Dagblaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ._ÞRIÐJUDAGUR_15.N0VEMBER 1977.
Raddir lesenda eru á bls. 2-3 og 4
Bflaviðgerðir og atvinnurekstur í íbúðarhverf um er
VÆGAST SAGT HVIMLEIÐ STARFSEMI
Maður nokkur hringdi og
kvartaði undan bílaviðgerðum
sem fram fara í bílskúrum og við
íbúðarhús í íbúðarhverfum.
Kvartaði maður þessi sérlega
undan bílaviðgerðarbílskúr í
Blesugrófinni.
Sagði hann að mikið ósamræmi
væri í þvi þegar íbúar hverfanna
væru að reyna að snyrta til í
kringum sig og byggð væru ný og
falleg hús á meðan svona starf-
semi væri leyfðí íbúðarhverfum.
Þessi Blesugrófaríbúi er ekki
einn á báti í þessu tilliti. í
mörgum snyrtilegum hverfum í
borginni má sjá gömul bílhræ
standa við hús og alls kyns ónæði
hlýzt af bílaviðgerðum langt fram
eftir kvöldi. Sums staðar eru líka
verkstæði í kjöllurum og bíl-
skúrum, þar sem vinnuvélar eru í
gangi og trufla íbúana, fyrir utan
sóðaskap sem skapast oft vegna
ýmiss konar starfsemi.
Það er kannski of mikið sagt að
starfsemi þessi sé leyfð, — hún
virðist samt látin óátalin. En hún
er óneitanlega mjög hvimleið.
»
Víða um borgina er rekin ýmiss
konar starfsemi í skúrum og
skýlum sem hróflað er upp án
þess að huga að til hverra lýta
slíkt getur verið umhverfinu.
Víða er mikill sóðaskapur sam-
fara ýmiss konar þjónustustarf-
semi í bílskúrum í ibúðarhverf-
um.
Blaðburðarbörn
óskaststrax við:
TJARNARGÖTU
SUÐURGÖTU
HÁTÚN
MIÐTÚN
MMBIADIÐ
Sími27022
Meirapróf
Óskum eftirað ráöa vanan bifreiðar-
stjóra með meirapróf.
Uppl. ísíma 92-2095
Hraðfrystihús Keflavíkur hf.
fHvað segir Matihsas j
um fjárlögin? \
Heimdallur SUS hoðar til fundar metl Mattbiasi V.
Mathiesen fjármálaráðherra þriðjudaginn 15. nóv. kl.
20.30. Fundurinn verður haldinn í Sjálfstce.ðishúsinu,
Valhöll, Háaleitisbraut I.
A fundinum mun fjármálaráðherra ræða itm fiárlaga-
frumvarpið og svara fyrirspurnum.
Nýlega gerði stjórn SUS ályktun um fjárlagafruim arpið,
þar sem meðal annars var sagt, að ríkisstjórnin hefði
ekki sett fram heildartillögur um samdrátt í ríkis-
búskapnum og að fjárlagafrumvarpið tæki ekki tillit til
sjónarmiða Landsfundar Sjálfstæðisflokksins í því efni.
Ennfremur kom fram i þcssari ályktun
stjórnar SUS, að takist ekki að ná fram
stefnu Sjálfstæðisflokksis um sam-
drátt í umsvifum hins opinbera, sé
erfitt aö réttlæta áframhaldandi
stjórnarsamstarf.
— Hvað segir fjármálaráöherra um
þessi atriði? Komið á fundinn og
heyrið svör ráðherra!
______________________Stjórn Heimdallar SUS.
Háir tollar rýra tekjur
ríkissjóðs
af filmuinnf lutningi
—segir Hilmar Helgason forst jóri Agfa-
umboðsins
í annars mjög skilmerkri grein
Adolfs Karlssonar umfilmuverð á
íslandi kemur fram m‘ög leiðin-
legur misskilningur, sem má
rekja til viðtals við mig í Dag-
blaðinu þann 27. október sl. Segir
þar, að ef lækka eigi filmuverð á
Islandi verði Kodak að ríða á
vaðió og lækki þeir, myndi Agfa
gera það einnig. Hið rétta er, að
é'g tjáði blaðamanni Dagblaðsins,
Atla Steinarssyni, að það eina,
sem gæti lækkað verð erlendis frá
væri verðstríð, sem gæti hafizt
með því t.d. að Kodak lækkaði sín
útflutningsverð um 20% fyrir-
varalaust. Að sjálfsögðu mundi
Agfa ekki una slíku og lækka sín
verð einnig, þar sem það er stefna
þeirra að glata aldrei markaðs-
hlutföllum, sem unnizt hafa. En
að þetta gerðist er með ólíkind-
um, sérstaklega ef tekið er tillit
til hins rótgróna markaðar hér á
landi. Verðstríð yæri sennilega
.eingöngu hugsanlegt, ef um nýja
tmleiðslu væri að ræða.
