Dagblaðið - 21.11.1977, Síða 8

Dagblaðið - 21.11.1977, Síða 8
8 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1977. Dráttarbílar til sölu Aftakaveður íMosfellssveit: Scania 140 super, dráttarbíll árg. 74 2 drifhásingar, með vagni, og 6 tonna krana stálpallur fylgir. Toppbíll. Mach ’53. Dráttarbíll með vagni. Drif á öllum h.iólum. Nýgegnumtekinn, dráttarspil að framan og aftan. MARKAÐSTORGIÐ EINHOLTI8 SÍMI28590 Lausar stöður Félagsmálastofnun Reykjavíkur óskar eftir að ráða starfsfólk til starfa í fjölskyldudeild. Æskilegt er að umsækjandi sé félagsráðgjafi eða hafi menntun á sviði félagsvísinda. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Félags- málastofnun Reykjavíkur, Vonar- stræti 4, 101 Reykjavík, fyrir 25. nóvember nk. Vegg- og loftklæðningar á ótrúlega hagstæðu verði Koto Kr. 1.990.- Gullálmui' Kr. 2.590.- Oregoo piie Kr. 3.150.- Eik Kr. 3.370.- Tekk Kr. 3.370.- Hoo*a Kr. 3.440.- Palisa'idei' Kr. 3.580.- Strigaáferð Kr. 1.410.- Öll verð pr. fermet-a — með söluskatti. Ennfremur eigum við furu- og grenipanel í 6 mismunandi gerðum. Gerið verðsamanburð — það borgar sig. ''Bif£»c»ÍMí».3eörui’erzíuMÍ>v, BJÖRNINNl Skúlatúni 4. Simi 25150. Reykjavik oliuetti Skrifstofutækni hf. Tryggvagötu, Reykjavik. mBEUWB án rikisstyrks Annasamur sólar- hringur hjá björgun- arsveitinni Kyndli Gríðarlegt óveður var í Mosfellssveit aðfaranótt sunnu- dags, bæði var mikið rok, skaf- renningur og ofanhríð. Segja mátti að nær ófært væri um sveitina. Björgunarsveitin Kyndill var kölluð út til þess að bjarga mönnum sem fest höfðu bíla sína. ,,Við vorum komnir út um hálf eitt leytið og vorum að til klukkan fimm í morgun. Hjá Leirvogs- tungu tepptust litlir bílar í miklum skafli sem myndaðist. Það voru líklega um tuttugu bílar sem við drógum úr skaflinum og við þurftum einnig að koma nokkrum sem höfðu bleytt sig í gang,“ sagði Erlingur Ölafsson formaður Kyndils í samtali við DB í gær. ,,Það var vont að eiga við þetta því aftakaveður var þarna á melnum. Mjög var misjafnt hvernig bilarnir voru útbúnir, sumir voru ágætlega búnir til vetraraksturs en aðrir laklega. Ekki varð ökumönnum eða farþegum meint af,“ sagði Erlingur. Björgunarsveitarmenn notuðu björgunarsveitarbíl sinn og höfðu auk þess annan bíl til umráða. Alls voru sex björgunarmenn- irnir að störfum þarna um nóttina. „Við vorum annars búnir að eyða deginum í að bjarga hesti sem var í svelti í svokölluðum Sköflungi, sem er fjallgarður sem gengur út úr Henglinum. Fórum við á vélsleða og skiptumst svo á að teyma hestinn," sagði Erlingur. „Menn sem voru að gá að. kindum sáu til hestsins þar serri hann var í sjálfheldu og orðið algjörlega haglaust hjá honum. En hesturinn var samt furðanlega á sig kominn. Líklega hefur hann verið þarna í mánaðartíma en nægur hagi hefur verið þar til nú fyrir viku. Við teymdum hestinn niður að Heiðarbæ i Þingvallasveit og tókum hann svo i hestakerru yfir heiðina, Veðrið var ekki orðið eins vont og um kvöldið, gekk á með éljum,“ sagði Erlingur. Þetta var því annasöm helgi hjá þeim Kyndilsmönnum. Þeir eru ellefu talsins en hafa jafnan á takteinum aukalið sem kallað er út þegar mikið liggur við. Færð var orðin sæmileg á Vesturlandsvegi í gærdae en mikil hálka var á veginum. A.Bj. SKAFRENNINGUR MEÐAN SNJÓRINN ENTIST í EYJUM „Hér var norðan þurrarok og skafrenningur