Dagblaðið - 15.11.1977, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. NÖVEMBER 1977
15
Dísir í safari-
leiðangri
Dýrin í frumskóginum voru
aldrei í neinni stórkostlegri hættu
þegar þessar fögru dísir fóru í
„safari“ leiðangur. Safari þýðir
leiðangur inn í frumskóg til þess
að drepa villidýr „upp á sport“.
Hins vegar hefur þróazt alveg
óháð þessu sérstök fatatízka sem
nefnd er safari og á víst að vera
eitthvað frumskógarveiðimanna-
leg.
Þessar stúlkur klæðast einmitt
slíkum fötum á myndinni. Þær
,fóru nú einungis í þau til þess að
láta mynda sig með ljónynjunni
Cörlu. Annars eru þær þátt-
takendur í keppninni um titilinn
ungfrú heimur. Þær heita Mary
Stavins sem er frá Sviþjóð, Cindy
Millar frá Bandaríkjunum,
Madaleine Stringer frá Bretlandi
og Dagmar Winkler frá Þýzka-
landi.
-DS-
Pólitíkogfegurð:
Ungfrú Swaziland hættir
þátttöku
íkeppni
um ungfrú
heim
Ungfrú Zanele Tshavalala,
sem komið hefur fram sem full-
trúi Swazilands í kep'pninni um
titilinn ungfrú heimur, hætti
keppninni þegjandi og
hljóðalaust fyrir nokkrum
dögum. Talið er að henni hafi
borizt skipanir heiman að frá
sér um það.
Ungfrúin, sem er 21 árs,
hefur komið fram sem fulltrúi
þjóðar sinnar undanfarin tvö
ár. En hún er sögð hafa fengið
skeyti frá stjórnvöldum Swazi-
lands sem kom í veg fyrir frek-
ari framhald á slíku. Talið er að
þar hafi legið pólitískar
ástæður að baki og hafi þetta
átt að vera mótmæli við þátt-
töku Suður-Afríku í keppninni
og um leið gegn stjórninni þar.
-DS-þýddi.
Er nóg að gera það einu
sinni í mánuði?
Kynsveltri
konu neitað
um skilnað
— í Bretlandi
Aumingja frú Diane Dowden
í Englandi, 34 ára gömul, var
svo vansæl af því hversu maður
hennar stóð sig illa við hús-
bóndaskyldurnar. Hún sótti því
um skilnað við hann á þeirri
forsendu að kynlíf einu sinni í
mánuði væri hvergi nóg. Dóm-
ararnir þrír sem málið var lagt
fyrir fylltust samúð við sögu
frúarinnar en neituðu henni
um skilnað eigi að síður því
lögin voru ekki á hennar bandi.
Það var ekki næg ástæða til
skilnaðar að Donald, maður
Diane, hugsaði lítið um þarfir
konu sinnar. Slíkt töldu þeir á
engan. hátt óréttlátt eða erfitt
að sætta sig við. Yfirdómarinn
sagðist að vísu kenna í brjósti
um Diönu en taldi sér samt
ekki fært að veita henni
skilnaðinn.
Donald, sem er fertugur,
hafði þó ekkert á móti því að
skilja. Og hann hefur meira að
segja yfirgefið konu sína fyrir
þó nokkru. Saman eiga þau
hjónin tvö börn.
Diana tók úrskurð dómarans
mjög nærri sér. Hún sagðist
vera mjög óhamingjusöm í
hjónabandinu. Lögfræðingur
hennar taldi hegðun Donalds
mjög varhugaverða og fyllsta
ástæða væri til þess að veita
skilnaðinn á þeirri forsendu.
Dómararnir töldu hins vegar
það ekki varhugaverða hegðun
þó karlmaður 'tapaði kynhvöt
sinni. Að þessu gæti aumingja
Donald ekkert gert. Díana
verður því að biða róleg í að
minnsta kosti tvö ár enn eða
þann tíma sem það tekur
skilnað að borði og sæng að
verða að lögskilnaði í Bret-
landi. DS.
Bandaríkin:
Aðeins þriðjungur kvenna
þeirra
séá
heimilinu
Aðeins 30% bandarískra
„nútímakvenna“ telja að staður
þeirra sé á heimilinu. Þetta
kemur fram í könnun sem gerð
var í Bandaríkjunum af
prófessorum við háskóla í
Georgíu, Needham og New
York árið 1975.
Orslit þessarar könnunar
koma fram í Markaðsmálatíma-
ritinu (Journal of Marketing)
og sýna þau hvað 970 „nútíma-
konur“ telja að sé og eigi að
vera. Allar eru þær útivinnandi
og deila heimilisstörfum og
barnauppeldi með mönnum sín-
um.
Af þessum hóp töldu 59%
kvennanna að faðirinn ætti að
vera húsbóndinn á heimilinu
þrátt fyrir að 82% töldu karl-
menn ekki betur að sér eða
betur gefna en konur.
Og á meðan 62% kvennanna
töldu sig heimakærar sögðust
74% vilja ferðast um og skoða
heiminn.
89% sögðust vilja lita
aðlaðandi út í augum hins
kynsins. -DS-þýddi.