Ennfremur segir í fyrrgreindu
íðtali, að ég telji mig flytja inn
aðeins" 200.000 filmur á ári.
Hér er ennfremur um ranghermi
að ræða, því miður. Hið rétta er
að ég sagði Atla það ágizkun
mína, að til íslands væru fluttar
inn um það bil 200.000 Color-
Negative filmur (litfilmur f.
pappír) af öllum gerðum á ári.
Mörgum kann að finnast ég
öeðlilega seinn til að leiðrétta
framangreindan misskilning, sem
og Atli bauðst til að gera er ég
benti honum á hann. En sökin er
mín, því ég tjáði Atla, að hér væri
um svo augljósan misskilning að
ræða, að ekki þyrfti að leiðrétta
hann.
Epilog
Miklum tíma og fyrirhöfn
hefur verið eytt í að skrifa um
filmuverð á Islandi og sýnist sitt
hverjum. Þegar í upphafi tók ég
þá ákvörðun að blanda mér ekki í
það mál, enda skorti ekki svar-
greinar við grein prófessors Gísla.
Er Atli Steinarsson átti síma-
viðtal við mig um grein Gísla,
umreiknaði ég fyrir hann búðar-
verð í Þýzkalandi á Agfa filmum
niður í útflutningsverð til okkar
og komst að nákvæmlega sömu
niðurstöðu og Adolf Karlsson
gerir, eða að hér er ekki um neitt
óeðlilegt að ræða, nema að við
gjöldum markaðssmæðar okkar,
sem gerir það að við komum
aldrei til með að njóta magnaf-
sláttar. En hafi fyrrnefnd skrif
vakið athygli stjórnvalda á að
G.Ó. skrifar:
I lögum um almennar
tryggingar er ákvæði, sem kveður
svo á, að ef bótaþegi dvelur
lengur á sjúkrahúsi en 4 mánuði
samtals á tveggja ára tímabili,
skuli hann missa bætur sínar að
undanskildum kr. 5000.00, sem
teljast vasapeningar og hann fær
greiddar meðan hann dvelur á
sjúkrahúsinu. .
Nú er ég einn af þessum óláns-
mönnum, sem er 75% öryrki og
kerfið hefur lent á með fullunt
þunga.
Saga mín er þannig. Af því að
ég er kvæntur og kona mín
útivinnandi, fékk ég skerta tekju-
tryggingu kr. 18.260.00 ásamt
örorkubótum kr. 30.490.00 á
mánuði. Þessar bætur eru teknar
af mér þegar ég fer inn á sjúkra-
hús vegna sjúkdóms þess er
hrjáir mig, enda alltaf með kvót-
ann fullan, en ég þarf venjulega að
fara tvisvar á ári inn á sjúkrahús.
Nú er svo komió, að konan min
varð að hætta að vinna úti vegna
sjúkdóms sem hefur hrjáð hana.
Fæ ég ekki einu sinni kr.
5.000.00 í vasapeninga, vegna þess
maðkurinn í mysunni er þeirra,
er vel. Það er augljós staðreynd,
að filmur eru allt of hátt tollaðar
til að innflutningur þeirra skapi
þær tekjur fyrir ríkissjóð, sem
æskilegt væri.
Hilmar Helgason.
að kona mín er talin fyrirvinna
heimilisins. Nú er fjölskyldu
minni ætlað að lifa á sjúkradag-
peningum eiginkonu minnar. En
dæmið er ekki svona einfalt.
Vegna sjúkdóms eiginkonu
minnar, er hefur hrjáð hana frá
árinu 1968. hefur hún örorkulíf-
eyri frá Tryggingastofnun
ríkisins kr. 22.873.00 á mánuði.
Þessi upphæð dregst frá dag-
peningum, sem Sjúkrasamlagið
greiðir henni, þannig að hún fær
greiddar kr. 450.00 á dag, en hjá
Sjúkrasamlaginu virðist hún ekki
vera talin fyrirvinna heimilisins,
alla vega fær hún ekki greitt neitt
vegna barns okkar sem er undir
lögaldri.
Af sjúkradagpeningum konu
minnar kr. 13.500.00 ásamt kr.
15.600.00 barnalífeyri frá
Tryggingastofnun ríkisins eða af
29.100.00 á mánuði er fjölskyldu
minni ætlað að lifa.
Nú hefði ég gaman af að sjá
fólk lifa af þessum bótum. Nei, ég
hef ekki efni á að lifa með þennan
sjúkdóm, sem hrjáir mig enda lét
ég útskrifa mig i snarheitum af
spitalanum.
ER ÞETTA HÆGT?