á meðan einhver- snjór var sem gat fokið,“ sagði lögreglan í Vestmannaeyjum í samtali við DB. Skemmdir urðu á húsum, gluggar fuku upp og þakplötur af húsum. Einingahús í byggingu í nýju hverfi, Búhamri, lagðist saman í rokinu. Ekki urðu slys á fólki í óveðri þessu. Engin úrkoma var í Eyjum og snjórinn sem þar var er nú allur fokinn á haf út samkvæmt upplýsingum lögreglunnar. A.Bj. Ofsaleg hálka á vegunum í nágrenni borgarinnar Um ellefu leytið í gærmorgun valt fólksbíll út af Vesturlands- vegi rétt á móts við Vallá. Tveir voru í bílnum en sluppu þeir við meiðsli en billinn skemmdist mikið. Mikil hálka var á Vestur- landsvegi. Sömu sögu er að segja um Hafnarfjarðarveg. Þar var ofsaleg hálka og að sögn Hafnar- fjarðarlögreglunnar var rétt með naumindum að vegurinn lokaðist ekki aðfaranótt sunnudags vegna vonzkuveðurs. A.Bj. Bflar yfirgefnir á Hellisheiði, íKömbum og Ölfusi vegna veðurof sans Mikið óveður var austanfjalls á laugardaginn samkvæmt upplýsingum Selfosslögregl- unnar. Var bæði mikið rok og skafreijningur eins og víða annars staðar á landinu. Fólk gekk frá bílum sínum bæði á Hellisheiði í Kömbum og ölfusi. Lögreglan þurfti að aðstoða fólk við að komast leiðar sinnar aðfaranótt sunnudags. Gekk veðrið niður þegar komið var undir morgun í gær. AÞBj. ALLT í ÁTTINA Á AKUREYRI Þetta er allt í áttina hjá okkur sagði lögreglumaður á Akureyri í samtali við DB eftir hádegi I gær. - Veðrið að skána, ekki nema þriggja stiga frost og rafmagnið komið. Hér var hálfgerð stórhríð á laugardag og nokkuð hvasst. Dálitil ófærð myndaðist á götum en Akureyringar eru vanir að keyra í ófærð og hafa bara garnan af því að brjótast um í sköflum. „Nú er búið að ryðja allflestar götur og að verða fært um allan bæ,“ sagði lögreglumaðurinn. A.Bj. OFSAVEÐUR GEKK YFIR HÚSAVÍK ÞAR SEM MIKILL SNJÓR ER OG ÓFÆRÐ Ofsaveður með hvassviðri, skaf- renningi og éljum gekk yfir Húsa- vík á laugardag og aðfaranótt sunnudags. Gekk veðrið niður þegar komið var framundir morgun og um hádegi í gær var komið ágætisveður á Húsavík. Götur kaupstaðarins voru mokaðar á föstudaginn og höfðu myndazt um tveggja metra háir. ruðningar meðfram götunum i gær. I hvassviðrinu fauk allt til aftur og mikil ófærð var í gær. Aðeins fært eftir aðalgötunni og upp að sjúkrahúsinu. Húsavikurlögreglan hafði nóg að gera í fyrrinótt við að draga bíla úr snjósköflum og koma fólki heim. Dansleikur var á laugar- dagskvöld en honum lauk áður en venjulegur balltími var úti vegna þess að rafmagnið fór af. „Þá bilaði rútan frá Akureyri," sagði Guðmundur Gunnlaugsson lögreglumaður í samtali við DB. „Menn voru dauðhræddir um að fá ekki helgarglaðninginn sem með rútunni átti að konia. Það bjargaðist þó. A timabili á laugar- daginn voru menn hræddir um togarann okkar, Júlíus Havsteen, þar sem hann lá við bryggju. Mikill sjógangur var en ekki nein slys í höfninni." Mikið er af vélsleðum á Húsa- vík. Sagði Guðmundur lögreglu- maður að vöruflutningabílarnir kæmu með þetta tvo. þrjá og stundum fjóra vélsleða í hverri ferð. „Við erum ekkert sérlega hrifnir af allri þessari vélsleða- eign og teljum sleðana auka á sl.vsahættu." sagði Guðmundur. „Það gengur illa að fá þá skráða og þeir eru óþjálir í umferðinni þegar þeir eru látnir vaða áfram á fullri ferð. A.Bj.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.