að
verði komið á fót fyrir a.m.k.
200 manns.“
Það lá við að mér vefðist
tunga um tönn við að fá
spurningu, sem lýsti svona
miklu hugmyndaflugi og
rökfestu.
En svar mitt var eitthvað á
þessa ieið.
1. Það krefst minni vinnu en
áður að vinna að fiskinum,
því nú verður aðeins um
stóran fisk að ræða, tekinn í
veiðarfæri sem velur úr
slátrunarhæfan fisk, ca 76 cm
að lengd, um 4 kg að þyngd.
2. Veiði á þessum stóra fiski
krefst líka minni vinnu en
áður, því nú verður miklu
meiri fiskur í sjónum en fyrr,
og hinn kostnaðarsami bar-
dagi eða samkeppni hins allt
of stóra flota um fiskinn yrði
úr sögunni að mestu.
3. Eðlilegt væri að fólki á þessu
svæði fjölgaði a.m.k. hlut-
fallslega til jafns við það sem
gerðist í landinu yfirleitt.
4. Veiðarnar eftir umþóftun
yrðu meira í skorpum —
yrðu ójafnari en nú gerist,
sem í sjálfu sér er óhagræði.
En hugsanlega gætu
iðnaðarfyrirtækin dregið
saman starisemi sína þau
tímabil, sem allra mest
bærist að af fiski, án þess að
iðnaðarframleiðslan þyrfti að
bíða hnekki við.
Með þessu taldi ég mig hafa
svarað þessari spurningu —en
áherzlu á í viðræðunum við
Carter forseta, sé að sá siðar-
nefndi styðji málstað Egypta í
deilunni við ísraelsmenn
meira heldur en hingað til. Er
það meðal annars talin
afleiðing af heimsókn Sadats
Egyptalandsforseta til
Teheran, þegar hann var á leið
heim frá Rúmeniu. Mun hann
þá hafa skýrt keisaranum frá
stöðunni í Palestínudeilunni
og hvernig hann teldi að málin
mundu þróast á næstu
mánuðum.
Eitt er það atriði, sem búizt
er við að þeir þjóðarleiðtog-
arnir verði sammála um. Eins
og fram hefur komið lagðii
Carter fram mikla og stranga
áætlun í orkusparnaðarátt.
Hefur hún mætt mikilli
andstöðu í þinginu og alls óvíst
hvort hún verður afgreidd þar
nema þá í þannig formi, að
Carter neiti að láta áætlunina
taka gildi.
Iranskeisari hefur lýst
ánægju sinni með áætlun
Carters en þar er gert ráð fyrir
að draga úr notkun olíu eins og
hægt er, aukinni kolanotkun og
mikilli leit og rannsóknum á
nýjum orkulindum.
Verðið á olíunni er þó ekki
líklegt til að verða jafn ánægju-
legt umræðuefni eins og olíu-
sparnaðurinn. Meðan á heim-
sókn Blumenthal fjármálaráð-
herra stóð í Teheran ræddi
hann olíuverðið við yfirvöld
þar og reyndi að sýna mönnum
fram á, að æskilegast væri að
halda öllum olíuverðhækkun-
um í lágmarki.
Þessu hefur transkeisari
hvorki játað né neitað en talið
að ef hann fari óánægður heim
á leið úr heimsókninni til
Washington muni hann
hugleiða hvort landi hans sé
ekki betur borgið í náinni
samvinnu við Vestur-Evrópu
heldur en Bandaríkin.
Íran hefur verið öflugasta herveldið við Persaflóa síðan Bretar létu
þar af varðgæzlu f.vrir sjö árum. A myndinni er svokölluð Rapier
eldflaugabyssa.
sjálfsagt mætti svara henni
betur með ýtarlegri umfjöllun.
Aftur vikið að
borgarafundinum
Einn af þeim ræðumönnum,
sem kvaddi sér hljóðs eftir
framsöguræður, var dr. Jónas
Bjarnason, þekktur m.a. sem
formaður Bandalags háskóla-
manna. Efnislega sagði Jónas
Bjarnason eitthvað á þessa leið.
„Alagning auðlindaskatts er
eina færa leiðin til að reka
efnahagsmái tslendinga svo
nokkurt vit sé í.“ Síðan tók
J.B. mjög ákveðið og skörulega
undir þær skipulagstillögur,
sem K.F. hefur sett fram um
þessi efni, auðvitað án þess að
taka afstöðu til einstakra fram-
kvæmdaratriða.
Dr. Jónas Bjarnason hefur
þegar unnið viðurkennd afrek
á sviði iðnaðarframleiðslu.
Hann hefur nú boðið sig fram í
prófkjöri fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn. Ég álít að Jónas
Bjarnason gæti orðið ágætur
fulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn á Alþingi. Gæti þar orðið
fulltrúi fyrir iðnaðinn, þ.e.
vaxtarbroddinn í efnahags-
lífinu. Ekki mundi af veita að
aukin breidd fengist i þinglið
þess flokks að því er snertir
menntun og starfsreynslu.
Góður fulltrúi fyrir iðnaðar-
fólkið — sem er fjölmennasti
starfshópurinn — þyrfti nauð-
synlega að vera í svo áhrifa-
miklum þingflokki.
En hverjar eru
efnahagstillögur
frambjóðandans
í Reykjaneskjördœmi?
Sigurgeir Sigurðsson hefur
einnig boðið sig fram í próf-
kjöri til Alþingis fyrir sitt
byggðarlag. Fróðlegt væri að
vita, hvað hann hefur til mál-
anna að leggja. Hann, sem er
svo kröfuharður við aðra, að
hann segir: „Var þetta þá allt
11,1
og sumt" um veigamiklar til-
Iögur margra manna. Það er
líklega ekkert smáræði, sem
hann hefur upp á að bjóða.
Gaman væri til dæmis að
vita, hvort hann er sæll og
glaður að vita til þess, (sem
hann hlýtur að vita) að líklegt,
næstum fullvíst, má telja að
sáralítill fiskur komi á miðin
hér sunnanlands og vestan á
næstu vertíðum, ef fram heldur
sem horfir að svo til allur
fiskur íslendinga verður veidd-
ur sem uppeldisfiskur til jafn-
aðar aðeins hálfvaxinn, á
uppeldissvæðunum fyrir
norðan land og austan. Hvernig
skyldi Sigurgeir telja að yrði
ástatt í efnahagsmálum hér á
suðvestur-horninu, þegar stór-
lega dregur úr fjármagns-
streymi frá útgerðarstöðvunum
hér sunnan lands og vestan.
Hvernig verður þá ástatt fyrir
hinni margháttuðu þjónustu-
starfsemi hér við þær
aðstæður, sem við þetta mundu
skapast? Hvernig verður t.d.
ástandið í byggingaiðnaðinum?
Hvernig fer með vörubílstjór-
ana, leigubílstjórana, sendibíl-
stjórana?
Hvernig fer með smásölu-
verzlun, þegar allt dregst hér
saman? Þegar útgerð og fisk-
vinnsla verður ekki lengur
arðbær hér syðra? Og skyldu
þá ekki fara minnkandi tekjur
t.d. sveitarsjóða? Og gæti ekki
jafnvel innstreymi í sjálfan
ríkissjóðinn eitthvað rýrnað?
Já, gaman væri að sjá eitt-
hvað um það, hvernig S.S.
hugsar framtiðarleikflétturnar
í efnahagstaflinu.
Vonandi skipar hann sér
ekki í sveit með þeim harðjöxl-
um heimskunnar, sem halda að
sá fiskur, sem er drepinn 1,2 til
3 kg að þyngd á uppeldissvæð-
unum, af „flotanum
ósigrandi", sem nú fer ham-
förum um uppeldissvæðin, —
komi sem va-nn vertiðarfiskur
inn í þjóðarbúið á Suðurnesjum
eða í Reykjavík.
Kristján Friðriksson
iðnrekandi.